Tíminn - 17.08.1975, Qupperneq 6

Tíminn - 17.08.1975, Qupperneq 6
6 TÍMINN Sunnudagur 17. ágúst 1975 Hressingarskálinn við Austurstræti (1974) Langt, fremur lágt hús með bröttu gráu helluþaki, brúnum gafli og miklum gluggum með svartri ræmu yfir — Austur- stræti 22 — vekur jafnan at- hygli, enda gamalt og sögu- frægt. A okkar timum al- kunnugt sem Haraldarbúð og Herrabúðin, en nú berast tónar þaðan frá „Karnabæ” út á göngugötuna. Húsið byggði Is- leifur Einarsson árið 1802, en þrem árum seinna keypti það Friðrik Trampe greifi fyrir stiftamtmannsibúð. Trampe hafði skrifstofu i tveimur her- bergjum i vesturendanum og þar handtók Jörundur hann i innri stofunni sumarið 1809 — og hélt þar ögn síðar fræga veizlu. Á árunum 1819-1873 hafði yfir- rétturinn aðsetur í húsinu, en flutti þá i hegningarhúsið, en það var byggt 1871. I stað réttarins flutti prestaskólinn i húsið, sem orðið var sjötugt, og var þar til 1911, er hann fékk inni i alþingishúsinu. Húsið var mikið farið að láta á sjá þegar prestaskólinn flutti i það (vesturendann), gólfið fúið og gifs i lofti sprungið. 1 austurendanum var bæjar- þingsalur. Réttarsalur og skjalageymsla hafði veriö i vesturendanum, en fanga- klefar uppi á lofti. Sunnan við húsið var skiðgarður svo hár að hann nam við þakbrún, og varð af hálfdimmt i skóla- stofunni. Þar blasti við há- timbrað salerni. Rúður voru þá ,úr grænu flöskugleri, margar mjög sprungnar. ,,Er hægt að hugsa nokkra ærlega hugsun i svona greni”? er haft eftir ein- um stjórnmálaskörungi þeirra tima. 1873-1884 fékk nýstofnað stúdentafélag Reykjavikur að halda þarna fundi á laugardags kvöldum og voru þeir oft f jörug ir. Að lokum gerðust einstaka stúdentar æöi ódælir og skutu jafnvel til marks i fundarher- berginu! Framan af var veitingasala i húsinu og snemma var verzlað i þvi. Drýgði m.a. Trampe tekjur sinar þar með „greifaverzlun” sinni. Dansleikir og sjónleikir voru stundum haldnir i húsinu og bekkir þá fengnir að láni i dómkirkjunni. Húsið hefur verið endurbætt oftar en einu sinni, skiðgarðurinn og salernið há- timbraða löngu horfið. Húsiö hefur sannarlega frá mörgu að segja. Þar hafa verið að störf- um strangir dómarar, kviða- fullir fangar, mektugir bæjar- fulltrúar, fjörugir stúdentar, ibyggin skáld, tindilfættir verzlunarmenn, verðandi prest- ar og biskupar. í þessu húsi hafa örlög furðu margra veriö ráðin. Minnizt þess, þið, sem nú gangið um hellurnar i Austurstræti. (Heimildir aðallega „Saga prestaskólans”, eftir Benjamfn Kristjánsson 1947) A næstu byggingu, Austur- stræti 20, stendur letrað stórum stöfum „Hressingarskálinn”. Einnig það hús kynni frá mörgu að segja. Það er nú rauðbrúnt að lit, með bláu bröttu þaki hægra megin, en eins konar grænum kvisti til vinstri. Skarsúð til hægri en marglitir tiglar til vinstri. „Timanna tákn”, kóka-kóla auglýsing, , ber hátt til vinstri, en Týli er meira jarðbundin til hægri i húsinu. Húsið er að stofni til 170 ára gamalt, reist sem sýslu- mannsbústaður 1805, flutt inn tilhöggvið frá Sviþjóð og lengi kalla svenska húsið. Hafa margir valdsmenn búið i þvi. Rétt fyrir miðja 19. öld settist Vilhjálmur Finsen land- og bæjarfógeti að i húsinu, og siðan (1860) eftirmaður hans Arni Thorsteinsson, er bjó þar til æviloka (1907). Var húsið bústaður landfógeta 1850-1904. Arni stækkaði húsið og breytti þvi talsvert. Fyrsta lánastofn- un, Sparisjoður Reykjavikur, var um skeið i húsinu. Árni landfógeti var hinn mesti áhugamaður um garðrækt og einn af aöalhvatamönnum að stofnun „Hins islenzka garð- yrkjufélags,” ásamt Schierbeck landlækni. Arni gerði fagran blóma- og trjágarð sunnan við húsið — og undi þar löngum i fritimum sinum. Nú er litið eftir af garöinum. Þó bera Hressingarskálamenn þar veitingar á borð á góðviðrisdög- um að sumrinu og sitja gestir sumir undir allstórum lauf- gerðum trjám, sem gætu verið frá dögum Arna eða sonar hans Hannesar bankastjóra, sem einnig lét sér mjög annt um garðinn. „Garðurinn var stór og i honum ræktaði Arni fjölda plantna, sem aldrei fyrr höföu verið ræktaðar hér á landi,” segir Einar Helgason i minningargrein um Arna. Garðurinn var gerður á árunum 1862-1865. Gömlu byggingarnar Haraldarbúð og Hressingar- skálinn eru fjörlegar á svipinn. Það er miklu léttara yfir þeim, en þyngslalegum stóru stein- húsunum i grenndinni, þó þau séu miklu yngri að árum. Arni landfógeti i garöi slnum 1899. Haraldarbúö (Herrabúöin) vib Austurstræti (1975) Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla daga LXXXV

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.