Tíminn - 14.08.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.08.1975, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 14. ágúst 1975 TÍMINN Stórglæsileg einbýlishús viö Einimel ur vegna þess aö ekki er greitt neitt af vixlunum og brátt falla i gjalddaga afborganir af lifeyris- sjóðslánum. Eftir 20 mánuði er ibúðin tilbúin undir tréverk og það þarf að henda i hana 1 milljón i viðbót til þess að fullklára hana. Ofsalegar verðhækkanir á byggingartiman- um, hafa orsakað það að allar greiðsluáætlanir unga fólksins hafa kollvarpazt gersamlega. Það situr i skuldasúpu vegna nýrra skammtimalána, sem það hefur orðið að taka og veit varla sitt rjúkandi ráð. I fáum orðum sagt, þessi leið er illa fær, meira að segja nýútskrifuðu hátekju- fólki eins og læknum, tannlækn- um og verkfræðingum. Hvað þá um alla hina? Allir ganga að þvi sem visu að komist þeir yfir þann hjalla að standa við samninga við bygg- ingameistarann og koma þar með upp ibúðinni tilbúinni undir tré- verk muni verðbólgan éta upp lausaskuldirnar og langtimalán- in á tveimur til þremur árum. Þannig að eftir 5 ár ætti lifið að fara að verða fólkinu sæmilega bærilegt. Verðbólgan hefur ekki brugðizt vonum manna enn. Þvi spyr ég, hver hefur i alvöru áhuga á þvi að stöðva verðbólguna, ekki eru það húsbyggjendur eða hvað? Unga fólkið á um enn aðra möguleika að velja. Það getur keypt sér gamla ibúð i eldri hverfum borgarinnar. Þar kostar 3ja herbergja ibúð um 5 milljónir króna, útborgun um 3 milljónir og 4 herbergja ibúð um 6 milljónir króna, útborgun 3,6 milljónir króna. Húsnæðismálastjórnarlán verður ef til vill 500 þUs. krónur út á þessar ibúðir, annað er ekki um að ræða af langtimalánum, nema ef farið er að notfæra sér lifeyris- sjóðsréttindi tengdafölksins og lánstraust ættingja og kunningja, ibönkum. Þessi hjalli er þvi flest- um gersamlega ókleifur, enda flyzt unga fólkið nær eingöngu i Urðverfin i nýjar ibúðir, eða það flytur i húsnæði i gamla bænum, sem dæmt er óhæft til ibúöar eða heilsuspillandi. Oft er það svo að unga fólkið á aðeins 1 eða 2 börn, þegar það fer að hugsa sér til hreyfings i hús- næðismálum, þ.e. að hugsa um að skapa sér framtiðarheimili. Auð- veldasta leiðin og sú sem oft er farin að kaupa sér risibúð eða kjallaraibúð, 2 herbergi og eld- hús. Verð á þeim er á bilinu 2,5-3,5 milljónir. Flestar eru þessar ibúðir bæði ósamþykktar og heilsuspillandi. Útborgun er á bil- inu 1,5-2,2 milljónir, er dreifast á eitt ár. Ot á þessar ibúöir fæst oft- ast ekki neitt lifeyrissjóðslán sem neinu nemur, þvi brunabótamat þeirra er svo lágt, og alls ekki hUsnæðismálastjórnarlán, þvi þær eru ekki samþykktar. Menn verða þvi að fara i bankann og fá vixil og vinna siðan eins og þrælar i heilt ár, selja bilinn sinn, ef þeir eiga einhvern, til þess að ná þess- ari Utborgun, samt reynist það oft fullerfitt. Unga fólkið hefur siðan reynt, eftir að það hefur náð Utborgun- inni, að gera þessar ibúðir sem vistlegastar, það hefur teppalagt þær, sett i þær bað (þær eru oft án baðs), veggfóðrað þær og sett tvöfalt gler i glugga, jafnvel lagt i þann kostnað að skipta hitalögn, svo að það fái sérhita. Allt þetta hækkar verð þessara hreysa og hjálpar unga fólkinu að halda verðgildi peninga sinna til þess að geta stokkið upp á næsta þrep, sem er að komast i nýja IbUð i blokk, sem ekki verður verulegt vandamál, ef rétt er haldið á spilunum i 2 til 3 ár. Þannig hefur á undanförnum árum verið gerður upp mikill fjöldi af óibUðarhæfu hUsnæði, það hefur fengið nýjar eldhUsinn- réttingar Ur palesander og glæsi- lega harðviðarklæðningar i stof- una o.s.frv. Láí þvi hver sem vill þótt unga fólkið reyni að bjarga sér eins og bezt gengur. Að siðustu er svo til það unga fólk, sem ákveður þegar i byrjun bUskapar, að leggja ekki Ut i hUs- næðiskapphlaupið fyrst um sinn. Það hefur séð of mörg dæmi um