Tíminn - 14.08.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 14.08.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 14. ágúst 1975 Höfundur: David Morrell Blöðugur kildarleikur 93 unni og hlóð hana á ný. Hann hélt niðri í sér andanum og skalf. Svo tók hann sig á og hljóp inn í hliðargötuna og skaut þremur skotum. Tóm skothylkin köstuðust út í loft ið. Teasle kastaði sér bak við röð af ruslatunnum og sá dyrnar að járn- og málmvöruverzlun Ogdens opnar. Tunnurnar voru ekki nógu þykkar ti| að skýla honum gegnskotum, en íaugnablikinu var hann vel falinn á bak við þær meðan hann gekk úr skugga um það hvort Rambo væri inni i búðinni eða ekki. Kannski voru þessar opnu dyr aðeins bragð. Rambo lá kannski í launsátri lengra niður í götunni. Hann skimaði neðar eftir götunni en sá hvergi bóla á andstæðingi sinum. Teasle stefndi í átt að dyrunum, þegar út var kastað pappahólk, sem neistaði úr í annan endann. Hver sjálfur — ? DÝNA- AAIT.... Kveikjuþráturinn var styttri en svo, að honum tækist að kippa honum úr í tæka tíð. Hann var einnig styttri en svo, að honum gæfist tími til að grípa dýna- mítsbaukinn og kasta honum nógu langt burt í tæka tíð. Teasle hörf aði af tur, eins og hann hef ði verið bitinn af eitursnák. Hann hentist út úr hliðargötunni, þrýsti sér upp að múrveggnum og greip báðum höndum um eyrun. Hann var hálflamaður eftir sprenginguna. Spýtnarusl, málmf lísar og logandi drasl hentist inn á aðalgötuna. Hann stillti sig um að hlaupa aftur að sundurtættum dyr- unum. Hugsa málið. Það er lausnin. Hann verður að flýja áður en hingað kemur f leira fólk, hugsaði Teasle. Hann' getur ekki veitt mótspyrnu hér. Dýnamítið notar hann til að halda mér í hæf ilegri f jarlægð. Það er bezt að ég láti bakdyrnar eiga sig, en snúi mér aö aðaldyrunum. Teaslehljópfyrir.horniðogsá Rambo. Hann var þegar kominn langtfrá búðinni og hljóp meðfram ibúðarbygg- ingunum. Svo hljóp hann yfir götuna og hvarf í skugga dómhussins. Þetta var erfitt skotfæri fyrir skammbyssu. En Teasle vildi þó reyna. Hann lét sig falla á annað hnéð eins og við skotæf ingar. Hann studdi olboganum á hitt hnéð, miðaði og skaut. Hann missti - færis. Kúlan skall í steinsteyptan útvegg dómhússins. Hann sá blossa og í sömu andrá heyrðist riffilskot frá dómhúsinu. Kúlan þaut gegnum póstkassa við hlið Teasles. Hann þóttist sjá skugga Rambos bregða f yrir, í þann mund sem hann hljóp bak við dómhúsið. Teasle hljóp þegar á eftir honum, en í sama mund heyrðust þrjár sprengjudunur og dómhúsið varð á samri stundu heitt logahaf. — Hann er orðinn vitstola, hugsaði Teasle með sér. Þetta er ekki til að halda mér í f jarlægð. Hann ætlar að sprengja upp allan bæinn. I dómhúsinu voru viðarinnrettingar. Viðurinn var gamall og þurr. Á skammri stundu varð húsið alelda. Teasle var á harðahlaupum er hann fann skyndilega ákafan sting í annarri síðunni. Hann þrýsti á staðinn, ákveðinn í því að láta þetta ekki tef ja sig. Hann ætlaði að komast eins langt og unnt var, með því litla þreki, sem hann enn bjó yfir. Innan skamms myndi hann falla örmagna niður, Reykurinn, sem barst f rá logandi dóm- húsinu huldi alla götuna. Hann sá því hvergi til Rambos. Hægra megin við hann á götunni, beint á móti dómhúsinu var einhver á f erð á tröppum lögregluvarðstöðvarinnar. Teasle hélt að það yæri Rambo, en það reyndist vera Harris. Hann var kominn út til að sjá verksummerkin. — Harris, farðu inn. Vertu inni. Það er hann, hrópaði Teasle í ofboði. En orð hans köfnuðu í gífurlegum spre'ngjudrunum, þeim mestu hingað til.Lögreglustöðin hóf st á loft og tættist sundur. Harris hvarf í of boðslegu eldhafi og reyk. Teasle varð lémagna af loftþrýstingn- um frá sprengingunni og hitabylgjunni. Harris Lögreglustöðin. Þetta var það eina sem hann átti eftir. Nú var einnig búið að ræna hann því. Skrifstofunni, byssusafninu, verðlaunapeningunum og heiðurskross- inum. Aftur varð honum hugsað til