Tíminn - 16.08.1975, Page 2

Tíminn - 16.08.1975, Page 2
2 TÍMINN Laugardagur 16, ágúst 1975 Torfusamtökin skrifa forsætisráðherra: Veitingarekstur, leiklistarstarf- semi, vinnu- stofur og sölu- búðir á Bern- höftstorfunni? BH-Reykjavik. — Ýmsir aðilar hafa sýnt áhuga á þvi að fá að- stöðu i Bernhöftstorfunni og halda þar uppi ýmiss konar starf- semi. Meðal þeirra eru Samtök áhugamanna um leiklist, vegna leikhúss, veitingamenn, sem hafa áhuga á veitingarekstri, islenzk- ur heimiiisiðnaður fyrir litlar vinnustofur og sölubúðir, sam- göngumálaráðuneytið, með tilliti til aðstöðu fyrir fcrðamannaupp- lýsingamiðstöð, og loks ýmsir að- ilar varðandi skrifstofuaðstöðu. Þá er og ljóst, að mikill hluti hús- næðisins er fullkomlega nothæfur til ýmiss konar starfsemi, og til- tölulega kostnaðarlitið er talið að koma verulegum hluta torfunnar i notkun, enda þótt kostnaðar- samt yrði hinsvegar að laga hana alla, enda langtimaverk. Torfusamtökin hafa afhent Geir Hallgrimssyni forsætisráð- herra tillögur um notkun hús- anna, upplýsingar um ástand þeirra og áætlaðan kostnað við friðun þeirra. Hafa Torfusam- tökin einnig farið þess á leit við borgarstjórn, að hún ljái máli þessu lið og geri það, sem i hennar valdi stendur, tií þess að Umferðarljósum á Akureyri ASK-Akureyri. — Ég vonast til að uppsetning umferðarljósanna geti hafizt nú eftir næstu helgi, sagði Gunnar Jóhannesson, verk- fræðingur hjá Akureyrarbæ, er fréttamaður Timans innti hann eftir gangi þessara mála. — Fyrir eru i bænum umferðarljós á tveimur gatnamótum, en brýn nauðsyn var orðin á að koma upp Ijósum á fleiri stöðum i bænum. Að sögn Gunnars haí'ði um- ferðarnefnd lagt til, að lji s yrðu sett upp við tvenn gatnamót, þ.e. á mótum Tryggvabrautar og fjölgað Glerárgötu annarsvegar og við gatnamót Þingvallastrætis og Þórunnarstrætis hinsvegar. Bæjarstjórnin veitti þó einungis fé til annarrar framkvæmdar- innar, og varð það úr, að slðar- nefndu gatnamótin urðu fyrir val- inu. Með tilkomu ljósanna kemur Þingvallastrætið til með að breikka nokkuð og auk þess verða horn gatnanna löguð til muna. Aðspurður um kostnað vegna framkvæmdanna sagði, Gunnar að hann næmi um fjórum milljón- um króna, en innkaupsverð ljós- anna er þrjár milljónir. Það eru húsin Bankastræti 2 til Amtmannsstigur 1, sem um er fjallað I fréttinni. Búast má við, að notkun húsanna verði á þessa lund, ef fallizt verður á tillögur Torfusamtakanna: Sælgætissala á horn- inu, veitingahús i Bernhöftshúsi, leiklistarmenn fái inni i bakariinu og kornskemmunni (þverbygging- unni), skrifstofur Bandalags isl. listamanna verði I Gimli, og að aðstaða ýmissa féiaga og stofnana geti orðið i Landlæknishúsinu, m.a verði Torfusamtökin með aðsetur sitt i hinu skemmtilega turnhúsi. málið fái jákvæða afgreiðslu hjá rikisstjórninni. 