Tíminn - 14.08.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 14.08.1975, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 14. ágúst 1975 TÍMINN 15 Framhaldssaga FYRiR BÖRN Herbert Strang: F.fldjarfi drengurinn bardagi. Enda þótt menn Alberts berðust hraustlega, voru þeir jafnt og þétt hraktir aftur á bak. Féllu þeir nú hver af öðrum, og þegar greifinn af Brent reið yfir vindu- brúna, fremstur i flokki manna sinna, var óvinaliðið komið upp i miðjan stiga, en Albert og hin fáliðaða sveit hans veitti nú siðasta viðnám sitt. Greif inn af Brent og menn hans þeystu nú inn i kastalagarðinn með hrópum miklum beint inn i miðja þröng óvinanna. Hrópin bárust Margeiri greifa til eyrna, þar sem hann var inni i kastalanum. Einhver kallaði neðan ur garðinum, að greif- inn af Brent væri kominn heim. Mar- geir var kominn i gildru. Albert og mönnum hans óx kjarkur, er þeir fréttu, að höfð- irtgi þeirra væri kom- inn, og ruddust þeir nú ofan stigann. En niðri i kastalanum varð óvinunum engr- ar undankomu auðið. Þegar Margeir var i mesta ofboði að svip- ast um eftir einhverj- um útgöngudyrum úr kastalanum, tók hann eftir opinu, sem Alan hafði farið út um á leið sinni ofan til vig- isgrafarinnar. En þegar hann virti það nánar fyrir sér sá hann, að það var of þröngt til þess, að hann kæmist út um það, jafnvel þótt hon- um ynnist timi til að fara úr herklæðunum. Vestfirðir Kjördæmisþingframsóknarmanna i Vestfjarðakjördæmi verður haldið í sjómannastofunni, Alþýðuhúsinu Isafirði og hefst kl. 3 e.h. föstudaginn 22. ágúst. Meðal annars verður rætt um laga- breytingar. Þeir fulltrúar, sem þarfnast fyrirgreiðslu vegna gistingar og fæðis, eru beðnir að hafa samband við Fylki Agústs- son Isafirði i slma 3745. ísafjörður Framsóknarfélag tsaf jarðar heldur héraðsmót kl. 20,30 í félags- heimilinu Hnifsdal 23. ágúst. Eirikur Sigurðsson setur mótið. Ræður flytja Steingrimur Hermannsson og Ölafur Jóhannesson. Baldur Brjánsson töframaður skemmtir. óperusöngvararnir Svala Nielsen og Guðmundur Jónsson syngja við undirleik Carl Billich. Villi, Gunnar og Haukur leika fyrir dansi. Allir velkomn- ir. v Stjörnin. Fundur framkvæmdastjórnar Fundur verður haldinn I framkvæmdastjórn Framsóknarflokks- ins á morgun, föstudag kl. 4, á skrifstofu flokksins að Rauðarár- stíg 18. o Húsnæði Fólk vill þar ekki leigja hjá öðr- um. Ætli maður að kaupa sér ibúð i Finnlandi verður að greiða hana út i hönd. Húseigandinn lánar ekki fimmeyring I ibúðinni. ibúðarverð er þar svipað eða heldur hærra en hér er, en launin fyrir 8 tima vinnu eru um tvöfalt hærri en hér gerist. Islendingar vinna hins vegar flestir tvöfalda vinnu og hafa þess vegna svipuð heildarlaun og nágrannar þeirra, þótt að baki þeim launum liggi meiri vinna. islendingar brenna lifskerti sitt sem sé i báða enda. Það virðist ekki álitlegt að reyna að koma yfir sig ibúð i Finnlandi. Það sem kemur til hjalpar þarna er að lánastofnanir lána kaup- anda 60% af kaupverði Ibúðanna, þ.e. kaupandinn þarf aðeins að greiða 40% af Ibúðarverðinu út i hönd. Þetta mundi þýða að ætlaði unga fólkið að kaupa sér ibúð sem kostaði 6 milljónir, þyrfti það sjálft að eiga 2,4 milljónir. Þetta er þó nokkuð auðveldara en hér á landi. Þar sem útborgun I sam- svarandi ibúð væri 3,6 milljónir. Finnar fara þvi sömu leið og margur gerir hér á landi. Þeir kaupa sér litla ódýra ibúð með 40% útborgunográða við það með nokkrum erfiðismunum, en nota siðan þessa litlu Ibúð sem stökk- pall upp I stærri og betri ibúð. Þetta tekur 3-5 ár. 1 Finnlandi er það litið jaf nillu auga að þurfa að leigja og hér er gert.og ungt fólk er óspart hvatt, af þeim sem eldri eru, til þess að kaupa sér eigin ibúð, hversu