Tíminn - 16.08.1975, Blaðsíða 6
TÍMINN
Laugardagur 16. ágúst 1975
Úr fréttabréfi Húsnæoismálastjórnar ríkisins
233
nú í
leiguíbúðir eru
smíðum á veg-
um 43 sveitarfélaga
Sérfræðingur
frá S.Þ. kannar
húsnæðismálin
^^^
Vorið 1973 samþykkti Alþingi,
sem kunnugt er, heimild til handa
Húsnæðismálastofnuninni til þess
að veita lán, er næmi allt að 80%
byggingarkostnaðar til bygging-
ar allt að 1000 leiguibúða á vegum
sveitarfélaga utan Reykjavíkur.
Hefur siðan mjög mikið verið
unnið að þessu máli, bæði i stofn-
uninni sjáífri sem og á vegum
sveitarfélaganna.
Staðan i þvi er nú sú, að stofn-
unin hefur heimilað 57 sveitar-
stjórnum að hefja tæknilegan
undirbúning að byggingu samtals
339 ibúða, þar af hafa 24 sveitar-
stjórnum verið veitt lán að fjár-
hæð samtals 692 millj. króna, er
koma munu til greiðslu á
byggingartimanum, til byggingar
170 leiguibúða: þá hafa einnig 19
sveitarstjórnir af hinum framan-
greindu 57 sveitarstjðrnum fengið
heimild stofnunarinnar til þess að
hefja framkvæmdir fyrir eigið fé
við byggingu 63 ibúða. Má þvi
segja að á ýmsum fram-
kvæmdarstigum séu nú 233 leigu-
ibúðir, i sumum tilfellum eru
framkvæmdir að hefjast, I flest-
um tilfellum eru þær komnar vel
á veg og nokkrar ibúðir eru þegar
fullgerðar og komnar í notkun.
Þessar ibúðir eru i 43 sveitarfé-
lögum.
Húsnæðismálastofnunin hefur
óskað eftir þvi við sveitar-
stjórnirnar, að þær leitist við að
samræma sem mest fram-
.kvæmdir þessar og standa sem
mest saman að útboðum og inn-
kaupum, enda greinilegt hve
mikla þýðingu það hefur i svo
miklu verkefni sem þessu. Mun
stofnunin leggja aukna áherzlu á
að samvinna og samstaða þess-
ara aðila verði sem mest svo að
byggingarkostnaður veröi eigi
meiri én brýnasta nauðsyn
krefur.
ö.B. Reykjavík. — Undanfarna
daga hefur dválið hér á landi sér-
fræðingur i húsnæðismálum, er
hingað kom á vegum Sameinuðu
þjóðanna. Tilgangur ferðar hans,
var að afla gagna og upplýsinga
um húsnæðismál landsmanna á
vegum húsnæðismálastofnunar
S.Þ., og er ætlunin að vinna úr
þessum gögnum i vetur og munu
tillögur þvi berast frá stofnuninni
seinni part næsta vetrar eða að
vori.
Sérfræðingur þessi, prófessor
dr. Helmut W. Jenkins, hefur
farið viða um lönd á vegum
Sameinuðu þjóðanna til ráð-
gjafarstarfa á þeirra vegum Atti
hann fundi með ýmsum forystu-
mönnum á sviðum húsnæðis-
efnahags- og fjármála. Tildrög
þessarar ferðar próf. dr. Jenkins
er sú að tæknideild Sameinuðu
þjóðanna vildi veita okkur aðstoð
og leiðbeiningar á þessum sviðum
án endurgjalds og kom utanrikis-
þjónustan þessu til skila til
Húsnæðismálastofnunar rikisins
sem þá boðið.
Að sögn Sigurðar E. Guð-
mundssonar, for,stjbra Húsnæðis-
málastofnunar rikisins eru
menn bjartsýnir á að góður
árangur náist á sviði húsnæðis-
mála með samstarfi þessu.
