Tíminn - 16.08.1975, Síða 16

Tíminn - 16.08.1975, Síða 16
SÍMI 12234 •HERRfl GflRÐURlNN A-QflLSTRÆTI 9 fyrir góóan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS l ------------- Bylting í Bangladesh A. m. k. tvö hundruð af stuðningsmönnum AAujibur Rahmans féllu í átökunum ur óljósar. Ljóst er þó, að það var her landsins — ásamt nokkrum fyrri stuðningsmönnum forsetans — sem stóð að byltingunni. Talið er, að hinir nýju valdhafar ætli sér að snúa baki við sósialskri stefnu fyrri stjórnar, svo og að taka upp nánari samvinnu við Arabariki. (Yfir 90% af ibúum Bangladesh játa múhameðstrú.) Stuðningsmenn Mujibur Rah- mans veittu viða mótspyrnu, og er áætlað, að tvö hundruð manns hafi fallið. I gær sór Khondakar Mush- taque Ahmed, fyrrum viðskipta- ráðherra, embættiseið sem for- seti. Hann var áður náinn sam- starfsmaður Mujibur Rahmans. NTB/Reuter — Nýju-Delhi. í Mujibur Rahman, fyrrum forseti, fyrrinótt var gerð stjórnarbylting tekinn af lifi. i Bangladesh. í byltingunni var Fréttir af byltingunni eru frem- Portúgalskir komm- únistar vígreifir hyggjast ná fótfestu að nýju í norðurhiuta Portúgals Reuter-Lissabon. Portúgalskir Saraiva de Carvalho hershöfð- kommúnistar tilkynntu i gær, að ingja. I yfirlýsingunni er m.a. þeir ætluðu að efna til útifundar i hvatt til einarðari vinstri stefnu. Alcobaca i norðurhluta Portú- gals. En það var einmitt i Alco- baca, er andstæðingar kommúnista hófu andófsaðgerðir sinar — aðgerðir, sem síðan hafa breiðzt út, eins og eldur I sinu. Alvaro Cunhal, leiðtogi kommúnista, hélt ræðu á útifundi i Lissabon i fyrrakvöld. Undir dynjandi fagnaðarhrópum sagöi Cunhal, að kommúnistar væru staðráðnir i aö ná aftur fótfestu á þeim stöðum, er þeir hefðu verið hraktir frá. Búast má við átökum i sambandi við fyrirhugaðan úti- fund þeirra i Alcobaca. Margt bendir nú til, að kommúnistar séu að endurskipu- leggja baráttuaðferðir sinar eftir það afhroð, er þeir hafa beðið. bannig hefur portúgalska verka- lýðssambandið boðað til hálfrar klukkustundar allsherjarverk- falls til að mótmæla ofsóknunum I garð kommúnista. (beir ráða sem kunnugt er verkalýðssam- bandinu.) Eins binda kommúnistaleiðtogar miklar vonir við þá yfirlýsingu, sem runnin er undan rifjum Otelo Róstusamt d Norður-írlandi: Sakamála- höfundar þinga Reuter-London. brjú hundruð rithöfundar, er einkum hafa fengizt við að skrifa leynilög- reglusögur, koma saman til fundar i London siðar á árinu. betta er i fyrsta sinn, að saka- málahöfundar hvaðanæva að halda sérstakt ársþing. bað þykir sjálfsagt, að árs- þingið sé haldið i London — heimaborg hins snjalla leyni- lögreglumanns Sherlock Holmes. I ráði er, að þátttak- endurnir kynni sér m.a. „heimkynni” Holmes. Að auki hlýða þeir á fyrir- lestra um starfsaðferðir brezku lögreglunnar og kynna sér nýjungar á sviði lögreglu- fræða. Volvo skatt- frjálst Reuter-Gautaborg. Forráða- menn Volvo-bifreiðaverk- smiðjanna — sem er stærsta iðnfyrirtæki i Sviþjóð — hafa viðurkennt, að fyrirtækið hafi ekki greitt neinn skatt tii sænska rikisins, þrátt fyrir 411 milljón s.k.r (u.