Tíminn - 20.08.1975, Page 6

Tíminn - 20.08.1975, Page 6
6 TÍMINN Miðvikudagur 20. ágúst 1975 > » . • Þorsteinn AA. Jónsson níræður 1 DAG er Þorsteinn M. Jónsson fyrrum alþingismaður og skóla- stjóri niræður. Hann er fæddur að Utnyrðingsstöðum á Völlum á Fljótsdalshéraði. Hann varö kennari og skólastjóri I Borgar- firöi eystra. Litlu siöar kaupfél- agsstjóri I nýju Kaupfélagi Borg- arfjaröar. Arið 1916 var Þorsteinn kjörinn þingfulltrúi Norömýlinga. Sat hann á Alþingi til 1923. Þor- steinn hefir ritaö stofnsögu Framsóknarflokksins, sem hann telur raunverulega stofnaðan á Seyöisfirði i nóvember og desem- ber 1916, af fimm þingmönnum, sem biöu þar skipsferðar. Þor- steinn er þvi einn af stofnendum Framsóknarflokksins. Arið 1918 sendu Danir samninganefnd til aö semja við Islendinga um réttar- stööu landsins. Þorsteinn var einn af fulltrúum Alþingis sem samdi viö Danina. Niðurstaðan af störf- um sambandslaganefndarinnar leiddi til fullveldis islenzku þjóö- arinnar. Arið 1922 fluttist Þorsteinn til Akureyrar. Þar átti hann lengi sæti i bæjarstjórn og var löngum forseti hennar. Þorsteinn var nær tvo áratugi formaöur I sáttanefnd i vinnudeilum noröanlands,. Hann var einnig i stjórn sild- arverksmiðja rikisins á árunum 1936-1944. Arið 1930 var stofnsett- ur gagnfræðaskóli á Akureyri. Þorsteinn haföi mikla forystu um það mál og varð skólastjóri skól- ans um langa hriö. Þá var hann bóndi á Svalbarði á Svalbarös- strönd á árunum 1934-1939. A Akureyri varö Þorsteinn einn hinn umsvifamesti og vandvirk- asti bókaútgefandi landsins. Gaf hann m.a. út margar merkar bækur i islenzkum bókmenntum, svo og vandaðar kennslubækur. Þorsteinn er einn fremsti bóka- maður þjóðarinnar og stofnaöi mjög vandað og fullkomiö einka- bókasafn, sem gengur til kenn- araháskólans. Þorsteinn M. er gáfaður at- orkumaður, sem um langa ævi hefur verið sistarfandi að þjóð- málum og menntun og menningu almennings I landinu. Hans verð- ur nánar getið I íslendingaþáttum blaðsins. Kona Þorsteins er Sigurjóna Jakobsdóttir, glæsileg dugnaðarkona, og eignuðust þau niu börn. UM NÆSTU helgi heldur finnsk listakona, Elina Sandström, mál- verkasýningu i sýningarsal Iðnaðarfélags Suðurnesja að Tjarnargötu 3 I Keflavik. Elina átti heima i mörg ár hér á landi, en er núna búsett I Finnlandi. Húr hefur sýnt hér áður, meðal ann- ars voru málverk eftir hana á sýningu I Eden i júni s.l. A þessari sýningu hefur Elina um 15 oliumálverk og þar að auki fjölda smámynda, sem einnig eru málaðar með oliu á striga. Fyrir- myndir málverkanna eru bæöi frá íslandi og Finnlandi. Á sýningunni I Keflavik eru einnig nokkur málverk eftir tvo aðra finnska listmálara. Juhani Tai- valjarvi og Kelervo Konster. Málverk eftir þá hafa oft veriö á sýningu hér á landi. Sýningin stendur dagana 22.