Tíminn - 26.08.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.08.1975, Blaðsíða 4
TÍMINN Þriðjudagur 26. ágúst 1975 Skylt að nota bílbeltin eftir áramót AAickey Rooney í klaustur * Eitt sinn var Mickey Rooney meöal frægustu kvikmyndaleik- ara Hollywood, en frægð hans hefur dalaö meö árunum. Hann hefur sjö misheppnuö hjóna- bönd aö baki, og er nlu barna faöir og tveggja barna afi. Hann er mjög óhamingjusamur i dag, og ein aðalástæðan fyrir óham- ingju hans er að sjöunda eigin- kona hans er farin frá honum, en hún heitir Carolyn. Mickey hefur þvi ákveöið að helga Guði það sem hann á eftir ólifað og ganga I klaustur á Spáni. Mickey og Carolyn giftu sig árið 1969, og Mickey segir að sá tlmi sem þau hafi lifað saman, hafi verið sín beztu ár. Þau eiga saman tvö börn, James 9 áraog Jonell f jögurra ára. Það er mik- ill aldursmunur á hjónúnum, hvorki meira né minna en 23 ár. bar sem Carolyn er aðeins 31 árs og Mickey 54, en þrátt "fyr'ir þaö hefur samband þeirra verið mjög gott, að sögn Mickeys sjálfs. Hann segist hafa elskað konu sina út af llfinu, — og nú þegar hún er staöráðin I þvl að yfirgefa hann þá sé ekki um annað fyrir hann að ræða en ganga I klaustur. — Enginn getur komið I stað Carolyn, segir Mickey. Myndin er af hjónunum og bornum þeirra á meöan allt lék I lyndi. Nýtt met Tony McCaroll ástralskur skóladrengur, hefur farið þess á leit að nafn hans verði tekið inn i metabók Guinness. Hann veiddi gullfisk, sem var 4,1 kg. að þyngd. Stjarna leikur stjörnu 0 Elvis Presley, sem allir kannast við, hafa boðizt hvorki meira né minna en 2,5 milljónir dala fyrir að leika hlutverk sjálfs Rudolphs Valentino i söngleik, sem ætlunin er að kvikmynda, og einnig að færa upp i leikhúsi (Ekki er vist að allir lesendur Spegilsins kannist jafnvel við nafn Valentinos og Presleys, og þeim til fróðleiks má geta þess, að hann var ein skærasta stjarna þöglu kvikmyndanna)' Þarna er um að ræða söng- leikinn „Ciao Rudy" sem fyrst var settur upp i Róm með leikaranunT~Marcello Mastroi- anni I aðalhlutverki. Presley hefur enn ekki ákveðið, hvort hann tekur þessu glæsi- lega boði. Slðustu tvö ár dró heldur úr um- feröarslysum I Þýzkalandi, en i ár hefur þeim heldur farið fjölgandi á nýjan leik. Mikil áherzla hefur veriö lögð á það að undanförnu að reyna að fá fólk til þess að nota bilbelti, en 1. janúar 1976 verður það gert að skyldu þar í landi. Talið er að notkun beltanna fari heldur vaxandi, og hafi nú undanfarið aukizt úr 15% i 28% þeirra, sem aka bllum. Ýmsir aðilar hafa verið fengnir til þess að leggja hönd á plóginn i baráttunni fyrir bílbeltanotkuninni, og hér eru tvær ungar og fallegar stúlkur, sem eru á meöal þeirra, sem auglýsa beltin þessa dagana. Stúlkurnar á myndinni eru Karin Tietze-Ludwig og vinkona hennar, en Karin (sú ljóshærða) er öllum sjónvarpsáhorfendum " Þýzkalandi að góðu kunn, þvi hún kemur fram I þýzka sjón- varpinu á hverju laugardags- kvöldi og skýrir frá úrslitum i happdrætti, sem þá er dregið I. — Nei, nú fór verr. Þarna er um- ferðarlögregluþjónn. — Getiö þér nú ekki verið ofurlitið tillitssamur, og hætt þessu öskri, ég er meö svo mikinn höfuöverk. DENNI DÆAAALAUSI Við getum ekki falið okkur hér til eilifðar, við skulum bara opna, og þykjast vera að koma inn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.