Tíminn - 19.08.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 19.08.1975, Blaðsíða 20
NATO ber að gera hvað sem er til að halda í Portúgal SÍS-FÓMJR SUNDAHÖFN bætti forsætisráðherra? Hægri öflunum hefur þótt hann of frjálslyndur NTB-Madrid. Juan Carlos prins — sem Francó, þjóðarleiðtogi Spánar, hefur tilnefnt sem cftir- mann sinn — hvarf skyndiiega frá Mallorca i gær, þar sem hann hefur dvaiið i sumarleyfi. Prinsinn héit til svcitaseturs Francós i norðurhluta Spánar til viðræðna við þjóðarleiðtogann. Þessi skyndifundur kom þegar á stað þeim orðrómi, að dagar Carlos Arias Navarros f embætti forsætisráðherra væru senn taldir. Astæðan er einkum sú, að forsætisráðherrann þótti sýna Francó litilsvirðingu með þvi að gefa ekki skýrslu um leiðtoga- fundinn i Helsinki — er hann sótti af hálfu Spánarstjórnar — fyrren að löngum tima liðnum. Hægri öflin i spænskum stjórn- málum hafa um nokkurt skeið reynt að bola Arias frá völdum. Það, sem valdið hefur, er sú við- leitni forsætisráðherrans að færa löggjöf og lagaframkvæmd i ivið frjálslyndara horf. Francó ásamt Juan Carlos KflFFIB frá Brasiliu 34 láta lífíð * i fellibyl Reuter-Tókió. Fellibylurinn „Phyllis”, er nú gengur yfir Japan, hefur þegar orðið 34 mönnum að bana. 23 til viðbótar er saknáð og 93 hafa slasazt, að sögn japanskra lögregluyfirvalda. Fellibylur þessi, sem er einn sá öflugasti, er gengið hefur yfir Japan, hefur grandað hátt i tuttugu þúsund húsum. Bylurinn hefur og orsakað skriðuföll, sem m.a. hafa sópað burt átta brúm. Úrkoma mældist sum staðar yfir 60 sentimetrar og vind- hraði komst upp i 130 km/klst. Enn dvína vinsældir Fords Reuter-Washington. Niður- stöður skoðanakannana, er nýlega voru birtar i Banda- rikjunum, sýna, að enn hefur dregið úr vinsæidum Gerald Fords Bandarikjaforseta. Gallup-stofnunin lét kanna hugi Bandarikjamanna til for- setans — eftir að hann haföi gegnt forsetaembætti i eitt ár. t ljós kom, að aðeins 45% bandariskra kjósenda voru ánægðir með forsetann. I sambærilegri könnun, er gerð var rétt eftir valdatöku Fords, voru 71% ánægðir með hann i forsetaembætti. fyrir höndum Jafnt egypzkir sem ísraelskir ráða menn liggja undir harðvítugri gagnrýni vegna fyrirhugaðs friðarsamkomulags NTB-Kairó. Henry Kissinger, utanrikisráðherra Bandarikj- anna, er væntanlegur til Miðjarðarhafslanda i vikíinni, til aö freista þess — enn einu sinni — að miðla málum i deilu Egypta og tsraelsmanna. Þótt góðar horfur séu á nýju bráðabirgðasamkomu- iagi um frið á Sinai-skaga, er enn iangt I land, að það verði undir- ritað. Vist er, að bæði egypzkum og israelskum ráöamönnum virðist umhugað um, að samkomulag takist. Aftur á móti liggja þeir undir harðvitugri gagnrýni — hvor úr sinni áttinni. Stjórnir annarra Arabarikja en Égyptalands eru margar and- vigar samkomulagi við tsrael á þessu stigi máls. Stjórnir Sýrlands og Samtaka Palestinu- araba (PLO) hafa t.d. lagt á það áherzlu, að ekki verði gengið til samninga, nema von sé á heildar- samkomulagi um frið á þessum slóðum. Þótt fast sé sótt að Egyptalandsstjórn, á ísraels- stjórn þó I enn meiri vök að verjast. Það er ofur eðlilegt, þegar þess er gætt, að þeir afsala sér I raun og veru — eins og samkomulagsuppkastið lltur út I dag — sterkri, hernaðrlegri aðstöðu fyrir veika. Yitzhak Rabin, Forsætis- ráðherra Israels, hélt ræðu I Isra- elska þinginu i gær. Hann kvað ísraelsstjórn staðráðna aö halda áfram samningaumleitunum við Egypta á sömu forsendum og fyrr. Jafnframt visaði hann á bug sögusögnum þess