það á sinum uppvaxtar árum, hvernig heimili sundrast vegna fjárhagsáhyggna Ut af hUsbygg- ingum eða heilsan týnist i öllum atganginum. Þetta fólk fær sér þægilega ibUð á leigu. Fyrir nýja eða nýlega 3ja herbergja ibUð er normalt að greiða um 20.000 á mánuði, en um 25.000 fyrir 4 her- bergja ibUð. Að visu verða menn oftast að greiða 1/2 ár fyrirfram að minnsta kosti, en sjaldnast eru vandkvæði á að slá 100-150 þUs. krónur i banka til eins árs, svo að það bjargast. Það er að visu óheyrilegur barbarismi og þekk- ist hvergi nema á Islandi, að heimta húsaleigu fyrirfram i 1/2 ár, en við f jöllum ek-ki frekar um það hér. Velji unga fólkið þennan val- kost, á það undir högg að sækja hjá hUseiganda, sem oftast er ein- staklingur sem er að gera sér mat Ur fé, sem hann hefur einu sinni bundið i steinsteypu og notar sem nokkurs konar liftryggingu til elliáranna. Það getur verið undir hælinn lagt,hvernig hUseigandinn er skapi farinn eða hvernig hon- um geðjast að leigjendum sinum. HUsaieigusamningurinn sem gerður er milli húseiganda og leigutaka er oftast þannig Ur garöi gerður, að hUseigandanum eru tryggð öll möguleg réttindi gagnvart leigutaka, þar með talið að sparka honum Ut við minnsta tilefni. Gott dæmi um slikan samning er eyðublað það, sem HUseigandafélag Reykjavikur 'hefur látið prenta og gefa Ut. Leigutaki er þvi algerlega ofur- seldur valdi leigusala og verður að sitja og standa eins og honum sýnist. 1 sumum tilfellum er unga fólkið það heppið aö það lendir hjá leigusölum, sem ekkert skipta sér af þvi, meðan þaö greiðir sina hUsaleigu og er það vel, þannig á það að vera, en er það sjaldnast. NU er komið að hinni hlið máls- ins, að þvi er varðar húsaleigu, hinni svo kölluðu „blóðtöku". Leigutaki er að flestra áliti að greiða hUseiganda blóðpeninga, i fyrsta lagi fær leigutaki ekki að gefa upp nema i mesta lagi helm- ing leigunnar til skatts, i öðru lagi eignast hann aldrei neitt, þvi verðbólgan brennir upp allt sparifé hans og hUsaleigan fer ekki til þess að auka eign leigu- taka, heldur beint i vasa hUseig- andans. NU væri æskilegt aö leysaþessi vandræði einhvern veginn. Eins og rakið hefur verið, er engin þeirra leiða, sem minnzt hefur verið á, sérstaklega glæsileg eða auðfarin fyrir ungt fólk. Kannski er bezt að byrja á þvi að skoða hvernig hUsnæðisvandi unga fólksins er leystur i öðrum lönd- um. Að visu er mér ekki kunnugt um ástandið, nema i örfáum lönd- um og ætla ég þvi að rekja að- stæður þar til samanburðar við tsland. Við skulum Hta á Kanada. Gott einbýlishUs i Ontario kostar 60-90 þUs. dollara, þar af skal greiða 10%, eða 6-9 þús. dollara, sem er jafnvirði 900 þUs. — 1,5 millj. islenzkra króna, á fyrsta ári, en afgangurinn er lánaður til 25 ára með 4-6% vöxtum. (þetta mundi þýða, að ef ég sem á lélega ris- ÍbUð, sem metin er á 2,5 milljónir, seldi mina IbUð, fengi Ut 1,5 milljónir, gæti ég keypt 10.000 dollara á svörtum markaði, smyglað þeim smám saman Ur landi með þvl að senda peningana i pósti, vafða innan i kalkipappir, á einu ári. Ég flytti siðan til Kan- ada og keypti mér einbýlishUs og næstum þvi nýjan bil fyrir pen- ingana — þvi ekki það? Bill kost- ar 1-2000 dollara.) Afborganir verða þvi 2200-3300 dollarar á ári eða jafnvirði 350-500 þUs. isl. króna. Ef þessar greiðslur væru inntar af hendi mánaðarlega, væru þetta 30-40 þUs. krónur á mánuði. NU vill svo til að 3ja til 4 herbergja ibuðir i Kanada eru leigðar fyrir að minnsta kosti 300 dollara eða 45 þUs. krónur á mán- uði. Það er þvl ljóst að ekki er mikill munur á þvi að leigja eða kaupa. Sé maður leigjandi þar, þarf huseigandi að sjá um allt viðhald fasteignarinnar og um eignaskatt o.s.frv. Sá sem á ein- býlishus sjálfur eða ibUð þarf að bæta þessum kostnaði ofan á af- borgunarvexti, sem ekki eru meðtaldir i tölum hér að framan. í Sviþjóð dettur almenningi ekki i hug að ætla út i hUsbygging- ar upp á eigin spýtur. Stór bygg- ingafélög, annað hvort i eigu einkaaðila eða bæjar og borgar- yfirvalda skipuleggja og reisa heil hverfi sem leigð eru Ut. IbUðirnar eru yfirleitt lausar við allt prjál og skraut, svo sem palesander innréttingar og hafa þær marga kosti fram yfir ÍbUðir i biokkum á Islandi. 