-24. ágúst. Hún er opin frá kl. 14-22 á föstudag og laugardag, en á sunnudag frá kl. 16 til 23. Flest málverkin eru til sölu. Land- helgis- laga- brot Opið bréf til Ólafs Jóhannessonar, dómsmálardðherra, frá Markúsi B. Þorgeirssyni, skipstjóra Hafnarfirði ,,Með vinsemd ráöherra ætla ég að senda þér bréf eitt litiö, er fjallar um landhelgislagabrot og fleira er þau mál varða, og hvernig við tslendingar stönd- um að meðferð þeirra mála er varða okkur sjálfa. Eins og ég mun sýna fram á erum við hinn mesti bölvaldur á sviði rán- yrkjuframkvæmda oglagabrotd hvaö landhelgis- og friöunarlög- in varðar, og sú sorgarsaga hófst 1958 og viröist standa enn þá, ráðherra, — þvi miður i rik- um mæli. Upplýsingar, sem ég hef undir höndum, eru fengnar hjá fiskifræðingum og ráðuneyti þinu, dómsmálaráöherra. Þetta eru þvi heimildir, sem standa fyrir sinu, sanna okkar siðgæði og er öllum vansæmd að, sem að þvi standa. Frá 1. sept. 1958 til 1. sept. 1972 eru framin 760 landhelgis- brot innan 12 sjómilnamark- anna. tslenzkir skipstjórnar- menn eiga 700 þeirra, erlendir skipstjórnarmenn 60 þeirra. Dómsmálaráðuneytið hefur gefiö mér upplýsingar þar um, að innkomnar sektir af hálfu is- lenzkra skipstjóra til land- helgissjóðs væru greiddar rösk- ar 35 milljónir og fyrir 60 land- helgisbrot framin af útlending- um væru greiddar 10 milljónir. Hér er ekki talin upptaka á veið- arfærum og aflaverðmæti. Þetta er til 1. sept. 1972. Þarna má sjá i verki friðunaraögeröir og afrekaskrá viðreisnar- stjórnarinnar með þáverandi dómsmálaráðherra Jóhann Hafstein i broddi fylkingar á sviöi landhelgislagabrota. Þetta er saga þeirra mála og meöferö. Hefur hún verið sýnd hér með skýringardæmum á undan, og til viðbótar skal óskað eftir, og ég hef fullan hug á, aö fá frá þinni hendi, ráðherra, eða ráðu- neyti þinu upplýsingar þar um. Um áramót 1968—1969 eru is- lenzkir skipstjórnarmenn, sem brotið hafa þáverandi land- helgislög — og veröa þeirrar sæmdar og heiðurs njótandi undir merki þáverandi viöreisn- arstjórnar og þáverandi dóms- málaráðherra Jóhanns Haf- stein. Þá eru islenzkum skip- stjórnarmönnum gefnar upp sakir er hafa brotið landhelgis- lögin. Þvi spyr ég ráðherra: 1) Hvað voru þær landhelgis- sektir háar i krónutölu, sem rlk- issjóður gaf þarna eftir þessum aðilum, sem áttu ógreiddar landhelgissektir til rikissjóðs er sakaruppgjöf var framkvæmd? 2) Hvað kostaði rikissjóð i krónum réttarhöldin yfir land- helgisbrotaskipstjórum með dómsuppkvaðningu og skrif- stofu- og prentkostnaöi á dóms- skjölum? 3) Hvað hafa mörg landhelgisbrot verið framin a. af islenzkum skipstjórnar- mönnum á ráðherratið þinni? b. af erlendum skipstjórnar- mönnum? c. Hvað um réttarfarskostnað og annan dómskostnað, hvaö er hann I krónutölu? 4) Hvernig hefur verið staöið að innheimtu landhelgissekta i tið núverandi dómsmálaráð- herra? 5) Hvað nemur heildar-upp- hæð landhelgissekta hjá is- lenzkum skipstjórnarmönnum frá þvi að þessi mál lentu i þin- um höndum? 6) Hvað nemur heildarupp- hæð hjá erlendum skipstjórnar- mönnum á sama tima? 7) Hvað er há upphæð i dag útistandandi og óinnheimtar landhelgissektir hjá Islenzkum skipstjórnarmönnum. 