Tíminn - 26.08.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.08.1975, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 26. ágúst 1975 TtMINN Enn seljast mest notuðu merkin upp FB-Reykjavlk. í annaö sinn á tiltölulega skömmum tima hafa selzt upp hjá Póstinum þau fri- merki, sem mest eru notuð á bréf. Að þessu sinni er það 23 kr. frimerki úr Evrópuseriunni, sem kom út um miöjan mai i vor. A þessu frimerki er mynd af Kjarvalsmálverki. Verða menn nú að fara að nota fleira en eitt merki á bréf sin til þess aö fá burðargjaldsupphæð þá, sem hér um ræðir. Á sömu leið fór i fyrrahaust, en þá kom út 17 kr. frimerki, sem seldist upp áður en næst kom út frimerki með sama verðgildi, eða reyndar 18 krón- ur, þar sem burðargjöld höfðu hækkað á timabilinu. Sigurþór Ellertsson hjá Pósti og sima sagði, að Kjarvals- merkið hefði verið prentað i 1500 þUsunda upplagi, og væri það svipað og venjulega um merki sem þessi. Hefðu merkin selzt óvenju fljótt, og væru þau nú upp gengin i aðalbirgðastöð Póstsins, en gætu þó vel verið til einhvers staðar annars staðar. Magni Magnússon frimerkja- kaupmaður i Frimerkjamið- stöðinni sagði, að enn væri ekk- ert hægt að segja um það, hvort frimerki þetta hækkaði mikið i verði, þegar það fengist ekki lengur i frimerkjasölum Pósts- ins, en hins vegar væri slæmt, að merki með algengustu burðargjöldunum entust ekki milliUtgáfudaga, og fólk yrði að fara að hlaða merkjum á bréf sin. Sagði hann, að útgáfuyfir- völd frimerkja ættu að vita nokkurn veginn, hversu mikið magn seldist almennt af fri- merkjum, og þvi ætti að vera hægt að gefa ut nægilega mikið hverju sinni. Ný frimerki eru væntanleg 18. september næstkomandi. Merk- in eru i seriunni Merkir ís- lendingar, og á þeim verða myndir af Hallgrimi Péturssyni (18 kr), Arna Magnússyni (23 kr.), Jóni Eirikssyni (30 kr.) og Einari Jónssyni (50 kr.). Þannig lita frimerkin út, sem koma munu á markað- inn 18. september næst kom- andi. NÝ FRÍMERKI VÆNTAN- LEG 18. SEPTEMBER Neyddi annan út af vegin- um Gsal-Reykjavik — Fólksbifreið með fjórum farþegum valt laust eftir klukkan sautján s.l. sunnu- dag á þjóðveginum viðHUðartún I Biskupstungum. Tildrög óhapps- ins voru þau, að amerlskur „kaggi" var að troða sér fram úr fólksbifreiðinni og neyddi bein- llnis bllstjórann til þess að aka út af veginum. Að sögn lögreglunnar á Selfossi hefur ekki enn tekizt að hafa upp á þrjótnum, en farþegarnir i fólksbilnum lýstu „kagganum" þannig, að hann væri brúnn að neðanverðu og ljós að ofanverðu, — og að tveir menn hefðu verið I bflnum. Það eru eindregin tilmæli Selfosslögreglunnar til þeirra, sem kynnu að hafa orðið varir viö þennan bll um kl. 17 á sunnudag I Biskupstungum eða nágrenni, að þeir hafi samband við hana sem fyrst. Ein kona I fólksbifreiðinni meiddist, þó ekki alvarlega. Ný læknamiðstöo í Hafnarfirði ö.B. Reykjavík. — Nýlega var tekin i notkun ný læknamiðstöð að Strandgötu 81 Hafnarfirði. Er hér um að ræða aðstöðu fyrir lækna, þ.e. biðstofa, 5 læknastofur, al- menn afgreiðslustofa með sima- þjónustu, aðstaða fyrir læknarit- ara, meinatækni og kaffistofa starfsfólks. Fyrirhugað er slðar að f jölga herbergjum lækna i 6-7, og innrétta aðstöðu fyrir hjUkrunarkonu I rými því, sem nU HVERÁ HESTINN? Gsal-Reykjavlk — A sunnudags- kvöld, laust fyrir klukkan hálf ellefu, var ekið á hest á Suður- landsvegi við Ingólfsfjall. Hestur- inn var afllfaöur. Ekki hef ur lögreglunni tekizt að hafa upp á eiganda hestsins, sem var brilnn að lit og ungur að ár- um, sennilega ekki meira en fjög- urra til fimm vetra gamall. Markið er ógreinilegt, en þó telur lögreglan líklegt, að það geti ver- ið fjöður framan hægra. Þeir sem telja sig eiga hest, sem þessi lýsing getur átt við, eru beðnir að snúa sér til lögreglunn- ar á Selfossi. er nýtt fyrir heilbrigðisfulltrUa og skólatannlækni. Héraðslæknir i Hafnarfirði er Grímur Jónsson, og tjáði hann blaðinu, að öll að- staða værihin ákjósanlegasla, og mætti þar nefna aðstoð meina- tæknis, móttöku, kallkerfi og læknaritara. Hafnarframkvæmdir í Hafnarfirði Ö.B. Reykjavik. — Unnið hefur verið að hafnarframkvæmdum I Hafnarfirði slðan I ársbyrjun þessa árs. Þarna er um að ræða fiskiskipabryggju i suðurhöfn- inni, en þar er áformað að aðal- fiskvinnslusvæðið I Hafnarfirði verði I framtfðinni. Lengd við- legukants bryggjunnar er sam- tals um 285 m. NU fyrir skömmu var lokið við að ramma niður stálþilið, ganga frá stálþilsfestingum og fylla upp i innan þils. Framkvæmdir hafa verið stöðvaðar i bili, vegna niðurskuröar á f járlögum, en gert er ráð fyrir að hægt verði að hefja framkvæmdir að nýju snemma á næsta ári og ljúka þeim þá. Kostnaður við framkvæmdir þessar eru áætlaðar um 115 millj. kr. Þá er í byggingu hafnarvogar- hvis, sem lokið mun verða við I næstu viku, en kostnaður við vog- ina og hUsið er um 8 millj. króna. Skiluou bikurun- um aftur og lýsa keppni ólöglega 34 garðyrkjubændur í kynnisför til Nor- egs og Danmerkur ASK-Akureyri. Siðast liðinn sunnudag fór fram á Akureyri fyrsta torfærukeppnin, sem þar hefur verið haldin. Atta jeppar af ýmsum tegundum tóku þátt i keppninni, en einn þeirra heltist Ur hestinni strax í upphafi. I gær gerðist það svo, að fjórir kepp- enda lýstu keppnina ólöglega, og skiluðu þrir þeirra aftur bikurum, sem >eir höfðu fengið fyrir 2. 3. og 4. sætið. Það var Bílaklubbur Akureyr- ar, sem stóð fyrir þessari nýjung, og sögðu forráðamenn hans, að Urslit hefðu aðallega ráðizt af hæfni ökumanns, en alls ekki hraða bifreiðarinnar i torfærun- um. Steinddr Steindórsson varð I fyrsta sæti, en hann ók Jeepster, árgerð '67, með sex strokka 162 hestafla vél. Sjúkrahússkostnaður tæp 70% af útgjöldum sjúkrasamlagemna FB-Reykjavik. 1 nýUtkomnu riti Tryggingastofnunar ríkisins, Félagsmálum, er skýrt frá rekstri sjUkrasamlaga og kostn- aði þeirra vegna samlagsmanna á árunum 1970 til 1972. Þar kemur fram, að fjöldi samlagsmanna 16 ára og eldri var 134.281 árið 1970, en var orðinn 140.257 árið 1972. Aukning frá árinu þar á undan var 2.4%. Kosmaður vegna sam- lagsmanna, þegar landið er tekið allt,vorukr.9086árið 1970, en var kominn upp I kr. 15.592 árið 1972. Þegar litið er á skiptingu Ut- gjalda sjUkrasamlaganna á gjalduliði, kemur i ljós, að sjUkrahUsskostnaður er mestur, eða 63,4%, árið 1970 og 67.2% árið 1972. Lyfjakostnaður er 13.1% ár- ið 1970 og er i öðru sæti, en er kominn niður í 10.2% árið 1972 og í þriðja sæti. Læknishjálp er þá i öðru sæti með 10.3%, en var I þriðja sæti árið 1970 með 12%. Skrifstofu- og stjórnarkostnaður hefur lækkað hlutfallslega á þess- um árum, Ur 3% árið 1970 í 2.3% árið 1972. Einnig hefur liðurinn ýmis sjUkrakostnaður lækkað Ur 4% i3.8% á sama tima, en sjUkra- dagpeningar aukast Ur 4.5% I 6.2%. SjUkrahUsskostnaður á einstak- ling var 5760 kr. árið 1970, en var kominn i 10.484 kr. árið 1972 og hafði hækkað um 40.5% frá árinu á undan. Dagpeningar^ höfðu hækkað mest milli ára Ur 480 kr. i 966 kr. eða 101.3% frá 1971 til 1972. >.