Tíminn - 17.08.1975, Page 1

Tíminn - 17.08.1975, Page 1
8 slasast í drekstrum ö.B. Reykjavik— Harður á- rekstur varð milli tveggja Toyota bifreiða um kl. hálf- tólf á föstudagskvöldið, á mótum Kringlumýrarbraut- ar og Suðurlandsbrautar. Slysið barað með þeim hætti að önnur bifreiðin kom ak- andi að norðan en hin að sunnan. Ætlaði sá er að norð- an kom að beygja austur Suðurlandsbraut en þá tókst ekki betur til en svo að hann ók á hina bifreiðina. Sex mannsvoru ibifreiðunum og voru allir fluttir i slysadeild Borgarspltalans. Meiðsli voru ekki talin alvarleg og fékk fólkið að fara heim að lokinni sloðun. ökumenn tveggja bifreiða slösuðust I hörðum árekstri er varð I Kópavogsgjánni um tiuleytiö á föstudagskvöldið. Áreksturinn varð með þeim hætti að önnur bifreiðin sem er af Cortinugerð villtist yfir á ranga akrein og lenti við það framan á Fiat-bifreið sem átti þar leið um. öku- menn voru einir I bifreiðun- um og mun stúlka, sem var ökumaður Fiat-bifreiðarinn- ar, hafa slasazt mjög mikið en hinn ökumanninn sakaði lltið. Grunur leikur á, að ökumaður Cortinunnar haf verið undir áhrifum áfengis. Stúlkan er enn i sjúkrahúsi. Lögreglan i Kópavogi vill vinsamlegast beina þeim til- mælum til sjónarvotta að gefa sig fram sem fyrst. Slæmar uppskeruhorfur syðra en góðar nyiðra Gsal-Reykjavik. — Mjög illa horfir nú með kartöfluuppskeru sunnanlands, og er talið að uppskeran verði afar léleg, verði ekki þvi betri tið það sem eftir er mánaðarins og fyrstu vikurnar I september. öðru máli gegnir um kartöfluuppskeruna norðanlands, en þar er gert ráð fyrir ágætri uppskeru i haust, og eru kar- töflubændur þar margir hverjir byrjaðir að taka upp kartöflur til heimilisnota. Timinn hafði tal af Runólfi Þor- steinssyni, bónda i Brekku i Þykkvabæ, og sagði hann að illa liti út með uppskeruna I haust. ,,Ef veðrið helzt hiytt fram i fyrstu vikuna af september, getur þetta orðið eitthvað,” sagði hann. Runólfur gat þess, að nú væri einungis smælki að fá og það skásta væri á stæð við útsæði. — Það er öruggt, að uppskeran verð- ur léleg, ef tiðin verður ekki betri, — og við getum ekki beðið með að taka upp lengur en fram i fyrstu viku af september, þvi þetta eru stór lönd og alltaf von á frostum. Við vorum farnir að selja kartöflur á þessum tima í fyrra, og þá var komin svona miðlungshaustuppskera, sagði Runólfur. Þess skal getið, að siðasta sumar var sérstaklega hagstæt: til kartöfluræktar. Bergvin Jóhannsson, bóndi aí Ashóli i Grýtubakkahreppi, sagð; I samtali við Timann, að kar töflubændur fyrir norðan væn yfirleitt nokkuð bjartsýnir á ágæta kartöfluuppskeru i haus: og nefndi, að bændur væru þegar farnir að taka upp til heimilis- nota. — Ef tiðarfarið verður gott út ágústmánuð, má fastlega ger i ráð fyrir góðri uppskeru i haust Ég geri þó ekki ráð fyrir að menn byrji neitt fyrr að taka upp e:> venja er til i meðalári, sagði Bergvin. Svo virðist sem kartöflu- uppskera á Suðurlandi ætli aö verða léleg i ár, verði ekki breyting á tiðarfari til batn-aðar næstu vikur. Myndin var tekin i Þykkva- bænum i fyrra, en þá var uppskera mjög góð og bænd- ur byrjaðir að selja kartöflur á .þessum tima. Lægð í hrossa- útflutningnum vegna olíukreppu og hitabylgju Þangvinnslan hafin að Reykhólum BH-Reykjavik. —- Það er lægö i hestaútflutningnum hjá okkur núna, og það er margt, sem ber til, að sala á hestum gengur erfiö- lega. Fyrst og fremst er hér um að ræða afleiðingar oliu- kreppunnar, þvi að reiðhestur er iúxusvara, og svo má ekki gleyma hitabylgjunni, sem gengið hefur yfir Evrópu norðan- verða upp á síðkastið. Hún skemmdi gróður og skiiur eftir sig sviöna jörð. Það dregur úr sölunni, að hey verður rokdýrt I viðkomandi löndum næsta vetur, þvi að hætta er á fóðurskorti. Þannig komst Magnús Ingva- son hjá Búvörudeild Sambandsins að orði i gær, þegar Timinn hringdi til hans og bað hann að segja ofurlitið nánar af hestaútflutningi á þessu