Tíminn - 20.08.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.08.1975, Blaðsíða 8
TÍMINN Miðvikudagur 20. ágúst 1975 Miðvikudagur 20. ágúst 1975 TÍMINN H .T£S_7i?,*e,.«,rV VERÐUR NÆSTI „REYKJAVÍKURr FLUGVÖLLUR" ÁEYJUÍ SKERJAFIRÐI? (Jtsýn úr Hallgrímskirkjuturni yfir flugvallarsvæðið við Skerjafjörð. Næst okkur á myndinni eru byggingar Landspltalans. RÆTT VIÐ TRAUSTA VALSSON ARKITEKT, SEM KOMIÐ HEFUR FRAM MEÐ ÞESSA HUGMYND TRAUSTI VALSSON heitir ungur arkitekt i Reykjavik. Hann ætlar að spjalla hér við lesendur Timans urfi sitthvað, sem þeim mun þykja ekki ófróðlegt, en áður en lengra er haldið, er ekki úr vegi að spyrja Trausta um nám hans og störf — kynna hann lesendum blaðsins. «-* ••-¦ ¦ í f l ¦ Y 8'4 1» i,- "_¦,*... '"¦¦¦:i <?• ,«>« \ - :11-11(2.. K 'V »f""-»* X a^i \ ^jm-í u*m& **,4' mu;'•»* < i. ^- fA/. !(». ,| M\ - * *, m-^^eý^ ^ -. *!flk' \ ¦ /X... > ,.•''• • .u#*m>rriktiit* M '-"8.<i/;.-,X \ ' ', •'"¦¦./ VJ/ <_« if? í S,» 9,« ; . . -. \w , „ ¦ )0,»\f(f 3,f ** -'' % ¦¦> "lÉ ' '"'«#»,« % ^*** j y.jffi, JÍ"»UI»UA)IÍIÍ>01 '•¦, S ,¦"-/' *"^\fi, \\ •<¦ f / / ;> / "\ r-*$'á ¦ m i( -^ ; 'tó.V. •„ \ -;•' \, n» M,«' •x. í '--¦. ímiik! S>* U'H'« >S 8.» \ \ \y . \ ":LAy6A / +/(Ji/S?.« «5*' f ;--\HKYKt1AVlI\W,:, \ t ' ¦;, ' u<ts n R^jOfptmnaskoSf Blk. 4 í 4^» \ \ ¦* • * ¦ f 1 ','r<.f/.-.;r *»f#3 \ ' \ ' . •' I! !•' . ! ?/T£mS- m )°fa* /"* J. ¦ ' /JJI -¦¦¦/*:• 1 - . ' » \ , ¦•" i / '' . £ í/rV/ A (J/V/?* V" ¦ •' _*,•¦*, ' --' S/ • Lfí.VksLB!k.hv.agrlO'*?OmX'^ .¦^iJk'i-'A ^ | i. ; Óíkjáhiið , \^ -v__ ^Vw/««'- .. \ :>\ •^^•í ^10,0" **Ss»_. «í ^ Hðrsms'" • >r)tgr' \:-;V.r ¦ 'K^PÁVOGUR !V'\\ f4\ 'vvií « *-iifmTX1...t.. «4WftW \'\ /' , ( ESSK.*, €$VP@U# A þessu sjókorti af SkerjafirOi sést, hversu grunnur fjörðurinn er um miðbikið. — Hvar stundaðir þú nám þitt, Trausti, eftir að hinum óhjá- kvæmilega undiriáúningi hér heima var lokið? — Ég var i tækniháskólanum I Vestur-Berlln, i þeirri deild hans sem kennir sérstaklega „arkitektúr". NúorðiB er siðari hluta þessa náms skipt I fimm námsbrautir, og ég lauk námi I þeirri grein, sem heitir arkitektúr og borgar- skipulag. — Er starfsheiti þitt þá i rauninni skipulagsfræðingur? — Ég hef nú reyndar veigrað mér við að nota þetta orð, vegna þess að þekking á skipulagi er til sem framhaldsþrep I fjöldamörgum öðrum greinum, svo sem hag- fræði, landafræði og verkfræði. Auk þess er starfsheitið skipu- lagsfræöingur ekki viðurkennt á Islandi sem slfkt. Hins vegar er það rétt, að hér er um svolltið annað að ræða en venjulegt nám arkitekts. Við getum til bráða- birgða kallað hann skipulags- arkitekt, um þetta þurfa menn einfaldlega að koma sér saman, en að þvi er ég bezt veit, þá erum við aðeins tveir arkitektarnir, ég og Gestur Olafsson, sem höfum tekið slíkt próf. Störf hjá Þróunar- stofnun Reykjávik- urborgar — Hvenær komst þú heim frá námi? — Ég kom heim fyrir tæpum þrem árum og hóf þá störf hjá Þórunarstofnun Reykjavlkur- borgar, þar sem ég hef unnið siðan. — Hver hafa verkefni þln aöal- lega verið? — Ég hef fengið tvö verkefni, sem kalla má stór, auk margra minni háttar viðfangsefna. Fyrsta verkefnið, sem ég fékk i hendur var að semja frum- greinargerð um umhverfismál, sem áætlunin um umhverfi og útivist var slðar byggð á að veru- legu leyti. Annað aðalverkefni mitt hefur verið að fást við aðalskipulag þeirra