Tíminn - 26.08.1975, Síða 10

Tíminn - 26.08.1975, Síða 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 2fi. ágúst 1975 Þriðjudagur 2G. ágúst 1975 TÍMINN 11 ganga á skyrtunni einni og margir i baðbuxum, flestir ber- höfðaðir, eða þá með stráhatt til hliföar i sterku sólskininu. Jakkaklæddur maður eða með hálsbindi sést varla á götunum. Börnin leika sér i sandi, grasi og sandkössum. Þau eru flest i baðbuxum einum og ganga ber- fætt, kolbrún á hörund. Klifur- grindur og þess háttar tól missa óðum vinsældir og týna tölunni. Nei, börnin vilja heldur leika sér i sandinum eða byggja úr klossum, borðum eða þviliku, það fullnægir miklu betur at- hafnaþrá þeirra — og er drjúg- um þroskavænlegra. Kvöldið 9. júli gengum við nokkur saman i kvöldbliöunni i 25 stiga hita á „Strikinu” al- kunna i Höfn. Raunar er engin gata merkt þvi nafni, heldur eru þetta fjórar götur i röð milli Ráðhúsplássins og Kongsins Nýjatorgs, þ.e. Frederiksberg- gade, Nygade, Vimmelskaftet og östergade. En allir kalla þær einu nafni Strikið, og nú er það helzta göngugatan i Höfn og sú elzta, hinar eru Fiolstræde og Köbmagergade, þar sem „Gamli-Garður” (Regensen) stendur við. Kaupmenn mót- mæltu ákaft göngugötunum margir hverjir, en reynslan hef- ur sýnt, að verzlunin jókst bráð- lega stórum — og er verzlunar- stéttin nú hin ánægöasta. Skyldi ekki hið sama gerast i Austur- stræti? Varla eru tslendingar svo mjög sporlatari en Danir. Það var mannfjöldi á Strikinu þetta kvöid, þ.á m. fjöldi ferða- manna af ýmsum þjóðernum — hvitir, gulir og svartir hver inn- an um annan. Fólkið streymdi milli fyrrnefndra torga, leit i búðargluggana, rabbaði og hló! Margir sátu við veitingaborö undir berum himni og drukku bjór, kaffi, te, vin eða neyttu matar. Sumir sátu á bekkjum eða bara á götunni báðum meg- in undir trjám, t.a.m. nokkrir útlendingar, sem buðu til kaups stóra hringa úr ýmsu efni, fest- ar o.fl. skraut. Teiknuðu lika myndir og seldu jafnóðum. Stundum ómaði fagurt klukkna- spil i turni Kirkju heilags anda rétt hjá. Það var friður yfir öllu og engin læti. Hávær músik bönnuð sem betur fer. A Ráðhústorgi er háværara og umferð geysimikil gangandi fólks, bila og strætisvagna. Umferðin er æöi hröö, en mjög regluleg og fólkið virðir um- ferðarreglurnar mun betur en tiðkast heima og „hlýöir” ljós- merkjunum nákvæmlega. Stór- ir hópar standa grafkyrrir og biða eftirgræna ljósinu. Það var blæjalogn þetta kvöld og þungt loft, sums staðar æöi mengaö. „Reikar fjöld um Ráðhústorg, rik er Hafnar kaupmannsborg. Bilar geispa bensinós, betur lyktar gamalt fjós”. Verið var aö gera viö ráðhústurninn. Hið fagra sægræna eirþak hans og fleiri bygginga var að gegntær- ast af óhollum lofttegundum stórborgarinnar. A myndunum, sem hér fylgja, tákna stúlkurnar tvær töfra sumarsins, önnur léttklædd og sólbrún, hin i litrikum þjóðbún- ingi. Á Strikinu ægir mörgu saman, Nikolajkirkja I baksýn, þar var nú listsýning i forkirkj- unni og hliðarstúkum. Yfir „Kjötmangaragötunni” fornu gnæfir sivali turn, áfastur Trini- tatiskirkjunni og hefur sett svip á umhverfið i meir en 300 ár. Frá Garði hinum megin götunn- ar er skammt i turn eða I kirkju að fara. Nýhöfnina kannast sjó menn margra landa við og klæpulifið alræmda. Þarna bjó ævintýraskáldið Andersen lengi, rétt hjá skurðinum. Ferjur flytja menn um skurðina til skemmtunar, fram hjá mörgum höllum og undir marg- ar lágar brúarhvelfingar. Það er gott