Tíminn - 19.08.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.08.1975, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 19. ágúst 1975 3 Þeir eru að störfum á piíkkinu I nýja Elliðavogsveginum. Getur svo farið, að þessi vegur verði sá siðasti, sem púkkaður er með grágrýti af höfuðborgarsvæðinu? Malarnám við Köllunarklett er nú á enda BH-Reykjavik. — Malarnámið við Köllunarklett er á enda, og naumast i annað hús að venda, þannig að erfitt getur orðið með púkk i framtiðinni. Grágrýtið I þessari námu hefur haft sina sér- stöku kosti, þannig að naumast kemur nokkuð i staðinn fyrir það, og verður að leita nýrra leiða, en aðalkostirnir eru þeir, að það molnar i hentugar stærðir við sprengingu og er á hentugum stað með tilliti til flutninga. Timinn fékk þær upplýsingar hjá skrifstofu borgarverkfræð- ings I gær, að um eitthvert magn grágrýtis væri að ræða innar með Kleppsveginum, en reitirnir væru ekki það efnismiklir, að það myndi endast til framtiðar. Grá- grýtið úr Köllunarklettsnámunni hefur verið notað sem púkk undir umferðarþungar götur i borginni og hefur reynzt með ágætum. Er talið, að hraunefni, sem i rikum mæli finnast i nágrenni borgarinnar kunni að geta komið i stað þessa hentuga grágrýtis — og jafnvel er um það rætt, hvort púkkið fari ekki að verða óþarft, og þá megi efni þetta missa sig. Myndina hér fyrir ofan tók Gunnar i gær af slðasta púkk- skammtinum úr malarnámunni við Köllunarklett, en hann var lagður á Kleppsveg. Kvikasilfursmagnið í íslenzka fiskinum langt undir alþjóð- legum hættumörkum SJ-Reykjavík. Kvikasilfursmagn i islenzkum fiski og fiskafurðum 1974 var langt undir hættumörk- um eins og áður hefur einnig ver- ið, samkvæmt þeim sýnum sem rannsökuð voru. Rúm 600 sýni voru rannsökuð hjá Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins árið 1974, flest vegna útflutnings fiskafurða til Italiu. Minnst kvikasilfurs- magn mældist 0,01 mg I kg i sölt- uðum grásleppuhrognum og fleiri tegundum. Mest magn mældist i hákarli 0,72—0,88 mg i kg. 24 fisk- tegundir og fiskafurðir voru rannsakaðar og var sýnaf jöldi frá 1 upp i 170. Þá voru 1974 gerðar koparmæl- ingar á 127 sýnum af salti bæði fyrir innflytjendur og saltfisk- verkendur. Aö sögn Geirs Arne- sen, sem stjórnar mælingum á snefilefnum hjá Rannsóknastofn- un fiskiðnaðarins, eru þess alltaf einhver dæmi á ári hverju að kop- arinnihald salts fer yfir æskileg mörk, en það getur haft slæm á- hrif á lit saltfisks, orsökin er venjulega sú, að salt mengast i flutningaskipum. Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins eignaðist á árinu 1973 svonefnt atomabáorbtionstæki til ákvörð- unar á þungmálmum i fiskaf- urðum. Það er nú notaö við fyrr- nefndar koparákvarðanir, og veitir það aukið öryggi miðað við eldri aðferðir. Þá hafa verið gerð- ar margar ákvarðanir á ýmsum fleiri málum svo sem sinki, blýi, cadmium, járni, kopar o.fl. i all- flestum tegundum af fiskimjöli sem hér er franleitt. Geir Arnesen sagði, að ekki V3;ri reiknað með að fiskur veidd- ur hér i norðurhöfum hefði I sér hættulega mikið magn af þessum Geir Arnesen við tækin sem notuð eru til ákvörðunar á þungmálmum í fiskafurðum. efnum. En æskilegt væri að rann- saka, hvert væri eðlilegt magn i hinum ýmsu tengundum hér viö land upp á seinni timann. Það hefur ekki verið vitað til þessa, en erlendar tölur um þetta efni eru að sjálfsögðu kunnar. Samkeppni um öll Norðurlönd um miðbæjar skipulag í Vest- Aðstoðarfram- kvæmdastjóri Sþ. ó lögfræðingaþingi hér mannaeyjum SJ-ReykjavIk A næstunni verður boðin út samkeppni um tillögur að uppbyggingu miðbæjar Vest- mannaeyjakaupstaðar, sem miða skulu að hagkvæmari og betri nýtingu hans. Að