•>"'».: Stcindór Steindórsson með sigurverðlaunin. Nú hafa aðrir bikarhafar skilað sin- um bikurum aftur, og segja þeir að keppnin hafi verið ólögleg og dómar vilhallir. Tímamynd: ASK. FB-Reykjavik. Siðdegis i dag, þriðjudag, fara 34 garðyrkju- menn i hópferð til Noregs og Dan- merkur til þess að kynnast þar ræktunarmenningu og nýjungum á sviði garðyrkjunnar. Þátt- takendur I þessari ferð eru jöfn- um hóndum gróðurhUsabændur, grænmetis- og blómaræktendur, að sögn Þórðar Snæbjörnssonar, fréttaritara Timans I Hveragerði, sem verður með i förinni. Þórður sagði, að garðyrkjumennirnir væru Ur Hrunamannahreppi, Biskupstungum, Hveragerði, Mosfellssveit og Borgarfiröi, en fararstjórar eru Grétar Unn- steinsson, skólastjóri Garðyrkju- skóla rikisins og Óli Valur Hans- son garðyrkjuráðunautur. Oft hefur verið rætt um það meðal garðyrkjumanna, að gagn- legt og skemmtilegt gæti verið aö efna til hópferðar til einhverra ná grannalandanna til þess að kynnast þeirra ræktunar- menningu og nýjungum á garðyrkjusviðinu. Einstaka garðyrkjumenn munu hafa farið slikar ferðir, og einhverjar ferðir munu hafa verið farnar hér áður fyrr, en þá var aðeins um fá- menna hópa að ræða. Fyrir nokkru var ákveðið aö kanna, hvort garðyrkjumenn hefðu áhuga á að fara slika ferð nU um mánaðamótin ágUst/ september, og urðu undirtektir strax hinar beztu. Fyrirspurnir voru að berast fram á siöustu stundu, og komust ekki allir með sem vildu, en þátttakendur eru 34, eins og fyrr segir. Er greini- legt af þessu, að garðyrkjumenn hafa mikinn áhuga á að kynnast þvi, sem er að gerast á sviði garðyrkjunnar i nágrannalönd- unum. Reikna þvi garðyrkju- menn með þvi, að grundvöllur sé fyrir ferð semþessari á hverju ári á vegum félagasamtaka garðyrk jum anna og/eða Garðyrkjuskólans i Hveragerði. Fyrsta undirbUning að ferðinni önnuðust þeir Grétar Unnsteins- son og Óli Valur Hansson, sem einnig eru fararstjórar, auk for- manna nokkurra garðyrkju- bændafélaga, en siðan sá Valgarð Runólfsson, umboðsmaður Flug- leiða i Hveragerði, um alla nánari framkvæmd og fyrirgreiðslu. í Noregi verða heimsóttar nokkrar garöyrkjustöðvar, og einnig komið I LandbUnaðarhá- skólann i Asi. Þá verður farið á mikla garðyrkjusýningu, sem haldin er um þessar mundir á Friðriksbergi. 1 Danmörku veröur skoðuð rannsóknastöð á Virum og ýmsar einkagarðyrkjustöðvar, auk þess sem farið verður I þriggja daga ferð til Odense. Þar verður Gas Odense stöðin skoðuð, en það er stærsta sölumiðstöð garðyrkjuaf- urða i Danmörku. Heim koma garðyrkjubændurnir aftur laugardaginn 6. september. Langur sáttafundur SJ-Reykjavík. Sáttafundur 1 far- mannadeilunni, sem hófst kl. hálf tvö i gær stóö enn kl. 23 i gær- kvöldi, þegar blaðið fór i prentun. Fundarmenn vildu þá engar upp- lýsingar gefa um þróun mála.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.