Tíminn - 19.08.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 19.08.1975, Blaðsíða 17
Þri6judagur 19. ágúst 197a TÍMINN 17 psiglingu. JÓN GUNNLAUGSSON, sem sést skalla knöttinn (litia myndin) meö öi meö þvi aö skalla knöttinn niöur I jöröina og þaöan yfir ArnaStefánsson, með pdlrn- num eftir sigurinn (6:3) yfir Fram í leiknum þar staddur á réttum staö — skallaöi knöttinn niöur á völlinn, og þaöan hrökk hann yfir Arna Stefánsson, markvörö Fram-liös- ins, og i netiö. 2:4....Nýliöinn hjá Fram PÉT- UR ORMSLEV skorar heldur „ódýrt” mark aöeins minútu Framhald á bls. 19. Það má aldrei henda aftur — nokkur orð um slaka frammistöðu dómara Þáttur dómarans Ragnars Magnússonar I leik Fram og Akraness er ekki neitt til aö hrópa húrra fyrir. Þaö var ekki aöeins, aö hann færöi Akurnesingum forustu I leiknum meö þvi aö loka augunum fyrir broti Teits Þóröarsonar á Arna markveröi, heldur lét hann viögangast I siöari háifleik, aö þjálfari Akurnesinga, Englcndingur- inn Kirby, stöövaöi leikinn I tæpar 6 minútur, einmitt þegar Fram var aö ná undirtökum i leiknum og haföi skoraö 2 mörk meö stuttu milli- bili og breytt stööunni ur 1:4 I 3:4. Þaö þekkist mætavei i körfuknattleik, aö þjálfarar fái leik stöövaöan, þegar þeir vilja „dempa” leik niöur og ræöa viö leikmenn sina, enda eru um þaö reglur I körfuknattieik, en i knattspyrnu á slikt ekki aö geta hent, nema um stórslys sé að ræöa. öilum á Laugardalsvelli var ljóst, hvaöa leik þjálfari Akraness var aöleika, öllum nema dómaranum^ Ragnari Magnússyni. Þvf miöur er Ragnar ekki eini dómarinn hér, sem viröist liggja hundflatur fyrir þessum brögöum ensku þjálfaranna, og er þaö til vanza fyrir Isienzka knattspyrnudómarastétt aö láta þá komast upp meö hvaö eina, sem islenzkum þjálfurum yröi aldrei liöiö. Auk þess á ekki aö lföast, að þjálfarar stjórni liðum sinum af varamannabekknum, eins og þjálfarar Akraness og KR gera. Það er svosérstakt Ihugunarefni, hvers vegna Ragnar Magnússon var endiiega valinn til aö dæma „úrslitaleik” tslandsmótsins. Hann er ekki i hópi þeirra islenzku dómara, sem útnefndir hafa verið millirikjadómarar, og er þar af leiðandi ekki i hópi okkar beztu dómara, samkvæmt mati dómara sjálfra. Þaö má aldrei henda aftur, að forustumenn dómaramála hérlendis sýni islenzkri knattspyrnu þá vanvirðu að láta 2. flokks dómara dæma úrslitaleiki I tslandsmóti 1. deildar. S.O.S. Akurnesingar unnu orustuna um miðiuna... tslandsmeistararnir frá Akranesi sýndu þaö á Laugardalsvellinum, aö þaö er erfitt aö hamla gegn þeim, þegar þeir komast á skriö. Þaö fyrsta, sem kom i ljós i leiknum gegn Fram, var, aö þeir voru staöráön- ir f aö ráöa miövallarspilinu — og þeim tókst aö vinna sigur I hinni höröu orustu um miöjuna. Jón Alfreösson lék vel og var ákveöinn — hann vann hvert einvigiö á fætur ööru — og þar meö aö byggja upp gott miðvallarspil. Arni Sveinsson úg Haraldur Sturlaugsson voru honum til aöstoöar, og réöu þeir miövallarspilinu. Þrátt fyrir yfirtökin á miöj- unni, voru sóknarlotur Skagamanna ekki hættulegar til aö byrja meö, þvi aö varnarmenn Fram héldu sóknarmönnum þeirra Iskefjum. Marteinn Geirsson og Jón Pétursson höföu góöar gætur á markakóngunum Teiti Þóröar- syni og Matthiasi Hallgrimssyni. Þá sýndu ungur og efnilegur leik- maöur Trausti Haraldsson, sem lék stööu bakvaröar, stórgóöan leik — hann „yfirspilaöi” hinn hættulega og leikna Karl Þóröar- sonalgjörlega ifyrri hálfleik, svo aö Karl náöi aldrei að sýna sina kunnu spretti, og þar meö náöi hann aldrei að skapa hættu við Fram-markiö, með góöum sendingum. George Kirby, þjálf- ari Skagamanna, sá hvaö var aö gerast. Hann tók Karl af hægri vænginum og setti hann yfir á vinstri vænginn i siðari hálfleik, — þannig að Karl losnaði úr gæzlu Trausta. Þessi ráðstöfun Kirby heppnaöist fullkomlega — Karl náöi sér á strik og ógnaði Fram- vörninni stöðugt eftir það. Fram-liöiö veitti Skaga-liðinu haröa keppni — allt þar til aö Teitur Þóröarson skoraði hiö um- deilda mark I byrjun siöari