Tíminn - 16.08.1975, Síða 9

Tíminn - 16.08.1975, Síða 9
TÍMINN Laugardagur 16. ágúst 1975 Laugardagur 16. ágúst 1975 TÍMINN Grunnteikning af jarOhæð hússins. HAGKVÆMASTA LEIKHÚS Á NORÐURHVEU JARÐAR, — segir Guðmundur Pálsson , framkvæmdastjóri Leikfélags Reykjavíkur um nýja Borgarleikhúsið Nýtt danskt forlag í þágu íslenzkra bókmennta Fjöldi barnabóka kemur lit i Danmörku á ári hverju, og mikill hluti þeirra eru bækur þýddar úr öðrum málum, einkanlega ensku og sænsku. En frá gömlu bókmenntaþjóðinni, íslendingum, koma fáar eða engar bækur á danskan mark- að, hvorki fyrir börn eða full- orðna. Siðustu árin aðeins tvær barnabækur: „Islandske Evén- tyr” (Islenzk ævintýri) og „Olaf frá Skuld” eftir Stefán Jónsson. Báðar þýddar úr norsku. Þó gerðist sá gleðilegi viðburður, að Kristmann Guðmundsson kom aftur fram á danska bók- menntasviðið, eftir tuttugu ára fjarveru, i framúrskarandi þýð- ingu Þorsteins Stefánssonar, rithöfundar. Enda var bók þess- ari, „Sommer i Selavik”, mjög vel tekið hjá dönsku bókasöfn- unum, sem keyptu yfir þúsund eintök. Ný bók eftir Kristmann Guð- mundsson er á leiðinni nú i haust i þýðingu Þorsteins Stefánssonar. Heitir hún á dönsku „Ild og Aske” (Eldur og aska) ogkemur úr hjá GREVAS FORLAG, I Arósum. En dönsku bókasöfnin vantar lika Islenzkar barnabækur, til þess að glæða skilning frænd- þjóöanna hvorrar á annarri. Yfirbókavörður Rigmor Bir- gitte Hövring, Helsingör, Dan- mörku, hefir þvi stofnað nýtt út- gáfufyrirtæki, sem mun aðal- legahelga sig islenzkum úrvals- bókum, bæði fyrir börn og full- orðna, þýddum beint úr is- lenzku. Forlagið hefir tekið sér nafnið BIRGITTE HÖVRINGS BIBLIOTEKSFORLAG og hefir bækistöð sina i smábæ norðan Kaupmannahafnar, Humlebæk. Fyrsta bókin verður IS- LANDSKE DRENGE, þýdd úr smásagnasafninu „Um sumar- kvöld” eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. Þessa bók skrifaði hann sextán ára gamall. En þá þegar komu rithöfundahæfileik- ar hans greinilega I ljós. Bókin verður prýdd islenzkum ljós- myndum og kemur Ut 17. september. Llkan af nýja Borgarleikhúsinu — aðalinngangurinn er lengst til hægri á myndinni, tilraunaleiksvið og salurinn eru í ljósa, sexhyrnda kubbnum hægra megin við miðja mynd. Þverskurður er sýnir ljóslega aðstöðuna, frá vinstri: skrifstofur, leiktjaldagerð, búningsherbergi, svið, áhorfendasaiur, forsalur, inngangur. Þar sjást og bflageymslur I kjailara m.a. Ný utanáskrift Með þessum þætti breytist heimilisfang Frimerkjasafnar- ans og verður um næstu fram- tið, „Frimerkjasafnarinn, Póst- hólf 52, 530— Hvammstanga, V.- Húnavatnssýslu. Það er von min, að sambandið við lesendur verði sizt minna við þessa breytingu og hvet ég þá til að skrifa mér um áhugamál sin og ég mun ávallt reyna að koma þvi á framfæri. Þess má þó geta, að alltaf verður fullt nafn og heimilisfang að fylgja með, en ef dulnefni skal notast við birtingu, þá sé þess getið i bréf- inu. Eftir, sem áður mun ég þó fá þau bréf, sem send eru blað- inu, en þau verða send áfram til Hvammstanga. Svarti listinn. Hinn svokallaði svarti listi hjá F.I.P. hefir nú verið afnuminn. Þetta skeði á siðasta þingi F.t.P. i Madrid, en þó er öllum aðilum frjálst að halda honum áfram. T.d. gefa bandarisku samtökin áfram út lista þennan i timariti sinu og telja þar sam- vizkusamlega fram allar útgáf- ur, sem bannaðar eru