Tíminn - 17.08.1975, Qupperneq 8

Tíminn - 17.08.1975, Qupperneq 8
8 TÍMINN Sunnudagur 17. ágúst 1975 HELEN OG FRANK — að dri liðnu Hvað varð eiginlega um Helen og Frank eftir að við misst- um sambandið við þau á skjánum? Eiginlega höfúm við aldrei verið satt við það, hvemig þáttunum um Helen nútimakonu lauk, án þess að okkur væri á neinn máta gefið f skyn, hvað við tæki hjá þeim. En nú hefur höfundur sjón- varpsþáttanna, rithöfundurinn Richard Bates, gert bragar- bót og gefið okkur smáinnsýn inn i heim Helen og Franks. Það er ár liðið siðan við sáum þau siðast. Þaöan sem hraöbrautin beygir niöur að langri brúnni yfir Medway-fljótið haföi Frank prýðis útsýni yfir bæinn, sem hann hélt áfram að kalla „heima”, og hann hryllti viö tilhugsuninni um þá atburði, sem höföu breytt tilveru hans svo rækilega. Hann beygði við næsta af- leggjara og hélt áfram inn i Chatham, þar sem konan hans bjó núna. Það voru þrir mánuðir siðan hann hafði siðast komið hingað suður eftir til að heilsa upp á Helen og börnin. Hann þráði að sjá þau öll, en samt var eins og honum fyndust þessar heimsóknir verða æ erfiðari. Hann minntist atburða liðins árs, sambandsins við Carole, beiskra deilnanna við Helen, einmanalegra kvöldanna á sveitahótelunum, þar sem hann braut um það heilann, hvernig uppburðarlausa stúlkan, sem hann hafði kvænzt fyrir tiu ár- um, gat breytzt svona i stefnufasta, unga konu. Hann gat skilið beiskju Helen vegna framhjáhalds hans, en honum var ómögulegt að skilja, hvers vegna hún var ófáanleg til að fyrirgefa honum. Það var búið að selja húsið þeirra, húsgögnunum hafði ver- ið komið i verð og hagnaðinum skipt. Helen fékk börnin og hann var i nýju starfi i þrjátiu milna fjarlægð. Helen heyrði bifreiðina stanza yfir utan. Þetta var róleg gata, og hún hafði staðið sjálfa sig að þvi að leggja eyrun við, ef hún heyrði i bil siðasta klukkutimann. Hún var kviðin en samt hlakkaöi hún til þeirrar stundar, er Frank kæmi inn úr dyrunum. Hún leyfði honum að kyssa sig á kinnina, og á þvi andartaki fann hún, hversu illa upplagður hann var til þess að eyða helginni með þeim. Hún gat ekki láð honum það. Það hlaut að hafa verið erfitt að aka til þeirra, og á sama hátt og hann fann hún skyndilega til ama yfir þvi að þurfa að gera sér upp gleði og hrifningu barnanna vegna. — Hvernig gengur? spurði hann og leit inn i eldhúsið. — Ég er búin, sagði Helen, — eða réttara sagt, ég er hætt. Frank leit á nýmálaða veggina og gerði sér ljóst, að hann hefði ekki gert þetta betur sjálfur. tbúöin var heimilislegri en þegar hann sá hana seinast, og það gladdi hann að sjá, hversu mikla vinnu Helen hafði lagt i breytinguna. Þegar þau skildu, hafði hann haft áhyggjur út af því, að námið og starfiö kæmu i veg fyrir það, að hún gæti eytt nógu miklum tima i börnin og nýja heimiliö. En hún var góö móðir, og hann dáðist að þvi, hvernig hún hafði leyst málið af hendi. Hann gaut augunum útundan sér á hana. Hún var i léttum, fölbláum kjól, og hún hafði látið klippa sig. Við það virtist hún yngri og yndislegri, og hann var sannfræður um það, að hann væri ekki eini karlmaðurinn, sem fyndist hún aðlaðandi. — Hvar eru börnin? spurði hann. — Þau skruppu út i búð. Vildu endilega fá laugardagssælgætið sitt i dag. Ég bað þau að kaupa nokkra bjóra handa þér. — Þakka þér fyrir, ég held bara að mér veiti ekki af þeim, sagði Frank. — Ég geri ráð fyrir að