svæða, sem eftir eru af byggilegu landi borgarinnar I norð-austurátt, að Korpu og Úlfarsfelli. — Hvað eru þessi verkefni langt á veg komin? — Þau munu verða lögð fram ásamt endurskoðuðu aðalskipu- lagi Reykjavlkur, sem væntan- lega sér dagsins ljós nú I haust. Þetta mun meðal annars fela I sér nýtingu landssvæða, og má i því sambandi nefna, að aðalibúðasvæðin munu verða fimm á Keldnaholti, Gufunessmel um, Geldinganesi, Korpúlfs- staðasvæði og Hamrahliðarlönd- um. Samtals mun verða þarna um fjörutiu- til fjörutiu og fimm þúsund manna byggð, auk miðbæjarsvæðis, stofnanasvæða og iðnaðar- og hafnarsvæða. Vaxtarverkir höfuð- borgarinnar — Hver telur þú aö séu megin- vandamálin I sambandi við fram- tiðarvöxt Reykjavikur? — Reykjavlk á við þau sérstæðu skilyrði aðbúa.að sjálft Atlants- hafið er á þrjá vegu, byggðin teygist fram á nes, og aðal- vandinn verður þvl, hvernig þétta megi byggðina, svo að vel fari. Mér fyrir mitt leyti finnst það eitt stærsta vandamálið, eins og nú standa •¦ sakir, að við skulum sóa dýrmætu byggingarlandi undir flugvöll, og það inni I miðri borginni. Eða hver myndi ekki fremur vilja byggja sér hús I Skerjafirði, við öskjuhllðina eða við Háskólahverfið heldur en uppi I Breiðholti. — Þú telur þá, að við ættum að losa okkur við Reykjavikurflug- völl þaðan sem hann er og breyta honum og svæðinu i kringum hann í fbúðahverfi? — Já, einmitt. Síöan ég for að gefa þessum málum gaum, hef ég litið á þetta atriði sem eitt stærsta málið I sambandi við framtlðar- skipulag Reykjavlkur. Við þetta bætist svo hitt sjónarmiðið, að flugvöllurinn er ekki á heppileg- um staðfrá tæknilegu sjónarmiði. Aðflug er yfir borg þar sem hús geta valdið hættu, og svo orsaka flugvélarnar hávaða og loft- mengun. Og þó er þetta ekki mikið núna, hjá því sem slöar mun verða. Áætlað er, að flugum- ferð muni fjórfaldast á næstu fimmtán til tuttugu árum, og ef flugvöllurinn verður þá enn þar sem hann er nú, má nærri geta hvort vandinn i sambandi við hann verður ekki orðinn marg- faldur miðað við það sem nú er. — En hvert á þá að flytja Reykja- vfkurflugvöll? — Það er eðlilegt að svo sé spurt, þvl að það mál veröur auðvitað að vera búið að leysa, áður en farið er að hrófla við vellinum. — Sumir hafa stungið upp á þvi, að allt innanlandsflug verði flutt til Keflavikur. Það tel ég afleita lausn, þvi að veður veldur oft þvl að ekki er hægt að fljúga hér innanlands á þeirri stundu, sem ætlað haföi verið, og þekkja það flestir, að oft eru farþegar boðaðir á flugvöllinn tvisvar eða jafnvel oftar vegna einnar ferðar. Ég held, aö flugfarþegum myndi hvorki þykja skemmtileg biðin I Keflavlk né sifellt ráp á milli Reykjavlkur og Keflavlkur i misjöfnum vetrarveðrum, þegar flugvellir Uti á landi eru sl og æ að lokast vegna veðurs. Þá hefur verið rætt um Kapelluhraun, sem hugsanlegan stað fyrir flugvöll. Einnig hefur verið talað um Álftanesið, en I fyrra hafnaði samgöngumála- ráðuneytið þeirri hugmynd. Ég skal taka fram, að ég er sammála peirri afstöðu, þvl að þótt tekizt hefði að leysa aðflugs- og mengunarvandamálin með þvl að hafa flugvöllinn á Álftanesi, heföi Við rætur öskjuhliðar er stórt, ónotað svæði, þár sem nú þegar væri hægt að hefja uppbyggingu, til dæmis rfkisstofnana. A myndinni sjást Flugturninn og Hótel Loftleiðir. Timamyndir Róbert. sá böggull fylgt skammrifi, að