Tíminn - 20.08.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 20.08.1975, Blaðsíða 13
Miövikudagur 20. ágúst 1975 TÍMINN 13 Hleðslutæki 6 og 12 volt Ohm-mælar Amper-tangir Sýru-mælar Bifreiða-mælar MV-búðin Suðurlandsbraut 12 Simi 85052 Auglýsid íTímanum Hvað verður bannað næst? Guðjón V. Guðmundsson skrifar: ,,Sá fáheyrði atburður átti sér nýlega stað að nokkrir Is- lendingar skutu máli sinu til mannréttindadómstólsins, já hér uppi á íslandi árið 1975. t landinu, sem mest gumar af lýðræðisást og sjálfsögðum mannréttindum, hefur það gerzt að fámennur hópur manna, sem vill eiga hunda, honum er synjað um það. I öllum löndum þykir það sjálfsagt, að fólk sem vill fái að hafa hjá sér hundá, nema á íslandi. Nokkrir þéttbýliskjarnar hafa með-semingi leyft hundahald og þá gegn háu gjaldi, en þessir sömu staðir eru þá nú þegar farnir að draga i land i þessum efnum, þannig að stefnt er að þvi, að útrýma hundinum úr þéttbýli. Það er alveg stórfurðulegt sem sést hefur á prenti eftir þá menn sem andvigir eru hunda- haldi. Þeir sjá glefsandi og gól- andi varga og ekki má gleyma skitnum i tonnatali og hinum geigvænlegu sjúkdómum, er dýr þessi eiga að bera með sér, svo fari fólk stundum illa með dýrin. Þetta er aðeins smásýnishorn af þessum gegndarlausu of- stækisskrifum. Æsingurinn er yfirleitt svo mikill, að þeir sem heldur eru úti i storborgum heimsins með hugann, oftast er það New York, er þeir tala um. Væri nú eitthvað hæft i staðhæfingum þeirra um ástandið þar i sambandi viö hundahaldið, og allan þann óþrifnað og alla þá sjúkdóma, þá ættu að geisa i borginn alvar- legar drepsóttir hvorkimeira né minna! En sem betur fer er um ekkert slikt að ræða og þvi augljóst að þeir fara ekki með rétt mál. Okkur hundaeigendum á hinu svoneinda Stór-Reykjavikur- svæði er vel ljóst að viða er- lendis er hundahald komið út i öfgar. Þar eru alltof margir sem hafa hunda, enda þótt þeir hafi ekki nokkra aðstöðu til þess. Þess vegna viljum við strangt aðhald og eftirlit hér hjá okkur, — takið eftir það erum við sjálfir hundaeigendur, sem förum fram á slikt. t fyrsta lagi, að viðkomandi geti hugsað veí um hundinn sinn, hafi sem sagt góða aðstöðu til þess, þá ekki siður dýralækniseftirlit með heilbrigði dýranna, og siðast en ekki sizt, að þau valdi ekkí óviðkomandi fólki ónæði. Svo segja andstæðingar okk- ar, að við viljum bara njóta þessa fyrir okkur að hafa þá ánægju sem hægt er að hafa af hundum, en hvort einhver annar verður fyrir óþægindum eða ónæði það skipti ekki máli. Þeir sem ekki virtu i reynd þessar reglur fengju sekt og viðvörun, og við endurtekið brot yrðu þeir sviptir leyfi til að mega hafa hund. Þeir sem vilja hafa hunda, gera það végna þess að þeim þykir vænt um þessi dýr, og þegar fólki þykir vænt um eitthvað, þá er það gott við það. Þess vegna hefur enginn hunda- vinur hjá sér hund, sem geltir i tima og ótima, slikum hundum hefur ekki verið sinnt i uppvext- inum, þess vegna er fráleitt að við, sem teljum okkur hunda- vini, höfum slika hunda hjá okk- ur. Enginn sanur hundavinur lokar heldur hundinn sinn saman inni i kjallara, en um það er okkur meðal all.s annars brigzlað. Séu þeir til er þetta gera — og annað i þessum dúr — þá eru þetta ekki menn, sem vænt þykir um dýrin og ill- skiljanlegt hvers vegna þeir hinir sömu eru með dýr nema ef vera skyldu þá andstæðingar hundahalds til þess eins að reyna að sverta okkur hin. Ég trúi að minnsta kosti flestu á andstæðinga okkar i þessum efnum eftir skrifum þeirra að dæma.” Sjötíu sinnum iviku Sjötíu sinnum í viku hefja þotur okkar sig til flugs í áætlunarferö, samkvæmt sumaráætlun til 12 staða í Evrópu og Bandaríkjunum. Þessi mikli ferðafjöldi þýðir það, að þú getur ákveðið ferð til útlanda og farið nær fyrirvaralaust. En það þarf talsvert til að þetta sé mögulegt. Það þarf traust starfsfólk og góöan flugvélakost. Við höfum hvort tveggja. Við höfum 2 Boeing og 3 DC8 þotur, og 1600 starfsmenn, marga með langa og gifturíka reynslu að baki, í þjónustu okkar, Starfsfólk okkar hefur ekki aðeins aðsetur á Islandi. 500 þeirra starfa á flugstöðvum og skrifstofum okkar í 30 stórborgum erlendis. Hlutverk þess er að greiða götu þína erlendis. Ætlir þú lengra en leiðanet okkar nær, þá er ekki þar með sagt að við sleppum alveg af þér hendinni, þá tekur ferðaþjónusta okkar við, og skipuleggur framhaldið í samvinnu við flest flugfélög heims, sem stunda reglubundið flug, og fjölda hótela. Þegar þú flýgur með vélum okkar, þar sem reyndir og þjálfaðir flugmenn halda um stjórnvölinn, og þér finnst að þú sért að ferðast á áhyggjulausan, þægi- legan og öruggan hátt, þá veistu að það er árangur af samstarfi alls starfsfólks okkar, sem á einn eða annan hátt hefur lagt hönd á plóginn til þess að svo mætti verða. flucfélag L0FTLEIBIR ÍSLAJVDS Stórt fyrirtæki i Reykjavik óskar að ráða nú þegar einkaritara framkvæmdastjóra. Starfið krefst góðrar menntunar- og tungumálakunnáttu, ásamt starfsreynslu á þessu sviði. Umsóknir með upplýsingum um fyrri störf, sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 25. þ.m. merkt „september 1863.” CRED A-ta uþurrkarinn er nauðsynlegt hjálpartæki á nútimaheimili og ódýrasti þurrkarinn i sinum gæðaflokki. Fjórar gerðir fáanlegar. Ennfremur útblástursbarkar f/Creda o.fl. þurrkara. Veggfestingar f/Creda T.D. 275 þurrkara SMYRILL Armúla 7. — Simi 84450.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.