Tíminn - 14.08.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 14.08.1975, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 14. ágúst 1975 ) Nútima búskapur þarfnasf ER augsugu Guðbjörn Guðjónsson Heildverzlun C.'ðumúla 22 Slmar 85694 & 85295 SISFOMJR SUNDAHÖFN G§5i fyrirgóéan mai ^ KJÖTIÐNADARSTÖD SAMBANDSINS Carvalho hershöfðingi og frjálslyndir herforingjar berjast um völd innan Portúgals: Dagar Goncalvesar á valdastóli taldir NTB/Reuter-Lissabon. Otelo Saraiva de Carvalho, hershöfö- ingi og yfirmaður leynilögreglu Portúgalshers (COPCON) reyndi i gær að taka frumkvæði I portú- gölskum stjórnmálum. Carvalho stefndi til fundar i Lissabon eitt hundrað herforingjum, sem eru leiðandi menn innan hersins — bæði i herfræðilegu og pólitlsku tilliti. A fundinum lagði Carvalho fram drög að yfirlýsingu, sem skoðuð er sem svar við yfirlýs- inguniu frjálslyndra herforingja, er gefin var út I fyrri viku. Sú yfirlýsing fól I sér gagnrýni á vinstri sveiflu portúgalskra ráða- manna og I henni var krafizt af- sagnar Vasco Goncalvesar for- sætisráðherra. Þótt Carvalho sé niumenn- ingunum i flestu tilliti ósammála, tekur. hann undir þá kröfu, að Goncalves segi af sér. Þvi er lik- legt, að dagar forsætisráðherrans á valdastóli verði senn taldir. Annars er stjórnmálaástand i Portúgal mjög óljóst þessa dag- ana. Reuter-fréttastofn segir, að yfirlýsing hinna frjálslyndari herforingja hljóti æ meiri hljóm- grunn innan Portúgalshers, en sýnt er, að Carvalho og stuðn- ingsmenn hans njóta sömuleiðis viðtæks stuðnings portúgalskra hermanna. Ellefu þúsund berjast vio eldana á Luneborgar-heiði Sex menn hafa orðið þeim að bráð og eignatjón er gífurlegt NTB-Bonn. Miklir skógareldar hafa að undanförnu geisað á Liineborgarheiði I norðurhluta Vestur-Þýzkalands. Eldarnir kviknuðu einmitt um það leyti, er- hitabylgja gekk yfir, svo að skógarnir eru skraufþurrir og fuðra þvi fljótt upp. Þetta hefur orðið til þess, að eldarnir hafa breiðzt óðfluga út. 1 gær börðust ellefu þúsund slökkviliðsmenn, lögreglumenn, hermenn og sjálfboðaliðar við að hefta útbreiðslu eldanna, en án verulegs árangurs. Tvö þúsund manns hafa verið flutt frá heimil- um sinum, enda hefur bálið læstst i nokkur hús. Sex menn hafa þeg- ar oröið þvi að bráö og talið er, að eignatjónið nemi u.þ.b. 2,4 milljörðum isl. króna. Veöur hefur verið mjög óhag- stætt. Vindátt hefur t.d. verið mjög breytileg siðustu daga og hefur það gert þeim flugvélum, er vinna að björgunarstarfinu, erfitt um vik. Veðurfræðingar hafa — þótt þeir fegnir vildu — ekki spáð neinni vætu næstu daga. Að sögn vestur-þýzkra yfir- valda var.í gær ,eins og eldarnir væru að sjatna sums staðar, en þau bættu við, að þeir gætu auð- veldlega blossað upp aftur. Þegar reykurinn hefur stigið hæst, hefur mökkurinn náð allt að 250 kiló- metra hæð. Jörgensen, forsætisráðherra Danmerkur: Portúgalir standa á krossgötum Einræði gæti hæglega komizt á að nýju NTB-Lissabon. Anker Jörgen- sen, forsætisráðherra Dan- merkur, lauk I gær þriggja daga heimsókn til Portúgals. Aður en hann hélt þaðan, lét hann stór orð falla um ástandið I landinu. Að sögn Ritzau-frétta- stofunnar á Jörgensen að hafa látið i ljósi áhyggjur vegna framtiðar portúgalsks stjórnarfars. —Þaðer.eins og Portúgalir standi nú á kross- götum og viti ekki, hvert skal 'stefna. Allt eins getur verið, að einræði komist á I landinu að nýju, sagði danski forsætis- ráðherrann. Að hans áliti stafar portúgölsku lýðræði hætta, jafnt frá hægri sem vinstri. Jörgensen hefur átt langar