Tíminn - 14.08.1975, Side 13

Tíminn - 14.08.1975, Side 13
Fimmtudagur 14. ágúst 1975 TÍMINN 13 Sumarfri fjölmiðla Kristinn Björnsson skrifar Landfara eftirfarandi bréf: „Mikið er ég þakklátur Sjón- varpinu og Alþýðublaðinu fyrir að taka sér sumarfri i mánuð. Með þvi á ég ekki við, að þessir fjölmiðlar standi öðrum að baki eða megi missa sig — siður en svo. En á timum ofþenslu, streitu og verðbólgu er það rétt stefna að draga úr starfsemi og gæta hagsýni. Efni fjölmiðla er orðið miklu meira en nokkur kemst yfir að notfæra sér, en gæði þess oft ekki að sama skapi. Ég minnist þess, er blöð komu ekki út um skeið vegna verkfalls fyr- ir 1-2 árum. Flestum þótti þetta góð tilbreytni, en voru ánægðir að fá blöðin aftur. Það er eins með fjölmiðla og flest annað, að þeir geta ofmettað fólk, og það finnur betur gildi þeirra, ef ekki er of mikið af þeim eða hlé verð- ur á starfi þeirra. Það væri þvi skynsamlegt, að dagblöðin öll tækju sér sumar- fri, einn mánuð. Þau gætu skipzt á um þetta, svo 1-2 blöð kæmu alltaf út.Þetta gæti komið i veg fyrir eina hækkun áskriftar- gjalda. Ég tel það rétta stefnu hjá sjónvarpi, að hafa einn dag i viku án útsendinga og taka sumarfri i mánuð. Mætti jafnvel lengja friið i 6 vikur og hafa annan vikudag án útsendinga annarra en frétta og veður- fregna. Væri athugandi að gera slika breytingu, þegar næst þarf að hækka afnotagjöld, og kom- ast þannig hjá þvi. Vil ég hvetja forráðamenn sjónvarps til að halda áfram þeirri venju, að loka i sumarfrii og hafa einn dag minnst án út- sendinga vikulega.” Hjúkrunarkonur vantar nú þegar að sjúkrahúsinu á Selfossi. — Frltt fæði og húsnæði. Upplýsingar gefur forstöðukona sjúkra- hússins i slma 99-1300. Sjúkrahússtjórn. CRED A-ta uþurrkarinn er nauðsynlegt hjálpartæki á nútimaheimili og ódýrasti þurrkarinn i sinum gæðaflokki. Fjórar geröir fáanlegar. Ennfremur útblástursbarkar f/Creda o.fl. þurrkara. Veggfestingar f/Creda T.D. 275 þurrkara SMYRILL Armúla 7. — Simi 84450. L Kveikjuhlutir í flestar tegundir bíla og vinnuvéla frá Evrópu og Japan. ^IMISSKL- Skipholti 35 - Simar: 8-13-50 verzlun - 8-13-51 verkstæfii - 8-13-52 skrifstofa Stýrisendar í brezkar vöru- og fólksbifreiðar og dráttarvélar JIMISSIv--------------- Skipholti 35 • Simar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstofa Electrolux Frystikista TC114 310 lítra Frystigeta 21,5 kg á dag. Sjálfvirkur hita- stillir (Termostat). Öryggisljós. Ein karfa. Útbúnaður til að fjar- lægja vatn úr frystihólfinu. Seg- ullæsing. Fjöður, sem heldur lokinu uppi. 1111111111 er peningar Claas heyhleðsluvagnar ViS bjóðum nú sem fyrr hinn þekkta og traustbyggSa Claas heyhleSslu- vagn Autonom LWG 24 m3 meS sjö hnífum. Claas heyhleSsluvagninn er sterkbyggSur og lipur. HjólbarSar eru stórir, 11,5x15 (svonefndir flothjólbarðar). Söxunarbúnaður er fyrir þurrhey og vothey og stillanlegt dráttarbeisli. Þurrheys- yfirbygging er fellanleg. Hleðslutíminn er 5 mln. og losunartíminn allt niður í 2 mín. Claas heyhleðsluvagninn nær upp allt að 1,60 m breiðum múga. Góð reynsla hefur fengist af notkun Claas heyhleðsluvagna hérlendis. LWG er 1200 kg að þyngd tómur, en 3800 kg hlaðinn. Hann rúmar 24 m3 af þurrheyi, en 14 m3 af votheyi. Pallstærð er 4,30x1,60 og heildarlengd 6,80 m. Sporvídd LWG er 1,50 m. Mentor SM 135 Mentor sláttuþyrlan er smíðuð á grundvelli margra ára reynslu og tilrauna. Framúrskarandi traustbyggð og afkasta- mikil. Vinnslubreidd sláttuþyrlunnar er 1,35 m. Mjög auðvelt er að skipta um hnífa í Mentor SM 135 sláttuþyrlunni. Claas hjólmúgavélar Claas AR 4 Hjólmúgavélin er tengd á þrítengi dráttarvélar og er hægt að lyfta henni með vökvalyftunni. Burðargrindin er tengd I tvo stífa gorma og tindar hjólanna hafa mikinn sveigjanleika, þar sem þeir ná 30 cm út fyrir hjólgjörðina. Þetta hvort tveggja stuðlar að því, að múgavélin geti fylgt ójöfnum landsins. Claas AR 4 rakar vel, skilur eftir litla dreif og er lipur ( notkun, þar sem hún er tengd á vökvalyftu dráttarvélar. Ökuhraðinn hefur ekki áhrif á vinnugæðin. Við hraðann 8—12 km/klst. eru meðal- afköst vélarinnar allt að 2 ha á klst. Claas AR 4 múgavélin er lipur og traust- byggð. Claas BSM 6 er dragtengd hjólmúgavél og óháð tengidrifi dráttarvélar. Hún hefur sex rakstrarhjól og hvílir á þrem gúmmihjólum. Vinnslubreidd er allt að 2,80 m. Afköst við venjuleg skilyrði eru allt að 3 ha á klst. Claas heybindivél Claas-Markant 40 heybindivélin tekur heyið upp, pressar það í bagga og bindur. 25 ha dráttarvél getur dregið hey- bindivélina. Claas-Markant heybindivélin er hagkvæm, sparar bæði tíma og vinnu. Afköst allt að 12 tonn á klst. Claas W 450 er dragtengd heyþyrla meS fjórum stjörnum, fimmarma. Undir hverri stjörnu er landhjól. Vinnslubreidd er 4,50 m. Afköst allt aS 5 ha á klst. Claas WSD er lyftutengd stjörnumúgavél og vinnslubreidd 2,80 m. Sérlega hagstæS fyrir heybindivélar og MENTOR Allar þessar heyvinnuvelar eru fyrirliggjandi á lager og geta fengist afgreiddar strax. Bændur, kynnið ykkur kosti þeirra og leitið upplýsinga um verð og greiðsluskilmála hjá okkur. SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVÍK* SÍMI 86500 • SÍMNEFNI ICETRACTORS

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.