Tíminn - 14.08.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 14.08.1975, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 14. ágúst 1975 TÍMINN 11 — um 50 stiga hiti var í V-Þýzkalandi þegar knattspyrnu vertíðin hófst og leikvellir voru eins og steikarapönnur Daninn Henning Jensen, sem leikur með v-þýzka meistaralið- inu Borussia Mönchengladbach, varð fyrstur til að skora mark i v-þýzku „Bundesligunni”, sem hófst um helgina. Jensen skoraði markið eftir aðeins 8 minútur i Hannover, þegar Borussia og Hannover 96 gerðu jafntefli (3:3). Það var 47 stiga Jiiti i Hannover á meðan leikurinn fór fram — en mikil hitabylgja hefur nú gengið yfir V-Þýzkaland. Hitinn var svo mikill i V-Þýzkalandi, að þaö Hér á myndinni sést einn leik- maður Kaiserslautern kæla sig, með þvi að skvetta isköldu vatni á sig. Hitinn var 50 stig i Kaisers- lautern á meðan leikurinn fór l'ram. þurfti að hafa fötur, fullar af is- köldu vatni, við hliðariinur á mörgum leikvöllum — og þurftu leikmenn oft að kæla sig á meðan leikirnir i „Bundesligunni” fóru fram. V-þýzku hlöðin sögðu, að vatnsföturnar hefðu bjargað mörgum knattspyrnumann inum, enda voru knattspyrnuvellirnir i V-Þýzkalandi eins og steikar- pönnur. „Við verðum meistarar”, sungu hinir 50 þús. áhorfendur i Hamborg, þegar Hamburger SV vann stórsigur (4:1) yfir Schalke 04 — liðinu sem hinn frægi þjálf- ari Max Merkel stjórnar. Hitinn var þar 46 stig, meðan leikurinn fór fram — þar þurftu leikmenn liðanna oft að klæla sig, og áhorf- endur kældu sig einnig, að sjálf- sögðu meö bjór. Markvörður Hamburger Kargusgerði sér litið fyrir og varði vitaspyrnu i leikn- um, frá landsliðsmanninum Hel- mut Kremers og varð hann þar með fyrstur til að verja vita- spyrnu i „Bundesligunni”. Orslit i 1. umferðinni i „Bundesligunni” urðu sem hér segir: Hannover — Borussia .......3:3 Frankfurt — Karlsruher.....0:2 Ilamborg — Schalke 04......4:1 Kaisersl. — Offenbach......2:2 Bochum — Bremen............0:3 Duisburg — DUsseldorf......2:2 Hertha B. — 1. FC Köln.....2:1 Essen — Uerdingen..........2:1 Bayern — Braunsch..........i;i Það vakti mikla athygli að bikarmeistararnir frá Frankfurt töpuðu á heimavelli fyrir nýliðun- um frá Karlsruher og Bayern Mlinchen náði aðeins jafntefli á heimavelli. KARL ÞORÐARSON ER Þegar Þórsarar menn settu ljótan svip á FH-liðið með nöldri i tima og ótima. Þjálfari FH-inga Skotinn Ilodgeson fékk greinilega nóg af framkomu þeirra, þvi að hann tók þá báða útaf, strax og þeir voru búnir að fá áminningu. TILBÚINN, KNAPP! — hann sýndi enn einn stórleikinn í gærkvöldi, þegar Skagamenn slóu (3:0) FH-inga út úr bikarkeppninni sofnuðu á verðinum — tryggðu KR-ingar sér sigur (2:1) á Akureyri KR-ingar sluppu með skrekkinn á Akureyri I gærkvöldi, þegar þeini tókst að vinna sigur (2:1) yfir Akureyrarliðinu Þór i bikar- keppninni. (Jtlitið var ekki gott hjá KR-ingum I hálfleik — þá var staðan 1:0 fyrir Þór. Arni „sprettur” Gunnarsson skoraði fyrir Akureyringa I hálfleiknum, meö þvi að „vippa” knettinum laglega yfir Magnús Guðmunds- son, markvörð KR-liðsins — eftir góða sendingu frá Sigurði Lárns- syni, sem hafði einleikiö upp hægri kantinn. KR-ingar, sem höfðu átt minna i leiknum, fengu óskastart i byrj- un siðari hálfleiksins. Atli Þór Héðinsson skoraði þá með góðu langskoti á 2. minútu — óverjandi fyrir markvörð Þórs. Við þetta var eins og Þórsarar buguðust og KR-ingar tóku leikinn smátt og smátt i sinar hendur og Haukur Ottesen innsiglaði siðan sigur Reykjavikurliðsins á 80. minútu — skoraði með lausu skoti fram hjá varnarmönnum Þórs, sem sofnuðu á verðinum. Undir lok leiksins sóttu leikmenn Þórs-liðs- ins stift, en þrátt fyrir mikla pressu tókst þeim ekki að jafna. Hinrik Lárusson dæmdi leikinn og var hann mjög mistækur. Aft- ur á móti áttu linuverðirnir — Þorsteinn Sigurðsson og Örn Grundfjörð — mjög góðan leik. Þeir voru ákveðnir og öruggir, og vöktu mikla