hálf- leiksins. Þá skapaðistringulreið I herbúöum Framara, og þeir geröu breytingar á leikskipulagi sinu — Marteinn Geirsson var settur fram i stööu miðvallarspil- ara. Það var greinilegt, að Framarar reyndu meö þessu, aö snúa dæminu viö á miðjunni. Þeir ætluöu aö leggja ofurkapp á sóknarleikinn. Þessi ráðstöfun mistókst algjörlega, þvi aö meö þessu hirtu þeir litiö um vörnina, eins og oft vill verða, þegar á aö leggja kapp á sóknarleikinn. Marteinn skildi éftir sig stórt skarö i vörninni — skarð, sem Skagamenn notuðu sér að fullu. Þeir splundruðu ráövilltum varnarmönnum Fram hvað eftir annaö og kafsigldu þá, og gerðu | út um leikinn á stuttum tima. Akranes-liðiö var heilsteyptara I en Fram-liðiö i leiknum, og mun-| aöi þar mestu, að Skagamenn f réöu lengst af lögum og lofum á miöjunni. Miövallarspilararnir Jón Alfreösson, Arni Sveinsson og [ Haraldur Sturlaugsson áttu góö- an leik, og var samvinna þeirra mjög góð — þeir dreiföu spilil Skagamanna. Jón Gunnlaugssonl var klettur varnarinnar, og hann f var einnig stórhættulegur við mark Fram-liðsins, þegar hann I brá sér I fremstu viglinu. Teiturl Þórðarson og Matthiasl Hallgrimsson voru atkvæöamest- ir I framlinunni, að ógleymdum Karli Þóröarsyni, eftir að hann losnaði úr gæzlu Traustal Haraldssonar. Trausti Haraldsson og Eggert| Steingrfmsson voru beztu menn Fram-liðsins i leiknum. Þá áttu þeir Jón Pétursson og Marteinn | Geirssongóöan leik, eða allt fram aö þvi, aö Fram-liöið fór úr skorð- um — eftir hið umdeilda mark Teits i byrjun siðari hálfleiksins. i framlinunni var Pétur Ormslev | friskastur, en Pétur er ungur og stórefnilegur leikmaöur. En Pét- ur, sem kom inn á i byrjun siðari háífleiksins, lifgaði mikiö upp á framlinu liðsins. „ÞAÐ ÞYÐIR EKKERT AÐ GEFAST UPP" — við eigum möguleika á meistara- titlinum ennþá", segir Guðmundur Jónsson, þjálfari Fram „Þaö þýöir ekkert aö gefast upp, viö höfum enn möguleika á aöhljóta meistaratitilinn,” sagöi Guömundur Jónsson, þjálfari Fram. — Allt getur gerzt ennþá, þar sein tvær umferöir eru eftir, og bæöi Fram og Akranes eiga erfiöa leiki eftir. En ef Skaga- menn halda sinu striki líkt og undanfariö, þá ógnum viö ekki sigurmöguleikum þeirra,” sagði Guömundur. — Það skipti sköpum i leiknum, þegar Teitur spyrmi knettinum úr höndum Árna, en hann hafði tvisvar hendur á knettinum. Þaö voru slæm mistök hjá dómaran- GUÐMUNDUR JóNSSON .... um, aö sjá ekki þetta brot, sem þjálfari Fram-liösins, sem á eftir va'r svo augljóst,” sagði að leika gegn Viking og Val. Guömundur. ARNI SVEINSSON, miövallar- spilari Akranes-liösins: — Þetta er skemmtilegasti leikurinn, sem ég hef tekið þátt i og þaö var mjög gaman að standa uppisem sigurvegari. Við náðum góöum tökum á miöjunni, og réö- um ganginum þar að mestu leyti. — Jú, þaö veikti vörnina mikið, þegar Marteinn fór fram. HARALDUR STURLAUGSSON, félagi Árna á miðjunni: — Fram-liðið fór úr skoröum, þegar Marteinn var settur fram. Það var greinilegt, aö Framarar Sagt eftir leikinn ætluöu sér of mikiö, þegar viö vorum komnir yfir — 2:1. HÖRÐUR HARÐARSON, mark- | vöröur Skagamanna og fyrrum leikmaöur mcð Fram-liöinu: — Það var mjög gaman að vinna sigur yfir gömlu félögunum. Ég átti svo sannarlega ekki von á þessari markasúpu! Jú, viö stefn- um að sjálfsögðu aö þvi aö vinna bæði deildina og bikarkeppnina. Þaö vantaöi bikarinn heim i fyrra — nú tökum viö þá báöa! TRAUSTI HARALDSSON, bak- vörður Fram-Iiösins: — Það kom mér sannárlega á óvart, hve auövelt var aö hafa gætur á Karli Þóröarsyni. Þá kom mér þaö einnig á óvart, aö hannn lét sig hverfa af hægri kantinum i siöari hálfleik. BJÖRN LARUSSON, bakvöröur Skagamanna: — Ég átti ekki von á svona mörg- um mörkum i leiknum. En völlurinn var erfiöur — þungur — og hjálpaði það til að mörkin uröu svona mörg, þar sem erfitt var að fóta sig á vellinum. Þrátt fyrir þennan sigur, er meistaratitill- innekki kominn upp á Skaga. Viö eigum tvoerfiða leiki eftir — gegn Val og Keflavik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.