Tíminn - 14.08.1975, Side 7

Tíminn - 14.08.1975, Side 7
Fimmtudagur 14. ágúst 1975 TÍMINN 7 Útgetandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðaistræti 7, simi 26500' — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 700.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Á Alþingi að ráða stefnunni? Talsverður skoðanamunur virðist vera um það, hvort stofnun eins og Framkvæmdastofnun rikis- ins, sem annast að verulegu leyti stefnumótun i byggðamálum og efnahagsmálum, eigi heldur að vera undir stjórn embættismanna eða pólitiskra stjórnenda, sem fylgja fram stefnu rikisstjórnar og Alþingis á hverjum tima. Ágreiningur sá, sem hér hefur risið upp, fer að sjálfsögðu mest eftir þvi, hvert menn álita að eigi að vera vald Alþing- is og hvert vald embættismanna. Um það þarf vart að deila, að samkvæmt þeim stjórnarháttum, sem við teljum okkur búa við, lýðræði og þingræði, á stefnumótun i efnahags- málum og byggðamálum að vera i höndum hinna kjörnu fulltrúa á Alþingi og þeirra manna, sem þeir velja i rikisstjórn. Til þess eru þingmenn kjörnir og til þess er rikisstjórn valin, að þessum aðilum er ætlað að stjórna á viðkomandi kjör- timabili. Það á svo að vera á valdi kjósenda að kjörtimabilinu loknu, að dæma um stefnumótun og stjórnarframkvæmdir þessara aðila og að á- kveða það við kjörborðin, hvort þeim skuli falin stjórn áfram eða aðrir látnir taka við. Ótvirætt er þetta tilgangur rikjandi stjórnar- hátta. Framvindan hefur hins vegar orðið sú á siðari áratugum, að Alþingi og rikisstjórn hafa verið að missa meira og meira af þvi valdi, sem þeim er ætlað. Annars vegar hafa stéttasamtökin eflzt og orðið stöðugt áhrifameiri á kostnað þings og rikisstjórnar. Hins vegar hefur vald embættis- manna aukizt jafnt og þétt. Eftir þvi, sem rikis- báknið hefur þanizt meira út og starfsemi þess orðið margþættari, hafa rikisstjórn og Alþingi orðið i vaxandi mæli háð embættismannavaldinu á margvislegan hátt. Áhrif rikisstjórnar og Al- þingis hafa raunverulega minnkað að sama skapi, og eru orðin i mörgum tilfellum meiri i orði en á borði. Það er ekki óeðlilegt, þótt menn liti misjöfnum augum þessa örlagariku framvindu. Ýmsir hafa orðið til þess i seinni tið, að vara við vaxandi embættismannavaldi, og má i þvi sambandi ekki sizt vitna til skeleggrar yfirlýsingar Sambands ungra jafnaðarmanna. Formaður þingflokks Al- þýðuflokksins, GylfiÞ. Gislason, virðist hins veg- ar á allt öðru máli. Hann ritaði forustugrein i Al- þýðublaðið á siðastliðnum vetri, þar sem hann á- taldi harðlega, að sú stefnumótun i byggðamál- um og efnahagsmálum, sem Framkvæmdastofn- un rikisins er ætlað að hafa, væri i höndum póli- tiskra manna, hvort heldur þeir væru alþingis- menn eða ekki. Krafa hans var sú, að yfirstjórn Framkvæmdastofnunarinnar yrði i höndum embættismanna. Framkvæmdastofnunin skal þannig verða nýtt vigi embættismannavaldsins. Enn skal dregið úr valdi Alþingis og rikisstjórn- ar. Hér er ekki ætlunin að fara að deila við einn eða neinn um þessi mál, heldur aðeins að vekja at- hygli á þvi, hvað er um að tefla i þessu sambandi og mörgum fleiri tilfellum, sem eru lik þessu. Spurningin er sú, hvort hinir kjörnu fulltrúar þjóðarinnar á þingi og i rikisstjórn, eigi að stjórna og ráða stefnumótun og stjórnarfram- kvæmdum eða hvort þeir eigi aðeins að dútla við frumvörp, áætlanir og reglugerðir, sem aðrir hafa búið i hendur þeirra? Það er um þetta, sem ágreiningurinn er. Þ.Þ. NORTH KOREA Pyongyán^ SOUTH KOREA ERLENT YFIRLIT Deilt um Suður-Kóreu og Víetnamríkin r Osamkomulag um aðild þeirra að Sameinuðu þjóðunum 200 Miles CHINA Seo of Japon DEMARCA TION LINE Kóreurikin FYRIRSJAANLEGT virðist að allmörg mál munu valda deilum á reglulegu allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna, sem kemúr saman i siðari hluta september að loknu aukaþingi, sem verður haldið fyrri hluta mánaðarins og mun eingöngu fjalla um efna- hagsmál. Meðal þessara mála verður ekki sizt Kóreumálið. Kóreumálib hefur verið til meðferðar á nær öllum þing- um Sameinuðu þjóðanna siðan 1950, er Kóreustyrjöldin brauzt út. Um skeið beindust umræður og tillöguflutningur einkum að þvi, að her sá, sem þar er undir merkjum S.