mikill hjallur sem það sé, þvi þetta sé eina leið- in til þess að eignast eitthvað. Útlönd arþingmenn fund I Peking með Teng Hsiao-ping, fyrsta varaforsætisráðherra Klna. Þar bar að sjálfsögðu mörg mál á góma. Meðal þeirra var Kóreumálið. Bandarlsku þingmennirnir lýstu þar m.a. þeirri skoðun sinni, að Banda- rikin og Klna heföu þeim skyldum að gegna að vinna að friðsamlegri sameiningu Kóreu og að hindra vopnuð á- tök þar. Teng svaraði á þá Ieið, að sá væri munurinn, að Kína hef ði ekki her I Kóreu, en hins vegar hefðu þeir þó áhuga d, að friður héldist þar, þvl að styrjöld I Kóreu myndi m.a. verða beint og óbeint efna- hagslegt tjón fyrir Kina. Margir draga af þessu þá á- lyktun, að Kina muni reyna frekar að draga úr viðsjám I Kóreu en hið gagnstæða. t viðræðum lét Teng I ljós, að Kina myndi ekki leggja á- herzlu á innlimun Taiwan að sinni. Hann sagði Kínverja ekki gera neitt til þess að stuðla að kommúniskri stjórn I Portúgal. Þá komst hann svo að orði, að ef Sovétrikin réðust á Kina gæti það orðið 20 ára styrjöld. Annars væri miklu Hklegra, að RUssar réðust á Vestur-Evrópu en Kina og varaði hann Bandaríkjamenn mjög við rússnesku hættunni. b.Þ. Sveitastörf Óska að ráða fullorðin eða eldri hjón til að sjá um rekstur á fjárbúi (meðal stærð) á timabilinu september-april árlega. Einhleypur maður kæmi einnig til greina. Gðð aðstaða og góð laun. Þeir sem hefðu áhuga á starfinu sendi upplýsingar bréflega til afgreiðslu blaðs- ins, merkt 1451, fyrir 25 ágúst. Starf við götun Búnaðarfélagíslands óskar að ráða stúlku við tölvuritun hálfan daginn. Vinnutimi frá kl. 8-12 f.h.. Starfsreynsla æskileg. Umsóknir um starfið sendist Búnaðarfélagi Islands T pósthólf 7080 merkt ,,Starf við götun" fyrir 22. ágúst nk. Búnaðarfélag íslands. VesturSkaftafellssýsla Vegna samgönguerfiðleika neyðumst við til að fresta héraðsmóti framsóknarmanna I Vestur-Skaftafellssýslu, sem halda átti f Vik I Mýrdal föstudaginn 15. ágúst. Árnessýsla Sumarhátið Framsóknarmanna I Arnessýslu verður haldin að Arnesi 30. ágUstog hefst kl. 9. Nánar auglýst síðar. Strandasýsla Héraðsmót framsóknarmanna I Strandasýslu verður haldið laugardaginn 16. ágúst I Arnesi. Ræður flytja Gunnlaugur Finns- son, alþingismaður og Pétur Einarsson. Karl Einarsson skemmtir. Þyrlar leika fyrir dansi. Austurland kjördæmi Alþingismennirnir Halldör Asgrímsson og Tómas Arnason halda leiðarþing i Austurlandskjördæmi svo sem hér segir: Fimmtudaginn 14. ágúst. Neskaupstað kl. 9 e.h. Allir eru velkomnir á leiðarþingin, og verða þau nánar auglýst á hverjum stað. Sumarferðir INNANLANDSFERÐ Sumarferð Framsóknarfélaganna i Reykjavík, sunnudaginn 17. águst. Ekið um Þingvelli, Laugarvatn, Gullfoss, Geysi, Brúar- hlöð, Hreppa, Búrfellsvirkjun að Sigöldu og Hrauneyjarfossum. Framkvæmdir við Sigöldu skoðaðar undir leiðsögn verk- fræðings. Ekið um Galtalækarskóg og um Landssveit á heimleið. Vekið athygli vina ykkar á þessari ágætu frrðog bezt að gera það strax. Farmiðar fást á skrifstofu Framsóknarflokksins að Rauðárárstig 18, simi 24480. Nauðsynlegter aðsækjaþá sem allra fyrst og Isíðasta lagi Idag, 14. ágúst, þvl aö bilar fást ekki nema með nokkrum fyrirvara. UTANLANDSFERÐIR Framsóknarfélaganna í Reykjavík Framsóknarfélögin I Reykjavík gefa félögurii sínum kost á ferð- um til Spánar I sumar og haust. Brottfarardagar: 19. ágúst, 2. september, 16. september. Fyrirhuguð er I sept. 10—15 daga ferð til Vinarborgar. Þeir, sem áhuga hafa á þessari ferð, hafi samband við f lokksskrifstofuna. KAUPAAANNAHAFNARFERÐ 17.-24. ÁGÚST SÉRSTAKT TÆKIFÆRI Nánari upplýsingar um ferðirnar á flokksskrifstofunni. Si'mi: 24480.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.