samkeppni þessari standa Vestmannaeyja- kaupstaður, Skipulagsstjórn rikisins og Viðlagasjóður. Ætlazt er til, að þátttakendur verði frá öllum Norðurlöndum, og munu frændþjóðir okkar eiga fulltrúa i dómnefnd. Bárður Danielsson arkitekt er formaður undirbún- ingsnefndar og dómnefndar. Gert er ráð fyrir að niðurstöður dóm- nefndar liggi fyrir 3. júli næst- komandi, að sögn Sigfinns Sig- urðssonar bæjarstjóra i Vest- mannaeyjum. Tekinn fyrir meintar ólöglegar veiðar BH-Reykjavik— Siðari hluta dags i gær kom varðskip til Eskifjarðar með vélbátinn Kristinu GK 81, sem tekinn var að meintum ólöglegum veiðum um það bil eina sjómilu innan við fiskveiðitakmörkin út af Ing- ólfshöfða. Samkvæmt upplýsingum landhelgisgæzlunnar verður málið tekið fyrir á Eskifirði, en i gærdag var ekki vitað, hvenær þaðyrði. ÁHÖFNIN Á HELGAFELLI BJARGAR MANNI Á HRAÐBÁT í SKAGERRAK SJ-Reykja vik — Síðastliðinn þriðjudag bjargaði áhöfnin á Helgafelli ungum Norðmanni, sem verið hafði á reki i hraðbáti á Skagerak I þrjá sólarhringa. A.m.k. 50 skip höfðu siglt fram hjá harðbátnum án þess að sjá hann og manninn um borð. Norðmaðurinn Per Guttorm- sen fór frá Arendal I Noregi á laugardagsmorgun i nokkurra klukkutima siglingu til að taka ljósmyndir við ströndina, en ferðin varð lengri en til stóð. A daginn var yfir 30 stiga hiti og hvorki var vatn eða matur um borö. Á þriðja degi var komið rok. Siðdegis á mánudag voru 5—7 vindstig og Per Guttormsen varð að liggja i botninum á bátnum. A þriöjudag kom Sigurjón Sigurjónsson annar stýrimaöur á Helgafelli auga á hraðbátinn og Per sem veifaði hvitum dúk þá voru um 6 vind- stig. Skipinu var þegar I stað snúið við og Norömanninum bjargað. Var hann settur I land i Svendborg á Fjóni. Kvað Gutt- ormsen halda, að hann heföi ekki lifaö af aðra nótt I bátnum. Skipstjóri á Helgaíelli er Svein- þór Pálsson. Ekki var hafin leit að Per Guttormsen, þótt hann hefði verið að heiman i þrjá sólar- hringa, og er skýringin sögð sú, að hann er ókvæntur. Danska blaöið Fyns Amts Avis skýrir frá þessum atburði á forsiöu og jafnframt þvi, að Guttormsen hafi boðið skip- stjóra og öörum stýrimanni á Helgafelli i siglingu á hraðbátn- um eftir að til Svendborgar var komið, að launum fyrir lifgjöf- ina. Þaö varð siðasta sigling Gottormsen á bátnum, þvi eftir hana auglýsti hann bátinn til sölu. ö.B. Reykjavík. — Næstkomandi miðvikudag hefst i Reykjavik þing norrænu lögfræðingasam- bandanna og hefst þaö með setn- ingu kl. 10 árdegis og mun pró- fessor Armann Snævarr setja þingið. Þátttakendur á þinginu verða um 1300 að mökum með- töldum. Mörg mál verða tekin fyrir á þinginu, svo sem óvigð sambúð karls og konu, hvernig hægt er að fræða hinn almenna borgara um lög og rétt, einnig verða samúðarverkföll rædd og margt fleira. Þetta er i annað skipti sem þing af þessu tagi er haldið hér á landi, en hið fyrra var haldið i Reykjavik árið 1960. Rúm eitt hundrað ár eru liðin frá þvi fyrsta norræna lögfræðinga þingið var haldið, en á þvi þingi átti aðeins einn islenzkur lögmaö' ur sæti og var það Vilhjálmui Finsen. Margir mætir gestir eru komnir til landsins I tilefni af þinginu og má þar nefna upphafskonu kvennaárs Sameinuöu þjóðanna Helvi Sipilá, aðstoðarfram- kvæmdastjóra Saméinuðu þjóð- anna og mann hennar sem einnig er lögfræðingur aö mennt. Þá má nefna að 13 hæstaréttardómarar frá Sviþjóð sitja þingið. 4 hæsta- réttardómarar frá Noregi og 5 frá Finnlandi. Að sögn prófessors Ar- manns Snævarr munu óvenju margir ungir lögfræðingar sitja þingið að þessu sinni. 1 kvöld heldur Helvi Sipila fyrirlestur i Norræna húsinu. \ Auglýsid | iTimainum: Mtmf?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.