Byggingasjóður lánar
til 256 íbúoa í 7 elli-
og dvalarheimilum
Fyrir skömmu voru teknar
ákvarðanir um lánveitingar úr
byggingasjóði rlkisins til bygg-
ingar samtals 256 fbiiða f 7 elli- og
dvalarheimilum i 6 byggöarlög-
um i landinu. Nemur það fjár-
magn samtals 411 milljónum
króna, sem veitt er aö láni I þess-
um tilgangi. Þeir aðilar, sem hér
um ræöir eru þessir:
Dvalarheimilið Höföi, Akranesi:
40,3 millj. kr. til byggingar 38
ibúða. Dvalarheimili aldraöra á
Hellu: 20,4 millj. kr. til byggingar
12 ibúða. Elliheimiliö As, Hvera-
gerði: 10 millj. kr. til byggingar 6
ibúða. Dvalarheimili aldraöra
sjómanna, Hafnarfiröi: 129,2
millj. kr. til byggingar 76 íbiiða
Dvalarheimili aldraðra, Dalvik:
34 millj. kr. til byggingar 20
ibúða. Dvalarheimili aldraðra,
Furugeröi 1, Reykjavik: 125.8
millj. kr. til byggingar 74 Ibúða.
Lántakandi: Borgarsjóöur
Reykjavlkur. Dvalarheimili aldr-
aðra, Hafnarfirði (lántakandi:
Bæjarsjóður Hafnarfjarðar); 51
millj.kr. til byggingar 30 ibúða
við Alfaskeið 64.)
Lán þessi verða öll greidd tit á
byggingartlmanum, með föstum
mánaðargreiðslum, I samræmi
við gang byggingarframkvæmd-
anna. Eru fyrstu framkvæmdir
þegar hafnar en ekki er reiknað
með að þeim verði allsstaðar lok-
ið fyrr en I árslok 1978. Husnæðis-
málastofnunin mun óska eftir þvi
og leggja þunga áherzlu á það viö
alla þessa aðila, að þeir leitist við
að samræma efniskaup sln og út-
boð, þannig, að unnt verði að
stefna að sem hóflegustum
byggingarkostnaði • á grundvelli
sameiginlegra innkaupa og fram-
kvæmda.
Til fróðleiks má einnig geta
þess, að öryrkjabandalag íslands
hefur nú hafið byggingu 40 Ibiiða
fyrir aldraða I fjölbýlishúsi I
Kópavogi og jafnframt sótt um
byggingarlán til Húsnæðismála-
stofnunarinnar að fjárhæð 68
millj. króna til byggingar þess.
Liggur það mál nú fyrir hús-
næöismálastjbrn til afgreiðslu.
Sveitastjórnir geta ekki
boðið forkaupsrétt að
leiguíbúðum eftir 5 ár
Eins og kunnugt er samþykkti
Alþingi sl. vor að heimilt skyldi
að verja allt að 160 millj. króna
samtals úr Byggingasjóði rikisins
til lánveitinga vegna kaupa á
eldri ibúðum. Hefur nú fyrsta lán-
veitingin á grundvelli þessarar
ákvörðunar farið fram. Er hér
um að ræða lánveitingu þeim um-
sækjendum til handa, er lögðu
fram umsóknir I stofnuninni fyrir
1. aprilsl. Hefur verið ákveðið að
sú lánveiting skuli koma til
greiðslu frá og með 15-ágúst n.k.
Að meðaltali námu lánin sem
næst kr. 310.000.00 pr. ibúö.
Til fróðleiks má geta þess, að
fyrsta ársgreiðsla sllks láns, að
fjárhæð kr. 300.000,00 (sem er til
15 ára) á hinum nýju kjörum
(6.25% vextir og 4/10 verðtrygg-
ing ársgjaldsins) næmi kr.
31.395.00, væri sú greiðsla innt af
hendi nú.
