Tíminn - 16.08.1975, Blaðsíða 1
TARPAULIN
RBSSKEMMUR
Landvélarhf
184. tbl. — Laugardagur 16. ágúst— 59. árgangur.
HF HORÐUR GUNNARSSON
SKÚLATÚNI 6 - SÍMI (91)19460
Samlag skreiðar-
f ramleiðenda mun
kanna kolmunna-
markað í Nígeríu
Loðnuverðið:
- Of hátt!
segjakaup
endur — of
lágt! segja
seljendur
BH-Reykjavik — Lágmarksverð
á loðnu til bræöslu á þeim tima,
sem veiöarnar hafa sta6i6 fyrir
Noröurlandi, hefur veriö ákveöi6
og gildir a&eins til 15. ágúst.
Veröi veiöarnar hafnar a6 nýju,
verður aö ákvar6a nýtt verö á
lo6nuna, en veröið, sem nú var
ákveðið af yfirnefnd verðlagsráðs
sjávarútvegsins, er 55 aurar á
hvert kg.
Hafa fulltrúar seljenda lýst þvi
yfir, að verðið sé alltof lágt til
þess að mögulegt sé að stunda
veiðarnar, það sé meö öllu utilok-
að að gera báta út fyrir þetta
söluverð og staðfesti Kristján
Ragnarsson, fulltriii seljenda I
Verðlagsráði , þetta i viðtali viö
Timann i gærkvöldi.
Kaupendur hafa hins vegar lýst
þvi yfir, að verðið sé of hátt til að
verksmiðjurnar fái nokkuð upp i
fastan kostnað, viðhald og vexti.
— Vonandi veiðist loðna þarna
fyrir norðan, sagöi Jón Reynir
Magnússon, verksmiðjustjóri
Sildarverksmiðjanna á Siglufirði,
I viðtali við Timann i gærkvöldi,
— en það er ekki gert ráð fyrir, að
svona veiðar, þetta dráp á smá-
fiski haldi áfram, og ef betri og
stærri loðna veiðist, verður auð-
vitað nýtt verð lagt á.
í ákvörðun verðlagsráðs er gert
ráð fyrir, að kaupendur greiði
uppbótáskiptaverð, 50auraákg.
i styrk til loðnuseljanda og itrek-
aði Jón Reynir það, að styrk'urinn
væri einvörðungu miðaður við þá
loðnu, sem þegar hefði veiðzt.
1 sambandi við þess ákvörðun
loðnuverðsins er rétt aö taka það
fram, að það voru fulltrúar kaup-
enda og oddamaður nefndar-
innar, sem tóku þessa ákvörðun
um verðið.
Forseti tslands, dr. Kristján
Eldjárn, leggur hornstein að
stöðvarhúsinu að Sigöldu i
gær. Auk forsetans fluttu
ávörp við þessa hátiðlegu
athöfn dr. Jóhannes Nordal,
formaður Landsvirkjunar,
Gunnar Thoroddsen, i6naðar-
ráðherra, og Eirikur Briem,
framkvæmdastjóri Lands-
virkjunar. rU..i«Í
limamynd: uunnar
Gsal-Reykjavik — Hjá Rann-
sóknastofnun fiskiðnaöarins hafa
veriö gerðar allmargar rann-
sóknir á notagildi kolmunna, og
hefur hann m.a. veriö skreiðar-
verkaður, en það telst til nýjunga
viö nýtingu kolmunna. Sýnishorn
af þannig verkuðum kolmunna
var sent til Nigeríu, og létuþar-
lendir menn I ljós hrifningu á
þessari fæðutegund og hafa óskað
eftir þvi að fá sent enn stærra
sýnishorn. Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins getur þó ekki ann-
að þeirripöntun.
NorOmenn og Færeyingar eru
þær þjóðir, sem aðallega hafa
fengizt við kolmunnaveiðar, og að
sögn Björns Dagbjartssonar, for-
stöðumanns Rannsóknastofnunar
fiskiðnaðarins, hafa Norðmenn
bæði reynt að verka kolmunnann i
flök og svonefndan marning, auk
þess sem þeir hafa notaö hann i
fiskmjöl til manneldis og hunda-
og kattamat. — Við höfum ekki
enn vélar sem geta slægt og flak-
að kolmunna, en vonir standa til,
að við getum fengið lánaöar vélar
I haust. Og þá er ætlunin að gera
itarlegar rannsóknir, sagði
Björn.
OVENJU MIKIÐ UM
LANDHELGISBROT
Gsal-Reykjavik — islenzkir skip-
stjórar virðast vera með afbrigð-
um ólöghlýðnir um þessar mund-
ir, þvi að nú liður vart sá dagur,
að ekki sé getið um landhelgis-
brot i fjölmiðlum. Nær undan-
tekningalaust er hér um að ræða
fiskibáta undir 60 tonnum, — og
berast Landhelgisgæzlunni
kvartanir um ólöglegar veiðar
þessara báta svo að segja
hvaðaæva af landinu.
i fyrrinótt stóð Landhelgisgæzl-
an bátana Kóp SH-132 og Harald
SH-123 að meintum ólöglegum
veiðum undan Rifi á Breiðafirði.