á sýning- um i þeim heimshluta. Hér heima tel ég sjálfsagt að leggja hann strax niður, enda aðeins Skálholtsmerkin á þessum lista, af íslenzkum merkjum. Þau má nú sýna á öllum sýningum, nema þar sem enn er haldið fast við þennan lista. Undirritaður hafði i mörg ár barizt við að fá þessi merki tekin út af þessum lista þar sem þau höfðu lent þar vegna vankunnáttu þeirra er um útgáfuna fjölluðu, eða. réttara sagt sökum þess að upp- lýsingar frá Alþjóðasamtökun- um voru ekki fyrir hendi um hvers væri krafizt til að útgáfa lenti ekki i banni. Þvi mátti segja, að þetta efni væri rætt á hverju þingi F.t.P. bæði af ts- landi, að þvi er mér fannst af ærinni ástæðu og af Austur- Þýzkalandi, sem stöðugt vildi fá viðurkenningu merkja þeirra úr samstæðum, sem gefin voru út i takmörkuðu upplagi. Nú i vor var loks ákveðið að láta magn atkvæða á þingi gera út um til- veru listans og var fellt að halda honum áfrám. Það er þvl, eins og vitanlega alltaf hefir verið, hverjum og einum frjálst að safna hverju, sem hann eða hún vill, en nú er lika hægt að sýna það. Þó verður á hverjum tima að fylgjast með hvort viðkom- andi lönd, sem sýninguna halda, halda enn i listann. Mál þetta hefir ekki verið afgreitt i L.I.F. ennþá, en um úrslit þess þar mun ég kynna lesendum þegar að lokinni afgreiðslu þess. Sigurður II. Þorsteinssou. Forsiða fyrstu islenzku bókarinnar, sem kemur út hjá Rigmor Birgiette Hörving. Rigmor Birgitte Hörving. ÓLAFUR JÓHANN SIGURDSSON ISLANDSKE DRENGE BH-Reykjavik. — Borgar- lcikhúsið var kynnt blaðamönn- um með uppdráttum, teilningum og likani, og sagði borgarstjóri, Birgir tsleifur Gunnarsson, við það tækifæri, að málið yrði tekiö til afgreiðslu I borgarráði. Nú, þegar teikningar þeirra arkitektanna Guðmundar Kr. Guðmundssonar, ólafs Sigurðs- sonar og Þorsteins Gunnarssonar liggja fyrir, og við höfum séð hag- lega gert módei Guðlaugs Jörundssonar, má ljóst vera, að hér er um að ræða eitthvert „hag- kvæmasta og þægilegasta leikhús á norðurhveli jarðar og þótt viðar væri leitað,” eins og fram- kvæmdastjóri Leikfélagsins, Guðmundur Pálsson, komst að orði þegar við vorum að virða fyrir okkur módelið. Þorsteinn Gunnarsson, leikari og arkitekt, útskýrði leikhús- bygginguna fyrir okkur, og for- sendur ýmissa atriða og fyrir- komulags. Borgarleikhúsið kemur til með að risa i Kringlumýrinni, I nýja miðbænum suðvestanverðum, og verður ekið að þvi frá Kringlumýrinni eftir nýrri braut, sem liggur frá austri til vesturs sunnanvert við húsið. Aðalinn- gangur þess er i húsið suðaustan- vert, en þeim megin hússins er rúmgott bilastæöi. I aðalinngang- inum er miðasala og inngangur i kjallara, þar sem fyrirhuguð er veitingaaðstaða. Úr aðalinnganginum er gengið inn I forsal eða „Foyer” og er hann rúmgóður, enda úr honum gengið inn i aðalsalinn, en á hon- um eru tveir inngangar, og inn I minni sal, tilraunasviðssal eða æfingasla. í aðalsalnum er gert ráð fyrir áhorfendasætum 520 talsins, á einni hæð, sem smáhækkar frá svæðinu, en þess má geta að Iðnó tekur nú 230 manns I sæti, og Þjóðleikhúsið 660 manns i sæti, svo að þetta var álitin hæfileg stærð. I fyrirhuguðum tilrauna- leiksal, sem fyrirhugaður er á sömu hæð, eru áætluð sæti fyrir 120-150 manns. Benti Þorsteinn sérstaklega á hagræði þess að geta efnt til ráð- stefnuhalds I þessum húsakynn- um með rúmgóðum