8) Dómsmálaráðherra, eru möguleikar á þvi núna, aö Is- lenzkir skipstjórar geti fyrir rétti, er þeir hafa viðurkennt landhelgislagabrot, samþykkt vixla fyrir dómsskuld? Þá sé lausnin fundin, og siðan séu þeir "möguleikar fyrir hendi að guli skúffuliturinn falli á vixlana hjá viðkomandi embætti, er upp- kvað dóminn yfir sakborningi, og vixlarnir séu ekki greiddir eða innheimtir? Ég spyr, ráð- herra. Og nú tala menn sin á milli um það, að sakaruppgjöf sé framundan hjá landhelgis- lagabrjótum vegna útfærslu- dagsins 15. okt. 1975, þegar fisk- veiðilandhelgin veröur að nafn- inu til færð út i 200 sjómilur, þvi svo lengi sem erlendum fiski- skipum verða leyfðar undan- þágur I landhelgi, þá er hér að- eins um sýndarmennsku að ræða á sviði landhelgismála á tslandi i dag. Eru þessir mögu- leikar fyrir hendi, ráðherra? Ég spyr. Nú I dag er þessum málum þannig háttað, að maður litur varla svo I blað eða hlustar á út- varp eða sjónvarp, aö þar sé ekki verið að segja fréttir af landhelgisbrotum islenzkra skipstjórnarmanna og að þeir hafi verið teknir að ólöglegum veiðum innan núverandi land- helgismarka, — einn eða fleiri bátar á dag. Er ekki timi til kominn, ráðherra, aö beita þeim ákvæðum laga, sem fyrir eru, meira en gert hefur verið til að svipta þá skipstjóra réttind- um um tima, er staðnir eru að ó- löglegum veiðunv I landhelgi. Þetta er algeng regla erlendis, og þvi þá ekki að framkvæma þau lög, sem fyrir hendi eru hjá okkur I dag. Mitt áliter, að þessi mál leysist ekki fyrr en rétt- indasvipting fylgi hverju laga- broti og tukthúsdómur fylgi I kjölfar dómsuppkvaöningar, sem framfylgja ber strax við lagabrot. Þvi eins og nú horfir fer virðing fyrir lögum dvinandi meðal þjóðar vorrar á þessu sviði — sem öðrum i dag, við vaxandi óvinsældir almennings á núverandi stjórnarathöfnum. Þvi er það tómt mál að tala um lokun veiðisvæða, friðun á ung- viöi og fiskistofnum almennt, meðan virðing fyrir landhelgis- lögum er i lágmarki hjá þessum aöilum sem brjóta lögin, og framfylgja svq dómum þar að lútandi. Ég lit, ráðherra, á landhelgis- lögin sem eina dýrmætustu lagasetningu, sem þjóð vor býr við I dag, og dómsvaldið verður að gera þeim skipstjórnar- mönnum, sem ekki virða þau þaö ljóst, eins og ég hef sýnt hér fram á. Þessi raunasaga is- lenzkra skipstjórnarmanna er þjóðarsmán, og þeim aöilum vansæmd, sem að þvi hafa stað- ið. Og það er engin sæmd að þvi fyrir Islenzka skipstjórnar- menn, að vera búnir með all- flesta fiskistofna — undir vis- indalegu eftirliti fiskifræðinga vorra, með Jón Jónsson fiski- fræðing i fararbroddi, en hann hefur iðulega lýst yfir i viðtölum og greinum, að opna ætti Faxa- bugt helzt inn að Skúlagötu fyrir rányrkju veiðarfæra i hvaða mynd og formi sem er undir vis- indalegu eftirliti. Þetta er að gerast hjá okkur I dag og undan- farin ár, ráðherra. Allt frá fjöruborði út á dýpstu mið er rányrkjuplógurinn að verki i dag og sumir fiskifræðingar að vakna i starfi. Ég treysti þvi að af þinni hálfu verði nú þegar snúið við á þeirri óheillabraut, sem farin hefur verið til þessa. Þú sýnir fram á, með aðstöðu þinni sem æðsti maður dómsmála I þessum málum, og kennir islenzkum skipstjórnarmönnum, sem á þvi þurfa að halda, að virða land- helgislögin. Hvað varðar út- lendinga, þá skulum viö vona að háðung og meðferð landhelgis- lagabrota sé liðin tið, tilheyri fortiðinni.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.