Harris. Teasle bölvaði Rambo í sand og ösku. ÍHann öskraði af bræði og hentist áf ram í átt að logunum: Þú þurftir ekki að gera þetta, þú þurftir það ekki, bölvaður brjálæðingurinn þinn. Um leiðog Teasle hljóp f ram skall riffilkúla milli fóta hans á gangstéttinni og þeyttist burt. Hann kastaði sér flötum. Gatan var uppljómuð, en myrkur var, þaðan sem skotið kom. Teasle skaut þangað sem hann hafði séð bregða fyrir blossa. Ekkert gerðist — og hann skaut enn tveim skotum. Þegar hann ætlaði að standa upp báru fæturnir ekki lengur líkamsþungann. Loksins var líkamsþróttur hans gersamlega uppurinn. Álag seinustu daga sagði til sín á ótvíræðan hátt. Teasle lá á gangstétt- inni og hugsaði Um Rambo. Hann var særður og blæddi allverulega úr sárinu. Hann hlaut því einnig að vera máttvana. Það virtist þósannarlega ekki hafa nein áhrif á hann, ef svo var. Ef Rambo gat haldið áf ram, þá gat Teasleþaðeinnig. En þreytan var lamandi þung og hann átti erfitt með að hreyfa sig. Var þá allur gorgeirinn um að berjast einn við hann í návígi aðeins lygi. Þú ætlaðir að hlífa öðrum við meiðslum. Var það lygi? Og hvað með loforðið, sem þú gafst Singleton, Orval og hinum félögunum? Var það líka lygi, hugsaði Teasle með sér. Fimmtudagur 14. ágúst 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Knútur R. Magnússon les ævintýrið „Litlu haf- meyjuna" eftir H.C. Ander- sen (4). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Viðsjóinnkl. 10.25: Ingólfur Stefánsson kynnir skýrslu rannsóknarnefndar sjóslysa fyrir árið 1974. Morguntón- leikar kl. 11.00: Janos Sebestyen og Ungverska kammersveitin leika Sembalkonsert I B-dúr eftir Albrechtsberger / Vladimir Horowitz leikur á pianó Inn- gang og rondó op. 16 eftir Chopin / Filharmoniusveit- in i Vin leikur Sinfóniu nr. 5 i B-dúr eftir Schubert. 12.00 .Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veð'urfregnir. Tilkynningar. A frivaktinni Sigrún Sigurðardóttir kynn- - ir óskalög sjúklinga. 14.30 Miðdegissagan: ,,í Rauðárdalnum" eftir Jó- hann Magnús Bjarnason örn Eiðsson les (12). 15.00 Miðdegistónteikar Christopher Hyde-Smith og Marisa Robles leika „Naiades", fantasiusónötu fyrir flautu og hörpu eftir William Alwyn. Francoise Thinat leikur Sónötu i es- moll fyrir pianó eftir Paul Dukas. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatlminn Margrét Gunnarsdóttir sér um þáttinn. 17.00 Tónleikar 17.30 „Lifsmyndir frá Hðnum tima" eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur. Höfundur byrjar lesturinn. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Þættir úr jarðfræði ts- lands Sveinbjörn Björfisson jarðeðlisfræðingur talar\im jarðskjálfta á tslandi. 20.00 Einsöngur I útvarpssal Guðmundur Jónsson kynnir lög eftir vestur-islenzk tón- skáld, III: Steingrimur K. Hall. Ólafur Vignir Alberts- son leikur á pianó. 20.25 Leikrit: „Kvöldkyrrðin" eftir SoyaÞýðandi: Torfey Steinsdóttir. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. Persónur og leikendur: Kallmann: Gisli Alfreðsson. Frú Kall- mann: Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Knudsen: Erlingur Gislason. Ungfrú Kirkager: Guðbjörg Þor- bjarnardóttir. Hansen: Val- ur Gislason. Illa: Lilja Þórisdóttir. 21.00 Frá tónlistarhátfðinni i Prag i mai s.l. Strengjasex-. tett op. 18 eftir Brahms. Flytjendur: Miroslav Nemec, Jan Haliska og * Ostrav-kvartettinn. 21.30 „Vertu eins og tréð" Dagskrá i minningu Þor- geirs Sveinbjarnarsonar skálds. Jóhann Hjálmars- son flytur erindi um skáldið og Margrét Helga Jóhanns- dóttir les úr ljóðum þess. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsag- an: „Rúbrúk" eftir Poul Vad.Olfur Hjörvar les þýð- ingu sina (2). 22.35 Ungir pianósnillingar Fimmtándi þáttur: Victoria Postnikova og Victor Yeresko. Halldór Haralds- son kynnir. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. AuglýsícT iHmaniim

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.