Tíminn - 16.08.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.08.1975, Blaðsíða 5
Laugardagur 16. ágúst 1975 TÍMINN Verksmiðja á Snæfellsnesi A slöasta þingi var flutt at- hyglisverð þingsályktunartil- laga þess efnis, aí> Sildarverk- smiðjur rikisins byggöu og starfræktu verksmiðju á Snæfellsnesi, er unnið gæti fisk og fiskúr- gang. Fyrsti fiutningsmað- ur tillögunnar var Ásgeir Bjarnason (F), forseti sameinaðs þings. 1 greinargerð með tillögunni segja flutningsmenn: ,,A svæðinu frá Akranesi til Patreksfjarðar, er engin fisk- mjölsverksmiðja, sem getur unnið feitan fisk eða fiskúr- gang (sild, loðnu, karfa). Fiskmjölsverksmiðjur, sem til eru á Hellissandi, ólafsvík, Grundarfirði og Stykkishólmi, geta ekki unnið feitan fisk. Þessar verksmiðjur eru sum- ar mjög lélegar og er liklegt að innan tiðar verði þær að hætta starfrækslu. A árinu stofnuðu fiskfram- leiðendur á ólafsvfk, Rifi og Hellissandi hlutaféiag, Nesmjöi hf. Hugmyndin var að það hlutafélag stæði fyrir byggingu loðnu- eða sildar- verksmiðju á utanverðu Snæfellsnesi. Verksmiðja þessi átti einnig að taka við fiskúrgangi frá Rifi, ólafsvfk og Hellissandi. Eigendur gömlu fiskmjölsverksmiðj- anna I Ólafsvlk og Hellissandi voru þátttakendur I þessu hlutafélagi. Félagið hefur látið fara fram verkfræði- og kostnaðarathugun á byggingu verksmiðju og hefur sú at- hugun farið fram á vegum Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsens sf. Komið hefur I ljós, að Nes- mjöl hf. er ofviða fjárhagslega að byggja verksmiðju nú, og hefur félagið horfið frá fram- kvæmdaáætlunum um sinn. Það er þjóðhagsleg nauðsyn að byggð sé verksmiðja sem getur unnið feitan fisk og fiskúrgang á Snæfellsnesi. Jafnan veiðist drjúgur hluti loðnuaflans við Snæfellsnes og' á Breiðafirði, á 6. og 7. veiðisvæði skv. skilgreiningu loðnunefndar. Snæfellsnes er eini landshlutinn sem liggur að loðnuveiðisvæðum þar sem engin loðnuverksmiðja er til. Það er þvi mikil nauðsyn fyrir loðnuskipin að byggð verði loðnuverksmiðja á Snæ- fellsnesi. Hraðfrystihúsin á Snæfellsnesi geta ekki hraðfryst loðnu til útflutnings meðan ekki er fyrir hendi verksmiðja sem unnið getur þann hluta loðnunnar sem ekki nýtist til frystingar. Bygging verksmiðju mundi þvlskapa möguleika á aukinni framleiðslu á loðnu til manneldis og þar með aukinni verðmætisöflun og um leið skapa hraðfrystihúsunum á Snæfellsnesi bættan rekstrar- grundvöll. Hraðfrystihúsin á Snæfells- nesi geta ekki heldur unnið karfa, þar sem fiskmjölsverk- smiðjur, sem fyrir eru geta ekki unnið karfabein sökum fitu. Hér er um mjög alvar- legan þátt að ræða viðvlkjandi rekstri frystihúsanna, ekki sizt ef togaraafli eykst I hrá- efnisöflun þeirra, svo sem gera verður ráð fyrir. Fiskmjölsverksmiðjurnar á Hellissandi og i ólafsvik eru mjög lélegar og þær verður að endurbyggja innan mjög stutts tfma. Verksmiðja sú, sem hér er lagt til að byggð yrði, gæti tekið við starfsemi þeirra. Svo virðist að félög eða einstaklingar á Snæfellsnesi hafi ekki bolmagn til að fara út I byggingu verksmiðju þeirrar, sem hér er lagt til að Sildarverksmiðjur rlkisins byggi. Flutningsmenn til- lögunnar llta svo á, að slika verksmiðju þurfi að starf- rækja á Snæfellsnesi, og telja að rétti aðilinn til að byggja og starfrækja þá verksmiðju séu Sildarverksmiðjur rikisins." Tillaga Asgeirs Bjarna- sonar og fleiri þingmanna I Vesturlandskjördæmi var samþykkt f þinglok. Hér er vissulega hreyft þörfu máli, og er fyllsta ástæða til að minna á það nú. -a.þ. Afli Vestf jarðartogaranna í júlí mun minni en á sama tíma í fyrra vegna hafíss t byrjun júlimanaðar kom mikill hafis upp að Vestfjörðum, og rak is langt inn á Húnaflóa. Þakti hafisinn stóran hluta af fiskislóð togaranna mikinn hluta mánaðarins, þ.