Tíminn - 16.08.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.08.1975, Blaðsíða 7
Laugardagur 16. ágúst 1975 TÍMINN Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö i lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 700.00 á mánuoi. Blaöaprenth.f. Borgarleikhús Nýverið voru kynntar teikningar af borgarleik- húsi, sem fyrirhugað er að risi i svonefndum Kringlubæ, hinum nýja miðbæjarkjarna Reykja- vikur. Jafnframt hefur verið lögð fram kostnaðar- áætlun vegna byggingarinnar og hljóðar hún upp á tæpan milljarð króna. Meginþungi þeirrar fjár- mögnunar hvilir á herðum Reykjavikurborgar samkvæmt sérstökum samningi, sem gerður var við Leikfélag Reykjavikur. Sjálfsagt kann sumum að þykja, að hér sé Reykjavikurborg að reisa sér hurðarás um öxl á sama tima og f járhagur borgarinnar er svo bág- borinn að gripa hefur orðið til niðurskurðar ým- issa áriðandi verkefna. Þegar um jafn stórt verkefni er að ræða og byggingu borgarleikhúss, hlýtur ávallt að koma til álita, hvort skynsamlegra væri að verja fjár- magninu til annarra verkefna, þvi að i stórri borg eins og Reykjavik biða hundruð óleystra verkefna, sem með sanni má segja, að séu ákaflega brýn. í þvi sambandi má minna á hið geigvænlega ástand, sem rikir i-málefnum langlegusjúklinga. Einn milljarður til sliks málaflokks væri vissulega vel þeginn. Til skólamála vantar umtalsvert fjár- magn til að geta staðið undir kröfum um nútima skólahald. Á sviði félagsmála er margt ógert. Til iþrótta- og æskulýðsmála vantar fé. Fyrir einn milljarð mætti byggja tiu stór iþróttahús. Tilfinn- anlegur skortur er á barnaheimilum. Og þannig mætti lengi telja, þvi að verkefnin eru mörg. En i þessum efnum sem öðrum verður að gæta jafnvægis. Hlutverk stjórnenda, hvort sem það er hjá riki eða borg, er að hafa yfirsýn yfir alla mála- flokka og gæta þess, að þeim sé öllum sinnt. Leik- félag Reykjavikur hefur um langan aldur gegnt þýðingarmiklu hlutverki i menningarlifi höfuð- borgarinnar. í Iðnó við Tjörnina hefur leikhúsfólk lengstum lagt vinnu sina fram endurgjaldslaust i þjónustu leikhúsgyðjunnar Thaliu og um leið gefið samborgurum sinum tækifæri til að sjá leikhús- verk frægustu leikritaskálda erlendra, auk þess, sem Leikfélag Reykjavikur hefur samvizkusam- lega þjónað þvi hlutverki að kynna islenzk leikhús- verk. Leikarar Leikfélags Reykjavikur hafa löng- um yljað Reykvikingum um hjartarætur, hvort sem boðiðhefur verið upp á gleðileiki eða harm- . leiki á f jölunum i Iðnó, þvi að þar hafa sannir lista- menn verið á ferð. En svo hefur starfsemin vaxið og dafnað, að hið aldna hús á bökkum Tjarnarinnar er löngu orðið of litið. Og þó að ýmsir komi til með að sakna starf- semi Leikfélags Reykjavikur I þessu vinalega húsi, verður ekki fram hjá þeirri staðreynd kom- izt, að Leikfélagið verður að hasla sér völl i rýmra húsnæði. Nýja borgarleikhúsið verður mjög nýstárlegt út- lits og á eflaust eftir að setja svip sinn á Reykja- vik, bæði vegna útlits og þeirrar starfsemi, sem þar á að f ara fram. Að þessu verkefni verður unnið á næstu árum samhliða öðrum nauðsynlegum verkefnum á vegum Reykjavikurborgar. En i þessum efnum verður þó að gæta skynsemi og haga framkvæmdum þannig, að eðlileg skipting fjárfnagns eigi sér stað milli hinna ýmsu mála- flokka. —a.þ. ERLENT YFIRLIT Stoína Azoreyingar sjálfstætt ríki? Azoreyjar eru hernaðarlega mikilvægar HIÐ ÓVISSA ástand, sem hefur rikt i Portúgal undan- farna mánuði, hefur m.a. orö- ið til þess, að risiö hefur upp sjálfstæðishreyfing á Azoreyj- um, sem hefur að markmiði, að Azoreyjar verði sjálfstætt riki. Hreyfing þessi hefur eflzt að sama skapi og óvissan hef- ur aukizt I Portúgal. Einkum virðist óttinn við kommúnist- iska stjórn I Portúgal hafa gefið henni byr i seglin. Ýmsir telja einnig, að Bandarikja- menn ýti undir hana, -og þó einkum Azoreyingar, sem hafa setzt að i Bandarikjunum og Kanada. Fólksflutningar hafa jafnan verið miklir frá Azoreyjum til Bandaríkjanna og Kanada, og er nu talið, að I þessum löndum búi um 700 þús. manns, sem rekja ættir sinar til Azoreyja. Ibúar á Azoreyjum eru hins vegar ekki nema tæpar 300 þús. Azorey- ingar, sem hafa flutt til Bandarlkjanna, hafa jafnan haldiðviðnánum tengslum við frændfólk