Tíminn - 22.08.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.08.1975, Blaðsíða 9
Föstudagur 22. ágúst 1JI75 TÍMINN 9 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Glsla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Áskriftargjaid kr. 700.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Andstæðingur öfgastefna Þótt Framsóknarflokkurinn hafi verið i rikis- stjórn bæði með Sjálfstæðismönnum og kommúnistum, hefur hann aldrei farið dult með það, að hann er andstæður bæði ihaldsstefnunni og kommúnismanum, og er i reynd aðalandstæðingur beggja þessara stefna hér á landi. Þetta byggist á þeirri einföldu staðreynd, að flokkur, sem vinnur á þróunargrundvelli að margvislegum þjóðfélags- umbótum, vinnur bezt gegn ihaldi og kommúnisma. Hann eyðir þeim jarðveg, sem skapar öfgastefnum mesta möguleika. Það er höfuðmisskilningur að telja ihaldsflokk mestan andstæðing kommúnistaflokks, eða kommúnista- flokk mestan andstæðing ihaldsflokks. Þvert á móti hjálpa slíkir flokkar oft hve öðrum. Ranglát ihaldsstefna skapar jarðveg fyrir kommúnisma. Hávaðasamur kommúnistaflokkur skapar hins vegar jarðveg fyrir öfgafulla ihaldsstefnu, eins og sýndi sig i Þýzkalandi á árunum 1928-’33. öfga- stefnum verður bezt haldið i skefjum með þvi áð beita úrræðum hófsamra vinstri flokka og umbótasinnaðra miðflokka. 1 hópi slíkra flokka hefur Framsóknarflokkurinn verið, auk þess sem hann hefur beitt sér meira fyrir byggðastefnu og valddreifingarstefnu en slikir flokkar hafa gert annars staðar. Af þessum ástæðum hefur hann verið og er höfuðandstæðingur öfgastefna á Is- landi, hvort heldur sem þær flokkast til hægri eða vinstri. Þegar litið er yfir þróun islenzkra stjórnmála siðan núverandi flokkaskipan kom til sögunnar, sést glöggt hve mikil áhrif Framsóknarflokkurinn hefur haft i þá átt að draga úr viðgangi öfgastefna. Hér hefur ekki skapazt það kerfi hins blinda kapitalisma, sem aðeins styður þann sterka, en fótumtreður litilmagnann, en vissulega hefur ýmsa dreymt um það skipulag hér á landi. Hér hefur enn siður komizt á hið ófrjálsa kommúnistiska skipulag, er ræður rikjum i Aust- ur-Evrópu, en það hefur verið og er draumur ýmissa stjórnmalaleiðtoga hérlendra. Svo sterk hafa þessi áhrif Framsóknarflokksins verið, að allir aðrir flokkar hafa færzt mjög verulega frá hinni upprunalegu yfirlýstu stefnu sinni og gengið — a.m.k. i orði — meira og minna til móts við sjónarmið Framsóknarflokksins. Þess vegna heyrist nú oft sagt, að erfitt sé að finna mun á stefnu flokkanna. Stefna Framsóknarflokksins hefur reynzt sigildasta stefnan, og þess vegna hafa aðrir flokkar reynt að tileinka sér ýmsa þætti hennar, svo sem byggðastefnuna. Af framangreindum ástæðum er það rétt, að oft er erfitt að gera mun á afstöðu flokkanna. En þetta má samt ekki villa neinn. Innst inni fylgja flokkarnir meira og minna hinni upphaflegu stefnu sinni, þótt þeir segi annað i orði. Þess vegna verður að taka slikum stefnuyfirlýsingum með varúð. Sá boðskapur, sem Framsóknarflokkurinn hóf að flytja fyrir meira en hálfri öld, um byggða- stefnu, samvinnu og jöfnuð, átti mikið erindi til þjóðarinnar þá. Hann á þó enn meira erindi til þjóðarinnar nú. Hann er i fyllsta samræmi við kröfur og þarfir samtimans og framtiðarinnar. Með þvi að efla og styrkja þessi sjónarmið, verður öfgastefnum bezt haldið i skefjum, en þær biða sins tækifæris, ef eitthvað ber af leið. ERLENT YFIRLIT Sigrar Soares eða Cunhal? Eða ryður Cunhal fasistum brautina? STAÐAN i portúgölskum stjórnmálum heldur áfram að vera óljós, og næsta erfitt er að spá þvi á þessu stigi, hver endanleg úrslit verða. Eins og er virðist baráttan standa milli fjögurra afla, en þó mest milli tveggja. Fyrst þessara afla er að nefna sósialdemo- krata og alþýðudemokrata, sem fengu samanlagt yfir 60% atkvæða i þingkosningunum i vor og mynda eins konar mið- fylkingu, sem stefnir að sósialdemokratisku þjóð- skipulagi. Til vinstri við þessa miðfylkingu eru tvö öfl, ann- ars vegar kommúnistar, sem hafa komið sér vel fyrir innan verkalýðshreyfingarinnar, og hafa þvi meiri áhrif en at- kvæðafylgi þeirra i þingkosn- ingunum gæti bent til, og hins vegar Maóistar og ýmsir rót- tækir smáflokkar, sem virðast nú helzt hallast að Carvalho, yfirmanni öryggissveitanna. Til hægri við miðfylkinguna eru svo ýmis meira og minna leynileg samtök hægri afl- anna, sem enn hafa ekki feng- ið tækifæri til að koma form- lega fram i dagsljósið, en