á.m. Halamiðin. Afli togaranna var þvi rýr fyrri hluta mánaðarins, en eftir 20. júli tók isinn heldur að lóna frá landi, og fékkst þá ágætur afli, stór ufsi fyrstu dagana, en slðan vænn þorskur. Afli togaranna er þvi verulega minni mí en á sama tima i fyrra. Þeir bátar, sem réru með linu, fengu flestir sæmilegán afla, og sama er að segja um dragnótabátana, enda eru veiðar með dragnót eingöngu stundaðar á syðri Vestf jörðunum. Al'li handfærabátanna var aftur á móti mjög misjafn. Sjávarhiti hefur verið mjög lágur út af norðanverðum Vestfjörðum I allt sumar, og einnig hefur Isinn hindrað veiðar stærri bátanna, sem jafnaðarlega sækja á dýpri mið. 1 júll voru gerðir út 156 (165) bátar til fiskveiða frá Vest- fjörðum. 117 (128) stunduðu hand- færaveiðar, 18 (18) réru með Hnu 11 (10) með dragnót og 10 (9) með botnvörpu. Heildaraflinn I mánuðinum var nú 5.115 lestir, en var 5.743 lestir i júli í fyrra. Heildaraflinn á sumarvertiðinni er þá orðinn 11.790 lestir, en var 9.931 lest á sama tima i fyrra. Af heildaraflanum i júli var afli skuttogaranna 2.417 lestir. Heildarafli skuttogaranna á sumarvertiðinni er 6.287 lestir, eða rösk 53% af heildaraflanum, sem borizt hefur á land. Aflinn i hverri verstöð I júli: 1975: 1974: lestir Patreksfjörður 611 (600) Tálknafjörður 315 (234) Bildudalur 230 (160) Þingeyri 328 (483) Flateyri 152 (126) Suðureyri 609 (507) Bolungavik 565 (644) Isafjörður 1.741 (2.312) Súðavlk 313 (397) Hólmavik ¦ 200 (220) Drangsnes 50 ( 60) 5.114 (5.743) Mai/júni 6.676 (4.188) 11.790 (9.931) Stundum heggur sá er hllfa skyldi, og sií varð raunin á um Sandfell f öræfum.Þar lét hiðopinbera jafna við jörðu gamla bæinn, eða það sem eftir var af honum, og voru bæjarhiísin þó merkilegt sýnishorn gamals byggingarlags hér á landi. A efstu myndinni má sjá bæjarhiisin á meðan þar var búið. A miðmyndinni sést það sem eftir var hiísa þar til fyrir skemmstu, og loks má á þeirri neðstu sjá staðinn, eftir að jarðýt- an hafði lokiðhlutverki sínu. Sem betur fer eru til ljósmyndir af húsun- um og nákvæmarteikningar, svo að vitneskjan um það, hversu hagað var byggingum að Sandfelli, varðveitist. Það er kannski táknrænt um sinnuleysi Islenzkra yfirvalda I þessum efnum, að það voru danskir arkitektar, sem þar voru að verki. Myndirnar þrjár hér að ofan má sjá á Húsfriðunarsýningunni i Norræna húsinu. Sjöfn selur máln- ingu til Sovét BH-Reykjavik. — Efnaverk- smiðjan Sjöfn á Akureyri hefur nýlega undirritað samning um siilu á 200 lestum af hvitri oliu- málningu til Sovétrikjanna. Magn þetta skal afgreitt fyrir lok þessa árs. Hjörtur Eiriksson, fram- kvæmdastjóri Iðnaðardeildar S.l.S. veitti Timanum þær upp- lýsingar, að hér væri um að ræða fyrstu málningarkaup Sovét- manna hjá Sjöfn, og væri allt óráöið um framhald á þessum viðskiptum. Hins vegar hefðu Sovétmenn flutt inn talsvert magn af málningu frá ýmsum löndum á undanförnum árum. Skipzt á sendi- herrum Samkomulag hefur orðið um það milli rikisstjórnar Islands og bráðabirgðabyltingarstjórnar lýðveldisins Suður-Víetnam að skiptast á sendiherrum Þessa dagana þinga norrænir hagfræðingar að Hótel Loftleið- um, og er þetta I fyrsta sinn er samtök norrænna hagfræðinga koma saman til funda hérlendis. Aðalumræðuefni þingsins er náttúruauðlindir og hagvöxtur — árekstrarog alþjóðleg samvinna, — og flytur fulltrúi frá hverju landi framsöguerindi. Þinginu verður slitið að kvöldi 16. ágúst. Myndin er tekin á þinginu. Timamynd: Róbert SlJMSRflTCRiB AAORGUN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.