Tíminn - 16.08.1975, Side 13

Tíminn - 16.08.1975, Side 13
Laugardagur 16. ágúst 1975 TÍMINN 13 Ili.H iéS. Hl Hi.m.. „Maður littu þér nær” Guðmundur P. Valgeirsson skrifar: „Það er ekki laust við, að ógleði setji að manni, þegar maður heyrir lesið mærðarfullt tal ihaldsblaðanna um áhuga þeirra á útfærslu landhelginnar og jafnframt ásakanir þeirra i garð annarra fyrir óheilindi i þvi máli. Svo blendið og gruggugt hefur fylgi Sjálf- stæðisflokksins og málgagna hans verið til þeirra mála á öll- um stigum útfærslunnar, sem áður hefur átt sér stað, svo ekki sé fastara að orði kveðið um af- stöðu þeirra, svo að slikt tal vekur andúð og tortryggni. „Batnandi manni er bezt að lifa,” segir gamalt máltæki. Sama má segja um Sjálfstæðis- flokkinn og málgögn hans i þessu sambandi. Þvi ber vissulega að fagna, ef þeir menn bera nú gæfu til að standa að útfærslunni i 200 milur af heilum hug og dreng- skap. — En uggur situr þó i mörgum. Þeir trúa ekki á heil- indi Sjálfstæðisflokksins í meðferð þessara mála nú frem- ur en áður fyrr en þeir taka á þvi og fá rækilegri sannanir fyrir hinu breytta hugarfari þeirra. — Þvi miður eru ýmsir váboðar á lofti i þeim efnum, sem benda i aðra átt. Yfir- lýsingar þeirra um umræður og samninga við erlendar þjóðir, sem hafa rányrkt fiskimið okkar fram til þessa eru eðli- lega sem fleinn i holdi allra^sem þekkja og muna sögu þess flokks i þessu helgasta hags- munamáli þjóðarinnar á undan- förnum árum, og öðrum málum þvi skyld, þar sem erlendar þjóðir hafa sýnt drottnunarhug sinn i okkar garð. Það er afmenn skoðun, að þó útfærslan nú i 200 milur sé þýðingarmikil og lengra verði ekki gengið i þeim efnum, þá hafi hinir fyrri áfangar marg- falt meiri þýðingu fyrir lifs- hagsmuni islenzku þjóðarinnar og nýtingu þeirra auðlinda, sem fiskimiðin eru. Þegar minnzt er framkomu Sjálfstæðisflokksins og blaða hans við þeim málum á þeim tima, þarf engán að undra þó nokkurrar torgryggni gæti nú i þeirra garð, þegar þeir setja sjálfa sig i forustusæti þeirra mála. Er þess skemmst að minnast frá sl. hausti þegar ein af máttarstoðum Sjálfstæðis- flokksins krafðist þess að samið yrði við V-Þjóðverja um veiðar innan þeirra landhelgismarka sem nú gilda. Og fleiri dæmi mætti nefna i sömu átt. — 011 undanlátssemi i þessum efnum er og verður i andstöðu við mikinn meirihluta þjóðarinnar. Að ganga með brigzl á aðra fyrir að vilja standa á þessum rétti sinum og þjóðarinnar faér engan hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Þeir, sem búa i glerhúsi, ættu að fara varlega i þvi að kasta grjóti að öðrum.” Þessi grenitré eru gott dæmi um ástandið. Barrlaus og nöguð biða þau sins dóms, sem aðeins getur orðið á einn veg. Smávegis grænku vottar fyrir á trénu vinstra megin við miðja mynd, þar sem sjá má ljósa sprota á nokkrum greinum. Minnisvarði reist- ur í Mosfellssveit Minningarsjóður Kristinar Magnúsdóttur og Lárusar Halldórssonar skólastjóra var stofnaður við útför hans á s.l. ári, i þvi skyni að heiðra minningu þeirra mætu hjóna á viðeigandi hátt. Frú Kristin lézt 8. nóv. 1970, en Lárus skólastjóri þann 27..marz 1974, og fór útför hans fram frá Lágafellskirkju, en jarðsett að Mosfelli. Þar voru samankomnir frænd- ur og vinir þeirra hjónanna, en einnig mikiil fjöldi nemenda Lárusar heitins af þrem kynslóð- um. Lárus hóf kennslu i Mosfells- hreppi árið 1922, og kenndi sam- fleytt allt til ársins 1972. Af þeim tima var hann skólastjóri þar til skólunum var skipt haustið 1966, en var stundakennari eftir það, meðan heilsan leyfði. Það er vafalaust mjög fátitt, að maður stundi kennslustörf i sama sveitarfélagi i 50 ár, og nemendur Lárusar skipta áreiðanlega hundruðum, en um fjölda þeirra liggja ekki fyrir nákvæmar tölur. Heimili þeirra hjóna stóð lengst af i þjóðbraut að Brúarlandi, og á timabili var þar heimavist. Nutu nemendur hans þar i rikum mæli góðs atlætis þeirra hjóna. Sjóðurinn hefur nú eflzt svo mikið, að ákveðið hefur verið að reisa þeim hjónum minnisvarða á skólalóðinni að Varmá, en frum- mynd að honum hefur sonur þeirra Ragpargert, mjög smekk- lega. Þá hefur Reyni Vilhjálmssyni arkitekt verið falið að velja minnisvarðanum stað,en hann hefur séð um skipulag skóla- svæðisins. Minnisvarðinn er 2ja metra stuðlabergssúla með mörgum minni stuðlum umhverfis, og hef- ur efnj i þetta verið pantað og verður væntanlega til afgreiðslu á þessu ári. Vitað er, að enn hefur ekki náðst til aílra þeirra, sem hug hafa á þvi að