Tíminn - 14.08.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.08.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN TTTTtSfiGflTTTTT Fimmtudagur 14. ágúst 1975 Móðir hennar var hengd fyrirmorð Nýlega var skýrt hér i blaðinu frá örlögum konu nokkurrar, Ruth Ellis i Englandi. Ruth þessi hafði orðið að bana elsk- huga sinum, og verið hengd fyrir bragðið. Hún var jörðuð i fangelsisgarðinum, eins og venja er um þá, sem teknir eru af lifi. En þar með var ekki sagan búin. Fyrrverandi eigin- maður Ruth, leit ekki glaðan dag eftir dauða konu sinnar, þar sem hún ásótti hann nótt sem nýtan dag, og bað hann um að koma þvi til leiðar að jarðneskar leifar hennar yrðu fluttar i kirkjugarð. Endirinn varð sá, að maðurinn framdi sjálfmorð, er honum tókst ekki að fá jarðneskar leifar konu sinnar fluttar. Það gerðist þó nokkru seinna, að börn hennar fengu þvi til leiðar komið, að hún var færð i kirkjugarð, og Olympíuleikar í nánd Nú er Silvia sem margir hafa orðað við Carl Gustaf Svia- konung búin að velja sér nýjan vin. Hann er reyndar ekki af holdi og blóði, eins og konungur- inn, heldur er þetta tákn eða verndargripur næstu Olympiu- leika i Insbruck, og á að vera eins konar snjómaðpr, og veröur karl þessi seldur á leik- unum, eins og venja hefur verið áður að selja einhverja svipaða minjagripi fyrir þá, sem á leik- ana koma. Silvia hefur sem sé ákveðið að starfa við Olympiu- leikana, en þetta verður ekki I fyrsta sinn, sem hún gerir það, þvi hún hitti einmitt konunginn á Olympiuleikunum i Munchen, þegar hún starfaði þar, og var leiðsögumaður hans, á meðan hann fylgdist með leiknum. eftir það hefur enginn orðið var við hana. Núna rákumst við á mynd af einni frægustu ljós- myndafyrir'sætu Englands, Georginu Ellis. Hún hefur ný- lega sagt frá þvi opinberlega, að hún sé dóttir Ruth. Georgina er 23 ára gömul, fráskilin með einn dreng á framfæri sinu. Georgina vissi ekki fyrr en nú nýverið, hver hin raunverulega móðir hennar hafði verið, enda var hún aðeins 3 ára þegar móðir hennar dó. Hún lætur ekki örlög móðurinnar á sig fá, en segist vona, að hún eigi ein- hvern tima eftir að fá uppreisn æru sinnar. Hún hafi aðeins verið óhamingjusöm kona, sem hafi orðið að bana manninum, sem sveik hana. Lengi vel hafði Georgina hugsað sér að verða læknir, en svo var hún af tilvilj- un mynduð i myndasyrpu um fegurstu stúlkur Englands, og þar með var framtið hennar ráðin. Hún fékk þegar i stað tilboð um að verða ljósmynda- fyrirsæta og hefur hún starfað sem slik um nokkurt skeið. Nú er i ráði að kvikmynda ævi móður hennar, og hlakkar Georgina mjög til þess að fá að sjá þá kvikmynd. Hér eru svo tvær myndir af þeim mæðgum. Greinilegt er ættarmótið, svo ekki sé meira sagt. DENNI DÆMALAUSI Þarna er hún enn að fara i brúð- kaup. Hún getur ekki beðið eftir sinu eigin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.