Tíminn - 22.08.1975, Qupperneq 1

Tíminn - 22.08.1975, Qupperneq 1
Landvélarhf ciiueit TARPAULIN RISSKEMMUR HFHÖRÐVR GUNNARSSON SKULATÚNI 6 - SÍMI (91)19460 I UNIR FYRRI DÓMINUM EN HEFUR ÁFRÝJAÐ ÞEIM SEINNI OÓ-Reykjavík. Kristinn Sigurösson, skipstjóri á Gullfaxa SH-125 var í fyrrinótt dæmdur i tveggja mánaða varðhald og 300 þúsund kr. sekt til iandhelgissjóðs, og afli og veiðarfæri gert upptækt. S.l. mánudag var sami maður dæmdur I eins mánaðar varðhald og 200 þúsund kr. sekt fyrir landhe'Igisbrot. Þarf hann því að greiða samtals 500 þúsund kr. í sektir og sitja inni I þrjá mánuði fyrir ólöglegar veiðar á Breiðafirði. Jón Magnússon, fulltrúi sýslumanns i Snæfells- og Hnappadalssýslu kvað upp dóminn. Kristinn sagði Timanum i gær, að hann yndi ekki þessum málalokum og þvi hafi hann strax að dómsuppkvaðningu lokinni áfrýjað dómnum til Hæstaréttar. Kristinn sagðist aftur á móti una fyrri dómi sinum. Það var varðskipið Árvakur, sem tók Gullfaxa i seinna skiptið. Sagði Kristinn, að hann hefði verið að veiðum i hólfi, sem togveiðar eru leyfð- ar I, og hafi hann verið I hólfinu alla nóttina, og varðskipið skammt þar frá og fylgzt með bátnum, og hafi það siðan tekið hann kl. 7 að morgni, og kveðst Kristinn hafa véfengt fyrir réttinum, aðhann hafi ekki verið i hólfinu. Sagði hann hólfin, sem leyft væri að veiða i á Breiðafirði vera afmörkuð af mönnum, sem enga þekkingu heföu á staðháttum og veið- um á Breiðafirði, og erfitt væri að sætta sig við þessa takmörkun á sjó- sókn á Breiðafirði. Sagði Kristinn að Landhelgisgæzlan hundelti tog- bátana á þessum slóðum. Bænda- ferðin til Kanada 3» > O y ' ": ■ ' ’ ' ' 'v HÆSTI EINSTAKLINGURINN GREIÐIR MILLJÓN í Viglundur Jónsson Hún heitir Indiana, og hún er ein af ótal ungum og falleg- um stúlkum, sem hafa undanfarna daga verið að vinna við uppsetningu Al- þjóðlegu vörusýningarinnar, sem verður opnuð i Laugar- dalshöllinni I dag. Við Tima- menn rákumst á hana, þar sem hún var i óða önn að lit- skreyta flaggturn utan við höllina, og brosti til okkar I kapp við sólskinið. Timamynd: GE. OPNA SKATTA Á MÁNUÐI BH-Reykjavik. — Ég get ekki sagt, að þessi álagning hafi komið mér á óvart. Ég var búinn aö reikna með þvi að fá mikla skatta. Það höfðu verið litlar af- skriftir og mikil framleiösla hjá mér, og ég rek þetta sem einstak- lingsfyrirtæki, svo að ég mátti vita þetta. Þannig komst Viglundur Jóns- son, útgerðarmaður og saltfisk- verkandi i ólafsvik að orði, þegar Timinn hafði samband við hann i gær, þegar ljóst var, að af ein- staklingum greiðir Viglundur Jónsson hæsta skatta ailra ts- lendinga, röskar 10 milljónir króna. — Ég var með tvo báta, sagöi Viglundur, Stapafell og Fróða. Fróða fékk ég nýjan frá Slipp- stöðinni á Akureyri I vetur, og það er ágætis bátur. Stapafellið er orðið gamalt og engar afskriftir lengur af þvi, svo að ég verð að fara að selja það. Nú, umsvif voru þó nokkur, aðallega byggingar, sem eru enn sáralitlar afskriftir af. Það eru þetta 20-40 manns I vinnu hjá mér. Við spyrjum Viglund að þvi, hvenær ,,ævintýrið mikla” hafi byrjað hjá honum. — Ja, það má segja, að ég hafi byrjað með bát 1938, við bræðurn- ir höfðum verið með bát saman áður, en ég eignaðist 14 tonna bát þá, — var þá búsettur á Arnar- stapa, en fluttist til Ólafsvlkur 1941. Ég hef verið með ýmsa báta slðan. — En ert þú nú alveg kominn I land? — Já, ég er búinn að vera i landi seinustu árin. Það er svoddan umstang við þetta, og svo er maö- ur orðinn hálflatur. Það