Þ., verði fluttur frá Suður-Kóreu, en hér er nær eingöngu um bandariskan her að ræða. Þetta hefur verið tillaga þeirra rikja; sem hafa fylgt Norður-Kóreu að málum. Hún hefur ekki náð fram að ganga, en litlu munaði þó, að hún yrði samþykkt á allsherj- arþinginu i fyrra, Hún féll þá með jöfnum atkvæðum, eða 48:48, en 39 riki sátu hjá. I staðinn var samþykkt tillaga frá Bandarikjunum, Japan og fleiri um að reynt yrði með viðræðum að sameina Kóreu- rikin á friðsamlegan hátt og jafnhliða léti öryggisráSið kanna ýmis atriði, sem féllu undir valdsvið þess, þ'á.m. að leysa upp herstjórn S.Þ. i Kóreu. Þessi tillaga var sam- þykkt með 61:42 atkvæðum, en 33 riki sátu hjá. A siðastliðnu vori fór Kim, einræðisherra Norður-Kóreu, i heimsókn til ýmissa rikja i þeim erindum m.a. að fá þau til að stuðla að þvi, að her- stjórn S.Þ. i Suður-Kóreu yrði lögð niður. Við þvi var þá bú- izt, að þetta gæti orðið mikið átakaníál á næsta allsherjar- þingi S.Þ.Til þess mun þó vart koma, þvi að bæði Bandaríkin og Suður-Kórea hafa nú lýst yfir þvi, að þau séu reiðubúin til að fallast á, að herstjórn S.Þ. i Suður-Kóreu verði hætt. Bandariski herinn mun þó verða áfram i Kóreu, en hann mun ekki dvelja þar undir merkjum S.Þ.—heldur sam- kvæmt sérstökum samningi milli Bandarikjanna og Suð- ur-Kóreu um varnarmál. Sá samningur hefur verið i gildi um nokkurt skeið. EN ÞÖTT þetta deiluefni leystist, er sennilegt, að Kóreumálið verði beint eða ó- beint mikið deiluefni á þingi S.Þ. Astæðan er sú, að Suð- ur-Kórea hefur sótt um aðild Teng Hsiao-ping SAMA daginn og fyrri at- kvæðagreiðslan fór fram i öryggisráðinu, 6. ágúst, áttu 13 bandariskir öldungadeild- Framhald á 15. siðu. að Sameinuðu þjóðunum, á- samt Suður-Vietnam og Norð- ur-Vietnam. Riki fær þvi að- eins aðild að Sameinuðu þjóð- unum, að það sé bæði sam- þykkt af allsherjarþinginu og öryggisráðinu. Umsóknir þessara rikja voru teknar til meðferðar i öryggisráðinu 6. þ.m. og greiddu 14 riki at- kvæði með þvi, að Vietnam- rikin fengju aðild að Samein- uðu þjóðunum. Eitt riki sat hjá. Þetta eina riki var Bandarikin. Alls eiga 15 riki sæti i ráðinu. Atkvæði féllu þannig um umsóknarbeiðni Suður-Kóreu, að sjö riki greiddu atkvæði með henni, en átta riki sátu hjá. Engin til- laga telst samþykkt i öryggis- ráðinu, nema hún fái meiri- hluta atkvæða. Þetta þýddi þvi, að umsóknarbeiðni Suð- ur-Kóreu var raunverulega hafnað. Bandarikin höfðu áður gefið til kynna, að þau myndu beita neitunarvaldi i öryggis- ráðinu til að hindra aðild Viet- nam-rikjanna, ef aðild Suð- ur-Kóreu fengist ekki sam- þykkt. Þau beittu svo neitun- arvaldinu á fundi öryggis- ráðsins siðastliðinn mánudag. Þar með er ljóst, að Vietnam- rikin fá ekki aðild að Samein- uðu þjóðunum að þessu sinni, nema þau riki, sem hafa stað- ið gegn aðild Suður-Kóreu breyti afstöðu sinni. Umsóknir þessara rikja munu koma til meðferðar á allsherjarþinginu og sennilega verða þær allar samþykktar þar. En það næg- ir ekki meðan ekki næst sam- komulag um þær i öryggis- ráðinu. Rikin sjö, sem greiddu at- kvæði i öryggisráðinu með að- ild Suður-Kóreu, voru þessi: Bandarikin, Bretland, Frakk- land, Italia, Japan, Sviþjóð og Costa Rica. Það er ekki óalgengt i öryggisráðinu, að stórveldi beiti þar neitunarvaldi til að stöðva allar umsóknir, ef ein- hverri umsókn er hafnað af ó- eðlilegum ástæðum, eins og hér hefur gerzt i sambandi við Suður-Kóreu. Suður-Kórea á tvimælalaust ekki minni rétt á aðild en Vietnamrikin. Rétt er að geta þess, að Norður-Kórea hefur ekki sótt um aðild að S.Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.