Tíminn - 20.08.1975, Page 3

Tíminn - 20.08.1975, Page 3
Miðvikudagur 20. ágúst 1975 TÍMINN 3 Reknetasíldin er stór og falleg O.B.-Reykjavik. — Sjö til átta bátar eru nú þegar byrjaðir að veiða síld i reknct, og eru fleiri farnir að búa sig undir rekneta- veiðar. Sýnishorn hafa verið tekin af sfld frá öllum helztu veiðisvæð- Slys HG—Súðavik— Að kvöldi sunnu- dags ók bifreiö út af Djúpvegin- um við Seljalandsá I botni Alftafjarðar, og hafnaði I ánni með þeim afleiðingum, að öku- maðurinn slasaðist töluvert og var hann fluttur i sjúkrahúsiö á Isafirði og þaðan til Reykjavikur. Þannig háttar til þarna i Alfta- firði, að vegurinn I firöinum er mjög góður á 700 metra kafla, allt að brúnni, þar sem hann endar i snöggri beygju. Má vafalaust rekja orsök slyssins til þess, að engar varúðarmerkingar eru enn þarna við brúna. Þessa viku, sem Djúpvegurinn hefur nú verið op- inn, hefur umferð aukizt veru- lega, og verður þvl að ætla, að viðeigandi varúðarráðstafanir verði gerðar á veginum. unum, og virðist allsstaðar vera um hlutfallslega mikið magn af stórri slld að ræða. Um 60% er sild af stærðinni 34 og 35 cm. Afgangurinn er 30—34 cm. löng sild. Fitumagn sildar, sem veiddist um helgina við Snæ- fellsnes reyndist vera 15,2 til 16,6%. Gert er ráð fyrir að sildin sem fæst i reknet verði söltuð i landi og fryst til beitu. Að sögn Gunnars Flóvenz, forstjóra sildarútvegsnefndar hafa nokkrir reknetabátar þegar gert tilraunir til sildveiða fyrir suður- og vest- urlandi og fengu þeir strax i fyrstu lögninni eina til tvær tunn- ur i net, sem var talinn góður afli á reknetjaárunum hér áður fyrr. Sagði Gunnar, að sild þessi hefði veiðst á ýmsum stöðum við suður- og vesturland. Siðustu tvo dagana hefur veiði reknetabát- anna verið minni en i byrjun, enda stafalogn á miðunum en i sliku veðri fæst yfirleitt litil veiði i reknet. Sildinni hefur verið land- að á eftirtöldum stöðum: Grinda- vik, Keflavik, Akranesi, Ólafsvik, Rifi, Grundarfirði og i gær i Hafn- arfirði. Spiluðu fyrir sjúk- linga og aldrað fólk Ö.B.—Reykjavik. — í gær heim- sóttu hinir ungu tónlistarmenn, sem hér eru staddir á vegum Fél- ags Islenzkra hljómlistarmanna á Tónlistarhátið Noregur-Island ’75 eftirtalin elli- og hjúkrunarheim- ili og sjúkrahús borgarinnar. Hrafnistu, þar sem 20 manna strengjahljómsveit lék undir stjórn kammerhljómsveitarstjór- ans Leif Jörgensen frá Noregi, Landakot, þar sem 5 manna blásturshljómsveit lék, Bjarkar- ás, þar sem slagverkskvartett lék, Borgarsjúkrahúsið, en þar léku 12 blásarar. Siðan fóru sömu hóparnir aftur af stað á elliheim- ilið Grund, Landspitalann, endur- hæfingardeild Borgarsjúkrahúss- ins við Grensásveg, Bláabandið, og Kleppsspitalann. I kvöld, miðvikudagskvöld heldur hljómsveitin siöan tón- leika aö Logalandi I Borgarfirði og hefjast þeir kl. 21. Hljómsveit- in er skipuð 100 hljóðfæraleikur- um en ekki verður hægt að koma allri hljómsveitinni fyrir á Loga- landi. A fimmtudagskvöld verða slðan tónleikar i Dómkirkjunni I Reykjavik og þeir hefjast kl. 21. Þar mun Harald Gullichsen frá Noregi halda einleikstónleika á orgel. Geta má þess, að Gullich- sen er aðeins 29 ára gamall, en hann hefur sett upp Messias eftir Hendel i heimabæ sinum, sem er helmingi minni en Reykjavik, og tókst það mjög vel að sögn Sverr- is Garðarssonar hjá FIH. Meðfylgjandi myndir tók G.E. af tónleikunum i gær i Hrafnistu og I Borgarspitalanum. . Flatgryfjan bjargar heyskapnum SJ-Reykjavík Nú þegar tið hefur verið óhagstæð til heyskapar á Suður- og Vesturlandi og hey margra bænda þar hrakin eða tún úr sér vaxin eru þeir þó til, sem eru ánægðir með heyfeng sumarsins. Sveinn bóndi Sveins- son að Hrafnkelsstöðum I Hruna- mannahreppi sagðist i simtali við Tlmann i gær vera langt kominn að heyja, en 90% af heyfeng hans i sumar fer I súrhey. Sama hátt haföi hann á i fyrra. En i óþurrka- tið eins og núna er það óneitan- lega bjargráðaðhafa aðstæður til að geta heyjaö svo mikið i súrhey. 