veitingasal forsalarins við hliðina. Um sviðið sjálft, eða sviðin er óþarft að fjallað sé náið. Þarna veröur að sjálfsögðu hringsvið ■ meö öllu tilheyrandi búnaði, en i aðalsal verður að sjálfsögðu stjórnklefi effekta og hljóðs ofar- lega I salnum aftanverðum, með sérstöku lofti yfir salnum fyrir ljósamenn að athafna sig. Þá verða og vinnuloft I sviðsturni fyrir tjaldamenn og starfsmenn á sviði, en turninn, sem er opinn frá lofti niður á svið, setur sinn svip á húsið að utan og innan, og hefur sérstöðu, þar sem húsið er að öðru leyti á ýmsum hæðum, svo sem sjá má á teikningu. Þá er ógetið aöstöðu leikara, sem hafa sln búningsherbergi á tveim hæðum og setustofu til af- slöppunar milli þess sem þeir fara inn á sviðið. Enn er á sviðs- hæð leikmuna- og leiktjaldaað- staða bæði til gerðar og geymslu og búningagerð og — geymsla á annari hæð. Kvað Þorsteinn Gunnarsson kveikjuna að skipan búningsher- bergjanna komna neðan úr Iðnó, þar sem það hefði gefizt mjög vel að raða búningsherbergjunum ut- an um einn almenning. Enn er ógetið þess, að i kjallara hússins er gert ráð fyrir bilastæð- um, og má koma þar fyrir 60—70 bifreiðum. Auk þess er i ytri si- valningi sviðsins, sem að sjálf- sögðu nær niður i kjallarann, hljómsveitargryf ja fyrir allt að 20 manna hljómsveit, auk hvildar- aðstöðu fyrir hljómsveitarmenn. Þá er aðstaða fyrir mötuneyti starfsfólksins eldhús og matsalur fyrir um 100 manns. Gústaf A. Pálsson skýrði okkur frá hugsanlegum kostnaði við að reisa leikhús þetta, og liggur ýmislegt mjög ljóst fyrir i þessum efnum, og virðist ljóst, að tilbúið undir tréverk, eins og það er nefnt, kostar húsið um 300 mill- jónir og er þá búið að skella upp 5400 rúmmetrum af steypu, setja á það þök úr áli eða stálklæðningu og glugga, og auk þess búið að einangra það. Innifalið I þessu er 20% viðbót til að mæta hugsan- legum, sumpart ófyrirséðum út- gjöldum. Kjallarinn og bllastæðið kosta um 10 milljónir, veitingaað- staðan um 20 milljónir og leikhús- innréttingarnar 230 milljónir. A þetta verður að áætla 10% til við- bótar til að fá einhverja skynsemi I málið. Þegar hér er komið sögu verður að taka það sérstaklega fram, að húsiö er næsta ódýrt I byggingu, a.m.k. miðað við ibúðarhús, eða 16.800 krónur rúmmetrinn, en húsið er 45.000, rúmmetrar að stærð. Astæðan til þess, að þaö skuli ekki vera dýrara eru hinir geysistóru óinnréttuðu hlutar hússins, svo sem sviösturninn og leiktjaldaaðstaðan að sviðsbaki. En til að ná heildarupphæöinni er enn ógetiö þeirrar upphæðar, sem fer i leiksýningarkostnað. Aö áliti brezkra leikhússfræöinga er sú upphæð 290 milljónir, og er þaö viðmiðunarupphæð i kostnaði leikhússins — en sú upphæð lækk- ar verulega með tilliti til eigna Leikfélags Reykjavikur, sem það leggur i búið með sér. Má þar til dæmis geta þess, að talið er eðli- legt að hafa 200 ljóskastara I svona leikhúsi, en Leikfélagið á 100 stykki, og þeir eru verðmætir. En Gústaf gat þess að lokum, að 940 milljónir væri sú kostnaðarupphæð, sem nú væri reiknað með. Hvort sú upphæð minnkaði eða ykist yrði reynslan að skera úr um, t ...... Á fundi sínum fimmtudaginn 14. ágúst sl. samþykkti borgarráð uppdrætti að Borgarleikhúsi í Reykjavík, en þeir uppdrættir þykja i senn nýstárlegir og mjög hagkvæmir fyrir leikstarfsemi

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.