Tíminn - 14.08.1975, Side 3

Tíminn - 14.08.1975, Side 3
Fimmtudagur 14. ágúst 1975 TÍMINN 3 Ekki hægt að veita undanþágu fyrir einn en ekki annan — Segja fulltrúar Samvinnu bankans og Verzlunarbankans Gsal-Reykjavlk — Tlminn kannaði I gær hjá bönkunum hver væri afstaða þeirra til á- visana Gjaldheimtunnar og bréfs Seðlabankans. — Já, við höfum neitað að inn- leysa þessar ávisanir eins og allar aðrar strikaðar ávlsanir, svo fremi að ekki sé um okkar eigin viðskiptamenn að ræða, sagði aðalgjaldkeri Verzlunar- bankans, og sagði að þetta væri alveg ófrávikjanleg regla bank- ans. ,,Það er ekki hægt að veita undanþágu fyrir einn en ekki annan”, sagði hann. — Já, þetta hefur valdið tals- verðum úlfaþyt hjá bönkunum, en við höfum ekki séð okkur annað fært en að fara eftir regl- unum, sagði aðalgjaldkeri Sa'm- vinnubankans. Kvað hann Seðlabankann hafa ritað þeim bréf, þar sem þess hefði verið óskað aö bankarnir veittu góða fyrirgreiöslu. ,,Við höfum reynt að sigla milli skers og báru I þessum efnum, án þess þó að brjóta reglurnar, m.a. höfum viö innleyst slikar ávisanir frá fólki sem er nátengt okkar við- skiptavinum”. Aðalgjaldkeri Samvinnubankans taldi að gjaldheimtustjóri hefði gengið full langt, er hann lét prenta áð- urnefnda klásúlu á fylgibréf á- visananna. Hann nefndi aö bankinn mæti það I hverju ein- stöku tilfelli, hvort greiða ætti ávisanirnar út eða ekki. Hjá Búnaðarbankanum fékk Timinn þær upplýsingar að bankinn hefði orðið við bón Seðlabankans um að greiða þessar strikuðu ávisanir út. — Við höfum innleyst þessar ávisanir með varúð, þótt það sé að vlsu brot á reglunum, sagöi aðalgjaldkeri Útvegsbankans. — Hins vegar höfum við ritað Seðlabankanum bréf og vakiö athygli á þessu, þvi þetta er nokkuð sem við erum ekki ánægðir með. Hjá Landsbankanum fékk Timinn þær upplýsingar að þeir greiddu út áðurnefndar ávisanir frá Gjaldheimtunni. „Við urð- um við beiðni Seðlabankans sem ritaði bönkunum bréf, og óskaði eftir þvl að við greiddum þessar ávlsanir út”, sagði aðal- gjaldkerinn. — Við höfum I augnablikinu orðið við þessari beiðni Seðla- bankans, sagði aðalgjaldkeri Iðnaðarbankans. — Hins vegar leiðir þetta til ósamræmis, þvi maður sem hingað kemur með venjulegan strikaðan tékka fær ekki sömu fyrirgreiðslu og ann- ar með strikaðan tékka frá Gjaldheimtunni. „Praxísinn" dálítið frjálslegri en lögin — segir Seðlabankastjóri Gsal-Reykjavik. Ti'minn hafði I gær tal af Birni Tryggvasyni, aðstoðarbankastjóra Seðla- bankans, vegna þessa máls, og sagði hann að það væri mis- skilningur að ekki væri hægt að fara I hvaða banka sem væri til að innleysa strikaðar ávlsanir. „Þetta er almenn strikun og þvi hægt að fara I hvaða banka sem er,” sagði Björn. — t praxis er farið að nota þessa strikuðu tékka dálitið frjálslegar en lögin segja til um, — og sú er þróunin erlendis, en löggjöf um tékka er alls staðar sú sama, sagði Björn. Guðmundur Vignir Jósefsson, gjaldheimtustjóri sagði, að áöurnefnd klásúla á fylgimiða ávlsana frá gjaldheimtunni hefði verið prentuð I samráði við Seðlabankann ,,og við hefðum aldrei sett svona klausu, nema af þvl að við teld- um að það væri heimilt,” sagði hann. Guðmundur sagði sjónar- mið gjaldheimtunnar hefði verið það eitt, að gera fjáreig- endum auðvelt um vik við innleysingu tékkanna. Seinagangur á lána fyrirgreiðslum rík- isins stafar af seinagangi útvegs- mannanna sjálfra — segir aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra Ö.B. Reykjavik. Útvegsbænda- félag Vestmannaeyja hefur á- talið seinagang á lánafyrir- greiðslum frá rikinu, en sam- kvæm upplýsingum Einars B. Ingvarssonar, aðstoðarmanns sjávarútvegsráðherra, stafar sá seinagangur af seinagangi út- vegsmanna I Eyjum við að skila fjárhagsskýrsium þeim, sem til þurfti við mat á þörf útgeröar- inanna til lánanna! Útvegsbændafélag Vest- mannaeyja sendi frá sér eftir- farandi fréttatilkynningu: — Fundur stjórnar og trúnaöar- mannaráðs Útvegsbændafélags Vestmannaeyja, haldinn 28. júll 1975, átelur harölega þann seinagang sem er á lánafyrir- greiðslunni, er útgerðinni var heitið á sl. hausti, og var I þvl fólgin að skammtímaskuldum útgerðarinnar yrði breytt I lán til lengri tíma. Heilt ár er nú senn að verða liðið siðan þetta fyrirheit var gefið, en þrátt fyrir það er ekki enn búið að afgreiða nema sára- litinn hluta þeirra lána er út- gerðarmenn I Vestmannaeyjum vænta, með þeim afleiðingum að milljónatugir hafa farið I ó- hóflega háar vaxtagreiðslur til lánastofnana og annarra þeirra, er útgerðin skuldar. Timinn hafði samband viö Einar B. Ingvarsson aðstoöar- mann sjávarútvegsráðherra og innti hann eftir orsökum þess hvers vegna ekki hefðu veriö gerð skil á þessum fyrrgreindu lánum. Sagði Ingvar að þetta kæmi sér algerlega á óvart, þar eð eftir þvi sem hann bezt vissi hefði nefnd silsem um mál þessi fjallar, en það er samstarfs- nefnd bankanna, hefði afgreitt öll fyrirliggjandi mál fyrir hálf- um mánuði. Hins vegar, sagði Einar^að staðið hefði til að vinna þetta á sem skemmstum tlma, til aö forða útgerðinni frá mikl- um vaxtagreiðslum, og því ver- iö settur skilafrestur á tilskild- um gögnum þann 15. janúar siö- astliöinn. En svo hafi nú boriö til að ýmsir útgerðarmenn I Vest- mannaeyjum heföu Itrekað fengið frest til að skila inn fjár- hagsskýrslum þeim, er nefndin þurfti á að halda til að unnt væri að vinna þá úr, sem I raun og veru þyrftu á lánunum að halda. Sagði aðstoðarráðherrann að það væri mjög eðlilegt, að lán- veitingar drægjust, þegar menn skiluðu mjög seint inn öllum nauðsynlegum gögnum. Einar B. Ingvarsson benti og á, að verið gæti að afgreiösla hefði tafizt eitthvað I bönkum eða þá að einhver fyrirtæki, sem væntu fyrirgreiðslu, heföu ekki fullnægt þeim skilyrðum, sem til hennar þyrfti. Ferðafólk tryggt gegn forföllum Liftryggingafélagið Andvaka byrjaði um siðustu áramót að taka að sér ferðaslysatryggingar. Viö undirbúning hópferðar Þjóðræknisfélags tslendinga til Kanada nú I sumar var leitað eftir tilboðum í slikar trygg- ingar, og kom i ijós að Andvaka Vél, sem fitusprengir mjólkina bilaði A mánudaginn bilaði vél I Mjólkurstöðinni i Reykjavik, sem fitusprengir mjólk. Afleið- ingin varð sú að nokkurt mjólk- urmagn strokkaðist og þar sem ekki varð vart við bilunina I tæka tið var allmikið magn kekkjaðrar mjólkur sent I mjólkurbúðir. Varð af þeim sökum að innkalla um þúsund litra af mjólk eftir að fjöldi kvartana hafði borizt frá ó- ánægðum mjólkurkaupendum. Skipstjórarnir þrír fyrir rétt í Stykkishólmi Gsal-Reykjavik — Þrir bátar voru teknir I fyrradag fyrir meint landhelgisbrot á Breiðafirði, en þaðan hafði Landhelgisgæzlunni borizt kvartanir þess efnis, að bátar væru að veiðum innan leyfi- legra marka og fylgdi það kvörtununuin að sumir bátanna væru með dragnótarleyfi en væru með fiskitroll. Flugvél frá