Tíminn - 26.08.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.08.1975, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 26. ágúst 1975 O TÍMINN Alfreð Flóki á galdramannaþing í Chicago ALFREÐ Flóki sýnir i Bogasal Þjóðminja- safnsins þessa dagana og velur sumarið, lik- lega svo menn hætti sér framhjá kirkjugarðin- um eftir að hafa lifað sig inn i furðuheim surreal- ismans, þvi að Flóki er maður hins dularfulla. Alfreð Flóki hefur ávallt nokkra sérstöðu, sem hann virðist varðveita af næstum smásmugu- legri umönnun, ný tiðindi sigla hjá, nýir litir, ný form, en Flóki heldur sinu striki og læzt ekkert sjá né heyra. Galdramenn i Chicago Þetta mun vera áttunda einka- sýning Alfreðs Flóka í Reykjavik og hann breytir ekki út frá regl- unni fremur en endranær: hann sýnir ávallt á sama stað, i Boga- sal, en auk þess hefur hann tekið þatt I fjölda sýninga erlendis, beggja vegna Atlantshafsins, og nú 1 haust mun hann taka þátt I alþjóðlegri surrealistasýningu, sem haldin verður i Chicago. Ekki gefur Flóki það upp, hvort honum hefur verið boðið á það galdramannaþing, né~ heldur hversu margar myndir hann sendir vestur. Flestar myndirnar i Bogasaln- um eru pennateikningar, með ótrillega fingerðum linum, sem hreistra myndflötinn og virka fremur sem ljóð, en mynd, a.m.k. sumar, og skoðarinn hverfur i dularfulla veröld súrrealisma og éinhvers nagandi kvíða! Nýjustu myndirnar (1975) virðast þó betri, kvæðin hafa betri arki- tektur, myndbyggingin er einföld og hnitmiðuð og „close up" er ekki lengur bezta aðferðin við myndskoðunina, þótt óneitanlega minntu sumir gestanna á fólk á frímerkjasýningu, þegar þeir voru að rýna i myndgátur og dul- arfull perspektiv Alfreðs Flóka. Ný leið fundin? Maður skynjar þrátt fyrir allt andblæ að einhverskonar breyt- ingu á list Flóka. Leyfi ég mér að nefna mynd no 25 Andlit, sem i einfaldleik sínum minnir jafn- mikið á Gunnlaug Blöndal og sjálfan Flóka, án þess að sá fyrr- nefndi eigi nokkuð beinlínis i þeirri mynd og no 26 Tristan og Isold synirað formskyn málarans er miklu þroskaðra en kemur fram I figurativum myndum. Þá er Keisarinn no 27 merkilegur fyrir þá sök, að þar kemur fram litur, eins og reyndar i öllum þeim myndum, sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni. Megineinkenni þessarar sýn- ingar er þvl það, að Alfreð Flóki stendur á einhvers konar tima- mótum núna. Einhvers konar framhald virðist vera fundið. Einhver leið fundin heim af kirkjugarðsballinu, sem nú hefur staðið I meira en tvo áratugi. Er það vel. Tækni málarans er líka komin á þvilíkt hástig, að vart verður lengra haldið á þeirri braut; nornaketillinn hitnarhvort eð er ekki meira úr þessu og mál- arinn verður endurtekningunni að bráð, ef enginn fær leið finnst til áframhaldandi þróunar. Yfir hinum nýju myndum er Hka meiri mýkt og betri „núans- ar" eru þar lfka, svo ef eitthvað svipað verður I farangri hans á galdramannsþingið I Chicago, þá mun honum vel farnast. Þetta er Isbjörninn ógurlegi, sem unnin var I Fljótavlk á Ströndum fyrr á þessu ári. Nú er búið að stoppa þessa miklu skepnu upp og er hann nú til sýnis i'yrir almenning I Dýrasafni tslands við Skóla- vörðustig. Kristján Jósefsson, eigandi og forstöðumaður safnsins keytpi björninn af bjarnarbananum fyrir 350 þús. kr. Sýning Alfreðs Flóka er án efa einn merkasti listviðburður á myndlistarsviðinu I sumar. Er þvl almenningur hvattur til þess að skjótast I siðsumarsólinni og sjá hann Flóka, en sýningin stendur aðeins þessa viku. Jónas Guðmundsson. VÍSIR AÐ FRJALSU DAGBLAÐI hefur göngu sína í byrjun september. Gerist áskrifendur nú Stuóliö aó frjálsri blaóamennsku, óháóri allri flokkapólitík. Gerist áskrifendur nú Tryggió yóur skemmtilegt fréttablaó í bréfalúguna daglega. Gerist áskrifendur nú í fyrstu tölublöóunum veróur áskrifendagetraun. Verólaun: feró til Hawaii fyrir 2 meó viókomu í New York og Disneylandi. Verómœti kr. 300 þús. Gerist áskrifendur nú Strax í dag. Askriftarsími 8 33 22 E7 vism AB FRJÁLSUDAGBLAÐI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.