1971 var byggð að Hrafnkels- stöðum 260 fermetra súrheys- gryfja, svonefnd flatgryfja, sem rúmar allt að 60 kýrfóður af súr- heyi . Undanfarin sumur hefur Sveinn heyjað I vaxandi mæli I súrhey og þó mest i fyrra og núna. — Það er allt önnur vinnuað- staða við þetta en gömlu heyverk- unaraðferðirnar, sagði Sveinn Sveinsson. Við þurfum eiginlega ekkert að koma við heyið meðhöndunum. Allt er unnið með vélkraftiog afköstin verða þaraf leiöandi þvi meiri. Grasið er sleg- ið með sláttutætara, sem tekur það jafnframt upp á vagn. Við er- um þrir I heyskapnum með tvo vagna, en einn okkar er i gryfj- unni að jafna úr. Þak flatgryfjunnar er laust á hjólum og hægt er að aka heyinu að henni frá tveim hliðum. — ótiðin hefur ekkert háð mér við heyskapinn i sumar, sagði Sveinn Sveinsson. I fyrra var byggð önnur flat- gryfja i nágrenninu.að Dalbæ i Hrunamannahreppi og Sveinn kvaöst vita um slika súrheys- gryfju að Skáldabúðum i Gnúp- verjahreppi. Ekki vissi hann hve margar slikar væru á landinu, en starfsmenn Búnaðarfélags ís- lands mæltu mjög með þvi, að bændur kæmu þeim upp og not- uðu. I frétt I blaðinu á sunnudaginn voru höfö ummæli eftir Halldóri Pálssyni bunaðarmálastjóra.þar sem hann harmar tregöu bænda að koma sér upp góðri aðstöðu til súrheysverkunar, þeir treystu þvi flestir I lengstu lög að það létti til á morgun. Eflaust væru margir bændur á Suður- og Vesturlandi nú fegnir að vera I sporum Sveins á Hrafn- kelsstöðum, en hann kvað hey-| skap hafa gengið illa i sumar hjá mörgum bændum i nágrennivið sig. Þeir væru svona að reita i sinar gömlu súrheysgryfjur. Þurru dagana I júlibyrjun notaði Sveinn til að heyja það sem hann ætlaði sér I þurrhey, og nýtir hann þurrheyshlöðu sina ekki til fulls. i'M »! Rætt um aukna aðstöðu fyrir Boeing-þotur Flugfélagsins á Keflavíkurvelli FJ-Reykjavík. Undanfarnar vik- ur hafa farið fram viðræður milli Flugleiða h.f. og aðila á Keflavik- urflugvelli um möguleika á þvi að Flugleiðir hf. fái þar til afnota aukið skýlispláss til viðhalds og viðgerða á flugvélum félagsins. Að sögn Sigurðar Helgasonar, forstjóra Flugleiða h.f., hafa við- ræður þessar miðazt fyrst og fremst við það að fá aðstöðu fyrir Boeing þotur Flugfélagsins. Að sögn Sigurðar yrði viðhald á DC 8 63 þotum Loftleiða of kostn- aðarsamt hér á landi, þar sem mjög dýrt yrði að halda uppi við- gerðarþjónustu fyrir aðeins tvær flugvélar. Sagði Sigurður, að Loftleiðir hefðu náð mjög hag- stæðum samningum við erlent flugfélag um viðhald á þotunum tveimur. I greinargerð með þingsálykt- unaitillögu, sem Jón Skaftason flútti á siðasta þingi kom fram, að á árinu 1974 greiddu Flugleiðir h.f., samtals 608 milljónir króna til erlendra aðila fyrir viðgerðir og viðhald á flugvélaflota félags- ins. Þingsályktúnartillaga Jóns Skaftasonar var á þá leið, að Al- þingi skoraði á rikisstjórnina að láta athuga i samráði við Flug- leiðirh.f.og önnur flugfélög, sem hagsmuna hafa að gæta, á hvern hátt hagkvæmast sé að koma upp aðstöðu til viðgerða og viðhalds á flugvélum á Keflavikurflugvelli. Þessi tillaga hlaut ekki af- greiðslu. Þess má geta, að auk Flugleiða hafa Air Viking og Landhelgis- gæzlar. orðið að sækja viðgerða- og viðhaldsþjónustu til útlanda. SVAR UTANRIKISRAÐHERRA TIL SOVÉTMANNA SVO SEM kunnugt er hefur rikisstjórn Sovétrikjanna látið I ljós þá skoðun við rikisstjórn Islands, að hún geti ekki viöurkennt lögmæti útfærslu fiskveiðimarkanna við ts- land i 200 sjómilur. Af þessu tilefni afhenti utanrikisráðherra i gær sendi- herra Sovétrikjanna skjal, þar sem af hálfu rikisstjórnar Islands er tekið fram, það sem hér fer á eftir: „Ákvörðun rikisstjórnar íslands um útfærslu fiskveiði- markanna umhverfis Island i 200 sjómilur byggist á land- grunnslögunum islenzku frá 1948, sem framfylgt hefur verið smám saman undanfarinn aldarfjórðung með hlið- sjón af þróun þjóðaréttar. Á hafréttarráðstefnunni hefur yfirgnæfandi meirihluti rikja, þ.