gætu átt eftir að reynast býsna sterk, ef rikjandi óöld héldist til lengdar i Portúgal. Sá að- súgur, sem gerður hefur verið að bækistöðvum kommúnista að undanförnu, er vafalitið runninn undan rifjum þessara afla. FRAM til þessa hafa aðal átökin verið milli sósialdemo- krata, undir forustu Soares, og kommúnista, undir forustu Cunhals. Cunhal hefur i sam- vinnu við róttæka herforingja, eins og Goncalves forsætis- ráðherra, unnið markvisst að þvi að grafa undan sósial- demokrötum, og jafnframt .stefnt að þvi að koma á kommúnistisku skipulagi, hliðstæðu þvi, sem er i Austur- Evrópu. Honum varðum skeið svo vel ágengt, að sósialdemo- kratar töldu sig tilneydda að fara úr rikisstjórninni, þegar þeir fengu ekki að gefa út áfram aðalblað sitt, en það höfðu kommúnistar látið prentara stöðva. í höfuðdrátt- um virðist Cunhal hafa fylgt sömu stefnu og kommúnistar fylgdu i Þýzkalandi, þegar Hitler var að brjótast til valda. Þá töldu kommúnistar, að sósialdemokratar væru aðalstoð og stytta auðvaldsins, og þvi skipti öllu máli að út- rýma þeim. Þetta sundurlyndi milli kommúnista og sósial- demokrata átti sinn meginþátt i þvi að ryðja Hitler brautina. Hitler hefði sennilega aldrei komizt til valda, ef umræddir tveir flokkar hefðu staðið saman gegn honum. Það virö- ist vera að sannast nú i Portú- gal, eins og i Þýzkalandi fyrir 40-50 árum, að lýðræðisstefnu sósialdemokrata og einræðis- stefnu kommúnista er ekki hægt að samþýða, og að sam- starf sósialdemokrata og kommúnista i einum flokki eða einni fylkingu sé útilokað, þótt þessir flokkar kynnu að geta staðið saman að rikis- stjórn um stund, meðan unnið væri að verkefnum, sem ekki snertu hinn djúpstæða hug- myndaágreining þeirra. ÁTÖKIN milli sósialdemo- krata og kommúnista hafa orðið þess valdandi, að öfga- öflin lengst til vinstri og hægri hafa fengið frjálsari hendur en ella. Maóistar og ýmsir smá- flokkar til vinstri hafa færzt i aukana, og jafnframt hefur Carvalho getað látið meira á sér bera. Hann læzt vera þess- um flokkum að ýmsu leyti sammála, en stefnir þó vafa- litið fyrst og fremst að per- sónulegu einræði. Hægra meg- in hafa svo ýmis leynisamtök komið meira fram i dagsljósið og hagnýtt sér andúðina á kommúnistum til þess að skipuleggja árásirá bækistöðv- ar þeirra. Það verður vafa- laust vatn á myllu þessara afla, ef núverandi upplausnar- ástand helzt áfram. Svo gæti þvi farið, að kommúnistar ryddu fasismanum braut i Portúgal, alveg eins og i Þýzkalandi forðum. Það hefur aukið á upplausn- ina, að herforingjarnir hafa verið margklofnir i afstöðu sinni. Hinir frjálslyndari for ingjar, undir forustu Antunes, fyrrverandi utanrikisráð- herra, hafa tekið svipaða af- stöðu og sósialdemokratar, en hinir hafa skipzt milli Gon- calves og Carvalhos. Gomes forseti virðist heldur hallast á sveif með frjálslyndari öflun- um. Eins og nú horfir, virðist liklegast, að Goncalves verði að láta af völdum sem for- sætisráðherra, en hinsvegar er óséð, hver tekur við. Ef til vill taka kommúnistar, sem hingað til hafa stutt Gon- calves, þann kost að reyna að fylkja liði um Carvalho. Gomes forseti mun hinsvegar helztvilja mynda stjórn á sem breiðustum grundvelli. ATVIKIN, sem eiga sér stað i Portúgal, geta átt eftir að hafa veruleg áhrif á sambúð rikja i Evrópu. Vitað er, að Rússar hafa veitt kommúnist- um verulega fjárhagslega að- stoð, en þó sennilega ekki meiri en sósialdemokratar i Vestur-Evrópu hafa veitt flokksbræðrum sinum i Portú- gal. Bandarikjamenn hafa sennilega til þessa ekki verið með aðra ihlutun en þá, sem þeir hafa haft beint við portú- gölsk stjórnarvöld. Astæðan er sú, að það myndi gera illt verra og veikja málstað lýð- ræðissinna i Portúgal, ef sá grunur kæmi upp, að CIA væri farin að skipta sér af málum i Portúgal. Margir áhrifamiklir bandariskir þingmenn hafa lagt áherzlu á að CIA kæmi þarna hvergi nærri. Þeir bandariskir stjórnmálamenn, sem eru skoðanabræður Sol- senitsyns og andvigir bættri sambúð við Sovétrikin, hafa hinsvegar notað það mjög i áróðri sinum, að Rússar vinni að þvi að koma á kommún- isma i Portúgal. Það yrði áreiðanlega mikið vatn á myllu þessara manna, ef kommúnistar sigruðu i Portú- gal. Þess vegna hafa bæði Ford og Kissinger hvatt Rússa til að blanda sér ekki i innan- landsmál Portúgals, ef þeir hafi raunverulega áhuga á að vinna i anda Evrópuráðstefn- unnar. Þ.Þ. Dagar Goncalves virðast taldir Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.