1 bréfi sinu til forsætisráðherra benda Torfusamtökin á það, að þau hafi fulla ástæðu til að ætla, að mikill meirihluti almennings sé nú hlynntur þvi, að húsin á tof- unni verði látin standa, og að þau verði notuð á ný sem hluti af gamla miðbænum. Til þess séu ýmsir aðilar reiðubúnir, en árið- andi sé, að þeir fái svar sem fyrst, þar sem sumir þeirra vilji jafnveí hefjast handa fyrir haustið... t bréfinu til forsætisráðherra segir m.a.: „Sum húsanna hafa hreinlega orðið fyrir skemmdum t.d. vegna bruna, jarðvegshækkunar og rangra viðgerða, en aðaltjónið er af völdum vanhirðu siðustu ára. Mörg húsanna eru þó ekki verr farin en svo, að gagnger tiltekt (hreinsun), málun, smáviðgerðir og endurnýjun á leiðslum nægir til þess, að hægt sé að taka þau i notkun. Hús eins og Bernhöftshúsið, verzlunin, bakariið gamla og þverbyggingin (sjá kort) eru i flokki þessum. Þessi hús teljast til I flokks i útreikningum þeim, sem hér fara á eftir, Til II flokks teljast aftur á móti Landlæknishúsið og turninn, sem þrátt fyrir verulega endurnýjun skömmu áður en bókbandið hætti þar, hafa látið töluvert á sjá. í þessum húsum má greina nokkrar skemmdir á innri klæðn- ingu, gluggum og hurðum sökum bruna. Engin vandkvæði eru þó á þvi að koma þessum húsum i gott lag, hér er eingöngu um dýrari við- gerð að ræða heldur en á húsum i I flokki. Til III flokks teljast svo bak- húsin við Skólastræti. Segja má, að þau verði ekki endurbætt, heldur verður um endurbyggingu að ræða. Þau eru einkum illa farin vegna lanirar vanhirðu, eldsvoða og jarðvegshækkunar, sem orsakað hefur raka og fúa. Gimli er ekki tekinn með i þetta yfirlit þar sem húsið er i notkun og nokkuð ljóst, að þar er ein- göngu um eðlilegt viðhald að ræða. Gert er ráð fyrir, að Kron-búðin fyrrverandi verði fjarlægð.” Þá er fjallað um, hvaða stjónarmið þurfi að hafa i huga, þegar afstaða er tekin til starf- semi, og segir svo i bréfinu: „Hér er gert að tillögu, að þau hús verði fyrst tekin i notkun, sem bezteru á sig komin, en siðaS koll af kolli svipað og flokkun um ásigkomulag gefur til kynna. Áriðandi er, að húsin og torfan i heild verði sem fyrst opnuð og t.d. garðsvæðin gerð aðgengileg og aðlaðandi fyrir vegfarendur með gróðri, flisalögn, bekkjum, lýsingu o.s.frv. Starfsemi utanhúss gæti t.d. verið útiveitingar, blaðasala, jólatréssala á vetrum, flóamark- aður á sumrum, barnaleikvöllur, sýningarsvæði fyrir höggmyndir, svo dæmi séu nefnd. Starfsemi sú, sem fram færi i húsunum, þyrfti að vera sem fjöl- breytilegust, þannig að sem flest- ir ættu erindi þangað sem lengst- an hluta úr degi”.” Þá eru taldir upp þeir aðilar, sem sótt hafa um aðstöðu, en þeir eru þessir: 1. Torfusamtökin fyrir skrifstofu. 2. ísl. heimilisiðnaður fyrir litlar vinnustofur, sölubúðir. 3. Umsókn frá fatahönnuði, textil- hönnuði og þrykkkennara, óskað er eftir húsnæði fyrir textilverk- stæði með sölu og sýningar- skála. Ö.B. Reykjavik. — Ég tel mjög liklegt, að nefndin taki til endur- skoðunar greiðslur rekstrar- kostnaðar vegna afnota einkabif- reiða starfsmanna í þágu rikisins, i ljósi kannana FtB, sagði Hallgrimur Snorrason, formaður ferðakostnaðarnefndar i samtali við Timann i gær. — Rikið hefur i mörg ár greitt þeim starfmönnum sinum, sem notað hafa eigin bifreið við störf sin, ákveðnar upphæðir fyrir hvern ekinn km. Nú greiðir rikið þessum starfsmönnum eftirfar- andi upphæðir skv. kjara- samningi þess við BSRB: Kr. 22,- fyrir hvern ekinn km. fyrstu 10.000 km á samningstimabilinu, kr. 18.70 á km. næstu 10.000 km, en eftir 20.000 km á timabilinu aðeins kr. 16.40. Einnig greiðir rikið sérstaklega fyrir torfæru- 4. Félag isl. teiknara fyrir skrif- stofu o.fl.. Munnlegar viðræður. 