Tíminn - 14.08.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.08.1975, Blaðsíða 8
TÍMINN Fimmtudagnr 14. ágúst 1975 Reynir Hugason. Fátt reynistungu fólki, sem er að stofna heimili, jafn erfitt og aö koma yfir sig þaki. A Islandi er það mikið metnaðarmál að geta byggt yfir sig eigin ibúð. Mjög fáir vilja leigja hjá öðrum og eru þeir pen- ingar, sem greiddir eru i húsa- leigu yfirleitt kallaðir blóðpen- ingar. Það hagstæðasta sem menn geta hugsað sér er að byggja eigin íbúð i blokk, raðhús eða jafnvel einbýlishús, og fá að skulda eins mikið i þvi og framast er mögulegt. Með þvi móti fá menn mikinn skattafrádrátt vegna vaxtagreiðslna, en eignast um leið húsnæði. Ýmsir halda þvi fram að þetta sé eina leiðin, sem fær er hér á landi til þess að eign- ast húsnæði. Unga fólkið tekur á sig skuldabyrðar, sem eru langt umfram greiöslugetu, ef ekki kæmi það til, að hægt er að treysta á verðfall peninganna. Þeim mun meiri sem verðbólgan er, þeim mun minni byrði verður skuld þeirra, sem byggt hafa og þeim mun fljótar losnar unga fólkið undan skuldabyrðum sin- um. Um áratugi hefur það verið öruggt að treysta á mikla og vax- andi verðbólgu og fólk hefur smám saman lært að ávaxta pen- inga sina við slik skilyrði, nefni- lega i steinsteypu. Þau kjör.sem ungu fólki, sem er að leggja út i baslið, eru boðin eru ekki upplifgandi. t fyrsta lagi er hægt að sækja um lóð og byrja að byggja. Alveg er undir hælinn lagt,hvort menn geta fengið lóð, það fer eftir þvi, hvar menn standa i pólitikinni og i öðru lagi eru lóða og gatnagerðargjöld, a.m.k. i Reykjavik, nokkuð á aðra milljón. Fæstir hinna ungu hús- byggjenda eru og lærðir i verk- greinum, er snerta húsbyggingar, samt er þeim falið að vera stjórn- endur húsbyggingarinnar og vill þá mikið fé fara i súginn vegna Reynir Hugason, verkfræðingur: HUSNÆÐI FYRIR AL MEÐ VIÐRÁÐANLE< KJÖRUM reynsluleysisins eins. (Það er tal- in nokkuð góð þumalfingurregla hér að þriðja húsið sem menn byggja yfir sig verði sæmilega gott, þvi þá séu menn komnir i þjálfun og búnir að læra hand- verkið sæmilega). Lánin, sem unga fólkið fær, eru hlægilega lág. Það eitt að greiða gatnagerðargjöldin hefur orðið mörgu ungu parinu að fótakefli. Yfirstigi menn það, er næst að grafa fyrir grunninum og steypa sökkulinn. Þetta kostar nokkra vinnu, en ekki mikla peninga. Sið- an kemur platan, uppslátturinn, steypan, þakið og gluggarnir og þá er húsið fokhelt. Á þvi stigi eru komin 38-42% af fjármagninu i húsið, sem þarf til að fullgera það. Á þessu stigi fæst fyrsti hluti húsnæðismálastjórnarláns- ins, um 550.000 kr. eða tæpur helmingur af gatnagerðargjöld- um einum saman. Unga fólkið er nú orðið skuldum vafið, allt er á vixlum, og mikill timi fer i að hlaupa á milli banka og fá endur- nýjun á vixlum eða að „fleyta" sér eins og það er kallað. Reynt er að knýja húsbygginguna upp á næsta stig, þ.e. að gera hana til- búna undir tréverk. Þetta kostar feiknamiklar vökur og streitu, vinnu öll kvöld og helgar með misjöfnum árangri. Flestir vilja vinna sem mest sjálfir af þvi að mikið af þeirri vinnu er skatt- frjáls. Á þann hátt spara menn sér stórfé (imynda þeir sér). Þegar ibúðin er loks tilbúin undir tréverk er flutt inn i hana. Um þetta leyti eru liðin 3-7 ár frá þvi að grunnurinn var grafinn, allt eftir þvi hver i hlut á. Börnin hafa alizt að mestu upp hjá dag- mæðrum á meðan báðir for- eldrarnir hafa unnið úti. For- eldrarnir hafa oftast búið i lélegu ódýru leiguhúsnæði eða hjá tengdaforeldrum meðan á bygg- ingaframkvæmdum stendur. Fjölskyldulif hefur verið af skornum skammti og allir lausir aurar látnir renna til bygginga framkvæmdanna. Nú er eftir sið- asta eldraunin, kaupa eldhúsinn- réttinguna (palesander) og hurð- ir, láta harðviðarklæða veggi og/eða mála. Þetta tekur 2-3 ár til viðbótar. En nú kemur babb i bátinn. Börnin eru oft orðin 10-14 ára gömul og innan örfárra ára fljúga þau úr hreiðrinu. Börnin hafa litið haft af foreldrum sinum að segja fram að þessum tima og nú bregður svo við að foreldrarnir vilja fara að vera meira