Tíminn - 20.08.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.08.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Miðvikudagur 20. ágúst 1975 Seðlabank inn leigir til 14 ára Símasam- bandslaust HG-Súðavik. — Fyrir hádegi á mánudag varð simasambands- laust við 50 simanúmer i Súðavik og Alftafirði vegna bilunar á jarð- streng i þorpinu. Varð það með þeim hætti, að skurðgrafa hafði verið fengin til að ræsa fram læk, sem hafði verið stiflaður i þorp- inu. Er talið, að skurðgrafan hafi valdið skemmdum á klæðningu strengsins, sem grafinn var grunnt i lækinn. Engar ráðstafanir voru gerðar til þess af hálfu Landsimans að upplýsa þá aðila, sem þurftu að ná sambandi við viðkomandi númer um orsakir sambands- leysisins, eins og tiðkast þó á suð- vesturhorni landsins, ef slikt ger- ist, og olli þetta talsverðum vand- ræðum og ýmsum erfiðleikum. Simasamband komst aftur á um kl. 18 á þriðjudag. hefur m.a. forgöngu um aðgerð- ir á vegum S.Þ. i tilefni Alþjóð- lega kvennaársins og skýrði hún ráðherra itarlega frá þeirri starfsemi, þ.á.m. Kvennaárs- ráðstefnunni i Mexikó, auk þess sem rætt var um starfsemi samtakanna á fleiri sviðum. Ingvi Ingvarsson, fastafulltrúi Islands, hjá S.Þ., var viðstadd- ur heimsókn frú Sipilá i utan- rikisráðuneytið* 1 frétt á baksiðu sunnudags- blaðsins siðasta var frá þvi skýrt, aö með skurðgröfu hefði tekizt að auka vatnsmagn hvers i Laugar- ási úr 23 sekúndulitrum i 53 sekúndulitra af 100 stiga heitu vatni. Þessi mynd var tekin af fram- kvæmdunum. Timamynd: J. E. Fokkerar fá inni á Kefla- víkur- flugvelli FJ-Reykjavik. Aðstaða hefur fengizt á Keflavikurflugvelli til stærri skoðana á Fokker Friend- ship flugvélum Flugfélags Is- lands, en eftir skýlisbrunann á Reykjavikurflugvelli var ekki i annað hús að venda með þær. Gsal-Reykjavik — Seðlabanki ts- lands hefur tekið á leigu húseign- ina Austurstræti 14, til allt að fimmtán ára. Fyrsta hæð hússins er þó undanskilin, en þar eru verzlanir. Austurstræti 14 er um 900 fermetrar að flatarmáli og hefur bankinn verið með nokkurn hluta hússins á leigu um tima. Að sögn Sigurðar Arnar Einarssonar, skrifstofustjóra Seðlabankans er ekki alveg frá- gengið hvaða starfsemi bankans mun verða i Austurstræti 14, en nú er bankaeftirlit, fjölritun og á- visanaskipti þar til húsa. Timinn -innti Sigurð örn eftir þvi, hvort þessi langtimaleigu- samningur myndi hafa einhver á- hrif á byggingarframkvæmdir Seðlabankans. ,,Ég vona að það verði ekki á annan hátt en þann, að þessi leigusamningur sýni hvers konar húsnæðisvandræðum við erum i,” sagði hann. — Að þessi leigusamningur verði þá kannski til að hraða byggingarframkvæmdum? ,,Já, ég vona það,” sagði Sig- urður örn. EINAR AGÚSTSSON, utanrík- isráðherra átti i gærmorgun viðræður við frú Helvi Sipila, aðstoðarframkvæmdastjóra S.Þ., sem dvelur hér nokkra daga i einkaerindum. Frú Sipila dmO 0 L Laxá i Leirársveit. Sigurður bóndi Sigurðsson i Stóra-Lambhaga sagði Veiðihorninu þær fregnir af Laxá i gær, að upp úr ánni væru komnir á þessu sumri hátt á 9. hundrað laxar, og hefðu þeir stærstu reynzt vera 19,5 pund, og væru einir 2—3 slikir komnir á land I sumar. Sagði hann að veiði væri alltaf góð þessa dagana, enda aflinn mun meiri en á sama tima I fyrra. Byrjað var með Sstengur i ánni, en nú eru leyfðar 7 stengur, — veiðitimanum lýkur 15. september. Sigurður kvað veiðileyfin löngu uppseld til loka veiðitimabilsins. Aðal- lega væru_ útlendingar i ánni núna, Þjóðverjar i hálfan mánuð fyrir skömmu, síðan Amerikanar og Frakkar fram að siðustu helgi, en nú væru Amerikanar I ánni. Um mánaðamót- in taka svo tslendingar við veiðiskapnum, og hafa hann til loka veiðitimabilsins. Eyrarvatn i Svinadal. Sigurður bóndi i Stóra-Lambhaga tjáði Veiði- horninu einnig, að ásókn væri sifellt að aukast i veiðar i Eyrarvatni I Svinadal, en veiðifélagið Strengur hefur vatnið á leigu og ráðstafar veiði- leyfum, en þaueru seld i skálanum að Ferstiklu. Verð þeirra 1200 krónur allan daginn og 700 krónur fyrir hálfan daginn