Tíminn - 20.08.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.08.1975, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 20. ágúst 1975 TÍMINN Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Glsla- son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur f Aðalstræti 7, sfmi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 700.00 á mánuði. Blaðaprentlí.f. Viðræður við Breta Samkvæmt ósk brezku stjórnarinnar hefur það verið ákveðið, að viðræður hef jist bráðlega milli hennar og islenzku rikisstjórnarinnar i tilefni af útfærslu fiskveiðilögsögu Islands i 200 mflur. Sennilega hefjast þessar viðræður snemma i næsta mánuði. Þvi var lýst yfir af hálfu rikisstjórnarinnar, þegar reglugerðin um stækkun fiskveiðilög- sögunnar var gefin út i siðasta mánuði, að hún væri reiðubúin að ræða við þær þjóðir, sem hefðu hagsmuna að gæta i sambandi við útfærsluna úr 50 i 200 milur. Af hálfu þingflokks Framsóknar- flokksins hefur verið lýst yfir, að ekki sé óeðlilegt að veita þessum þjóðum nokkrar undanþágur i tiltekinn umþóttunartima á svæðinu, sem hin nýja útfærsla nær til, þ.e. milli 50 og 200 mflna. Þetta er i samræmi við afstöðu vinstri stjórnar- innar 1971, þegar hún hóf undirbúning útfærsl- unnar úr 12 milum i 50 milur. Þá var það eitt fyrsta verk hennar að bjóða viðræður um undan- þágur i stuttan tima á þvi svæði, sem útfærslan náði til. Þetta sama hafa aðrar þjóðir yfirleitt gert undir svipuðum kringumstæðum. Það liggur i augum uppi, að allt annað gildir um svæðið innan 50 milnanna heldur en svæðið, sem er milli 50 og 200 milnanna. Það er ekki hluti hinnar nýju útfærslu, heldur er það búið að vera hluti islenzku fiskveiðilögsögunnar i þrjú ár. Á þvi svæði hafa þær þjóðir, sem þess hafa óskað og hægt hefur verið að ná samningum við, haft umþóttúnartima i nær þrjú ár. í næsta mánuði eru t.d. liðin þrjú ár siðan samið var við Belgiu- stjórn. Bretar eru búnir að hafa þar umsaminn umþóttunartima i tvö ár þann 13. nóvember næst komandi, en áður höfðu þeir veitt ólöglega innan markanna i eitt ár. Þvi má segja, að þeir séu i reynd búnir að hafa þar þriggja ára umþóttunar- tima. Svæðið innan 50 milna markanna hefur svo al- gjóra sérstöðu, vegna þess að þar hefur verið um ótviræða ofveiði á þorskstofninum að ræða. 1 samræmi við það hefur oft verið bent á það hér i blaðinu að undanförnu, að þótt útfærslan i 200 milur sé stór áfangi i landhelgismálinu, sé það stærsta skrefið, sem stiga þurfi i landhelgisbar- áttunni á þessu ári, að draga úr veiðunum innan 50 mflna markanna og tryggja Islendingum þar forgangsrétt. Á þvi byggist það, að hægt verði að koma á nauðsynlegri friðun, án þess að skerða þurfi afkomu þjóðarinnar. Af hálfu Breta verður þvi vafalaust haldið fram, að þeir hafi takmörkuð not af veiðum við ísland, f ái þeir engar undanþágur innan 50 mflna markanna. Þetta er rétt að vissu marki. En Bret- ar verða jafnframt að gera sér annað ljóst. Það er ómótmælanlegt, að bæði þorskur og ýsa eru nú ofveidd innan 50 milna markanna. Heildaraflinn á þessum aðal fisktegundum þarf að minnka. Það er jafnframt augljóst, að vegna efnahagslegra ástæðna þarf afli íslendinga sjálfra fremur að aukast en hið gagnstæða. Það er orðin viður- kennd regla, hvað sem deilum um mörk fisk- veiðilögsögunnar liður, að strandrikið eigi að hafa algeran forgangsrétt, þegar draga þarf úr veiðum af friðunarástæðum. Þá eru það út- lendingarnir, sem verða að vikja. Sýni Bretar skilning á þessu atriði, ætti samkomulag að geta náðst, en annars ekki. -Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Efast um langlífi stjórnar