Tíminn - 16.08.1975, Page 12

Tíminn - 16.08.1975, Page 12
12 TÍMINN Laugardagur 16. ágúst 1975 Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 95 En f leiri ástæður voru til þess, að Rambo hleypti ekki af. Síðast þegar hann þerraði blóðið af augum sér leið þó nokkur stund áður en hann sá sæmilega skýrt á ný. Hann sá tvöfalt. Nú var svo komið, að hann sá engan mun á skugganum og runnunum. Allt rann saman í móðu, og nú fékk hann svo ákafan höf uðverk, að svo virtist sem höf- uðið ætlaði að klofna. Hvers vegna hreyfðist skugginn ekki? Hreyfðist hann kannski án þess hann tæki eftir því? Rambo fannst, að hann ætti að vera búinn að heyra eitthvað til Teaslers. Láttu heyrasteitthvað í þér, maður. Hvers vegna heyrist ekkert i þér, hugsaði Rambo. Allt var að verða um sein- an. Sírenuvælið nálgaðist þegar óðfluga. Kannski voru það slökkvibif reiðar og kannski lögreglan. Áfram nú, Teasle. Rambo heyrði nú til fólksins frá húsinu. Það ræddi saman óttaslegið. Hann skynjaði eitt- hvað og leit aftur fyrir sig til að kanna hvort einhver væri enn við anddyrið með byssu eða annað hættulegt verkfæri. Það var ekki um að villast. Hann sá Teasle koma að sér úr átt frá f ramblettinum. Undrun Rambos var svo mikil, að hann skaut áður en hann vissi af. Teasle hrópaði upp yfir sig og þaut aftur sömu leið, kastaði sér niður stallinn og hafnaði á gangstéttinni. En Rambo gerði sér ekki gjörla grein fyrir þvi hvað hafði komið fyrir. Hann hrökk aftur á bak eins og hann yrði skyndilega þyngdarlaus. Hann kastaðist til annarrar hliðar og skall með andlitið á grasið. Hendur hans voru heitar og blautar af því að halda um brjóstið. Rétt á eftir urðu þær kámugar. Teasle hafði hæft hann. Þrátt fyrir allt tókst Teasle að skjóta einu skoti og tókst að særa hann. Rambo var dofinn í brjóstinu og allar taugar lamaðar af þessu eina skoti..Af stað. Ég verð að koma mér héðan. Sírenuvæl. Hann gat ekki staðið á fótunum. Engdist af sársauka. Til hliðar við húsið var vírgirðing. Að baki hennar grillti t ógreinilegar risamyndir í næturskímunni. Logarnir frá lögreglustöðinni og dómhúsinu vörpuðu drungalegri birtu yfir allt. Þó sá hann ekkert greinilega. Hann pírði augun. Sjónin skýrðist og hann sá aftur í kringum sig. Rennibrautir, rólur og sandkassar. Barnaleikvöllur. Þangað skreiddist hann á höndum og fótum. Að baki sér heyrði hann gráðuga iogana læsa sig í allt sem fyrir varð. — Ég ætla að sækja byssuna mína. Hvar er byssan mín? Rambo heyrði einhvern hrópa innan úr húsinu. — Nei, í guðs bænum, sagði konan. Vertu kyrr inni. Ekki blanda þér í þetta. — Hvar er byssan mín? Hvert léztu byssuna mína? Ég sagði þér að vera ekki alltaf að færa hana milli staða. Rambo skreiddist áfram svo hratt sem hann komst. Hann kom að girðingunni og svo að hliði. Hann opnaði það og skreiddist gegnum það. Að baki sér heyrði hann fótatak á viðarþrepunum. — Hvar er hann? Hvert fór hann? Hann var nú kominn út úr húsinu og rödd hans mun skýrari. — Þarna, æpti enn önnur kona í skelfingarofboði. ÞARNA. VIÐ HLIÐIÐ. Farið þið bölvuð, hugsaði Rambo. Hann skimaði kring um sig. Logarnir teygðu sig til himins. Hann sá manninn standa við verkfæraskúr og miða riffli. Maðurinn var hálf klaufalegur við að miða. Hann var öllu glæsilegri þegar Rambo skaut hann. Maðurinn greip um hægri öxl sér, snerist hálfhring og hrasaði um litið barnahjól, sem stóð við verkfæraskúrinn. Reisn hans hvarf aftur, þegar hjólið rann undan honum. — Jesús, hann skaut mig. Hann skaut mig. Ég er særð- ur, stundi maðurinn. Maðurinn vissi ekki hversu heppinn hann var. Rambo miðaði á brjóst hans en ekki öxlina. Hann gat ekki lengur skotið markvisst, ekki haldið byssunni stöðugri og blóðið fossaði úr brjósti hans. Hann átti sér ekki undankomu auðið og gat ekki lengur varið sig að neinu