að koma úr hita- svækjunni og finna svalann af sjónum. Siminn hringir:: Þriggja tima seinkun á brottför frá Keflavik. Þegar þangað kom varð enn að biða i tvo tima, að sögn eitthvað i sambandi við flugvél og far- þega frá Grænlandi. Loks var þá lagt af stað I þriggja tima flug til Hafnar og komið þangað kl. rúmlega 3 aö nóttu. Svona er þaö oft á öld flugsins aö ferð á flugvöll og bið þar tekur lengri tima en sjálft flugiö! Nóttin i Höfn var mun hlýrri en dagur- inn áður i Reykjavík 8. júli og það sem af er ágúst hefur verið mjög heitt, 20-35 stig, mesta þurrkasumar I manna minnum I Danmörku. Korniö stendur hálfvisið á sendnum ökrum og gefurlitla uppskeru, en i rakari, frjósömum jarðvegi eru upp- skeruhorfur góðar. Gras viöa sviðið svo kýr hálfsvelta, ef þær fá ekki aukafóður. Kál fóður- rófnanna „sefur” um hádaginn I hitanum, þ.e. blöðin hanga máttlaus niður, en ná sér oftast I kvöldsvalanum og döggfalli nætur, ef eitthvað er. Rúgurinn þolir þurrkinn bezt, þó jarðveg- ur sé þurr og sendinn. Hafrar standast og sæmilega, en miklu meira er ræktað af byggi og hveiti. Verst eru akrarnir á Mið- og Suðurjótlandi leiknir af þurrkinum. Er rætt um aðstoð við bændur á þeim svæðum. Jafnvel stór tré láta á sjá vegna hinna langvinnu þurrka. A þurrum stöðum sjást brúnir litir i laufi likt og á hausti. Á stóru hestakastaniutrjánum gömlu, sem standa i löngum röðum við vötnin I Höfn er laufið brúnt og skorpið, en það er mjög óvenjulegt á þessum tima. En þar sem jarðvegur er rakur eða vökvaö duglega, stendur allt i fegursta skrúði, blóm, runnar og tré. Þetta er afbragðs ferða- mannaveður, þegar þá ekki er of heitt, en slæmt fyrir búskap- inn. Verkamenn ganga að vinnu sinni berir ofan að mitti og dökkbrúnir af sólinni. Aðrir Á „Strikinu" HITABYLGJA í DANMÖRKU Ingólfur Davíðsson skrifar Sivali turninn og Trinitatiskirkja Sumar i Danmörku t Nýhöfn Oryggi og samvinna Þegar lokasamþykkt öryggis ráðstefnunnar I Helsinki var undirrituð af æðstu mönnum 33 Evrópulanda auk Banda- rikjanna og Kanada, þótti merkum áfanga náö, ekki að- eins i öryggismálum, heldur og i heimssögunni. Austur-Þýzka Alþýðulýðveldið minntist þessa með frimerkjaútgáfu hinn 30. júli. Var þetta merki með mynd af landabréfi af Evrópu og er Finnland i miðju kortsins og stafar út frá þvi geislum, sem dreifast út yfir myndflötinn. Merkið er gert af Jochen Bertholdt, i Rostock og prentað I verðbréfapgentsmiðju rikisins i Leipzig. Merkið verður þó að- eins £il sölu til 14. ágúst 1975. Merkið er marglitt og takkað 13 I 6 milljóna upplagi. NORDJAMB Um mánaðamótin júli-ágúst var heimsókn skáta haldið I Lillehammer, sem kunnugt er. Var þar fagurt um aö litast og eru allir sammála um að tekizt hafi með ágætum, hvort sem um var að ræða reiöhjólakappa frá Indlandi, eða eftirlegukindur frá Islandi. Mótið var haldiö á sama stað og Landsmótiö 1968 og sést mótssvæðið á meðfylgjandi mynd, ásamt merki mótsins, en hver sperra á að tákna eitt Norðurlandanna. Sérstimpill var á mótinu, sem einnig er birt mynd af og enn- fremur gáfu Norðmenn og fleiri Noröurlandaþjóðir út sérstök frimerki af þessu tilefni. Myndin er af norska merkinu á krónur 1,25, sem sýnir merki stúlkna og drengjaskáta, ásamt tjaldbúð i fjalla- og skógar- landslagi. Ef við litum betur á myndina af mótssvæðinu kemur i ljós, að nóg er af sliku landslagi á mótsstað. Sigurður H. Þorsteinsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.