Ahmeds Hún getur samt breytt valdahlutföllum í Asíu ENN hefur ekki fengizt greinileg mynd af þvi, hvernig stjórnarbyltinguna f Bangla- desh bar að höndum. Ýmislegt gæti bent til þess, að það hafi verið nánustu samstarfsmenn Mujibur Rahmans, sem stóðu að henni. Þannig hefur einn nánasti samherji hans frá upphafi, Khondakar Mushta- que Ahmed, tekið við embætti forsetans, og flestir ráðherrar úr stjórn Mujibur halda störf- um sinum ai'ram. Annað gæti hins vegar bent til þess, að herinn hafi átt aðalfrumkvæði að byltingunni, en telji hyggi- legt að láta samstarfsmenn Rahmans fara með völd um sinn. Reynslan sker úr þvi, hvor þessara skýringa sé réttari. Hitt eru flestir hins vegar sammála um, að það hafi orðið Mujiburaðfalli, aðhann reyndist álika illa fallinn til að fara með landstjórn og hann var vel fallinn til að vera leiðtogi i sjálfstæðisbaráttu. Hann var tvimælalaust i hópi snjöllustu áróðursmanna á sinum tlma, enda eins konar þjóðardýrlingur um skeið. Hins vegar gekk honum flest illa, þegar hann átti að fara að stjórna landinu. Að dómi kunnugra náði hann aldrei neinum tökum á stjórninni, en var þó svo ráðrikur, að enga ákvörðun mátti helzt taka án samþykkis hans. Jafnframt gerði hann sig sekan um að halda fram vinum sinum og ættingjum, en þeir notuðu þá aðstöðu til að skara eld að sinni köku, og Mujibur lét það ekki aðeins kyrrt liggja, heldur hélt verndarhendi yfir þeim. I Dacca hefur eftirfar- andi saga verið um nokkurt skeið á allra vörum, sem dæmi um stjórnarfarið: Lög- regluþjónn tók fasta tvo unglinga, sem urðu uppvisir að þjófnaði. Lögregluþjónninn spurði yfirmann sinn, hvað hann ætti að gera við þá. Sá spurði sinn yfirmann, og þannig gekk þetta koll af kolli, unz náðist I Mujibur sjálfan. Mujibur kallaði þá i konu sina og spurði: Eru Kamal og Jamal (svo heita synir þeirra) heima? Hún svaraði þvi ját- andi. Þá fyrst svaraði Muji- bur: Látið piltana i fangelsi. MUJIBUR hafði það sér til nokkurrar afsökunar, að sennilega er þáð óvinnandi verk að stjórna Bangladesh. Bangladesh er ekki mikið stærra en fsland, en ibúar eru 75-80 milljónir og fólksfjölgun óvíða meiri. Landbúnaðar- skilyrði eru að visu góð, en flóð, sem verða i miklum fljót- um, sem falla um landið, valda oft gifurlegu tjóni. í siðusta stórflóðinu, sem varð i nóvember 1970, er talið að um 300 þús. manns hafi farizt. Með áveitum og varnar- skurðum yrði vafalaust hægt að nýta landið miklu betur, en slikar framkvæmdir kosta meira en landsmenn hafa efni á. Iðnaður má heita enginn i landinu. Almenn fátækt er ' sennilega hvergi meiri en i Bangladesh, og algengt er, að fjöldi manns látist árlega vegna hungurs. Við þetta bættist, að styrjöld hafði geisað i landinu um nokkurt skeið, þegar Mujibur tók við völdum i árslok 1971. Efna- hagurinn var þvi enn verri en ella. Stjórnarkerfið var auk þess að miklu leyti úr sögunni, þvi að það hafði að mestu leyti Mushtaque Ahmed verið i höndum Vestur- Pakistana, sem voru nú reknir úr landi. Mujibur þurfti þvi að byggja það upp að nýju. Hann treysti þar mjög á kunningja og vini, eins og áður segir, en þeir misnotuðu aðstöðu slna. Á siðastliðnu ári upplýstist, að um 15% af hrlsgrjónafram- leiðslunni var smyglað til Ind- lands, þótt hungursneyð væri i landinu. Þetta leiddi til þess, að rétt fyrir siðustu áramót lýsti Mujibur hernaðarástandi I landinu, tók sér einræðis- vald, bannaði alla flokka, nema sinn eigin flokk og öll dagblöð, nema fjögur, sem töluðu máli stjórnarinnar og flokksins. Hins vegar fylgdu litlar aðrar breytingar I kjöl- farið og Mujibur sniðgekk her- inn meira og meira, þvi að hann