Tíminn - 19.08.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.08.1975, Blaðsíða 1
/\o/\ TARPAULIN RISSKEMMUR Lcmdvélarhf 186. tbl. — Þriöjudagur 19. ágúst—59. árgangur. HFHÖRÐURGUNNARSSON SKÚLATÚNI § -SÍMI (91)19460 Hlaut varð- húldsdóm fyrir landhelgisbrot BH-Reykjavik. — Tveir bátaskip- stjórar hlutu dóm fyrir land- helgisbrot i gærdag. Var rétturinn haldinn I Grundarfiröi, og kvað Jrin Magnússon, fulltrúi sýslumannsins i Stykkishólmi, upp démana Skipstjörinn á Gull- faxa SH hlaut eins mánaoar varð- hald og var dæmdur til að greiöa 200 þtísund krónur I Landhelgis- sjóð, auk þess sem afli bátsins og veiðarfæri voru gerð upptæk. Skipstjórinn á Gusti SH var dæmdur til að greiða 200 þúsund Aðstoðarfram- kvæmdarstjóri Sþ. á lögfræð- ingaþingi hér krónur i landhelgissjóð, auk þess sem afli og veiðarfæri voru gerð upptæk. Jón Magnússon, fulltrúi sýslu- mannsins i Stykkishólmi, tjáöi Timanum i gærkvoldi, að rann- sókn i máli tveggja báta færi nú fram, og biðu skipstjórarnir dóms á Grundarfirði. Er hér um að ræða skipstjórana á Haraldi SA og Kópi SA. Maðurinn mesti gróðurspillirinn í borgarlandinu BH—Reykjavfk — Það er maður- inn og afleiðingar gjörða hans, sem er versti friðarspillirinn í gróðurlendinu hérna i borgar- landinu, sagði Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavikur- borgar, I viðtali við Timann I gær. — Alltaf miðar að visu 1 rétta átt Áhöfnin á Heígafelli bjargaði manni á báti í Skagerrak eftir að 50 skip höfðu siglt hjá .-----------, O með gróðurinn, en það er ótrii- legt, hvað eyðist af gróðri árlega vegna hugsunarleysis manna. í vor fóru til dæmis þrjár og hálf milljón króna í lagfæringar á gróðri af völdum bfla eftir vetur- inn! Við spurðum Hafliða Jónsson, hvernig gróðurskemmdirnar lýstu sér helzt, og svaraði hann þvítil.að það væru áberandi fjög- ur atriði I þessu sambandi, sem ástæða væri til að leggja áherzlu á. Hafliða sagðist svo frá: I fyrsta lagi eru það sinubrunar af mannavöldum, en skemmdir á grdðurlendi eru langumfangs- mestar af þessum sökum. í óðru lagi er það maðurinn með ágangi sinum á gróðurlendi, og kemur það fram i ýmsum myndum, aðallega hugsunar- lausri umgengni við gróður, og má t.d. rekja slóðir unglinga á reiðhjólum á furðulegustu stöðum I borginni, jafnvel þar sem með mikilli fyrirhöfn hefur verið unnt að koma upp gróðursvæðum, sem hafa verið svo tætt sundur á til- tölulega stuttum tima. I þriðja lagi er það sauðkindin, sem enn á sinn stóra þátt í þvi að eyða gróðri og tæta hann upp, og á maðurinn auðvitað sina sök hér &, þvi að um beitarland og skepnuhald er ekki að ræða á gróðursvæðum borgarinnar. I fjórða lagi er það svo alls konar maðkur og lús, sem leggst á gróður, en gagnvart gróður- svæðunum sem slikum, koma þessir vágestir þó töluvert á eftir skemmdum af mannavöldum, sagði garðyrkjustjóri Reykjavik- urborgar. Ráðherraviðræður við Breta í Reykja- vík um 15. september FJ-Reykjavik. „Rikisstjórnin samþykkti á fundi nú siðdegis að verða við ósk Breta um viðræður, sem myndu fara fram i Reykja- vik", sagði Einar Agústsson, utanrikisráðherra, I viðtali við Tlmann I gærkvöldi. „Ég hygg að viðræðurnar fari fram I kringum 15. september, og að hingað komi Hattersely aðstoðarutanrlkis- ráðherra, þannig að um ráð- herraviðræður verði að ræða". Eins og kunnugt er gekk Hattersley á fund Nlels P. Sigurðssonar, sendiherra I London, og kynnti honum vilja Breta til viðræðna við Islendinga. I gærmorgun gaf Niels utanrlkis- ráöherra skýrslu um fund þeirra Hattersley, og afhenti bréf frá brezku rlkisstjórninni, þar sem farið var formlega fram á viðræður um fiskveiðar Breta við Island. A rikisstjórnarfundinum I gær lagði utanrlkisráðherra svo málið fyrir ríkisstjórnina, sem ákvaö, eins og fyrr segir að verða við óskum Breta um viðræður. Timinn spurði Einar Agústsson, hvort á rikisstjórnar- fundinum i gær hefði verið rætt um þau ummæli, sem höfð voru á brezka þinginu fyrir skömmu um að Bretar myndu sýna fulla hörku I viðræðunum við Islendinga. Einar Agustsson svaraði, að þessi ummæli heföu ekki verið rædd sérstaklega. „Ummæli sem þessi koma ekki i veg fyrir, að við hlustum á það sem þeir hafa fram að færa," sagði utanrlkisráð- herra. Þegar Timinn spurði, hvort eitthvað hefði heyrzt frá öðrum þjóðum um viðræður, sagði utan- rikisráðherra, að v-þýzki sendi- herrrann hefði I gær óskað eftir viðtali við sig. Sá fundur verður i dag. Ætla að vinna braqðefni úr íslenzkum humarúrgangi SJ-ReykjavIk. Fyrirtæki I Hollandi, sem framleiðir bragð- efni hefur óskað eftir að kaupa allt að 1/2 tonn af hökkuðum' humarklóm héðan næsta vor. Leitaði fyrirtækið til Rannsókna- stofnunar fisjdðnaðarins vegna áhuga á að nota humarklær og búka til vinnslu á bragðefnum, og sumarið 1974 sendi Rannsókna- stofnunin mann með humarbáti til að safna og rotverja humarúr- gang. Að ósk fyrirtækisins voru klær og búkar, sitt i hvoru lagi og sameinað, rotvarið um borð. Skelin var siðan hreinsuð frá i beinskilji Sláturfélags Suður- lands á Selfossi og maukið sent til Hollands. Fyrirtækið var ánægt með árangurinn, og óskar nú eftir áðurnefndum kaupum á humar- klóm. Verður leitað til Sjávaraf- urðadeildar SÍS eða Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna með afgreiðslu á humarklónum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.