viöræður viö sósialista- leiðtogann Mario Soares, svo og klukkustundar fund með Francisco Costa Gomes for- seta. Að auki hefur hann skoðað sig um, einkum I Lissabon. Jörgensen: Stórorður um á- standið I Portúgal. Eitt ár lioið frá innrás Tyrkja á Kýpur: Engin von á samkomulagi í Kýpurdeilunni Reuter-Nikósiu. Eitt ár er nú liðið frá þvi Tyrkir gerðu innrás á Kýpur og hernámu næstum helm- ing eyjunnar. Og enn er ekkert, sem bendir til, að samkomulag iii illi grisku og tyrkneskumælandi eyjarskéggja um stjórnskipulega framtið landsins sé I nánd. Að vlsu hafa þjóðarbrotin skipzt á flóttamönnum að undan- förnu, en mikil ólga rlkir meöal griskumælandi manna, er orðið hafa að yfirgefa heimili sln á norðurhluta eyjunnar, er Tyrkir ráöa. Tyrkneskumælandi menn hafa sem kunnugt er lýst yfir, að norðurhlutinn sé sjálfstætt riki — óháð Kýpurrlki. Grlskumælandi menn hafa mótmælt þeirri yfir- lýsingu að sjálfsögðu — og enn hefur ekki tekizt að jafna deiluna. Nýr viðræðufundur deiluaðila — sá þriðji I röðinni — hefur verið boðaður I New York þann 8. september n.k. A fundinum leiða saman hesta sina þeir Rauf Denktash, leiðtogi tyrkneska þjóðarbrotsins, og Glafkos Kleri- des, er gegndi forsetaembætti á Kýpur um skeið, unz Makarios erkibiskup sneri heim úr útlegð og tók að nýju við stjórnartaum- Indira Gandhi ó móti eins flokks kerfi Reuter-Lissabon. Frá þvi var skýrt af opinberri hálfu I Portúgal I gær, að átök hefðu nýlega átt sér stað I nýlend- unni Timor — með þeim afleiðingum, að fjöldi manns hefði látið lifið og enn fleiri særzt. I tilkynningunni segir, að fjöldi innfæddra hafi fallið I átökum I höfuðborginni Dili, svo og annars staðar I nýlend- unni. Nánari fréttir af ástand- inu i Timor er ekki að finna I tilkynningunni. ATÖK í TIMOR Reuter-Nýju Delhi. Indira Gandhi lét svo um mælt I viö- tali I gær, að Kongress-flokk- urinn hefði ekki i hyggju að koma á eins flokks kerfi á Ind- landi. Hún sagði ennfremur, að indvevska stjórnin hefði neyðzt til að grlpa I taumana og lýsa yfir neyðarástandi I landinu, vegna þess að öryggi þess hefði verið ógnað. Tyrkneskir hermenn á Kýpur: Verða þeir staðsettir þar um aldur og ævi? KRFFIÐ ffrá Brasiliu Blaðburðarfólk óskast á Grimstaðarholt - Holtsgötu - Framnesveg - Skjólin - - Holtsgötu - Framnesveg Laugarnesveg - Austurbrún - Breiðholt Sími 26500 12323 Khieu Samphan til Peking Reuter-Peking. Fréttastofan „Nýja Kína" skýrði svo frá i gær, að Khieu Samphan, for- sætisráðherra Kambodiu, væri væntanlegur til Peking á morgun. Þetta er fyrsta heim- sókn hans til Kina frá þvi hinir rauðu „kmerar" náðu völdum i Kambódiu. „Nýja Kína" sagði, að um „opinbera vináttuheimsókn" væri að ræða. (Norodom Sihanouk prins hefur sem kunnugt er dvalið I útlegð I Kina frá þvi árið 1970. Siha- nouk er nú að formi til þjóð- höfðingi Kambódlu, en hefur aftur á móti hikað við aö snúa heim. Hann mun um þessar mundir vera staddur i Norð- ur-Kóreu.) Skæruliðar „Rauða hersins" á Spáni Reuter-Madrid. Dagblað eitt I Madrid birti I gær myndir af þrettán Japönum, sem sagðir eru félagar I hryðjuverkasam- tökunum „Rauði herinn". Að sögn blaðsins komu þeir ný- lega til Spánar I þvi skyni að l;í spænska skæruliða, er nú sitja I fangelsi, látna lausa. Þessi frétt blaðsins hefur vakið mikla athygli. Siðdegis I gær gáfu spænsk yfirvöld út tilkynningu, þar sem tekið er fram, að fréttin sé ekki höfð eftir opinberum aðilum, held- ur verði að skrifast á reikning blaðamanns þess, ér skrifaði hana.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.