Tíminn - 26.08.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 26.08.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 2G. ágúst 1975 jw» A „Strikinu' Ingólfur Davíðsson skrifar HITABV DANM< Síminnhringir:: Þriggja tima seinkun á brottför frá Keflavfk. Þegar þangaö kom varö enn ao bíða i tvo tlma, að sögn eitthvað i sambandi við flugvél og far- þega frá Grænlandi. Loks var þá lagt af stað I þriggja tlma flug til Hafnar og komið þangað kl. rúmlega 3 að nóttu. Svona er það oft á öld flugsins að ferð á flugvöll og bið þar tekur lengri tlma en sjálft flugið! Nóttin i Höfn var mun hlýrri en dagur- inn áður I Reykjavfk 8. jiili og það sem af er ágúst hefur verið mjög heitt, 20-35 stig, mesta þurrkasumar I manna minnum i Danmörku. Kornið stendur hálfvisið á sendnum ökrum og gefur litla uppskeru, en i rakari, frjósömum jarðvegi eru upp- skeruhorfur góðar. Gras vlða sviðið svo kýr hálfsvelta, ef þær fá ekki aukafóður. Kál fóður- rófnanna „sefur" um hádaginn I hitanum, þ.e. blöðin hanga máttlaus niður, en ná sér oftast i kvöldsvalanum og döggfalli nætur, ef eitthvað er. Rúgurinn þolir þurrkinn bezt, þó jarðveg- ur sé þurr og sendinn. Hafrar standast og sæmilega, en miklu meira er ræktað af byggi og hveiti. Verst eru akrarnir á Mið- og Suðurjótlandi leiknir af þurrkinum. Er rætt um aðstoð við bændur á þeim svæðum. Jafnvel stór tré láta á sjá vegna hinna langvinnu þurrka. Á þurrum stöðum sjást brúnir lilir i laufi likt og á hausti. Á stóru hestakastaniutrjánum gömlu, sem standa I löngum röðum við vötnin I Höfn er laufið brúnt og skorpið, en það er rhjög óvenjulegt á þessum tima. En þar sem jarðvegur er rakur eða vökvað duglega, stendur allt i fegursta skrúði, blóm, runnar og tré. Þetta er afbragðs ferða- mannaveður, þegar þá ekki er of heitt, en slæmt fyrir búskap- inn. Verkamenn ganga að vinnu sinni berir ofan að mitti og dökkbrúnir af sólinni. Aðrir ganga á skyrtunni einni og margir i baðbuxum, flestir ber- höfðaðir, eða þá með stráhatt til hlifðar i sterku sólskininu. Jakkaklæddur maður eða með hálsbindi sést varla á götunum. Börnin leika sér I sandi, grasi og sandkössum. Þau eru flest I baðbuxum einum og ganga ber- fætt, kolbrún á hörund. Klifur- grindur og þess háttar tól missa óðum vinsældir og týna tölunni. Nei, börnin vilja heldur leika sér i sandinum eða byggja úr klossum, borðum eða þviliku, það fullnægir miklu betur at- hafnaþrá þeirra — og er drjug- um þroskavænlegra. Kvöldið 9. júll gengum við nokkur saman i kvöldbliðunni I 25 stiga hita á „Strikinu" al- kunna i Höfn. Raunar er engin gata merkt þvi nafni, heldur eru þetta fjórar götur I röð milli Ráðhúsplássins og Kongsins Nýjatorgs, þ.e. Frederiksberg- gade, Nygade, Vimmelskaftet og Ostergade. En allir kalla þær einu nafni Strikið, og nú er það helzta göngugatan I Höfn og sú elzta, hinar eru Fiolstræde og Köbmagergade, þar sem „Gamli-Garður" (Regensen) stendur við. Kaupmenn mót- mæltu ákaft göngugötunum margir hverjir, en reynslan hef- ur sýnt, að verzlunin jókst bráð- .,*- : -- Sfvali Uiriiimi og Trinitatiskirkja Suraar I Danmöiku

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.