Tíminn - 14.08.1975, Page 6

Tíminn - 14.08.1975, Page 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 14. ágúst 1975 Ný veiðistöng með inn- byggðu hjóli Ávallt tilbúin í bílhólfinu eða úlpuvasanum Kynniö ykkur þessa frá- bæru nýjung. Kostar aðeins kr. 5.100,- Sendum í póstkröfu. RAFBORC SF. Rauðórstíg 1 Sími 1-11-41 Kekkonen slapp með naum- indum frd Vestmannaeyjum, dður en þoka lokaði flug vellinum BH-Reykjavik. — Kekkonen Finnlandsforseti kom til Islands i gærmorgun kl. 11 i einkaþotu sinni, sem lenti á Reykjavikur- flugvelli. Finnlandsforseti er hingað kominn til þess að veiða lax i Viðidalsá, en áður en hann hélt til veiða, skrapp hann til Vestmannaeyja, og dvaldi þar um stund i gær. Siðdegis gerði svartaþoku i Eyjum, og lokaðist flugvöllurinn af þeim sökum rétt eftir að flugvélin, sem flutti Finnlandsforseta til Reykja- vikur, lagði upp. Forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn, tók á móti Finnlands- forseta á flugvellinum og bauð honum til Bessastaða, þar sem þeir forsetarnir snæddu hádegisverð. Jarðskjólfti í Grimsey 1 gærmorgun varð vart jarð- skjálfta i Grimsey. Skjálftinn var allsnarpur og mældist 4,6 stig á Richterskvarða. Hann átti upptök sin 5-10 kilómetra út af Grimsey. Nokkru siðar komu nokkrir minni skjálftar, sem einnig varð vart á Húsavik. Finnlandsforseti og forseti islands á Reykjavlkurfiugvelli I gaer- morgun. Timamynd: Gunnar. Framsóknarfélaganna í Reykjavík Jón Guðmundur Hermann Magnús Leiðsögumenn verða þaulvanir ferðagarpar, hreinn haf- sjór af fróðleik, þar á meðal þeir Jón Gíslason póst- fulltrúi og fræðimaður, Guðmundur G. Þórarinsson verkf ræðingur, Hermann Guðjónsson, stjórnarráðs- fulltrúi og Magnús Sveinsson kennari. Vandað verður til allrar stjórnunar og leiðsögu í ferðinni. Fararstjórar verða Kristinn Finnbogason, formaður f ulltrúaráðsins, og Markús Stefánsson, formaður Fram- sóknarfélags Reykjavíkur. Að öllu forfallalausu verða Einar Ágústsson, ráðherra, og Þórarinn Þórarinsson, alþingismaður, með í ferðinni. Kristinn Markús Einar Þórarinn Ferðaáætlun: Laqt verður af stað frá Rauðarárstíg 18 stundvíslega kl. 8 á sunnudagsmorguninn.Ekið verður austur Mosfellsheiði, um Þing- völl, Gjábakkahraun og Laugardalsvelli, komið að Laugarvatni og stansað þar í 30. mínútur. Ekið frá Laugarvatni austur Laugardal, yfir Brúara, austur Úthlíðar- hraun, hjá Múla og meðf ram Bjarnarfelli til Geysis og stansað þar i 30 minútur. Ekið frá Geysi að Gullfossi og stansað þar í 30 mínútur. Ekið frá Gullfossi að Brúarhlöðum og síðan eins og leið liggur um Hreppana. Komið að Hjálp í Þjórsárdal og matast þar. Ekið frá Hjálp að Sigöldu og umhverfið þar og mannvirkin skoðuð undir leiðsögn verkfræðings. Verði gott veður, verður farið að Hrauneyjarfossi og til Þórisvatns, en af útigönguhöfða við Þórisvatn er eitthvert besta útsýni um hálendið sunnan jökla. Farið frá Sigöldu í Galtalækjarskóg og stansað þar í klukkutíma. Síðan ekið sem leið liggur til Reykjavíkur um Land, Holt, Ásahrepp, Flóa og Ölf us, yf ir HelIisheiði — og komið til Reykjavíkur um kl. 22. Rétter að minna fólk á aðhafa meðsér nesti og hentug ferðaföt. Farmiðar eru seldir á skrifstof u Framsóknarf lokksins, Rauðarárstíg 18, sími 2-44-80, og þarf að sækja þá í síðasta lagi í dag fimmtudag, vegna þess að semja þarf um bílana með nokkrum f yrirvara.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.