5. a) Munnlegar viðræður við veitingamenn, sem áhuga hafa á veitingarekstri i Torfunni. b)Skrifleg umsókn frá einum að- ila. 6. Listiðn fyrir sýningarhúsnæði. 7. Samtök áhugamanna um leik- list v. leikhúss. 8. Bandalag isl. listamanna fyrir skrifst. og listdreifingarmiðstöð. 9- Fyrirspurn frá fulltrúa Framkv. st. rikisins á vegum samgöngumálaráðuneytisins um aðstöðu fyrir ferðamanna- upplýsingamiðstöð. Þá fylgja lausleg drög að leigu- samningi, til þess að auðveldara sé að hefja umræður um þá hlið málsins, en i þeim drögum er m.a. gert ráð fyrir að Samtökin fái ihlutunarrétt um ráðstöfun á þeim húseignum rikisins, sem einu nafni nefnast Bernhöfts- torfan, þ.e.a.s. auglýsa leigu og gera tillögur um val leigutaka. Kostnaðaráætlun fylgir bréf- inu, þar sem mjög itarlega er fjallað um torfuna i fjórum lið- um, eftir ásigkomulagi húsanna og hvernig að notkun húsanna skuli staðið. akstur, og er verðið þá nokkru hærra. FIB gerir ráð fyrir að það kosti að minnsta kosti kr. 26.68 að aka Volkswagen einn km, en ef reiknað er með meðalvöxtum af bilnum, þá kosti kr. 31.10 að aka sömu vegalengd. Orðrétt segir i kjarasamningi BSRB: „Upphæð dagpeninga skv. samningi þessum skal endurskoða þegar þörf er á og samningsaðili óskar þess. Endur- skoðunin skal unnin af nefnd er skipuð sé tveim fulltrúum BSRB, einum fulltrúa BHM og tveim fulltrúum tilnefndum af fjár- málaráðherra. Nefnd þessi skal einnig sjá um flokkun landa eftir dvalarkostnaði, svo og greiðslur fyrir afnot eigin bifreiða starfs- manna, sé notkun þeirra nauðsynleg vegna starfsins.’ Greiðslur fyrir notkun einkabíla í þágu ríkis ins endurskoðaðar? Sementssalan rúm 80 þús. tonn það sem af er ári Ö.B. Reykjavik. — Sementssala frá 1. janúar til 1. ágúst ’75 var komin i 80.449 tonn. Til saman- burðar má geta þess að á sama tíma árið 1970 nam sementssalan 38.316 tonnum. Má sjá af þessu hver aukning hefur orðið á sementssölu siðustu 5 árin. Á sama tima i fyrra nam salan 78.783 tonnum og er þvi aukningin tæp 1700 tonn. Má segja að söluaukning þessi sé mjög eðlileg þar eð miklar byggingaframkvæmdir eru vfðast hvar i gangi. Auk þess hafa farið um 24 þús. tonn til mann- virkjagerðar i Þorlákshöfn, þar sem verið er að byggja nýjan hafnargarð, og til Sigöldu- virkjunar. Gert er ráð fyrir að salan á þessu ári nái 146 þús. tonnum, en brennsluofn sá er Sementsverk- smiðja rikisins á, brennir ekki nema 100-105 þús. tonnum af gjalli yfir árið. Þarf þess vegna að flytja inn töluvert magn af brenndu gjalli til að anna eftir- spurn, eða um þriðjungi þess magns sem áætlað er að seljist. Gjallið er flutt inn frá Danmörku. Að áliti sérfræðinga er ekki talið ráðlegt að stækka verk- smiðjuna fyrr en stöðug árssala nemur 150 þús. tonnum. Ný sementskvörn var tekin i notkun i fyrra til viðbótar þeirri,sem fyrir var og er þvi hægt að mala mun meira magn gjalls en ofninn get- ur brennt. Undirbúning'ir Alþjóðlegu vörusýningarinnar 1975, sem haldin verður i Laugardalshöllinni 22. ágúst til 7. september stendur yfir af fullum krafti og þegar Timaljósmyndarann Róbert bar að garði i gær, var verið að reisa griðarmikið stálgrindahús yfir sýninguna á svæðinu við sýningarhöllina.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.