á.m. Sovétrikin (skjal a/conf. 62/c. 2/L. 38, 2. grein), lýst stuðningi sinum við þá meginreglu, að strandriki hafi fullveldisrétt yfir lifrænum og ólifrænum auðlindum á svæði innan 200 sjómilna. Út- færslan i 200 sjómilur við Island er byggð á þessari stað- reynd. Þess ber og að minnast, að „frumvarp að hafrétt- arsáttmála” frá Genfarfundum ráðstefnunnar ber einnig vott um þessa meginreglu, sem nýtur mjög viðtæks stuðn- ings. Jafnframt er það ljóst, að sum riki setja sem skilyrði fyrir samþykki sinu á 200 milna hugtakinu, að fullnægj- andi samkomulag náist um önnur atriði, þar á meðal, að landhelgin skuli ekki fara fram úr 12 milum, að siglinga- frelsi sé virt, að aðgengilegar reglur gildi um mengun og visindalegar rannsóknir, að landgrunniö sé afmarkað með þeim hætti, sem um semst, og að umferð um sund, sem al- þjóðlegar siglingar fara um, sé óhindruð. I reglugerðinni frá 15. júli 1975 er ekki hreyft við þessum atriðum. Biða þau frekari starfa ráðstefnunnar og mun sendinefnd Is- lands þar halda áfram að stuðla að aðgengilegri heildar- lausn með hliðsjón af ofangreindum sjónarmiðum. Ákvörðun um öll slik atriði er þvi slegið á frest. Utfærslu fiskveiðimarkanna varð hins vegar ekki frest- að lengur. Islenzka þjóðin hefir um langa hrfð staðið and- spænis þeirri staðreynd, að nálega helmingur leyfilegs há- marksafla botnlægra fiskistofna á Islandsmiðum er veiddur af útlendum fiskimönnum. Jafnframt hefur sér- stök visindaleg nefnd alþjóðahafrannsóknaráðsins og Noröaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar áætlað, að 50 prósent minnkun i sókn á Nórður-Atlantshafi mundi ekki leiða til minnkunar á heildarafla. Við það bætist, að meðalaldur þess fisks, sem aflað er, fer silækkandi og hefir það hættu i för með sér fyrir fiskistofnana. Almennt samkomulag er um það meðal yfirgnæfandi meirihluta rikja, þ.á.m. Sovétrikjanna (skjal a/conf. 62/c. 2./L.38, 15. gr.), að ef strandrikið hagnýtir ekki til fulln- ustu leyfilegan hámarksafla fiskistofna eða annarra lif- rænna auðlinda innan 200 milna svæðisins, skuli veita fiskimönnum annarra þjóða leyfi til að hagnýta það sem umfram er. Islenzki fiskveiðiflotinn er nú fullkomlega fær um að hagnýta leyfilegan hámarksafla á Islandsmiðum miðað við visindaleg verndarsjónarmið. Þess vegna og vegna þeirra lifshagsmuna, sem hér er um að ræða, var ekki færtað fresta þeirri ákvörðun, sem tekin hefur verið. Sú ákvörðun er einnig i samræmi við frumvarpið að haf- réttarsáttmála frá Genfarfundum ráðstefnunnar. Rikisstjórn Islands væntir þess, að rfkisstjórn Sovét- rlkjanna sýni skilning á þvi, að útfærsla fiskveiðimark- anna við Island i 200 sjómilur er framkvæmd vegna bráð- nauðsynlegrar verndunar þeirra auðlinda, sem eru grundvöllur fyrir efnahagslegri afkomu islenzku þjóðar- innar og að ráðstafanir þessar eru i samræmi við þá heild- arstefnu, sem störf hafréttarráðstefnunnar byggjast á. Það mætti og hafa virzt renna stoðum undir þær vonir, aö Sovétrikin sjálf ákváðu 12 milna mörk, þegar flest önnur riki héldu þvi fram, að hámark samkvæmt þjóðarétti væri 3 milur. Hvað sem þvi liður, er rikisstjórn Islands reiðubúin að ræða möguleika á bráðabirgðafyrirkomulagi um fram- hald veiða fiskiskipa frá Sovétrikjunum með frekari tak- mörkunum en nú er á svæðinu milli 50 og 200 sjómilna frá Islandsströndum. Lögin frá 1948, sem vitnað var til, gera ráð fyrir slikum möguleikum, þar sem segir i 2. grein þeirra, að reglum þeim,sem settar eru samkvæmt lögunum, skuli framfylgt þannig, að þær séu ávallt i samræmi við millirikjasamn- inga um þessi mál, sem Island er aðili að á hverjum tima. Efni slikra samninga mundi aö sjálfsögðu verða að vera þannig, að það samrýmist grundvallarmarkmiöi laganna frá 1948.”

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.