vantreysti honum, en fól sérstakri öryggislögreglu, sem hann hafði stofnað sem mótvægi við herinn, þvl meiri völd. Þannig safnaði Mujibur glóðum að höfði sér á margan hátt, enda voru erlendir fréttamenn I Bangladesh farn- ir að spá þvi, að bylting gæti orðið þar þá og þegar. AF SVIPUDUM ástæðum virðast umræddir aðilar vantrúaðir á, að hinum nýja forseta muni takast nokkuð betur. Hann og flestir sam- starfsmenn hans eru svo ná- tengdir fyrrverandi stjórn, að menn eru fyrirfram vantrúaðir á, að honum farnist nokkuð betur en Mujibur. Þó má vera, að hann eigi eftir að sýna stjórnanda- hæfileika, sem enn hafa ekki komið i Ljós, vegna þess að hann hefur staðið i skugga Mujiburs sem var miklu lit- rikari persónuleiki. Hinn nýi forseti, Khondakar Mushtaque Ahmed, fæddist i Bangladesh 1918. Hann hefur lögfræðipróf frá háskólanum i Dacca. Arið 1942 gekk hann i flokk Gandhis, sem barðist fyrir sjálfstæði Indlands, og hafði sig svo mikið I frammi að Bretar settu hann i fangelsi 1946. Árið 1949 var hann einn af f jórum stofnendum Awami- flokksins, sem nii er eini flokkurinn i Bangladesh. Fimm árum seinna náði hann kosningu til þingsins i Pakistan. Þar hélt hann fram rétti Austur-Pakistana, sem hann sagði að væru hlunnfarnir af Vestur- Pakistönum, þótt þeir væru fámennari. Þetta bar litinn árangur, og 1964 sneru þeir Rahman og Ahmed sér að þvi að endurreisa Awamiflokkinn og settu honum einkum það markmið að koma á heima- stjórn i Austur-Pakistan. Af þessum ástæðum voru þeir settir i fangelsi 1966, og var haldið I sama klefa næstu tvö árin. Á meðan óx flokkur þeirra jafnt og þétt og i þing- kosningunum 1970 fékk hann hreinan meirihluta á þingi Pakistans. Stjórnin i Pakistan svaraði með þvi að kalla þingið ekki saman. Jafnframt lét hún fangelsa Mujibur og flytja hann til Vestur- Pakistans. Áður tókst honum þó að lýsa Áustur-Pakistan sjálfstætt riki, og gaf þvi nafnið Bangladesh. Jafnframt myndaði hann bráðabirgða- stjórn, og var Ahmed utan- rikisraðherra hennar. Ahmed komst til Indlands og stjórnaði sjálfstæðisbráttunni þaðan. Stjórnin i Pakistan hóf mikla herferð gegn fylgismönnum Awamiflokksins og leiddi það til þess, að Indland,. skarst i leikinn og gersigraði Pakistanherinn i Bangladesh. í árslok 1971 var Mujibur leystur ur haldi og hélt heimleiðis, og var honum fagnað sem þjóðhetju. Af óþekktum ástæðum lét hann Ahmed hætta störfum utan- rikisráðherra og skipaði hann vatnamálaráðherra, en undir það embætti heyrði umsjón með öllum áveitum og varnar- görðum i landinu. Siðar varð Ahmed viðskiptaráðherra, og féll öll utanríkisverzlun undir ráðuneyti hans. Hann hefur jafnframt verið varafor- maður Awamiflokksins. ÞAÐ HEFUR lengi verið opinbert leyndarmál, að Mujibur og Ahmed voru ósammála um utanrikis- stefnuna. Mujibur var fylgjandi nánu samstarfi við Indverja og Rússa. Ahmed hefur hins vegar lagt áherzlu á nána samvinnu við Araba- löndin og Bandarikin og jafn- vel Kina, en kalt hefur verið milli Banglnriesh og Kina. M.a. beittu Kinverjar neitunarvaldi i öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að hindra inngöngu Bangladesh i S.Þ., þangað til á siðastliðnu ári. Það hefur vakið athygli, að Pakistan varð fyrsta rikið til að viðurkenna nýju stjórnina i Bangladesh. Hins vegar hefur indverska stjórnin litið látið uppi um af- stöðu sina og bannað blöðum að ræða um hana að sinni. Það getur haft veruleg áhrif á valdahlutföllin .1 Aslu, ef Bangladesh veikir tengslin við Indland og Sovétrlkin og leitar aukins samstarfs við Pakist- an, Bandarikin og Kina. -Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.