Eins og áður segir kemur til
greiðslu eftir 15. ágúst nk. lán-
veiting þeim til handa, er sótt
höfðu um lán fyrir 1. april sl. til
kaupa á eldri ibúðum. Nemur húh
samtals 100,5millj. krbna.þarafi
Reykjavik 56,7 millj. króna.
Jafnframt þessu hefur veriö
ákveðin veiting framhaldslána
(„seinni-hluta-lána") þeim til
handa, er fengu frumlán sln
greidd út eftir 20. desember sl.
Kemur sú lánveiting til greiðslu
eftir 10. september nk. og mun
nema 434 millj. króna. Er hér að
sjálfsögðu um byggingarlán að
ræða. Þá hefur einnig veriö
ákveðin veiting fyrstu lána þeim
til handa, er sendu stofnuninni
lánsumsóknir sínar . fyrir 1.
febrúar I ár og sendu henni
fokheldisvottorð vegna húsa
sinna fyrir 1. apríl. I ár. Mun sú
la'nveiting væntanlega nema 135
millj. króna og kemur til útborg-
unar eftir 1. september nk.
Hið nýja byggingarlán, sem
nemur kr. 1700.00.00 pr. fbúð,
gildir fyrir ibúðir I þeim husum,
er framkvæmdir hófust við á
árinu 1974 eða 1975 og fokheld
verða á þessu ári. 011 önnur lán
verða óbreytt. Aðeins þarf að
leggja fram eina lánsumsókn
vegna lána þessara, þ.e. þá, sem
lögð er fram I upphafi. Er það
breyting frá þvi, sem til þessa
hefur verið. Þá hefur einnig verið
ákveðið, að hin nýju byggingar-
lán skuli koma til greiðslu I þrem-
ur hlutum, þannig, aö fyrsti hlut-
inn nemi 600 þús. krónum, annar
hluti nemi sömu fjárhæð og hinn
þriðji 500 þús. krónum, annar
hluti nemi sömu f járhæð og innan
6 mánaða frá fyrsta greiösludegi
lánveitingarinnar falla þeir úr
gildi.
UAA LANVEITINGAR
Undanfarið hafa nokkrar
sveitarstjórnir boðið til sölu
skuldabréf, er nemi allt að 20%
byggingarkostnaðar leiguibúða
þeirra,sem byggðar eru skv. lög-
um nr. 59/1973. Kveða þau, sem
kunnugt er m.a. á um það, að
heimilt sé að veita lán, er nemi
allt að 80% byggingarkostnaðar
úr Byggingarsjóði rikisins til
smiði þeirra. Jafnframt þessu
hafa sumar sveitarstjórnirnar til-
kynnt, að skuldabréfakaupin veiti
kaupendum bréfanna forgangs-
rétt til kaupa á viðkomandi leigu-
ibúð eða leiguibúðum, að 5 árum
liðnum. Auglýsingar af þessu tagi
geta verið mjög villandi og er þvi
nauðsynlegt aðfara þess á leit við
sveitarstjórnir, að þær láti það
ógert aö birta þær. Að visu er
heimilað I rlg. nr. 45/1974 að gera
forkaupsréttarsamninga af þessu
tagi við einstaklinga, er kaupa
framangreind skuldabréf, en þar
er lika skýrt kveðið á um:
— að óheimilt sé aö selja ibúð-
irnar fyrstu 5 árin eftir að þær eru
teknar i notkun:
— að hafi aöstæöur I sveitarfél
breytzt að þeim tlma liönum geti
sveitarstjórn sótt um heimild
húsnæðismálastjbrnar til að selja
ibúðirnar. 1 dag verður að sjálf-
sögðu ekki séð fyrir hvort eða að
hvaða leyti aðstæður breytast I
hinum ýmsu sveitarfélögum eða
hver staðan verður þar að 5 árum
liðnum, svo að ekki sé talað um
lengri tlma. I dag verður heldur
ekkert vitað iim það hver afstaða
húsnæðismálastjbrnar verður þá
til slíkra erinda. Verður þvi ekki
séð, að sveitarstjórnir geti nú
gert forkaupsréttarsamninga við
skuldabréfakaupendur á þessum
grundvelli:
— að hugsanlegir kaupendur
slikra Ibúða verða aö uppfylla
skilyrði reglugerðar nr. 272/1974
(um verkamannabústaði) varö-
andi hámark eigna og tekna, eins
bg það er ákveðiö af Félagsmála-
ráðuneytinu næstu áramót á
undan. Samkvæmt þvi verður
ekki séö, aö unnt sé að gera for
kaupsréttarsamning við skulda-
bréfakaupanda/leigutaka I dag,
þar sem engin vissa er fyrir hendi
um það, að hann uppfylli framan-
greind skilyrði rlg. nr. 272/1974
um hámark eigna og tekna, eftir 5
ár eða lengri tima
Samkvæmt þessu er þvi ljóst,
að sii aðstaða, sem sveitarstjbrn
hefur, skv. 2.mgr. 8. gr. rlg. nr.