hrifningu hjá áhorf- endum. GLÆSILEGT MET í TUGÞRAUT — hjó Bandaríkjamanninum Bruce Jenner BANDARIKJAMAÐURINN BRUCE JENNER setti nýtt heimsmet (8524 stig) I tugþraut á frjálsiþróttamóti i Oregon, og sló þar með met (8454 stig) Rússans Avilov, sem varð að láta sér nægja þriðja sætið á mótinu I Oregon, með 8224 stig. Arangur JENNERi einstökum greinum varð þessi: — 100 m hlaup: 10,7sek. — Langstökk: 7,17 m — Kúluvarp: 15,25 m — Hástökk: 2,01 m — 400 m hlaup: 48,7 sek. — Kringlukast: 50 m — Stangarstökk: 4,70 m — Spjótkast: 65,51 m — 110 m grindarhlaup 14,4 sek. og 1500 m hlaup: 4:16,6 minútur. KARL ÞÓRÐARSON, hinn leikni og skemmtilegi knattspyrnu- kappi frá Akranesi, sýndi það i gærkvöldi, að það er ekki lengur hægt að ganga framhjá honum, þegar landsliðið i knattspyrnu, sem fer til Frakklands, Belgiu og Rússlands, verður valið. Karl átti stórleik, þegar islands- meistararnir frá Akranesi sendu FH-inga út úr bikarkeppninni með þvi að vinna góðan sigur (3:0) yfir Hafnarfjarðarliðinu á Kaplakrikávellinum — hann lék varnarmenn FH-liðsins hvað eftir annað upp úr skónum, og hápunktur snilldarleiks Karls var, þegar hann skoraði stór- glæsilegt mark og innsiglaði sigur Skagamanna. KARLfékk þá knöttinn sendan, þar sem hann var staðsettur á LEIKUR DUNDEE í KEFLAVÍK „Forráðamenn Dundee United hafa tekið vel i það að leika hér sunnudaginn 21. eða 28. septem- ber,” sagði Hafsteinn Guðmundsson, formaður ÍBK. — „Þeir eru nú að kanna, hvort það félag, sem leikur gegn Dundee i deildinni, laugardaginn 20. eða 27. september, vilji færa deildar- leikinn fram á föstudag. — Það eru miklar likur á því, að við leik- um Evrópuleikinn i Keflavik,” sagði Hafsteinn. miðjum vellinum. Hann skauzt að marki FH-inga eins og raketta, og splundraði FH-vörninni með þvi að leika snilldarlega á 5-6 varnar- menn FH-liðsins. Þessum glæsi- lega einleik lauk hann með þvi, að hann spyrnti knettinum fram hjá Ómari Karlssyni markverði FH — knötturinn skall i stönginni og þeyttist þaðan I netið i FH-mark- inu. Skagamenn, sem eru i miklum ham um þessar mundir, áttu ekki i erfiðleikum með FH-liðið. Jón Alfreðssonkom þeim á bragðið I fyrri hálfleik — 28. minútu — þegar hann skoraði gott mark. Árni Sveinsson tók þá hornspyrnu og sendi knöttinn vel inn i vitateig FH-inga. Þar var Jón Gunnlaugs- soná réttum stað og skallaði hann til Jóns Alfreðssonar sem „nikkaði” knettinum léttilega i netið með hægri fæti. Þetta mark réði úrslitum, en það var ekki fyrr en i siðari hálfleik, sem yfir- burðir Skagamanna komu i ljós. Þá léku þeir sér oft að FH-ingum, eins og köttur að mús. Þeir bættu öðru marki við á 72. minútu — Karl Þóröarson einlék þá i gegn- um FH-vörnina og gaf góða sendingu til Matthiasar Eyjamenn komust ekki Leik Valsmanna og Vestmanna- eyinga i bikarkeppninni, sem átti að fara fram á Melavellinum i gærkvöldi, var frestað, þar sem ekki var flugveður I Vestmanna- eyjum. KARL ÞÓRÐARSON.... hefur verið óstöðvandi að undanförnu. Hallgrimssonar sem sendi knöttinn til Teits Þórðarsonar — Teitur var á auðum sjó inn i markteig FH-inga og afgreiddi hann knöttinn örugglega i net þeirra. Aðeins fjórum minútum siðar var Karlaftur á ferðinni og innsiglaði hann þá sigur (3:0) Skagamanna, eins og fyrr segir. KARL Þórðarson var bezti maður vallarins, einnig áttu félagar hans, þeir Arni Stefáns- son, Jón Alfreössonog Jón Gunn- laugsson, góðan leik. Matthias Hallgrimsson og Teitur Þórðar- son áttu góða spretti, og Hörður Harðarson stóð fyrir sinu i markinu. Skagamenn settu mann til höfuðs FH-ingnum ólafi Danivaldssyni og leysti Jóhannes Guðjónsson það verkefni vel af hendi. Janus Gunn laugsson var beztur iFH-liðinu. Tveir FH-ingar fengu að sjá gula spjaldið hjá dómara leiksins, Grétari Norðfjörð. Það voru þeir Logi ólafssonog Leifur Helgason, en þessir tveir leik- VATNSFÖTUR LÉKU STÓRT HLUTVERK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.