þ.b. 16 miiljarða Isl. kr.) ágóða á slö- asta ári. Aftonbladet skýrði frá þessu I forsiðufrétt i fyrradag. Blað- ið sagði, að forráðamönnum Volvo hefði tekizt að „skrapa saman” svo marga frá- dráttarliði, að útkoman hefði að lokum orðið: Núll i skatta. Talsmaöur Volvo hefur lýst þvi yfir, að fyrirtækið hafi að- eins farið að sænskum lögum — og þvi sé við löggjafann að sakast, en ekki forráðamenn fyrirtækisins. Gunnar Stráng fjármála- ráðherra neitaði að segja álit sitt á frétt Aftonbladets, fyrr en hann hefði kynnt sér alla málavexti. Erik Warneberg, þingmaður sósialdemókrata og formaður nefndar, sem er að kynna sér skattlagningu sænskra fyrirtækja, tók aftur á móti djúpt i árinni: — Spurn- ingin er fyrst og fremst þessi: Getum við verið þekkt fyrir að halda áfram á sömu braut? A þessu stigi málsins er a.m.k. hægt að segja, að fyrirtækið noti gloppur i skattalöggjöf- inni til hins itrasta. Fjöldi fólks særist í sprengjutilræði Reuter-Belfast-. Sprengja, sem komið hafði verið fyrir I bifreið, sprakk i gær úti fyrir aðalstöðv- um Sinn Fein-flokksins i vestur- hluta Belfast. Sprengingin var svo öflug, að bækistöðvarnar stórskemmdust og fjöldi fólks særöist. Sinn Fein e.r sem kunnugt er stjórnmálaarmur Irska lýð- veldishersins (IRA), þótt flokkur- inn taki engan þátt i hermdar- verkum IRA. Stór hópur kaþólskra safnaðist saman úti fyrir bækistöðvunum eftir sprengjutilræðið. Fólkið byrjaði að kasta steinum og öðru lauslegu að brezkum hermönn- um, er komu á vettvang, en her- mennirnir svöruðu með þvi að skjóta viðvörunarskotum út I loft- ið. Að undanförnu hefur loft veriö lævi blandið á Norður-írlandi. Brezk hernaðaryfirvöld óttast, að ný átök kaþólskra og mótmæl- enda kunni að brjótast út þá og þegar, enda bendir ekkert til, að varanlegur friöur komist á I ná- inni framtið. Brezkir her- menn standa vörð yfir óróaseggj- um á Norð- ur-írlandi Mujibur Rahman (t.v.): Ótvíræður þjóðarleiðtogi i Bangladesh, unz rýtingur var rekinn i bak honum. Umdeildum réttarhöldum í Banda- ríkjunum lokið: Little sýknuð Reuter-Raleigh, Norður Karólinufylki. t gær lauk I borg- inni Raleigh i Bandarikjunum réttarhöldum, er mikla athygli hafa vakið. Blökkustúlka — Joan Little að nafni — var ákærð fyrir að hafa myrt fangavörð i fangeisi þvi, er hún hafði setið I — dæmd fyrir innbrot og þjófnað. Kviðdómur kvað i gær upp þann úrskurð, að Little hefði orðið fangaverðinum að bana i sjálfs- vörn, þvi að áður hefði hann gerzt áleitinn við hana. begar úr- skurðurinn hafði verið lesinn upp, gekk Little út úr réttarsalnum i fylgd nokkurra lifvarða úr sam- tökunum „Blacit Panthers” — frjáls ferða sinna. Sem áður segir hafa réttarhöld- in vakið mikla athygli i Banda- rikjunum og viðar. Flest samtök blökkumanna og kvenréttinda tóku afstöðu með Little og töldu hana hafða fyrir rangri sök, enda hefði fangavörðurinn verið hvitur á lit. Aftur á mói kröfðust öfga- sinnar þess, að hún yrði dæmd sek — og bar i þeim hópi mjög á hinum alræmdu öfgasamtökum Ku Klux Klan. Little Blaðburðarfólk óskast Háteigsveg - Austurbrún - Laugarás - Nökkvavogur - Melar - Laufásvegur V

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.