landhelgisgæzlunni stóð slöan bátana að meintum ólöglegum veiðum talsvert fyrir innan mörkin, en bátarnir voru þessir: Gustur SH-24, Gullfaxi SH-125 og Sigurfari SH-105. í gær kom svo i ljós, að Sigur- fári reyndist einungis vera meö dragnót. Mál skipstjóranna verður tekið fyrir I dag, hjá sýslumanninum I Stykkishólmi. Fjölbrautarskólinn holti í gagnið nú í í Breið- haust BH-Reykjavik. — Framkvæmd- um við Fjölbrautaskóiann I Breiðhoiti miðar þannig áfram, að fyrirhugað er að taka I gagn I haust kennsiuhúsnæði, sem hlotið hefur heitið c-álma á pappfrnum. i þessum áfanga verður kennsluhúsnæði fyrir bókiegt nám er samsvarar 18 stofum. Þá veröur þar húsnæði fyrir skóia- stjórn tii bráðabirgða. Stærð 8600 rúmmetrar. Verk þetta var boðið út iseptember 1974. Samið var við lægstbjóðanda, Böðvar Bjarna- son, s.f., um tilboðsupphæð hans að viðbættum 3.5 miilj. fyrir milliveggjum o. fl. er undanskilið var I upphaflegu útboði, eða alls kr. 119.72 millj. Áætlaður heiidar- kostnaður er um 189.0 millj. kr. Nú eru ýmsar framkvæmdir við skólabyggingar I borginni á lokastigi og skal getið hér þeirra helztu. I byggingu er nú og á lokastigi 3. áfangi Fellaskóla, sem er Iþróttahús með tilheyrandi búningsklefum og öðru rými. Sal < er hægt að skipta i tvennt. Þá er og lokið við húsnæði fyrir heilsu- gæzlu. Einnig er lokið gerð íþrótta- vallar og áhorfendasvæðis á skólasvæðinu milli Fellaskóla og F j ölbra utask óla ns. Við Hagaskóla hefur verið reist Iþróttahús, mikið mannvirki. Um er að ræða skiptanlegan Iþróttasal með tilheyranai búningsklefum, áhorfendarými á svölum fyrir 600 manns. Þá er I byggingunni húsrými til félags- legra afnota. Stærð 10.028 rúm- metrar. Verkið var boðið út i ágúst 1973.Samið var við lægst- bjóðanda, Aðalbraut s.f. um Framhald á 5. siöu. Þannig lftur Fjölbrautaskólinn i Breiðholti út f dag. Tfmamynd: Róbert. gat boöið hagstæðustu kjörin og beztu tryggingaskilmálana. Varð þviúr.að yfirgnæfandi meirihluti ferðalanganna tók slika trygg- ingu hjá Andvöku, auk þess sem Samvinnutryggingar sáu um farangurstryggingar þeirra. Þar að auki önnuðust þessi félög einnig sömu tryggingar fyrir hóp bænda, sem fór fyrir skömmu til Kanada á vegum Búnaðarfélags Islands. Við þessar ferðaslysa- tryggingar Andvöku er það nýjung, að þær tryggja fólk gegn svo nefndu feröarofi. Það byggist á þvi, að i þessum hópferðum varð að raða niður i flugvélar með alllöngum fyrirvara, og i þeim tilvikum að fólk forfallaðist á siðustu stundu fékk það ekki fargjöld sin endurgreidd. Trygg- ingar Andvöku bæta fólki tjón af þessum sökum, og að sögn Helga Sigurðssonar fulltrúa frkvstj. hjá Andvöku hafa þegar komiö upp nokkur tilvik, þar sem félagið hefur greitt fólki útlagðan feröa- kostnað, eftir að það hafði for- fallazt frá ferðinni vegna slysa eða veikinda, að þvi er segir I nýútkomnum Sambandsfréttum. Banaslys á Eskifirði Gsal-Reykjavik — Banaslys varð á Eskifirði I fyrrinótt um hálf fjögur leytiö, er tæp- lega sautján ára gamall pilt- ur ók bifreið á miklum hraöa — að því að talið er, — á vegg verzlunarhúss á staðnum. Lögregla og læknir komu þegar á staðinn, og var pilturinn þá með lifsmarki, — en lézt skömmu siöar. Pilturinn var aðkomumað- ur á Eskifirði. Hann var bú- settur I Keflavik. Ekki er unnt að birta nafn hans að svo stöddu, þar eð ekki hafði náðst til allra aöstandenda I gærkvöldi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.