1 Sviþjóð er það staðlað,að hverri ibúð fylgir isskápur og frystiskápur, sem staðsettur er i eldhUsinu. Aðstaða til að þurrka þvott er innandyra, þar eru sérstakar skUffur fyrir skóbursta, sérstakt hengi fyrir ryksugusnUru, stórir fataskápar, ekki harðviðarklæddir, loftræst- ing i allri ibUöinni, saunabað I kjallara, þvottahUs með þurrkara eða þurrkskáp, borðtennisstofa, ljósmyndaherbergi, og góöar geymslur i kjallara. Gluggar eru þannig Ur garði gerðir, að hægt er með auðveldu móti að komast aö þvi að þvo þá að utan, innan frá. í ibUðunum eru læstir meðalaskáp- ar og sérstakir skápar fyrir hættuleg efni svo sem eitursóda, klór og önnur þvottaefni. Leigu- verðið er 500-700 sænskar krónur á mánuði, eða um 20-30 þUs. isl. krónurá mánuði. Ekki er hægt.að segja leigutaka upp hUsnæðinu, nema hann borgi ekki hUsaleig- una eða að það eigi að rifa hUsið. Það er sem sé ekki möguleiki að skipta um leigjendur fyrirvara- laust eða eftir geðþótta húseig- anda. Sérstök leigumiðstöð Bostadscentralen sér um húsa- leigumiðlun, ókeypis. HUn er rek- in af bæjarfélaginu. Hér áður fyrr þurfti að panta hUsnæði með allt aö 10 ára fyrirvara, en nU hefur verið byggt svo mikið að fjöldi ibUða standa auðar i stórborgun- um, svo sem Stokkhólmi, Gauta- borg og Malmö. Vilji menn gera sér að góðu að bUa i uthverfunum geta þeir fengið hUsnæði, þegar þeim sýnist. 1 Sviþjóð þekkist það fyrirbæri, sem ekki fyrirfinnst hér, að kaupa sér leiguréttindi. Fer þá verðið á ^eiguréttindunum eftir manaðarleigum ibUðanna. Leiguréttindi á ibUð geta kostað frá 10-40 þús. krónur sænskar, eða jafnvirði 400 þUs. — 1,6 millj. isl. kr., en þá er mánaðarleigan um 200 kr. á mánuði með 40 þUs. kr. greiðslu, en 700 kr. við 10.000 kr. greiðslu. Vilji maður eignas\ eigið hUs- næði t.d. einbýlishUs, kostar það um 900-1200 kr. sænskar á mán. fyrstu 2 árin. BUið er að draga frá skattafrádrátt vegna vaxta- greiðslna, en afborganir fara sið- an lækkandi Ur þvi. Þetta eru 40- 50 þUs. kr. á mánuði i hrein Ut- gjöld. Það tiðkast ekki, að ein- staklingur fái lóð og byggi sjálfur, nei þar eru það bankarnir og lánastofnanirnar, sem láta skipu- leggja og byggja fyrir sig heil hverfi, sem þeir selja svo með þessum kjörum, lánin eru til 20-30 ára. Þótt skipulagið sé annað i Svi- þjóð en i Kanada, er heildarverð einbýlishUsa svipað og fastar mánaðargreiðslur sambærilegar, hvort sem um er að ræða leigu eða hUsakaup. Það sem stingur i augun hér, er jafnframt að það virðistekki vera svo mikill ávinn- ingur af þvi að eiga eigið hUsnæði i þessum löndum. Annað sem jafnframt er athyglisvert er, að velmegunin er i þessum löndum langtum meiri en á Islandi, ef við metum hana i nUtima lifsgæðum, svo sem góðum og hollum mat, fullkominni þjónustu, bæði opin- berri fyrirgreiðslu og þjónustu einkaaðila. Þar er og betra veður og fallegra sumar en hér er. Þá er tæknin mun lengra á veg komin þar, þarf ekki annað en að nefna að i Kanada er hægt að velja um llrásir, allar i lit, i sjónvarpinu. ícg ætla aðeins að taka eitt land ennþá til samanburðar viö Island, áður en ég fer að stinga upp á Ur- bótum á okkar kerfi. Ég tek Firin- land vegna þess að þar er ástand- ið verst af öllum löndum þar sem ég þekki til, fyrir utan Island. 1 Finnlandi rikir sama brjál- semin eins og hér að ná sér i eigið húsnæði. Allir vilja byggja eða kaupa eigin ibUð eða einbýlishUs. Frh. á bls. 15 »ér er verto aft bygg>a Ibúftir yfir aluraoa i Laugarásnum, skainmt frá DAS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.