á stöng. Það, sem menn sækjast helzt i þarna i Eyrar- vatni er lax, sem tekur þarna við og við, og hefur veiðzt myndarlegasti lax þarna. Þá er þarna einnig dálitið af bleikju, sem sömuleiðis er indælis fiskur, en mest er þó i vatninu af urriða, sem þykir ekki góður. Hitt mun vist, að þarna er veiði að fá, fyrir þá, sem mestan áhuga hafa á sliku. Hofsá I Vopnafirði. Sólveig Einarsdóttir i Teigi tjáði Veiðihorninu i gær, að veðrið hefði verið afskaplega gott upp á siökastið, heldur kaldara samt i gær en undan- farna daga, og veiðin hefði gengið mjög vel i Hofsá. Þar eru komnir um 800 laxar á land, en laxinn hefur tekið svolitið misjafnlega upp á sið- kastið, að þvi er Sólveig sagði okkur, og vildu menn kenna hitanum um. Við spurðum Sólveigu að þvi, hvaða veiðibún- aður væri yfirleitt notaður i Hofsá, og sagði hún okkur, að Englendingarnir notuðu eingöngu flugu, og notkun flugunnar væri heldur að færast I vöxt hjá tslendingunum, annars væru þeir einna hrifnastir af svörtum Toby-spúni. 6stengur eru nú leyfðar á laxasvæðinu, og eru þessa dagana eingöngu útlendingar i ánni. Islendingar voru við veiðiskap um seinustu helgi og verða einnig um næstu helgi. 3stengur eru á silungasvæðinu.og eru það ein- göngu Islendingar, sem stunda þann veiðiskap. Sólveig kvað silungsveiðina hafa verið litla á þessu sumri, óvenjulitla, þvi að oft hefði góð veiöi verið i Hofsá, og iðulega fengizt fallegasta bleikja á laxasvæðunum. Nú hefur það gerzt, að silungur hefur litið gengið upp i ána, og kvaðst Sólveig engum getum vilja leiða að ástæðunum til þess. Stærsti laxinn, sem i sumar hefur fengizt úr Hofsá er 20 pund — annars hefur veiðin i Hofsá verið mjög góð á þessu sumri og yfirleitt fengizt vænn fiskur. Veiðitiminn er ekki nema 62 dagar, hefst 1. júli og lykur 30. ágúst. Sunnudalsá heitir þverá i Hofsá. Þar veiða eingöngu Islend- ingar, og er leyfi fyrir eina stöng. Að þvi er Sól- veig i Teigi tjáði okkur hefur veiði þar verið mjög góð í sumar, en tölur hafði hún ekki á reið- um höndum. Þróttarbílstjórar með verktakafélag Ö.B. Reykjavik — Nýverið var stofnað á vegum vörubilastöðvar- innar Þróttar nýtt fyrirtæki sem nefnist Borgarmöl. F’yrirtæki þetta er stofnað i þeim tilgangi að takast á hendur verkefni við alls kyns akstur, sem það mun annast sem verktaki. Blaðið hafði samband við Snorra Aðalsteinsson sem er einn af forkólfum þessa fyrirtækis og innti hann eftir helztu framtiðar- verkefnum. Snorri sagði, að þessi mál væru svo skammt á veg kom- in vegna fjárhagsörðugleika, að ekkert hafi enn verið aðhafst með útvegun verkefna og þvl biðu menn aðeins átekta um sinn. Sagði hann, að Þróttur væri i raun og veru aðeins verkalýðsfélag en ekki verktakafyrirtæki og þvi hefðu menn farið að hugsa hvað hægt væri að gera til að hleypa nýju blóði i starfsemina. Niðurstaðan varð þvi sú, sem raun ber vitni, að stofna þetta nýja fyrirtæki. Vonast bifreiða- stjórar Þróttar til, að þetta verði til þess, að næg vinna verði fyrir bilstjóra Þróttar, en Borgarmöl mun eingöngu skipta við þá. „Hingað til höfum við vart verið matvinnungar sakir verkefna- skorts og má benda á, að um 220 bilstjórar eiga rétt á akstri á veg- um Þróttar, en aðeins 140—150 vinna við akstur að staðaldri,” sagði Snorri Aðalsteinsson. 9 HOLU GOLFVÖLL- UR VIÐ VALHÖLL Ö.B. Reykjavik — Unnið er nú að gerð 9 holu golfvallar við Valhöll á Þingvöllum. Fyrirhugað er að golfvöllur þessi verði kominn i gagnið næsta vor. Búið er að opna þar gufuböð og sturtur, og verið er að leggja siðustu hönd á 1 jós- böð, en uppsetningu sundlaugar verður lokið innán tiðar. Blaðið hafði samband við Jón Ragnarsson, forstjóra Hótels Valhallar og tjáði hann blaðinu, að talsvert hafi verið um að fólk kæmi úr þéttbylinu og dveldi yfir helgi, eða þá í leyfum sinum á hótelinu. Sagði Jón, að öll aðstaða fyrir gestamóttöku væri orðin hin ákjósanlegasta, þar sem gisti- rými hefði verið aukið um 30 her- bergi og væri þvi hægt að hysa 80 manns nú.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.