Tíminn - 20.08.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.08.1975, Blaðsíða 4
TÍMINN Miðvikudagur 20. ágúst 1975 a°Qfl Simone Veil — ráðherra, húsmóðir, tízkudama A-siðastliðnu ári hefur nafnið Si- mone Veil orðið þekkt um allan heim. Simone er heilbrigöis- málaráðherra heimalands sins, Frakklands, og hefur þótt að- frjálslegustu i Evrópu. Frakkar eru yfirleitt kaþólskrar truar, og kaþólska kirkjan hefur sem kunnugt er barizt mjög á móti hvers konar frjálslyndi I þess- ? sópsmikil i þeirri stöðu. Það um efnum. Simone Veil barðist þótti ganga næst kraftaverki, þegar hún fékk samþykkt í franska þinginu lög um fóstur- eyðingar, sem eru einhver hin sleitulaust fyrir þessu málefni I þinginu, og tókst að sannfæra það marga þingmenn um rétt- læti sins máls, að frumvarpið DQDDaDaDDDDDDBaDDDDDDDaaaaaDQDDD Rokkhljómsveit og stjórnmál Er nokkur skyldleiki milli stjórnmálahneigðar og rokktón- listar? John Orman, sem kennir stjórnmálavisindi við Indiana- háskóla segir i bók sinni, Stjórn- málarokk, að stjórnmál séu ekki fyrir hendi i rokki. Orman heldur þvi fram, að tónlistin hjá Elton John, Pink Floyd og The Carpenter höfði til repúblikana. Tónlistin hjá The Rolling Stones og Jethro Tull höfði aftur á móti til demókrata, en hinir óháðu séu hrifnastir af Bob Dylan, The Who og The Carpenter. Eftir þvi sem Orman segir: „Tónlist hef- ur ekki tök á að breyta neinu i stjórnmálum. Hún styrkir að- eins fyrirfram ákveðna afstöðu. Rokktónlist endurspeglar, hún er ekki virkur aúili". Hann bendir á ákveðið samband milli rokks og kapitalisma, og út- skýrir það þannig, að rokkarar syngi gjarnan um samheldni, ást og jöfnuð, en vili ekki fyrir sér að krefjast eins hárrar peningagreiðslu fyrir skemmt- unina og aðdáendur þeirra frek- ast geta af hendi látið. Sem dæmi tekur hann Bob Dylan og bendir á að viðskiptahættir hans séu i hróplegri mótsögn við hug- sjónasöngva hans! komst i gegn.Hún þykir alveg sérstakiega gððurlögfræöingur, og á sæti i hæstarétti Frakk- lands siðan 1970. Simone er 47 ára. Hún er gift og á þrjú börn, og er sögð góð móðir og hús- móðir, þrátt fyrir miklar annir, en að sjálfsögðu með góðri heimilishjálp, — og öll fjöl- skyldan hjálpast að, segir hún. í heimsstyrjöldinni siðari, þá settu Þjóðverjar hana I hinar illræmdu fangabúðir 1 Ausch- witz. Hún var þá innan við tvi- tugt, og hafði verið I störfum fyrir mótspyrnuhreyfinguna I Frakklandi, sem vann gegn þýzku herstjórninni, er Frakk- land var hersetiö af nasistum. Það er mál, sem Simone talar litið um. —- Við eigum að horfa fram á veginn, segir hún, en ekki eyða tíma I að bollaleggja um það sem er liðið. Siðast en ekki slzt, er það sagt I umsögn- inni, sem fylgdi mynd þessari af ráðherranum, — er hún glæsileg I útliti, klæðaburði og fram- komu. % £ ? a ? n n j^Í-ÍÍÍíííllli;? Æ Segulbönd i notuð við sérskólakennslu Hvert einasta barn, sem stund- ar nám I skóla fyrir börn með heyrnarskaða i Frankfurt i Þýzkalandi, hefur til umráða sitt eigið segulband og heyrnar- tæki, eins og sést hér á mynd- inni. Þessi sérskóli i Frankfurt tók til starfa vorið 1974, og þar er nú rúm fyrir 120 nemendur, sem búa bæði i borginni sjálfri Ú og nágrenni hennar. Eru þeir daglega sóttir I vögnum og flutt- ir til skólans, þar sem kennarar leggja allt kapp á að kenna þeim, og reyna að bæta úr þeim skaða, sem þeir hafa orðið fyrir. Einnig geta foreldrar barnanna fengið ráðleggingar i skólanum eftir þvi, sem þeim finnst þeir þurfa. Af þeim 85 nemendum, sem fyrstir komu i skólann eru þegar fimm farnir úr honum og hafa þeir hafið nám i venjuleg- um skóla, þar sem þeir hafa tekið svo miklum framförum, og það er mögulegt fyrir þá að fylgjast með kennslu eins og hún er framkvæmd fyrir börn, sem talin eru fullkomlega heil- brigð. — fig vara þig við. Ef þii útskýrir gildi krónunnar fyrir þeim, heimta þeir meiri vasapeninga. Vertu sæll, Jónatan, þaö er allt búið á milli okkar — það er ekkert samband á milli okkar lengur — bless, bless — þetta er hljómplata..... DENNI DÆMÁLÁUSI Ef þér finnst sagan um Grisina þrjá vera ljót, biddu þá, þangað til þú heyrir söguna um Hróa hött.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.