gagni. Ekkert var eftir, nema ef vera skyldi dýnamítstaukurinn í vasa hans. Rambo hugsaði um dýnamítið. Til f jandans með dýnamítið. Hann var svo máttvana, að hann treysti sér ekki tii að kasta því;nema nokkur fet f rá sér. — Hann hæfði mig. Hann hæfði mig. Ég varð fyrir skoti, stundi maðurinn. Sama get ég sagt, en ekki væli ég og veina, hugsaði Rambo gremjulega. Hann gat ekki sætt sig við að bíða þess að lögreglumennirnir kæmu og hirtu sig. Þess vegna hóf hann enn að skreiðast áf ram. Hann stefndi að svolitlum polli, sem ætlaður var börnum til að vaða í. Þá flæddi sársaukinn um hann allann. Kúlan hafði borast inn á milli brákaðra rif ja hans. Hann varð nær trylltur af sársauka, hristi höfuðið, klóraði í brjóst sér, klóraði og reif. Hann reyndi að ná stjórn á sér og skolaði líkama sinn í pollinum að f remsta megni. Sársaukinn var svo of- boðslegur að hann hentist á fætur upp úr pollinum og stóð krepptur og titrandi af kvölum. Svo skjögraði hann í átt aðendamörkum leikvallarins. Girðingin var lág. Rambo halaði sig yf ir hana másandi og spyrnti sér yf ir. Það var klunnalegt stökk. Hann bjóst við að skella á jörðinni, en iilliillí !Í Laugardagur 16. ágúst 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.). 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigrfður Eyþórsdóttir les sögu sína „Gengið á reka”. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Kl. 10.25: ,,Mig hendir aidrei neitt”, — umferðarþáttur Kára Jónassonar (endur- tekinn). óskalög sjúklinga kl. 10.30: Kristin Svein- björnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.00 A þriðja timanum Páll Heiðar Jónsson sér um þátt- inn. 15.00 Miðdegistónleikar. Itzhak Perlman og André Previn leika á fiðlu og pianó tónlist eftir Scott Joplin. The New England Conservatory Ragtime En- samble leikur tónlist eftir •Artie Matthews, Eubie Blake, Zez Confrey, Jerry Roll Martin. 15.45 1 umferðinni Arni Þór Eymundsson stjórnar þætt- inum. (16.00 Frettir. 16.15 Veðurfregnir) 16.30 Háif fimm Jökull Jakobsson sér um þáttinn. 17.20 Nýtt undir nálinni örn Petersen arinast dægur- lagaþátt. 18.10 Síðdegissöngvar. Til- kynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Hálftiminn Ingólfur Margeirsson og Lárus Óskarsson sjá um þáttinn, sem fjallar um tónlist i Rikisútvarpinu. 20.15 Hljómplöturabb Þorsteinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.45 Á ágústkvöIdiSigmar B. Hauksson annast þáttinn. 21.15 Kvöldstund með Peter Kreuder.sem leikur með fé- lögum sinum lög eftir Hey- mann, Carste, Jary og fleiri. 21.45 „Segðu mér að sunnan” Edda Þórarinsdóttir leik- kona les ljóð eftir Huldu. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Dansiög 23.55 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. Laugardagur 16. ágúst 18.00 tþrótir Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. Hlé 20.00 Fréttir og vcður 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.30 Læknir i vanda.Breskur gamanmyndaflokkur. Hver er sekur? Þýðandi Stefán Jökulsson. 20.55 Eigum við að dansa? Kennarar og nemendur Dansskóla Heiðars Ást- valdssonar sýna nokkra dansa. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 21.20 Rauðá (Red River) Bandarisk biómynd frá ár- inu 1952, byggð á gamalli sögu frá Texas. Aðalhlut- verk John Wayne og Mont- gomery Clift. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. Myndin gerist i Texas um 1850 og greinir frþ bónda, Tom Dun- son að nafni, sem þar hefur komið upp stórri nautgripa- hjörð. Reka verður gripina um langan veg til markaðs- borgarinnar, og er sú leið torfarin og erfið. Dunson bóndi sýnir kúrekum sinum mikla hörku á ferðalaginu, og þar kemur loks, að fóstursyni hans, Matthew, ofbýður framkoma hans. 23.30 Dagskrárlok

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.