Tíminn - 22.08.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.08.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Föstudagur 22. ágúst 1975 Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 100 með sér. Hann er mín eign. Þú átt ekkert með hann að gera. Hann vi 11 að ég Ijúki þessu af. Teasle reis á fætur. Hann var óstöðugur, en reyndi að f inna jafnvægið. Hann var þess fullviss, að félli hann nú — gæti hann ekki risið upp f ramar. Hann varð að halda sér stöðugum. Þegar hann skjögraði upp framblettinn í átt að húsinu, þá áminnti hann sjálfan sig um að halda jafnvæginu. Ég veit það, Trautman, hugsaði hann. Ég veit að hann vill láta m!g Ijúka þessu af. Ekki þig. MIG. TUTTUGASTI KAFLI Haldinn heljarkvölum skreiddist Rambo gegnum bróm- berjarunnana og stendi í átt að skýlinu. Veikur eldbjarmi lék um það. Hann sá aö einn veggjanna hallaði ögn inn á við. Dyrnar voru í hálfa gátt, en ekki sá hann inn. Þar var svartamyrkur. Áf ram skreiddist hann, en það virtist ætla að taka óratíma að komast þennan skamma spöl. Svo rann upp f yrir honum,að hann hreyfði sig aðeins eins og hann væri að skríða. En í raun og veru komst hann ekkert áfram. Hann bprðist áfram og mjakaðist nú úr stað. Smám saman nálgaðist hann skýlið. En þegar hann kom að myrkum innganginum — þá hörfaði hann ósjálfrátt aftur á bak. Allt þarna inni minnti alltof mikiðá gryf juna, þar sem honum var hald- ið fanga í stríðinu, myrkur, þrengsli og innilokun. Staðurinn minnti hann líka undarlega á sturtuklefann, sem Teasle neyddi hann inn í — og líka á fangaklefann, sem Teasle ætlaði að læsa hann inni í. Að vísu var þar nóg Ijós, en áhrifin voru þau sömu. Það var einmitt allt þetta, sem hann var að f lýja undan. Hvernig gat honum dottið i hug að berjast fyrir lífi sínu á þessum stað? Nú var líka svo komið, að það var fásinna ein að hugsa til bardaga. Rambo hafði séð svo marga menn deyja af völdum skotsára að hann gerði sér f ullljóst, að hann var dauðans matur. Sársaukinn i brjósti hans var stöðugur og smám saman blæddi honum út. Fætur hans voru kald- ir og dofnir sökum blóðmissis — og þess vegna veittist honum erfitt að skríða áfram. Fingur hans voru tilfinn- ingalausir og taugaviðbrögð handanna orðin sljó. Hann fann að hann átti ekki langt eftir ólif að. Þó gat hann enn valið hvar hann endaði daga sína. Rambo var ákveðinn að enda ekki sína lífdaga í þessu byrgi eins og hann hafði hryllt við innilokuninni í hellunum. á tilfinningu ætlaði hann aldrei að endurlifa. Nei — úti undir berum himni. Hann vildi sjá óhindrað til himins og geta teygað að sér ilm næturinnar. Rambo skreiddist upp að hægri hlið skýlisins og þaðan tróðst hann lengra inn á milli runnanna. Þetta var rétti staðurinn. Þetta var það mikilvægasta: Þægilegur og vinalegur staður. Eitthvað við hans hæf i. Nei — leita bet- ur. Hann varð að f inna þennan stað f I jótlega, annars yrði það um seinan. Hann kom að svolítilli laut, sem hæfði nákvæmlega fyrir líkama hans. En þegar hann var skriðinn ofan í hana þótti honum þetta skjól bera of mik- inn keim af gröf. Það var nógur tími til að liggja í gröf- inni. Hann þurfti að finna stað sem væri algerlega and- stæður við þennan, háa. stall, ótakmarkað útsýni. Hann ætlaði að njóta síðustu augnablikanna. Áfram skreiddist hann og skimaði fram fyrir sig inn á milli raunnanna. Framundan var ofurlítill hóll. Hann skreið upp á hann. Hóllinn var alvaxinn runnum. Að vísu var hann ekki eins hár og Rambo óskaði. Samt sem áður var þetta yfir sléttunni. Hann hallaði sér á bakið. Það var þægileg tilf inning— rétt eins og hann hefði undir sér strámottu. Rambo leit upp til himins og dáðist að órans- litu mynstrinu, sem iogarnir vörpuðu á næturskýin. Hann var nú rólegur og fullur friðar. Þetta var staður- inn, sem hann leitaði. Hugur hans var að minnsta kosti