Samkvæmt mælingum Land-
helgisgæzlunnar voru bátarnir að
veiðum talsvert fyrir innan leyfi-
leg fiskveiðimörk. Bátarnir tveir
hafa dragnótarleyfi, en voru að
veiðum með fiskitroll, sem er
skýlaust brot.
Réttarhöld i máli skipstjóranna
hófust i Grundarfirði kl. 15 i gær-
dag.
— Það er greinilega talsvert um
Húsnæðismálastjórn:
Sveitarfélögin
geta ekki veitt
forkaupsrétt á
leiguíbúðum
FJ-Reykjavfk. Húsnæðismálastjórn rikisins hefur hvatt
til þess að sveitarfélög hætti auglýsingum um sölu skulda-
bréfa vegna bygginga leiguibúða, þar sem þær „geti verið
mjög villandi".
Segir i fréttabréfi frá Húsnæðismálastjórn, að sveitar
stjórnir geti ekki heitið viðkomandi forkaupsrétt að ibúð
eftir fimm ár, þar sem áðstæður geti á þeim tima breytzt
svo, að af sölunni geti ekki orðið.
--------> o
það, að skipstjórar reyni að veiða
innan leyfilegra marka, sagði
Hálfdán Henrýsson hjá Land-
helgisgæzlunni, er Timinn hafði
samband við hann i gær. Kvað
hann liklegt, að skipstjórarnir
gerðu þetta i þeirri trú, að Land-
helgisgæzlan gæti ekki sinnt
þessu sem skyldi. — Okkur berast
kvartanir frá Breiðafirði, suður-
ströndinni og Norðurlandi, bæði
úr Skagafirði og Húnaflóa,""— og
það hefur ekki borið við mörg
undanfarin ár, að bátar væru þar
að ólöglegum veiðum, sagði hann.
Kvað hann ólöglegar veiðar fyrir
Norðurlandi vera orðnar allal-
gengar, og nefndi sem dæmi að
þrir bátar hefðu verið staðnir að
ólöglegum veiðum þar i sumar.
Hálfdán sagði, að þeir bátar,
sem væru að veiða i landhelgi á
Breiðafirðinum, fengju yfirleitt
mjög góðan afla, allt upp undir 10
tonn á dag, á meðan bátar sem
héldu sig fyrir utan, fengju miklu
minna. — Heiðarlegu skip-
stjórarnir ná ekki sama afla-
magni, þótt þeir séu nokkra daga
að veiðum, sagði hann.
Það hefur verið talsverðum
erfiðleikum bundið að fylgjast
nægilega vel með þessu, einkum
fyrir þá sök, að skipstjórarnir
hafa sett hlera á dragnótina og
geyma hlerana síðan við dufl ein-
hvers staðar úti i firði, sagði Hálf-
dán:
Timinn innti Jón Jónsson fiski-
fræðing eftir þvi, hvort einhverj-
ar fiskifræðilegar ástæður lægju
að baki þessum tiðu landhelgis-
brotum um þessar mundir, og
kvað hann svo ekki vera. —
Sennilegasta skýringin er ein-
faldlega sú, að það eru meiri
fiskigöngur innan fiskveiðimark-
anna nú, og þvi meiri aflavon,
sagði Jón.
Rannsóknastofnunin hefur látið
skreiðarverka og heilsalta kol-
munna, og að sögn Björns hefur
það gefizt ágætlega, en ekki er
kunnugt um að aðrar þjóðir hafi
reynt að nýta kolmunna á þennan
hátt. Björn kvað Samlag
skreiðarframleiðenda hafa fengið
sýnishorn hjá Rannsóknastofnun-
inni og sent þaö til Nigeriu. Hefði
Nigeriumönnum litizt vel á fisk-
inn og óskað eftir enn stærra
sýnishorni. — Svo stóru, að við
hjá Rannsóknastofnuninni ráðum
ekki við það, sagði Björn.
Björn kvað ferskan kolmunna
mjög góðan matfisk og sagði, að
allir sem hann vissi til að hefðu
bragðað á kolmunna, — hefði Hk-
að hann vel. — Það virðast vera
nægir nýtingarmöguleikar á kol-
munna fyrir hendi, ef hægt verður
að veiða hann að einhverju ráði.
Það á að visu eftir að gera upp
kostnaðardæmið, og i þvi sam-
bandi má benda á, að veiðimagn
verður sennilega aldrei mjög
mikið, og þar sem hann er smár,
verður verkun hans kostnaðar-
samari en á öðrum helztu nytja-
fiskum okkar, sagði Björn Dag-
bjartsson.