ekki hefði verið hægt að nota nesið, þ.e. um 800 hektara vegna hávaðasvæða undir Ibúða- byggð, sem annars verður að teljast mjög fýsilegt, þegar horft er til framtlðarinnar. Flugvöllur á eyju — sem enn hefur ekki verið bú- in til — Er það ekki rétt, að þú hafir stungið upp á þvl að gera eyju á Skerjafirðinum og hafa þar flugvöll? — Jú, það er nýr valkostur, sem mönnum virðist ekki hafa dottið I hug áður. Um þessa uppástungu fluttu þeir þingsályktunartillögu, Guðmundur G. Þórarinsson og Steingrlmur Hermannsson, en það var rétt fyrir þinglok, og tillagan hlaut ekki afgreiðslu á þvi þingi. — Eru ekki tæknilegir erf iðleikar á slikri framkvæmd? — Skerjafjörðurinn er mjög grunnur um miðbikið, dýpið er ekki nema tveir metrar til „jafnaðar og samkvæmt „grófri" kostnaðaráætlun yrði þetta land ekki miklu dýrara en það gang- verð sem ef á landi á höfuð- borgarsvæðinu núna, en það er um þúsund krónur hver fermetri. Þessi valkostur hefur það svo til slns ágætis fram yfir Alftanesið, aðhin svokölluðu „hávaðasvæði" yrðu öll innan fjarðarins, það er að segja yfir sjó, en það er glfur- lega mikið atriði. Þrjár aðflugs- leiðir af fjórum yrðu Hka yfir sjó, en aðeins ein yfir byggð, Eiðis- grandann, þar sem Reykjavlk er hvað mjóst. — Þú telur þetta þá skásta kostinn af þeim sem um er að ræða? — Já, það held ég að ég verði að segja. Vitanlega þarf að athuga þetta nákvæmlega, enda gerir þingsályktunartillagan sem ég minntist á hér að framan ráð fyrir þvi. Ein röksemdin til stuðnings þessari tillögu minni er sú, að mikill hluti þeirrar starf- semi, sem byggð hefur verið upp á Reykjavikurflugvelli, getur haldið áfram að fara fram þar, i tengslum við hinn nýja flugvöll. Fjarlægðin er ekki meiri en svo. — Og svo fengi Reykjavlk dýr- mætt svæði tii húsabygginga, þar sem nú er óbyggt svæði vegna flugsins? — Já, og það svæði liggur framúrskarandi vel við al- menningsvagnakerfi og hvers kyns þjónustu. Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir þvl, hversu miklu ódýrara er að reisa og reka hverfi, sem nálægt eru, og falla eðlilega að uppbyggðum borgarkjörnum. Um þetta mætti nefna: Vegna útþenslu byggðar- innar hefur strætisvagnakerfið orðið æ umfangsmeira og fjöldi ekinna kflómetra, á hvern far- þega hafur aukizt um 50% á ca. 10 árum, sem veldur um einnar milljón króna tapi á dag, og þetta er mest til komið vegna fjar- lægari borgarhverfa. Hálftóma barnaskóla, sem annað dæmi, má nýta a.m.k. fyrir framhaldsstigið og ekki spillir það að kennara- skóli, menntaskóli og háskóli og fjölbreytt Iþrótta- og útivistar- svæði eru I seilingarfjarlægð. Brú yfir Skerjafjörð — Yrði þessi lausn ekki dýr? — Sllk spurning er mjög afstæð. Til þéss að geta svarað henni svo viðhlltandi sé, þarf nákvæman samanburð margra og óllkra at- riða. í fyrsta lagi þurfum við að géra okkur ljóst, að hér er I raun og veru um skipti á landi að ræða. Úti I Skerjafirði yrði „búið til" jafnstórt land og Reykjavlkur- flugvellur stendur á núna. í annan stað yrðu þessi nýju byggingasvæði, eins og við tæpt- um á áðan, miklu ódýrari I rekstri og uppbyggingu fyrir borgina en állka stór svæði „utan" borgar- innar. Auk þessa eru þessi svæði miklu eftirsóknarverðari og ódýrari t.d. I bllarekstri fyrir borgarana. — Táknar ekki þetta, að maður sem byggir sér hús, þar sem Reykjavikurflugvöllur stendur nú, eignist