Tíminn - 26.08.1975, Side 2

Tíminn - 26.08.1975, Side 2
2 TÍMINN Þriðjudagur 26. ágúst 1975 Blóðbankann vantar blóð FB-Reykjavik. Blóöbankinn á i nokkrum erfiðleikum vegna skorts á blóöi þessa dagana. Aðalástæðan er sú, að fólk hefur mikið verið i burtu vegna sumarleyfa, og hafa þvi fastagestir blóðbankans ekki komið jafn reglulega og gerist á öðrum árstimum, og gengur þá töluvert á blóð- birgðir bankans. Fólk er hvatt til þess að bregða sér upp i blóðbanka og gefa þar blóð næstu daga. Bankinn er opinn daglega fram til klukkan fjögur á daginn, en á miðvikudögum er opið til klukkan átta um kvöld- ið. Þegar gengið er niður að ströndinni við Elliðavoginn og augum rennt yfir kyrrsæl og fögur sundin blá, út til sólskinsperlunnar á sundunum, þar sem hún unir sér græn I vlöfeðmi sinu og friðsæld — stingur næsta nágrennið óneitanlega hrottalega I stúf við allt það, sem nefna má fegurð og friðsæid. Skammsýni mannsins hefur kom- iðhonum til að hrúga upp viðurstyggilegasta sorphaug gamaiia bil- flaka og drasls, sem hlytur að vekja hroll og hneykslan þeirra, sem á þetta rekast og fá ekki séð neina nauðsyn þess að svona þurfi endi- lega að vera. Og kynnu menn enn að komast að raun um, að hvergi er friður fyrir blikkbeljunni, jafnvel eftir að hún getur ekki lengur öslað grenjandi um götur og stræti. Og það ættu okkar visu forráða- menn að hafa hugfast, að seint verður hægt að skipuleggja svo með öllu gönguferðir manna um næsta nágrennið, að slik sjón, sem rusl- haugur sá hinn miklu, veki ekki eftirtekt — og hneykslan. Nýr sýslu- maður skipaður Forseti íslands hefur hinn 22. þ.m., samkvæmt tillögu dóms- málaráðherra, veitt Jóni Eysteinssyni héraðsdómara em- bætti sýslumanns i Gullbringu- sýslu og bæjarfógeta i Keflavik og Grindavik frá 1. október 1975 að telja. og öðrum veitt lausn Forseti Islands hefur hinn 22. þ.m., samkvæmt tillögu dóms- málaráðherra, veitt Valtý Guðmundssyni, sýslumanni i Suður-Múlasýslu og bæjarfógeta á Eskifirði, lausn frá embætti að eigin ósk frá 1. janúar 1976 að telja. VEGASKEMMDIRNAR VIÐ SELFOSS: Vegurinn þoldi ekki umferðarþunga verzlunarmannahelg- arinnar svona fliótt NÝ STJÓRN SÖLU- STOFNUNAR LAGMETIS Miðvikudaginn 6. ágúst sl. skip- aði iðnaðarráðherra i stjórn Sölu- stofnunar lagmetis. Samkvæmt lögum um Sölu- stofnun lagmetis skipar iðnaðar- ráðherra i stjórn til þriggja ára, 1 mann samkvæmt tilnefningu við- skiptaráðherra, 1 samkvæmt til- nefningu fjármálaráðherra, 2 eft- ir tilnefningu fulltrúaráðsfundar framleiðenda, en 1 er skipaður án tilnefningar. Iðnaðarráðherra skipaði eftir- talda menn i stjórn: Formaður er Lárus Jónsson og varaformaður Heimir Hannesson. Aðrir I stjórn eru Hörður Vilhjálmsson, Jón Arnason og Tryggvi Jónsson og eru tveir þeir siðasttöldu tilnefnd- ir af framleiðendum. Varamenn i stjórn eru Benedikt Antonsson, Stefán Gunnlaugsson, Egill Thorarensen, Kristján Jónsson og Eggert Isaksson. Fráfarandi stjórn var skipuð i byrjun ágúst 1972 til þriggja ára, eins og að ofan greinir, og var þvi skipunartimi hennar á enda. Frá- farandi formaður var Guðrún Hallgrimsdóttir. Gsal-Reykjavik— Skemmdirnar á nýja veginum austan Selfoss má að verulcgu leyti rckja til þess, að umferðarþunga vcrzlunar- mannahelgarinnar var hleypt á veginn, skömmu eftir að slitlagið hafði verið lagt á hann. Nokkrar skemmdir eru á u.