er erfitt að eiga við þetta — en það er llka erfittaö drága saman seglin, þeg- ar maður er kominn út I þetta á annað borð. Góðar vonir um að Aust- og Vest- firðingar fói byggingarefní úr sjó Gsal-Reykjavik — Austfirðinga og Vestfirðinga hefur tilfinnan- lega skort byggingarefni, bæði til gatnagerðar og húsagerðar, — og hefur oft þurft að sækja efni um langan veg, sem hefur aftur á móti þýtt mikinn auka- kostnað við framkvæmdir. Rannsóknarstofnun byggingar- iðnaðarins hefur aðallega á sið- ustu tveimur árum unnið að steinefnarannsóknum I þessum landsfjórðungum, með það að aðalmarkmiöi, að finna nýtan- leg steinefni tii húsa- og gatna- gerðar I sjó, en steinefnataka úr sjó hefur gefið góða raun. Rann- sóknum þessum er ekki iokið, cn að sögn óttars P. Halldórs- sonar, yfirverkfræðings hjá rannsóknarstofnuninni eru tals- verðar likur á þvi, að hægt verði að nýta steinefni úr sjó I mun meira mæli hér á landi en gert hefur verið, þ.á m. bæði á Aust- fjörðum og Vestfjörðum. Óttar kvað þessar steinefna- rannsóknir hafa verið á dagskrá rannsóknarstofnunarinnar i fjöldamörg ár, en á siðustu tveimur árum hefðu þær verið teknar upp að nýju vegna breyttra þarfa á þessu sviði, s.s. aukinna framkvæmda við gerð varanlegs slitlags á götum, — sem ekki hefði þekkzt fyrr á árum, og nýrrar tækni við bygg- ingagerð, og vinnslu byggingar- efnis. — Hvað Austfirði og Vestfirði áhrærir hefur leit okkar að steinefnum einkum beinzt að steinefnatöku úr sjó, en i þess- um landsfjórðungum, sem búa við erfiða fjallvegi, er sjóleiðin miklu þægilegri, auk þess sem steinefnataka úr sjó er ákaflega hentug vinnsluaðferð, sagði óttar. I sumar hefur rannsóknar- stofnunin i samvinnu við Haf- rannsóknarstofnunina leitað að hentugum steinefnum i sjó á Austfjörðum og Vestfjörðum og nú um þessar mundir er verið að vinna úr þeim sýnum hjá rannsóknarstofnuninni. — Skortur á nothæfum bygg- ingarefnum I þessum tveimur landsfjórðungum er mikill, sér- staklega þó á Austfjörðum, sagði Óttar, og nefndi að mikil vandræði hvað þetta snerti væri á Neskaupstað, Seyðisfirði, Fáskrúðsfirði og fleiri stöðum. — Ég býzt við að hjá mörgum hafi byggingarefnið orðið mjög dýrt, vegna þess hve þurft hefur að sækja það um langan veg og það er staðreynd að menn hafi sumir hverjir freistazt til að slaka á kröfunum og taka efni, sem kannski er ekki nægilega gott, sagði óttar. — Já, það virðist allt benda tií þess, að það megi finna ágæt steinefni i sjó, bæði i flóum og fjörðum, hér á landi, sagði Óttar. Hægt er að finna ágætar stein- efnanámur til húsa- og gatna- gerðar á nokkrum stöðum á Vestfjörðum, að sögn óttars, en hann sagði að Vestfirðingar þyrftu hins vegar margir hverj- ir að aka með steinefnin langan veg að ákvörðunarstað. Nefndi Óttar dæmi frá Patreksfirði, þar sem kostnaður við að flytja sjálft byggingarefnið hefði numio u.þ.b. tjórföldum kostn- aði miðað við Reykjavikur- svæðið. Að lokum sagði Óttar, að það þyrfti að huga meira aö stein- efnatöku úr sjó, því að minnsti kostnaður væri þvi samfara, og hægt væri að vinna þau þannig i stórum stíl. — Sanddæluskipin eru að visu dýr, sagði hann en ég hygg að það væri mjög hag- kvæmt að sveitarfélögin tækju sig saman og keyptu slik skip. Enginn sérstakur hörgull er á nothæfu byggingarefni á Norðurlandi og ástandið er vel við unandi sunnanlands. Ekki er ljóst hvenær þessum steinefnarannsóknum á Aust- fjörðum og Vestfjörðum muni ljúka.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.