Tíminn - 17.08.1975, Qupperneq 5

Tíminn - 17.08.1975, Qupperneq 5
Sunnudagur 17. ágúst 1975 TÍMINN 5 AAaria Callas leikur „Kátu ekkjuna" standa við þá yfirlýsingu, og nú hlakka Berlinar-búar mikið til að sjá hana leika i óperettu á næsta leikári. ☆ ^ Munið þið eftir þeim?|\ Margir eru visir til að segja, ef þeir væru spurðir, hvað hefði helzt einkennt árin 1950-60, að það merkilegasta þá hefði verið rússneski sputnikkinn, vetnis- sprengjan, bó'uefnið gegn mænuveiki —en svo væru aftur aðrir — og þeir ekki fáir — sem héldu þvi fram, að þetta hefði verið áratugurinn, þegar „reglulega fallegar” leikkonur voru vinsælar mjög, og vel greiddir „súkkulaðidrengir” hátt skrifaðir. Þetta er að vissu leyti rétt, þá var blómaskeið slikra leikara og leikkvenna. Nokkrar myndir viljum við sýna frá þessum tima. Fyrst er það Elizabeth Taylor,— er hún ekki falleg?! Margir telja að leikhæfileikar og fegurð fari sjaldan saman, en þá er hún undantekning. Þá sjáum við Marilyn Monroe.sem varð fyrst frægust sem ljósmyndafyrirsæta og „sex-bomba”, en siðar lék hún i mörgum kvikmyndum og varð heimsfræg. Jafnvel eftir dauða hennar hefur hún verið mikið umtöluð, og skrifað heilmikið um hana, — jafnvel heilar bæk- ur. Þessi ljósmynd af henni var mjög vinsæl. Rock Hudson þótti á þessum árum mesta kvennagullið. Þessi mynd af honum eða aðrar svip- aðar héngu fyrir ofan rúmið hjá margri stúlkunni á sjötta ára- tugnum. Við hlið hans á mynd- inni er James Dean Honum skaut kornungum upp á stjörnu- himininn, og lék hann i a.m.k. þrem stórmyndum og þótti alveg frábær leikari, en hann að leika og syngja aðalhlutverk- ið. Hún hafði gefið hátiðlegar yfirlýsingar um að hún ætlaði aldrei framar að stiga fæti á leiksvið; — en eins og fleiri lista- menn, þá gafst hún upp á að ☆ Leikhús i Berlin (Theater des Westen) áætlar á næsta leikári að setja á svið nýja útgáfu af Kátu ekkjunni eftir Franz Lehar. Forstöðumenn leikhúss- ins hafa fengið Mariu Callas til Listamaður í AAoskvu seldi erlendum sendi- fulltrúum stolin listaverk Listamaður nokkur i Moskvu hefur verið settur i fangelsi fyr- ir þá sök, að selja erlendum sendiráösmönnum mikið af stolnum listaverkum. Lista- maðurinn heitir VTadimir Moroz og er 45 ára gamall, og hefur verið dæmdur til „nokkurra ára” fangelsisvistar, að þvi er fréttir herma. Eignir hans voru ennfremur geröar upptækar. Sagter, að maöurinn hafi keypt alls kyns stolin listaverk af óþekktum seljendum viðs vegar i Sovétrikjunum, en siðan seldi hann þau aftur erlendum kaup- sýslumönnum og starfsmönnum erlendra rikja i Sovétrikjunum. Hafa sum listaverkin nú verið flutt til Bretlands og Bandarikj- anna, svo nokkuð sé nefnt. Fyrir hagnaðinn af sölunni keypti Moroz sér stórt og mikið hús með sundlaug, Mercedes Benz bil og ótal tegundir af erlendum vinum. Moroz er sjálfur ekki sérlega vel þekktur sem lista- maður, þótt hann sé titlaður sem slikur, en hann mun hafa stundað málaralist, þar til fyrir skömmu, að hann lagði hana al- gjörlega á hilluna, og fór út i sölumennskuna i staðinn. beið bana i hraðakstri i bil sin- um, sem var kraftmikill Porsche-bill. Hann hefur eftir dauða sinn verið umtalaður mjög og skrifað mikið um hið stutta lif hans, stofnaðir aðdá- endaklúbbar og meira að segja hafa verið reist minnismerki um hann. Liklega eiga margir bágt með að þekkja þennan mótorhjólagæa en hann er eng- inn annar er Marlon Brando fyrir 25 árum! Gina Lollobrigida var á þessum árum i mikilli keppni við Soffiu Loren og birtust hinar fallegustu myndir af Ginu viðs vegar i blöðum, til að viðfrægja fegurð hennar. Hér er ein af henni, þar sem hún er dálitið angurvær á svipinn, en fin og falleg engu að siður. — Allar þessar myndir eru dæmigerðar og sérstakar fyrir þennan áratug, 1950-60.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.