Tíminn - 16.08.1975, Síða 4

Tíminn - 16.08.1975, Síða 4
4 TÍMINN TTTTtOQQHTTm Laugardagur 16. ágúst 1975 Á „hiólaskíðum" í vinnuna Sverre Hjersing, sem er lyfja- fræðingur i Hull, leiddist að fara með strætó i vinnuna, en hann átti engan bil, svo að hann fann upp gott samgöngutæki fyrir sig. Sverre er fæddur og uppal- inn i Noregi, og þar vandist hann á skiðagöngur. Hann átti gönguskiðin sin ennþá, en hafði aldrei notað þau nokkuð að ráði i Skotlandi. Nú tók hann skiðin sin og setti hjól af hjólaskautum undir þau. Hann kemst leiðar sinnar, þó að umferðin sé öll i hnút, en þá rennir hann sér bara á milli bilanna. Hann segist fara eftir umferðarreglunum, og lög- reglan hefur ekki haftneittupp á hann að klaga i þeim efnum. Sverre segir, að bilstjórar geri töluvert að þvi, að flauta og pipa á sig þegar hann er að skjótast ☆ fram úr þeim, en þeir sitja fast- ir i umferðinni. Einn bilstjóri kærði Sverre, en umferðardóm- stóll sagði, að engin lög bönnuðu mönnum að vera á skiðum á vegunum. — Svo spara ég mér fargjöldin og fæ ágætis- hreyfingu á leiðinni i vinnu, sagði Sverrir Hjersing ánægður. Furðulegur felustaður Gullsmyglarar nokkrir i Frákk- landi notuðu til flutninganna Peugeot-304 bil. Billinn komst i hendur tollgæzlumanna, sem að lokum gátu fundið felustaðinn fyrir gullið i bilnum, en það þurfti töluvert hugvit til þess að komast að gullinu, svo ekki sé talað um allt það hugvit, sem upphaflega hefur þurft til þess að útbúa þennan felustað. Til ☆ þess að járnplata opnaðist i bilnum, og gullið kæmi I ljós þurfti að gera eftirfarandi: Draga út klukkuna, sem var i mælaborðinu, tengja saman rafmagnsvira að baki hennar, setja bilinn i afturábak gir, beygja fram á við aftursætið og stilla framljósin á ákveðinn hátt. Gullsmyglið átti sér stað á landamærum Frakklands og Sviss, og þar náðu tollverðir tveimur mönnum i skógi Frakk- landsmegin landamæranna, er þeir voru að flytja 440 pund af gulli úr Citroen CX bil yfir i Peugeot-inn. Stöðugt er verið að smygla gulli milli þessara tveggja landa, þar sem gull er selt fyrir töluvert hærra verð i Sviss en i Frakklandi. Sam- kvæmt frönskum lögum er að- eins þjóðbankanum franska heimilt að annast viðskipti af þessu tagi. ☆ 8WBB8M iJ MONfCA vini CLAUÐiA CARDINALE Konunglegur keisaraskurður Christina, systir sænska kóngs- ins, eignaðist nýlega dreng 3030 ☆ Ekki fleiri heimskuleg hlutverk! gr. að þyngd. Hann var tekinn með keisaraskurði. Prinsessan, sem er borgaralega gift Tord Magnussen, framkvæmda- stjóra, fæddi i Karolinska sjúkrahúsinu i Stokkhólmi. Móður og barni liður vel eftir þvi sem sænska hirðin segir. ☆ Tvær af helztu kvenstjörnum Italiu, Claudia Cardinale og Monica Vitti, hafa hafnað um 40 hlutverkum siðustu mánuðina. „Flest hlutverk skrifuð fyrir konur”, segir Claudia. „lýsa þeim sem sauðheimskum kyn- verum, og það er það eina, sem ætlazt er til af þeim. Það særir okkur Monicu að leika stöðugt svona heimskingja. öll handrit, sem við fáum, láta okkur standa i ástamálum, i eldhúsinu eða i barneignum. Ef rithöfundar láta okkur aldrei fá annað, eitt- hvað með meiri vidd og dýpt, verðum við sjálfar að skrifa handrit okkar. Glæpum fækkar í París Töluvert hefur dregið úr glæpa- starfsemi i Parisarborg, að þvi er fréttir þaðan herma. Tölur um glæpi i þessari miklu heims- borg birtust nýlega i timariti lögreglumanna þar, og þegar borið er saman við árið 1973 hef- ur árásum fækkað um 25%, handtökum vegna þjófnaða um 10% og ýmiss konar stærri rán hafa reynzt 20% færri nú en þá. Astæðan fyrir þessu er talin sú, að mjög hefur verið hert eftirlit lögreglu i borginni.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.