ári, en Magnús kvað Búvörudeildina hafa flutt út 300 hesta það, sem af er þessu ári. Væri hér um að ræða tamda hesta og valda, og væri söluverðið eitthvað i kringum 100 þúsund krónur, sem væri meðal- verð fyrir taminn tölthest. — En þetta er ekkert magn, sagði Magnús. Við höfum verið með fjögur markaðslönd fyrir hesta, þ.e.a.s. Danmörku, Noreg, Vest- ur-Þýzkaland og Holland. Um Danmörku og Holland er það að segja, að það er algjör dauði á markaðnum, hálfur innflutningur til Noregs miðað við siðasta ár, sem var mjög lélegt, en það er Vestur-Þýzkaland, sem hefur aftur tekið við sér, og þangað er innflutningurinn eins og hann gerðist beztur áður. Við spyrjum Magnús um gæði hestanna. — Hér er aðeins um valda hesta að ræða, og það er ljóst, að á þess um markaöi er sifellt um betur tamda og betur valda hesta að ræða, og af þeim sökum er is- lenzki hesturinn vinsæll viða er- lendis. Má til dæmis benda á, að Evrópumeistaramot islenzkra hesta verður haldið i Austurriki i - næsta mánuði, i Semriach, skammt frá Gratz. Þaðan koma þátttakendur frá átta löndum, og þar er margan skemmtilegan gæðing að sjá. BH—Reykjavik — Viðhöfum ver- ið að reynslukeyra verksmiðjuna undanfarinn mánuð, og það hefur gengið á ýmsu, eins og jafnan þegar nýjar verksmiðjur eru að fara af stað. Vmsar smábilanir voru að ergja okkur, en það er nú búið að iagfæra það að mestu, og við erum að vinna úr þanginu þessa stundina, sagði Páll Jóns- son, verksmiðjustjóri I þangverk- smiöjunni að Reykhólum á Barðaströnd, þegar Tíminn hafði samband við hann i gær og bað hann að segja lesendum blaðsins dálitiö af starfseminni vestra. — Við erum á öllum f jörum með sláttuprammana okkar og sláum þangið með græjum, sem eru framan á prammanum. Þanginu söfnum við siðan I netpoka og flytjum það I verksmiðjuna.þar sem það er þurrkað og malað og úr þvi unnið svonefnt þangmjöl. Við inntum Pál eftir nytseminni af þangmjölinu, og kvað hann þang jafnan hafa þótt afbragðs- gott sem skepnufóður. — En megnið af framleiðslu okkar er selt til Skotlands, þar sem það er notað I algemal-efni, sem mikil nytsemd er að I efna- iðnaði til þess að blanda samai'. óskyldum efnum, sem oft kemur sér vel, t.d. við blöndun meðala, sem ekki vilja með góöu móti samlagast. — Hver skyldi afkastageta verksmiðjunnar vera? — Verksmiðjan á að geta af- kastaö 200 tonnum af blautu þangi á sólarhring, en eins og er, þá höfum við ekki hráefni til að nýta hana sem skyldi. Viö höfum til dæmis ekki nema fimm sláttu- pramma, en erum að fá þann sjötta núna. Aætlanagerðin miðar við það, að prammaeignin verði aukin á næsta ári, þannig að þeir verði orðnir 11-12. Hver er þá afkastagetan núna? — Við afköstum 9-10 tonnum, ~ 1 og það meira að segja meö herkj- um, þviaðvið höfum fulllitiö vatn til þess. — Hversu lengi er ætlunin að halda áfram i ár? — Við höldum verksmiðjunni gangandi eins lengi og veður og tið leyfa. — Hvað er að segja af fram- kvæmdum vestra i sambandi við verksmiðjuna? — Hérna standa yfir umfangs- miklar framkvæmdir i sambandi við verksmiðjuna, geysimikiíl garður, sem kemur að góðum notum. Þá er lika búið að gera myndarlegasta veg úr landi út i Karlsey, þar sem verksmiðjan er staðsett. Tónlist samin við Gunnarshólma Gsa 1—Reykjavík — Magnús Sigmundsson, tónskáld og söngvari i hljómsveitinni Change hefur samið tónverk við enska þýðingu á ljóði Jónasar Hallgrimssonar, Gunnars- hólma, — og hyggst gefa verkið út á LP-plötu. Enn er ekki vitað hvenær af þeim áformum verður, né hvort það verð- ur hljómsveitin Change eða Magnús einn sem mun standa að gerðplötunnar. Núsem stendur er hljómsveitin að fara til Bretlands, þar sem hún hefur nýlega fengið atvinnu- leyfi og er i ráði að fara i hljómleikaferð um Bretland og jafnvel einhvern hluta Evrópu sfðla sumars. 1 þættinum ,,Nú-timinn” er viðtal við Magnús Sig- mundsson. : í, - 0 0

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.