með börnum sinum og bæta þeim upp hina erfiðu tima i uppvextinum, en það skilja ekki börnin, þau eru búin að ai'la sér vina og kunningja á sinu reki og eru öllum stundum með þeim. Heim koma þau aðeins til þess að borða og sofa. For- eldrarnir sitja þvi heima og horfa á finu harðviðarklæddu veggina sina og hita sér kaffi á logagylltu sjálfvirku kaffivélinni sinni og láta sér leiðast. Þau eru nú nokk- uð farin að reskjast. Eiginmaður- inn er farinn að gefa sig til heils- unnar, taugarnar eða maginn hafa látið undan áreynslunni af margra ára stanzlausu striti. Kostnaðurinn við að eiga ein- býlishús er eitthvað i kringum 40- 60 þús. kr. á mánuði, þannig að eiginkonan getur ekki hætt að vinna úti, jafnvel þótt verstu erfiðleikatimarnir eigi að vera um garð gengnir. Finu einbýlis- húsi fylgir lika sú kvöð, að hafa góðan bil til umráða, helzt Blazer ef mögulegt er eða Range Rover, Bronco eða a.m.k. Cortinu, neðar er ekki hægt að fara i standard. Kostnaðurinn við að halda úti sliku lúxustæki er 4-500 þús. kr. á ári (1974). A þessu stigi eru hjónin komin með allt það, sem þjóðfélagið gerir kröfur til,að það eigi,til þess að þau geti talizt menn með mönnum. En hvað hefur það kost- að? Margur kemst aldrei svona langt, eða þá að þeir fara aðrar leiðir t.d. út i brask, sem er kannske algengast. Parið getur sem sé fengið lóð t.d. i Mosfells- sveit, greitt gatnagerðargjöldin um 1 milljón króna, en siðan selt lóðina á 1,4 milljónir. Nú er bann- að að braska með lóðir, en það er gert eigi að siður. Hafi menn hug- rekki til þess að steypa sökkulinn, fást 2,8 milljónir fyrir lóðina með sökkli, gróði verður um það bil 1,5 milljón Haldi menn áfram lengra og geri fokhelt hjá sér, eða verði fok- heldir eins og það er kallað, og selji siðan, veröur gróðinn enn meiri. Menn hafa jafnvel getað látið skrá sig fyrir nýjum Range Rover, en biðtiminn eftir að fá slikan bil var um 2 ár. Síðan var hægt að selja samninginn á 3-500 þús. kr. án þess að hafa nokkurn tima lagt fram krónu til bilkaup- anna sjálfur. Það eru ekki allir sem hafa þetta braskaravit og þvi fer sem fer að byggingafram- kvæmdir ganga mismunandi vel. Til er það unga fólk sem hugsar sér að láta sér nægja 3ja til 4 her- bergja ibúð i blokk, a.m.k. fyrst um sinn. Ekki eru kjörin glæsileg, sem boðið er upp á til þess að eignast slikar ibúðir. Ef gerður er samningur við byggingameistara um að kaupa 4 herbergja ibúð, sem tilbúin er undir tréverk og ekki er enn farið að byggja,en lofað er að verði til- búin seint á næsta ári, er boðið upp á eftirfarandi: íbúðin kostar 5 milljónir króna, greiða skal um 500 þús. krónur við samning, eftirstöðvarnar 4,5 milljónir, — húsnæðismála- stjórnarlán, 1700 þús. = 2,8 milljónir, má greiða með 280.000 krónum á tveggja mánaða íresti i alls 20 mámiði eða um 140.000 krónur á mánuði. Ungt fólk sem er að hefja bú- skap hefur sjaldnast öðlazt rétt á lifeyrissjóðslánum, þetta frá 600 þús. til 2,5 milljónir. Stundum getur annar hvor pabbinn slegið lifeyrissjóðslán lit á sina ibúð og endurlánað unga fólkinu pening- ana. Þar með eru fengnar kannske 7-800 þús. krónur að meðaltali. Unga fólkið vantar þvi 2 milljónir enn. Auðvelt er að fá 500 þús. krónur i banka, og kannski, eiga J>au einhver spari Grein I. í grein II, sem birtist á morgun rekur Reynir Hugason það „kerfi", sem hann telur að geti fært okkur ,,húsnæði fyrir alla með viðráðan- legum kjörum." merki, ef þau eru heppin um 500 þús. krónur. Enn vantar 1 milljón króna. Bæði ungu hjónanna vinna auðvitað úti, annað er ekki fært, og börnin eru i daggæzlu. Séu ungu hjónin svo heppin að vera nýkomin frd námi, fá þaú engan skatt fyrsta áriö. Þar með skap- ast möguleiki.ef spart er lifað að vinna fyrir þessari milljón á 20 mánuðum. En nú kemur babb i batinn. Ibúðarveröið var ekki fast, þ.e. það var hað byggingavisitölu og þegar ár er liðið kemur bak- reikningur upp á 5-800 þús. krónur vegna hækkunar i visitölu. Bank- inn er lika farinn að verða óróleg- Fjölbýlishús I byggingu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.