sitt á Azoreyjum, og sent þeim bæði peninga og aðra fjármuni. Yfirleitt er talið, að drýgsti hlutinn af gjaldeyristekjum eyjaskeggja verði til á þennan hátt. Vafalaust hafa Bandarikin mikinn áhuga á, að Azoreyjar losi um tengslin við Portiigal á einn eða annan hátt, ef komm- únistisk stjórn kemst þar til valda. Meðan óvissa rikir um stjórnarfar Portugals, munu Bandarikjamenn þó telja hyggilegt að láta sem minnst á þessu bera. Það gæti hjálpað kommúnistum I Portúgal. Bandarikin hafa augljósra hagsmuna að gæta i sambandi við Portúgal, þvi að þeir hafa þar mikilvægar herstöðvar samkvæmt sérstökum samn- ingum við stjórn Portugals Herforingjastjórnin I Portúgal hefur enn ekki hróflað neitt við þeim. Það er nokkurt dæmi um hernaðarlegt mikilvægi Azoreyja, að þegar Bandarik- in hófu vopnaflutninga loft- leiðis til Israel I styrjöldinni 1973, fóru þeir fram um Azor- eyjar. PORTÚGALAR fundu Azoreyj ar, sem eru um 1600 km suð- vestur frá Portúgal, snemma á 15. öld. Þá voru eyjarnar ó- byggðar. Portúgalar hófu landnám þar og hafa eyjarnar jafnan siðan verið talinn hluti af Portúgal, enda hafa ibúarn- ir alltáf verið nær eingöngu Portúgalar. Þess vegna hefur t.d. aldrei komið til orða á vettvangi S.Þ. að lita á Azor- eyjar sem nýlendur, og þar hefur aldrei risið upp nein skilnaðarhreyfing, en siðustu árin hefur hins vegar borið talsvert á hreyfingu, sem hefur beitt sér fyrir þvi, að eyjarnar fengju nokkra heima Costa Gomes, forseti Portúgals. stjórn. Byggðar eyjar eru niu talsins og samanlagt flatar- mál þeirra er um 900 fermilur. Atvinnu eyjaskeggja er nær eingöngu fiskveiðar og land- búnaður. Iðnaður má heita enginn. Eyjaskeggjar hafa jafnan þótt nokkuð ihaldssam- ir i háttum og mjög tryggir heimalandinu. I þingkosning- unum, sem fóru fram i Portú- gal i aprilmánúði siðastliðn- um, fengu sóslalistar og al- þýðudemókratar um 90% at- kvæðanna á Azoreyjum, en kommúnistar sáralitið. Vax- andi andúð gegn kommúnist- um hefur komið i ljós á marg- an hátt að undanförnu. Azoreyjar og tsland höfðu að þvi leyti svipaða afstöðu, að vera utan alfaraleiðar fram til siðari heimsstyrjaldarinnar. A striðsárunum sömdu Bretar um það við Portúgal, að mega koma upp herstöð þar og var það eitt aðalverkefni hennar að fylgjast með ferðum þýzkra kafbáta. Slðar sömdu Bandarlkin um það við Portú- gala að mega hafa herstöðvar þar. Lajes-herstöðin, sem Bandarikin hafa á CORVO • Santa Cruz FLORES CRACIOSA SAO JORGE FAIAL ^ Hortu TERCEIRA m Angra do Heroismo AÉO&EKNE PICO SAO » ÍGUEL Ponta Delgada SANTA M( /IA ATLANTE N Vila do Port* Uppdráttur af Azoreyjum og legu þeirra. Terceira-eynni er talin mjög mikilvæg fyrir varnir þeirra á Suður-Atlantshafi. Þar eru nú um 5000 hermenn. Þá hafa Bandarikin minni herstöðvar þar. Eftir siðari heimsstyrj- öldina hafa alþjóðlegar flug- leiðir legið um Azoreyjar og hafa mörg flugfélög þar viðkomu fyrir áætlunarflug- vélar, sem fara um sunnan- vert Atlantshaf. Frá sjónar- miði flugsamgangna og her- varna eru yfirráðin yfir Azor- eyjum þvi mikilvæg. Banda- rikin myndu þvi áreiðanlega ekki una þvi vel, ef þau yrðu að leggja niður herstöðvar sinar þar og eiga það jafn- framt á hættu, að RUssar fengju einhverja aðstöðu þar. M.a. vegna þess hefur veriö gizkað á, að bréf það, sem Gomes forseti Portúgals sendi Henry Kissinger fyrir nokkr- um dögum hafi að verulegu leyti fjallað um Azoreyjar. Þvi hafi verið heitið, að ekkert yrði hróflað við bækistöðvum Bandarikjanna þar. AZOREYJAR hafa ekki verið að ráði heimsóttar af ferða- mönnum til þessa. Loftslag þykir þó heilnæmt þar. Senni- lega á það mestan þátt I þessu, að þær liggja lengra frá meginlandi en nokkrar aðrar eyjar á Atlantshafinu. Eyj- arnar eru allar eldfjallaeyjar og oft hafa verið þar jarð- skjálftar og eldgos siöan bær komust i byggð. Hæstu fjöll eru nokkru hærri en öræfajök- ull. Náttúrufegurö er þar mik- il og jarðvegur mjög frjór og vel fallinn til ræktunar. Fólks- fjölgun hefur veríð þar mikil, oe hefur það átt rikan þátt i hinum miklu fólksflutningum til Bandarikjanna, sem hafa átt sinn þátt i því, að persónu- legt tengsli eyjaskeggja eru nú orðin öllu meiri við Banda- rikin en heimalandið. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.