efnis, að isra- elskir ráðamenn séu litt hrifnir af fyrirhugaðri heimsókn Kiss- ingers. Rabin vildi ekki spá neinu um gang mála i náinni framtlð. Hann tók fram, að enn rikti ágreiningur um nokkur atriði fyrirhugaðs samkomulags. Og bætti þvi við, að Israelsstjórn gæti hvorki né vildi undirrita neitt samkomulag, nema það væri hagstætt tsrael. Framhald á 6- siðu. Blaðburðarfólk óskast Skólavörðustógu Skólavörðustígur - Álfheimar - Hóteigsvegur - Austurbrún • Laugarós - Melar - Laufósvegur Sími 26500 - 12323 Hverjir eiga að líta eftir viðvörunar kerfinu? Reuter-Washington. Areiðan- legar fréttir hermdu I gær, að helzta ágreiningsefnið milli Egypta og ísraelsmanna væri , hverjir ættu að hafa eftirlit meö ratsjárkerfi þvisem vara á Israelsmenn við yfirvofandi árás Egypta. Viövörunarkerfinu á aö koma fyrir I Giddi-fjalla- skarðinu á Sinai-skaga. Isra- elsmenn — sem hafa annars fallizt á að draga hersveitii sinar til baka úr skarðinu — vilja fá að starfrækja stöðina sjálfir. Egyptar kjósa hins vegar, að tsraelsmenn hverfi undantekningalaust af þvi hlutlausa belti á Sinai-skaga, sem á að verða undir stórn Sameinuðu þjóðanna. Egyptar hafa þvi lagt til,aðbandariskir tæknifæröingar taki að sér rekstur stöðvarinnar. Það verk biður nú Kiss- ingers að sætta ólik sjónarmið deiluaðila — i þessu efni sem öðrum, Og það verður svo sannarlega ekkert áhlaupa- vorlr NTB/Reuter-Lissabon/Was- ' hington. Helmut Schmidt, kanslari Vestur-Þýskalands, hefur lýst þeirri skoðun sinni, að Atlantshafsbandalaginu beri aö gera hvað sem er, til að tryggja áframhaidandi stuöning Portúgais við bandalagið. Ævintýralegur flótti Reuter-Miinchen. Vestur-þýzk lögregluyfirvöld skýrðu svo frá i gær, að bandariskur þyrluflugmaður hefði bjargað austur-þýzkum flóttamönnum á ævintýralegan hátt frá Tékkóslóvakiu. Bandarikjamaðurinn tók á leigu þyrlu i Miinchen og flaug svo yfir austurriskt yfirráða- svæði að tékknesku landa- mærunum. Hann lenti siöan á fyrirfram ákveðnum staö — handan landamæranna. Tékkneskir landamæra- verðir hófu skothriö á þyrluna, svo að flugmaðurinn varð að skilja eftir einn af flótta- mönnum — sem voru fjórir — svo og aðstoðarmann, er tekizt hafði á hendur hina hættulegu för. Þrátt fyrir meiðsli af völdum skotárásarinnar, tókst flugmanninum svo að fljúga þyrlunni til Múnchen, þar sem hann og þremenningarnir dvelja nú I góðu yfirlæti. Þetta kom fram I viðtali við Schmidt i bandariska timaritinu „Reader’s Digest”. Hann sagði, að aðildarriki NATO hlytu aö fylgjast náið með atburðum I Portúgal —reiðubúin að gripa inn i, ef nauðsyn krefði. A meðan eykst spennan I portú- gölskum stjornmálum. Vasco Goncalves forsætisráöherra hefur snúizt til varnar árásum, er á hann hafa dunið að undanförnu — bæði frá hægri og vinstri. í gærkvöldi hélt hann ræðu á úti- fundi, sem verkalýðsfélög — undir forystu kommúnista — boðuðu til i einni af útborgum Lissabon. Ræðan markar upphaf á baráttu kommúnista og annarra stuðningsmanna Goncalvesar, til að tryggja hann I sessi. Breytingar á Spónarstjórn í aðsigi: Hverfur Arias úr em- Mitla-fjallaskarðið á Sinai-skaga er eitt af bitbeinum f samninga- umleitunum Egypta og ísraelsmanna. (Myndin sýnir austurhluta þess.) Kissinger væntanlegur til Miðjarðar hafsins í vikunni: Á erfitt verk GBÐII fyrir góöan mai $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Þriðjudagur 19. ágúst 1975 SÍM112234 ■HERRfl EflR-ÐURiNN MALSTRÍETI 3 Schmidt kanslari V-Þýzkalands: Vn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.