ég eigi að sofa á divaninum. Áður en Helen náði að svara, komu börnin hlaupandi inn. Þetta fannst Frank i senn ömurlegasta og yndislegasta andartak heimsóknarinnar. A þeim mánuðum, sem liðnir voru frá þvi að hann yfirgaf þau hafði hann fengið að kenna á einmanatilfinningunni. Og þvi óbærilegri var þessi tilfinning, að hann varð að vera án þeirra, sem honum þótti vænzt um. Hvað eftir annað hafði honum dottið það i hug i alvöru að aka til þeirra að næturlagi, laumast inni ibúðina og ræná þeim. En hann gerði sér ljóst, að þetta myndi aðeins auka enn á vandræðin. Ef móðir hans hefði aðeins verið á lifi.... Hún hefði ef til till getað hjálpað til.... Hugsunin um látna foreldra hans jók enn á einmanaleik hans. Hann hafði sökkt sér niður i starf sitt, en honum hafði ekki tekizt að gleyma neinu. Hann þrýsti börnunum að sér og laut nærveru þeirra. Hann lagði handlegginn yfir herðar Diönu og ýfði hár Christopher með hinni hendinni á leiðinni inn i stofuna. — Jæja, ungi maður, sagði hann, — hvað er með þennan nýja skóla þinn? Skólinn stóð á hæðardragi i löngum dalnum, sem teygist i suður frá Canterbury. Þarna er ef til vill fegursti hluti greifa- dæmisins, sem réttilega er nefnt „Garður Englands.” Myndarlegir göngustigar með beyki og álmviði, á stöku stað frjósöm græn engi með hvitum kalkskellum, sem gefa til kynna gamla rómverska veginn til strandar. Húsið hafði verið byggt á nitjándu öld, og hafði verið fjölskylduhótel þangað til fyrir nokkrum árum. Það var tilvalið til skólahalds, enda vpru nú þarna áttatiu piltar i heima- vistarskóla. — Ja, hérna,! sagði Chris, þegar Frank ók bilnum i hlað. Þetta var i raun og veru tignarleg bygging, en það var ekki húsið sem dró að sér at- hygli Chris, heldur önnur bygging, þar sem framhliðin var eintómt gler, bygging, sem bersýnilega hafði að geyma sundlaug. Og handan hennar var iþróttavöllurinn, þvi að það grillti i markstengurnar. — Þetta er stórkostlegt, sagð Helen. Frank stöðvaði bilinn og virti húsið fyrir sér. Hann var að rifja upp fyrir sér skólaárin. Skólinn, sem hann gekk i, hafði verið ljótur og gamaldags, með malbikuðu leiksvæði og verk- smiðjubyggingar i kring, sem byrgðu allt útsýni. Hann var lika að hugsa um föður sinn,hvort honum myndi geðjast að þvi, að peningarnir, sem hann hafði arfleitt Chris að, væru notaöir á þennan hátt. Frank geðjaðist alls ekki að hugmyndinni. Hann hafði komið með til þess að lita á skólann, en hann hafði ekki samþykkt, að Chris gengi i þennan skóla. Hann gerði sér ljóst, að dreng- urinn var bráðþroska og myndi ef til vill hafa þörf fyrir að komast að heiman um tima, en það yrðu lika önnur vandamál þvi samfara. — Komið þið! sagði Helen. — Við verðum að hafa upp á skóla- stjóranum. ÞEGAR Chris hafði tekið prófið, héldu þau heim til for- eldra Helen. — Hvernig gekk þetta? spurði Archer, faðir hennar. — Hann stóð sig prýðilega, sagði Helen. — Þetta var svo auðvelt, sagði Chris. — Auðveldustu spurningar, sem ég hef fengið á ævinni. — Það er nú ekki mikil ástæða fyrir þá til að hafa þær strembnar, eins og verðlagið er hjá þeim, tautaði Frank. Hann langaði i sigarettu. Siðan þau fóru frá skólanum hafði hann næstum keðjureykt. Hann fór höndum um sigarettupakkann i vasar.um, en hann tók hann ekki upp. Móður Helenar var illa við sigarettureyk og hann var ekki i skapi til þess nú að þola augngotur hennar og spurninguna: ,,,,Æ, þarftu nú endilega að reykja núna, Frank?” — Mér finnst þetta ekki svo óskaplega dýrt, sagði frú Archer. — Peningarnir sem faðir þinn lét eftir sig duga til fyrstu þriggja áranna. — Og svo, sagði Frank. Þegar hann er orðinn sextán ára og langar til að læra eitthvað, þá verður hann að hætta. — Það er ekki vist að það sé nauðsynlegt, sagði Helen. — Pabbi er með tillögu. — Um hvað? spurði Frank. — Farið þið nú út og leikið ykkur svolitið, sagði Helen og ýtti börnunum vingjarnlega út i garðinn. — Ég kalla á ykkur, þegar teið er tilbúið. BöRNIN fóru að leika sér i garðinum. Helen. stóð andar- tak við gluggann og horfði á börnin. Henni fannst hún þenn- an dag fyrst hafa séð, hve mjög Chris haföi breytzt þetta siðasta ár. Henni var ekki meira i mun en Frank að senda drenginn i skóla, en það haföi þegar sýnt sig að það var óvinnandi vegur að ala drenginn upp ein, eins og hún hafði neyðzt til. t heima- vistarskóla myndi hann búa við þann aga, sem honum var nauð- synlegur og hrærast i þvi and- rúmslofti, sem var honum nauðsynlegt til vaxtar og þroska. — Má ég svo fá að heyra þessa tillögu? spurði Frank. — Ekki svona æstur, svaraði Helen. — Ég vil bara fá að vita, hvað er á seyði, svaraði hann. Þau eru lika min börn. — Fáðu þér sæti og ég skal út- skýra málið fyrir þér, sagði tengdafaðir hans. . Þau settust öll, nema móðir Helenar, sem var frammi i eld- húsi að taka til teið. — Ég vil ógjarnan vera að skipta mér af hlutum, sem ekki eiga að vera minir hlutir, sagði Archer. Frank herti takið á sigarettupakkanum i vasanum. — Hvorki ég né mamma viljum segja ykkur fyrir verkum varð- andi uppeldi barnanna. En viö getum gert ýmislegt til að hjálpa ykkur. Archer þagnaði. Honum var hugsað til fjölmargra orðasenna milli hans og Helenar eftir að hún hafði sagt þeim, að hún ætlaði að skilja við Frank. Hann hafði þá á sinn gamaldags hátt reynt að fá hana til að gefa Frank enn eitt tækifæri. Ekki þar fyrir, að Frank hafði svo sem ekki glæstan málstað — samband hans við Carole, sem hann eitt sinn hafði sagt Helenu að væri lokið, hafði staðið i fjög- ur ár eftir það. En Archer hafði það og á tilfinningunni að Helen hefði verið of þrjózk. Það var engum blöðum um það að fletta, að hún hafði lögin sin megin, en þegar um hjónaband var að ræða, fannst honum af- farasælast að halda þvi ekki til streitu, að annar aðilinn hefði algjörlega rétt fyrir sér og hinn hefði þá algjörlega á röngu að standa. Að hans áliti var hjóna- bandið tengsl, sem varð að styrkja á hverjum degi. Báðir aðilar urðu að vera fúsir til að gefa af sjálfum sér og jafnvel fyrirgefa, ef eitthvað það kom upp á, sem fyrirgefa þurfti. — Ég held, að það sé ágætis hugmynd, að senda Chris i skóla, þar sem hann mun tvi- mælalaust hafa gott af þvi, sagði hann og snéri sér að Frank. — Faðir þinn lét eftir sig peninga handa börnunumog ég vil lika leggja fram minn skerf. En.... Frank tók sigarettupakk- ann úr vasanum. Hann þóttist kunna framhaldið...þeir pening- ar, sem ég legg fram, verður að nota til menntunar barnanna og ekki til neins annars. — Mér þykir þú örlátur, sagði Frank og kveikti sér i sigarettu. — En ég segi nei takk. Hann púaði sigarettuna og tók eftir þvi, að Helen varð eldrauð i framan af vonzku. — Hvers vegna ekki? spurði hún. Þú sagðir sjálfur, að Chris ætti.... — Það er ekki Chris, sem ég

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.