miklu verðmætari eign, en sá sem byggir fyrir ofan Elliðaár? — Jú, þetta er vitanlega alveg hárrétt. Staðarvalið eitt hefur I sér fólgin glfurleg verðmæti, þó ekkert væri annað. Þessi verðmæti dreifast að sjálfsögðu til þeirra, sem þar eignast hiis og ibúðir en mér finnst ekki að sú eignaaukning eigi aö falla mönn- um I skaut fyrirhafnarlaust og án tilverknaðar þeirra sjálfra — að- eins af þvi aö þeir hafa fengið lóðir á þessum stað — heldur tel ég að leggja eigi sérstakan skatt á þessar lóðir og nota það fé svo til almannaþarfa. Sé við þetta miðað, má reikna með miklu meiru en þúsund krónum á fer- meter. — Kostar ekki hugsanlegur flug- völlur úti f miðjum Skerjafirði mikla brúargerð, eða verður eyjan iandföst? — Jú, auðvitað þyrfti brú eða vegaruppfyllingu mestan hluta leiðarinnar. En hér kemur til annað, sem menn ættu ekki að loka augunum fyrir: Mjög verður að teljast liklegt, að Skerja- fjörður verði brúaður fyrr eða slðar, hvort sem nokkur flug- völlur verður gerður á firðinum eða ekki. Eðlilegt er að mönnum vaxi I augum kostnaðurinn við sllka brúargerð, en að þvl ber að gæta, að hún gæti sparað glfurlegar framkvæmdir við stækkun Hafnarfjarðarvegar Nú þegar eru komnar fimm til sex hundruð milljónir aðeins I þann hluta Hafnarfjarðarvegar, sem liggur I gegnum Kópavog, og hvað mun þá, fyrir Kringlumýrarbraut og Hafnarfjarðarveg alla leið til Hafnarfjarðar? — En er samt ekki nokkuð langt þangað til að b úá Skerjafjörð verður knýjandi nauðsyn? — Hún er það ekki alveg þessa stundina, en þó dylst engum, sem ' það sér að bflaeign og bllaumferð er orðin gifurlega mikil hér, ekki sizt á Hafnarfjarðarveginum. Þaöerfyrstþegar byggð á Alfta- nesi er orðin véruleg, sem teljast verður nauðsynlegt að brúa Skerjafjörð. Alftanesi búi tlu þúSundir manna. Við skulum einnig gera ráö fyrir þvl, að hver þeirra þurfi einu sinni á dag til Reykjavikur. Með þvi að gera brú yfir Skerjafjörð styttist vegalengdin sem þeir þurfa að aka um fimm kilómetra, og ef hver ekinn kílömeter kostar fimmtán krónur I bensini, ollu og bflsliti, þa sparar brúin hvorki meira né minna en þrjii hundruð milljónir króna á ári, eða þrjá milljarða á tiu árum. — En ef Skerjafjörður yrði brúaður, táknar það þá ekki mikla og skyndilega hækkun á jarðaverði á Alftanesi? — Jú, á þvl er enginn efi, þvl að þá hefur leiðin þangað stytzt um helming eða jafnvel tvo þriðju, eftir þvl hvar á nesinu er. Um veröhækkun á landi á nesinu geta menn auðvitað búið sér til dæmi ef þeir vilja. Við getum sagt, að Alftanesið sé um þúsund hektara að stærð, sem er mjög nærri lagi. Ef við gerum ráð fyrir aö um fimm hundruð hektarar færu undir byggð, lóðaverð hækkaði um þrjú hundruð krónur á hvern fermetra, þá næmi þessi hækkun samtals um hálfum öðrum milljarði. Hér myndi þaö sem sagt gerast, ennþá einu sinni, að framkvæmdir hins opinbera verða til þess að raska verðlagi á fasteignum —I þessu tilviki landi — sem liggur nærri athafna- svæðinu. Þegar það gerist, aö opinberar framkvæmdir skapa þannig skyndilega verðmæti, sem ekki voru áður fyrir hendi, tel ég að þvi fé eigi að verja til þessara framkvæmda, en að það verði ekki til þess að skapa óeölilcgan skyndigróðaörfárramanna. -VS. Trausti Valsson arkitekt sýnir á korti, hversu stór hluti úr Reykjavik flugvallarsvæðlð er.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.