45/1974, til þess að bjbða væntan-
legum skuldabréfakaupendum
forkaupsrétt að umræddum Ibuð-
um, er vægast sagt mjög tak-
mörkuð og I meira lagi hæpið að
gera þeim slik boð, enda f raman-
greindir annmarkar i rauninni
þess eðlis, að engu er hægt að
heita skuldabréfakaupendum um
forkaupsrétt á ibúðum þessum.
NYBREYTNI I
LÁNSKJÖRUM
HUSNÆÐIS-
MÁLASTJÓRNAR
Breyting hefur orðið á vöxtum
og verðtryggingu lána þeirra,
sem húsnæðismálastjbrn veitir lir
Byggingasjbði rikisins. Voru
grunnvextir lána þeirra (F-lán og
G-lán) áður 5.25% en eru nú orð-
nir 6.25%. Meö sama hætti nam
verðtryggingin áður 3/10 af
hækkun byggingarvisitölu en
nemur nii 4/10. Eru þessi nýju
kjör á öllum þeim lánum úr
Byggingasjbði rikisins, er komið
hafa til greiðslu siðan 1. jilli sl.
Húsnæðismálastjbrn hefur
tekið upp nýtt verðtryggingakerfi
sem greiða skal um leið og vexti.
Verðtryggingunni er þannig hátt-
að, að á hverjum gjalddaga ár-
gjalds ber auk þess að greiða
verðtryggingarálag sem hlut-
fallslega viðbbt við árgjaldið,
sem svarar 4/10 — fjbrum tiundu
— þeirrar hækkunar, er hverju
sinni kann aö hafa orðið á gild-
andi visitölu byggingarkostnaðar
frá lántökutima til hvers gjald-
daga árgjalds eða greiðsludags,
dragist greiðsla fram yfir gjald-
daga.
Eins og áður segir gildir þessi
nýja skipan fyrir öll þau lán, sem
veitt hafa verið úr Byggingasjbði
rikisins slðan hinn 1. júh* sl. Tbk
rikisstjbrnin ákvörðun þessa að
fengnum tillögum húsnæðismála-
stjbrnar, eins og fyrir er mælt i
lögum.
Byggingarlán Húsnæðismála-
stofnunarinnar (F-lán) eru sem
kunnugt er til 26 ára. Fyrsta árið
eru aðeins greiddir vextir en öll
önnur ár lánstimans samanstend-
ur hvert árgjald af vöxtum og af-
borgun. Fyrsta árgjald af slíku ^
láni, er kæmi nii til greiðslu,
næmi kr. 136.161.00 og er þá álag
af völdum visitölu að sjálfsögðu
ekki reiknaö með.
Úr fréttabréfi Húsnæðismálastjórnar ríkisins