þ.b. tveggja kilómetra löngum kafla skammt austan Selfoss, og hefur þar molnað upp úr slitlaginu á ann- arri akgreininni. Austar eru svo skemmdir á litlum kafla, en þar hcfur undirlag vegarins gcfið sig. i báöum tilfellum er talið, að um- ferðarþunginn um verzlunar- mannahelgina hafi framkallað skemmdirnar. Þessar upplýsingar eru fengnar hjá Birni Ólafssyni, yfirverk- fræðingi hjá verkfræðistofunni Mat s.f., sem er hlutlaus aðili fyr- ir hönd Vegagerðarinnar við veg- argerð. Eins og menn rekur eflaust minni til, var mjög votviðrasamt um verzlunarmannahelgina á Suðurlandi, og varð rigningin til þess, að oliumölin náði ekki að lirnast saman sem skyldi. Moln- aði þvi upp úr slitlaginu á allstór- um kafla austan Selfoss. Björn sagði, að i stórum drátt- um mætti lita á þessar skemmdir sem óhapp, og ekki væri hægt að segja til um það hver væri ábyrg- ur. Hvað við kemur skemmdun- um austar, þ.e. þar sem undirlag- ið gaf sig, kvað Björn verktakann vera ábyrgan. — Skemmdirnar þarna eru þó einnig óhapp, þvi einhverra hluta vegna hefur undirlagið verið of rikt af finefn- um, sem halda i sér vatni, — og þvi hefur það ekki þolað um- ferðarþungann”, sagði Björn. Skipt verður um efstu 20-30 sm undirlagsins á þessum vegar- kafla, að sögn Björns, og verður það gert á kostnað verktakans. Sagði Björn, að enn væri ekki al- veg afráðið, hvernig skemmdirn- ar við Selfoss yrðu lagfærðar, en likur væru á, að örþunnt lag af fyrsta flokks oliumöl yrði lögð þar ofan á. VÖRUSKIPTA- JÖFNUÐURINN ÓHAGSTÆÐUR F.J. Reykjavik Vöruskipta- jöfnuðurinn við útlönd varð óhag- stæður um hálfan annan milljarð i júli sl., og er vöruskipta- jöfnuðurinn jan. — júli á þessu ári þá óhagstæður um röska 15,2 milljarða króna. A sama timabili i fyrra var vöruskiptajöfnuðurinri óhag- stæður um tæplega 8,5 milljarða. Þess skal getið, að innflutningur til Álfélagsins, Sigölduvirkjunar og innflutningur á skipum og fiugvélum hefur verið röskum 4 milljörðum króna meiri i ár en i fyrra, og að útflutningur á áli hef- ur i ár verið um hálfum milljarði minni en i fyrra. Vatnsdalsá Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum hafði sam- band við Veiðihornið i gær, og hafði nýjar fregnir að segja af Vatnsdalsá* Þar eru nú komnir á land tæplega 700 laxar, allt stórir og vænir fiskar, og hélt Magnús, að meðalþyngdin væri talsvert betri en I fyrra, en þá var meðalþyngdin 10 pund. Kvað Magnús marga laxana hafa verið upp undir 20 pund og þótt hann kynni ekki að segja nákvæmar tölur, vissi hann til þess að þó nokkrir hefðu veiðzt, sem voru yfir 20 pund á þyngd. Það er ljóst, að laxveiðin verður talsvert betri i Vatnsdalsá heldur en I fyrra og þá veiddust samtals 706 laxar, þar af 100 laxar seinustu dagana I ágúst og i september. Veiðitimanum I Vatnsdalsá lýkur þann 14. september. Veðrið kvað Magnús hafa verið allgott til veiða, og hefði rignt um helgina. Hinu væri ekki að neita, að veiðin hefði verið heldur treg siðustu dagana, og gæti verið þvi um að kenna, að dálitil gola hefur verið. Þess ber að geta, að leigusamningar um Vatnsdalsá renna út á þessu hausti, oghefur verið auglýst eftir tilboðum i ána, og rennur fresturinn til að skila tilboðum út þann 1. september. Það er hann Gisli Pálsson, Hofi i Vatnsdal, sem er formaður veiðifélagsins, og hann tekur á móti tilboðunum. Nú eru leyfðar fjórar laxastengur i ánni og átta silungsstengur, en þarna tekur þó talsvert af silungi, bæði urriði og bleikja, og er það sagður hinn vænsti fiskur, og góð drýgindi á laxveiðina. Ytri-Laxá Veíðihornið var dálitið spennt að frétta af Ytri-Laxá, sem er I Vindhælishreppi, en þar var gert við laxastiga með ærinni fyrirhöfn fyrir skömmu, eins og sagt var frá I Veiðihorninu, en það litur ekki út fyrir, að laxinn hafi að þe'ssu sinni gengið neitt upp fyrir stiga, og hefur hans ekki orðið vart uppi i dalnum ofan við hann. Laxinn heldur sig þarna á tveggja kílómetra svæði upp að stiganum, og tekur aðallega við Gljúfrabúa. Þarna eru leyfðar tvær stengur, og nú eru komnir 60laxar á land, þar á meðal einn hnúðlax, en við höfum haft nokkrar spurnir af hnúðlaxi, og vildum gjarnan heyra meira af honum, enda þótt við séum ekki vissir um, að þetta sé neinn auðfúsugestur. Það sýnir sig. Þessi hnúðlax reyndist vera fimm pund, en meðalþyngd laxanna þarna i Ytri-Laxá er 'um átta pund. Laveinn Laxinn veiðist aðallega á maðk, en einnig eitthvað á flugu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.