Tíminn - 16.08.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.08.1975, Blaðsíða 1
MIW TARPAULIN RISSKEMMUR Landvélar hf 184. tbl. — Laugardagur 16. ágúst— 59. árgangur. HF HORÐUR GUNNARSSON SKULATÚNI 6 - SÍMI (91)19460 Samlag skreiðar- framleiðenda mun kanna kolmunna- markað í Nfgeríu Loðnuverðið: — Of hátt! segja kaup- endur — of iágt! segja seljendur BH-Reykjavik — Lágmarksverð á loðnu til bræðslu á þeim tima, sem veiðarnar hafa staðið fyrir Norðurlandi, hefur verið ákveðið og gildir aðeins til 15. ágúst. Verði veiðarnar hafnar að nýju, verður að ákvarða nýtt verð á loðnuna, en veröið, sem nú var ákveðið af yfirnefnd verðlagsráðs sjávarútvegsins, er 55 aurar á hvert kg. Hafa fulltrúar seljenda lýst þvi yfir, að verðið sé alltof lágt til þess að mögulegt sé að stunda veiðarnar, það sé með öllu útilok- að að gera báta út fyrir þetta söluverð og staðfesti Kristján Ragnarsson, fulltrúi seljenda I Verðlagsráði , þetta i viðtali við Timann i gærkvöldi. Kaupendur hafa hins vegar lýst þvi yfir, að verðið sé of hátt til að verksmiðjurnar fái nokkuð upp i fastan kostnað, viðhald og vexti. — Vonandi veiðist loðna þarna fyrir norðan, sagði Jón Reynir Magnússon, verksmiðjustjóri Sildarverksmiðjanna á Siglufirði, I viðtali við Timann i gærkvöldi, — en það er ekki gert ráð fyrir, að svona veiðar, þetta dráp á smá- fiski haldi áfram, og ef betri og stærri loðna veiðist, verður auð- vitað nýtt verð lagt á. 1 ákvörðun verðlagsráðs er gert ráð fyrir, að kaupendur greiði uppbótá skiptaverð, 50 aura á kg. i styrk til loðnuseljanda og itrek- aði Jón Reynir það, að styrkurinn væri einvörðungu miðaður við þá loðnu, sem þegar hefði veiðzt. 1 sambandi við þess ákvörðun loðnuverðsins er rétt aö taka það fram, að það voru fulltrúar kaup- enda og oddamaður nefndar- innar, sem tóku þessa ákvörðun um verðið. Forseti islands, dr. Kristján Eldjárn, leggur hornstein að stöðvarhúsinu að Sigöldu i gær. Auk forsetans fluttu ávörp við þessa hátiðlegu athöfn dr. Jóhannes Nordal, formaður Lands virkjunar, Gunnar Thoroddsen, iðnaðar- ráðherra, og Eirikur Briem, framkvæmdastjóri Lands- virkjunar.Tjmamynd; (junnar Gsal-Reykjavik — Hjá Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins hafa verið gerðar allmargar rann- sóknir á notagildi koimunna, og hefur hann m.a. verið skreiðar- verkaður, en það telst til nýjunga við nýtingu kolmunna. Sýnishorn af þannig verkuðum kolmunna var sent til Nigeriu, og létu þar- lendir menn I Ijós hrifningu á þessari fæðutegund og hafa óskað eftir þvi að fá sent enn stærra sýnishorn. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins getur þó ekki ann- að þeirri pöntun. Norömenn og Færeyingar eru þær þjóðir, sem aöallega hafa fengizt við kolmunnaveiðar, og að sögn Björns Dagbjartssonar, for- stöðumanns Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, hafa Norðmenn bæði reynt að verka kolmunnann i flök og svonefndan marning, auk þess sem þeir hafa notað hann i fiskmjöl til manneldis og hunda- og kattamat. — Við höfum ekki enn vélar sem geta slægt og flak- að kolmunna, en vonir standa til, að við getum fengið lánaðar vélar i haust. Og þá er ætlunin að gera itarlegar rannsóknir, sagði Björn. OVENJU AAIKIÐ UAA LANDHELGISBROT Gsal-Reykjavik — tslenzkir skip- stjórar virðast vera með afbrigð- um ólöghlýðnir um þessar mund- ir, þvi að nú liður vart sá dagur, að ekki sé getið um landhelgis- brot I fjölmiðlum. Nær undan- tekningalaust er hér um að ræða fiskibáta undir 60 tonnum, — og berast Landhelgisgæzlunni kvartanir um ólöglegar