fullur friðar. En kvalaköstin urðu tíðari og létu hann ekki í friði. Þver- stæðan ofan á allt þetta var sú, að dofinn var kominn í hné hans og olboga. Brátt myndi hann heltaka brjóst hansog sársaukinn hverfa. Hvaðsvo? Höfuðið? Eða yrði hann allur áður en að því kæmi? Hann hugleiddi með sjálfum sér hvort enn væri eitt- hvað sem hann ætti eftir ógert. Líklega var ekkert eftir. Hann stífnaði er kvalirnar heltóku hann. Hvað um guð? Við lá að hann færi hjá sér við þessa hugsun. Hann hugsaði aldrei um guð — né heldur bað til hans nema er hræðslan greip hann heljartökum. Honum fannst það hræsni er hann tilbað guð á stund óttans, eins og hann væri til, þrátt fyrir trúleysi sitt. Sem barn trúði hann á guð. Það var ekki ef i um það. Hvernig var nú kvöldvers- ið? Hann rifjaði upp orðin, hálfhikandi, eins og hann skammaðist sín fyrir þau: Ó drottinn minn, ég iðrast af öllu hjarta----Hvers? Hvers iðrast ég af öllu hjarta? Allt sem hef ur gerzt undanf arna daga. Það var leitt að þetta skyidi þurfa ð fara á þennan veg. Samt var það nú svo. Rambo vissi, að þó að hann ætti þess kost að lifa aft- ur undanfarna daga, þá hefði hann hegðað sér á sama veg. Sama máli gegndi um Teasle. Ekkert af þessu varð í ör stutta stund þýtur vélin i gegn um aldirnar, siðan stöðvast hún. Svaf yfir <Hvað, áttu ekki mig. ) vekjara m liii i Föstudagur 22. ágúst 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Jóna Rúna Kvaran les söguna „Alfinn álfaköng” eftir Rothman (5). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Morgun- popp kl. 10.25. Morguntón- leikarkl. 11: Zemel-kórinn i Lundúnum syngur Gyðinga- lög/Homero Francesch leikur á pianó „Variations serieuses” op. 54 eftir Mendelssohn/Jascha 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna. Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan : „1 Rauðárdalnum” eftir Jó- hann Magnús Bjarnason örn Eiðsson les (18). 15.00 Miðdegistónleikar Janet Baker syngur „Ah, crudel, nel pianto mio”, kantötu eftir Handel. Enska kammersveitin leikur með: Raymond Leppard stjórnar. St. Martin-in-the-Fields hljómsveitin leikur „Les petits riens”, balletttónlist eftir Mozart: Neville Marriner stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. • 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn 17.10 „Lifsmyndir frá liðnum tima” eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur Höfundur les (4). 18.00 „Mig þendir aldrei neitt’ stuttur umferðarþáttur i umsjá Kára Jónassonar. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Húsnæðis- og byggingar- mál Ólafur Jensson sér um þáttinn. 20.00 Frá tónlistarhátiðinni i prag i vorPavel Stephan og Smetana-kvartettinn leika Pianókvintett i A-dúr op. 81 eftir Antonin Dvorák. 20.35 Vakningin á Egilsey Séra Kolbeinn Þorleifsson flytur þriðja og siðasta erindi sitt. 21.05 Kórsöngur Svend Saaby kórinn syngur þjóðlög frá ýmsum löndum. 21.30 Útvarpssagan: „Og hann sagði ekki eitt einasta orð” eftir Heinrich Böll Böðvar Guðmundsson þýddi og les ásamt Kristinu Ólafs- dóttur (5). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir íþróttir Umsjón: Jón Asgeirsson. 22.40 Áfangar Tónlistarþáttur i umsjá Asmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 22. ágúst 1975 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Tökum lagið. Breskur söngvaþáttur, þar sem söngsveitin „The Settlers” flytur létt lög. Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. 21.00 í Nýja-islandi. Kvik- mynd, sem Sjónvarpið gerði i nágrenni Winnipeg-borgar sumarið 1967. 1 myndinni eru meðal annars viðtöl við nokkra Vestur-lslendinga. Umsjónarmaður Markús Orn Antonsson. Fyrst á dag- skrá 29. des. 1967. 21.30 Skálkarnir. Breskur sakamálamyndaflokkur. Chas. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.25 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.