vera með, og er þessari frétt þess vegna komið á framfæri. Störf þeirra hjóna i Mosfells- sveit voru ekki eingöngu bundin viö skólann og heimavistina, heldur einnig og ekki siður við félagsmálin, og var Lárus sistarf- andi að menningar- og félagsmál- um sveitar sinnar alla tið. Framlög í sjóðinn hafa borizt hvaöanæva af landinu og úr öðr- um heimsálfum, en nú er ráðgert að ljúka þessari söfnun og stefnt að þvi að ganga frá undirstöðum minnisvarðans i haust og reisa hann á komandi vori. Eftirtaldir aðilar taka við framlögum i sjóðinn: Hjalti Þórðarson, Æsustöðum, Jón M. Guðmundsson, Reykjum, Guð- mundur Magnússon, Leirvogs- tungu, Haukur Nielsson, Helga- felli, Jón V. Bjarnason, Reykjum, Salome Þorkelsdóttir, Reykja- hlið, Tómas Sturlaugsson, Mark- holti 4, og skrifstofa Mosfells- hrepps, Hlégarði. Er olíulekinn úr tanknum? BH-Reykja vik. — Stefán S. Bjarnason, mengunarsérfræðing- ur hjá Siglingamálastofnuninni, veitti Timanum þær upplýsingar i gærkvöidi, að þessa dagana væri unnið að mælingum og prófunum vegna hugsanlegs leka úr oliu- geymnum i Hvalfirði, og lægju endanlegar niðurstööur þeirra rannsókna fyrir upp úr helginni. Hefðu verið tekin sýni úr tanknum, og einnig af oliu þeirri, sem lekið hefði niður, og yröi kannað til hlitar, hvort hún væri úr tanknum eða ekki. 16% bætast við Það mishermi varð i frásögn af vegaframkvæmdum SVerris Runólfssonar á Kjalarnesi, þar sem sagði frá upphaflegri kostnaðar- áætiun, að þess var ekki get- ið, að 16%, sem renna til skrifstofuhalds, verkfræði- þjónustu og i hagnað, bætast við sjálfa kostnaöaráætlun- ina, sem var 8,4 milljónir króna. Leiðréttist þetta hér með. Greni- og furulús valda stórspjöllum á barrtrjóm Ógna trjágróðri á höfuðborgarsvæðinu BH-Reykjavik. — ógnvaldur heijar greinitré og furu hér syðra og hefur kveðið svo raramt að þessu. að vfða má sjá myndarleg- ustu grenitré brún inn að berki i stað þess að skarta sínu fegursta, sigræna barri. Að sögn Hafliða Jónssonar garðyrkjustjóra Reykjavikurborgar, gætir hér hvað verst áhrifa grenilúsar einnar örsmárrar, sem er sifellt að færast i aukana hér. Hún timgast ört og ógnvekjandi, og lirfurnar byrja strax að éta. Svo rammt kveður aö þessu, að greni er viða stórskemmt, en öliu verri að sögn Hafliöa, er þó furulúsin, sem er þegar oröin alvarlegt vandamál i uppvaxandi nytja- skógi hérlendis. — En það er svo sem fleira en lúsin, sem veldur þvi, að við eig- um óhægara með trjárækt hér i borginni en fyrir norðan og austan, sagði Hafliði Jónsson. Það verður að taka með i reikninginn saltrokið að vetrin- um, og einnig þá staðreynd, hversu erfiðlega trjánum gengur aö svara uppgufun er þau ná ekki vatni úr moldinni vegna frosts. Það er allt annað inni i landi, eða i snjóþyngslunum fyrir norðan og austan, þar sem jörð nær ekki að frjósa. Þar leggst snjóbreiðan yfir og varnar þvi að frostið nái langt niður, auk þess sem sólbráðin hjálpar trjánum að ná sér i vætu. — Við þetta bætist svo, að hita- dagar á vaxtatima trjánna — sem er frá miðjum mai og fram i miðjan júli — eru miklu fleiri fyrir norðan og austan, svo að skilyrði eru miklu verri fyrir trjá- rækt hér syðra en fyrir austan og norðan. — Til viðbótar þessu með greni- og furulúsina verfurað taka það fram, að lúsin hefur verið mögnuð, sérstaklega upp á siðkastið. Það er hitastigið, sem hefur áhrif á þetta, og þessar lýs eru ekki einu skorkvikindin, sem hafa færzt i aukana hérlendis á siðustu árum, svo að hreinir meinvættir geta talizt, og nægir i þvi sambandi að nelna „Hvitu fluguna” i Hveragerði, sem orðin er ógnvaldur i gróðurhúsum þar. Við innum Hafliða eftir þvi hvaða fluga þetta sé. — Hvita flugan er óhugnaður, sem leggur undir sig plöntur, — ótviræður skaðvaldur i öllum garðyrkjubúskap. Við spyrjum þá Hafliða að þvi, hvort ekki sé hægt að eitra fyrir þennan ófögnuð. — Já, það er þetta með eiturefnin — við fáum þau ekki nema i svo smáum stil og á takmörkuðu sviði. Það er til dæmis ómögulegt að fá sniglaeitur, og einnig er það mjög takmarkað, sem unnt er aö fá til að vinna bug á arfa og öðru illgresi. Þetta kemur sér mjög illa. Ég tel, að hér riki alltof strangar reglur, sem gera okkur ókleift að berjast gegn illgresi og öðrum plágum — sérstaklega er skortur á sniglaeitri bagalegur fyrir okkur. Samanburður á greinum-Ljósi liturinn er grænn litur grenibarrsins, sá dökki er brúnn litur eyöileggingarinnar. Timamyndir: Róbert.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.