veiðar þessara báta svo að segja hvaðaæva af landinu. i fyrrinótt stóð Landhelgisgæzl- an bátana Kóp SH-132 og Harald SH-123 að meintum ólöglegum veiðum undan Rifi á Breiðafirði. Samkvæmt mælingum Land- helgisgæzlunnar voru bátarnir að vciðum talsvert fyrir innan leyfi- leg fiskveiðimörk. Bátarnir tveir hafa dragnótarleyfi, en voru að veiðum með fiskitroll, sem er skýlaust brot. Réttarhöld i máli skipstjóranna hófust i Grundarfirði kl. 15 i gær- dag. — Það er greinilega talsvert um s ; Húsnæðismálastjórn: ■ Sveitarfélögin geta ekki veitt forkaupsrétt á leiguíbúðum FJ-Reykjavik. Húsnæðismálastjórn rikisins hefur hvatt til þess að sveitarfélög hætti auglýsingum um sölu skulda- bréfa vegna bygginga leiguibúða, þar sem þær „geti verið mjög villandi”. Segir i fréttabréfi frá Húsnæðismálastjórn, að sveitar stjórnir geti ekki heitið viðkomandi forkaupsrétt að ibúð eftir fimm ár, þar sem aðstæður geti á þeim tima breytzt svo, að af sölunni geti ekki orðið. » o það, að skipstjórar reyni að veiða innan leyfilegra marka, sagði Hálfdán Henrýsson hjá Land- helgisgæzlunni, er Timinn hafði samband við hann i gær. Kvað hann liklegt, að skipstjórarnir gerðu þetta i þeirri trú, að Land- helgisgæzlan gæti ekki sinnt þessu sem skyldi. — Okkur berast kvartanir frá Breiðafirði, suður- ströndinni og Norðurlandi, bæði úr Skagafirði og Húnaflóa, — og það hefur ekki borið við mörg undanfarin ár, að bátar væru þar að ólöglegum veiðum, sagði hann. Kvað hann ólöglegar veiðar fyrir Norðurlandi vera orðnar allal- gengar, og nefndi sem dæmi að þrir bátar hefðu verið staðnir að ólöglegum veiðum þar i sumar. Hálfdán sagði, að þeir bátar, sem væru að veiða i landhelgi á Breiðafirðinum, fengju yfirleitt mjög góðan afla, allt upp undir 10 tonn á dag, á meðan bátar sem héldu sig fyrir utan, fengju miklu minna. — Heiðarlegu skip- stjórarnir ná ekki sama afla- magni, þótt þeir séu nokkra daga að veiðum, sagði hann. Það hefur verið talsverðum erfiðleikum bundið að fylgjast nægilega vel með þessu, einkum fyrir þá sök, að skipstjórarnir hafa sett hlera á dragnótina og geyma hlerana siðan við dufl ein- hvers staðar úti i firði, sagði Hálf- dán. Timinn innti Jón Jónsson fiski- fræðing eftir þvi, hvort einhverj- ar fiskifræðilegar ástæður lægju að baki þessum tiðu landhelgis- brotum um þessar mundir, og kvað hann svo ekki vera. —- Sennilegasta skýringin er ein- faldlega sú, að það eru meiri fiskigöngur innan fiskveiðimark- anna nú, og þvi meiri aflavon, sagði Jón. Rannsóknastofnunin hefur látið skreiðarverka og heilsalta kol- munna, og að sögn Björns hefur það gefizt ágætlega, en ekki er kunnugt um að aðrar þjóðir hafi reynt að nýta kolmunna á þennan hátt. Björn kvað Samlag skreiðarframleiðenda hafa fengið sýnishorn hjá Rannsóknastofnun- inni og sent það til Nigeriu. Hefði Nigeriumönnum litizt vel á fisk- inn og óskað eftir enn stærra sýnishorni. — Svo stóru, að við hjá Rannsóknastofnuninni ráðum ekki við það, sagði Björn. Björn kvað ferskan kolmunna mjög góðan matfisk og sagði, að allir sem hann vissi til að hefðu bragðað á kolmunna, — hefði lik- að hann vel. — Það virðast vera nægir nýtingarmöguleikar á kol- munna fyrir hendi, ef hægt verður að veiða hann að einhverju ráði. Það á að visu eftir að gera upp kostnaðardæmið, og i þvi sam- bandi má benda á, að veiðimagn verður sennilega aldrei mjög mikið, og þar sem hann er smár, verður verkun hans kostnaðar- samari en á öðrum helztu nytja- fiskum okkar, sagði Björn Dag- bjartsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.