Tíminn - 26.08.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 26.08.1975, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 26. ágúst 1975 TÍMINN 11 N.GJA I ÖRKU lega stórum — og er verzlunar- stéttin nú hin ánægðasta. Skyldi ekki hið sama gerast I Austur- stræti? Varla eru Islendingar svo mjög sporlatari en Danir. Það var mannfjöldi á Strikinu þetta kvöld, þ.á m. fjöldi ferða- manna af ýmsum þjóðernum — hvitir, gulir og svartir hver inn- an um annan. Fólkið streymdi milli fyrrnefndra torga, leit i búðargluggana, rabbaði og hló! Margir sátu við veitingaborö undir berum himni og drukku bjór, kaffi, te, vin eða neyttu matar. Sumir sátu á bekkjum eða bara á götunni báðum meg- in undir trjám, t.a.m. nokkrir útlendingar, sem buðu til kaups stóra hringa úr ýmsu efni, fest- ar o.fl. skraut. Teiknuðu lika myndir og seldu jafnóðum. Stundum ómaði fagurt klukkna- spil i turni Kirkju heilags anda rétt hjá. Það var friður yfir öllu og engin læti. Hávær músik bönnuð sem betur fer. A Ráðhústorgi er háværara og umferð geysimikil gangandi fólks, bila og strætisvagna. Umferðin er æði hröð, en mjög regluleg og fólkið virðir um- ferðarreglurnar mun betur en tiðkast heima og „hlýðir" ljós- merkjunum nákvæmlega. Stór- ir hópar standa grafkyrrir og biða eftir græna ljósinu. Það var blæjalogn þetta kvöld og þungt loft, sums staðar æði mengað. „Reikar fjöld um Ráðhústorg, rik er Hafnar kaupmannsborg. Bflar geispa bensinós, betur lyktar gamalt fjós". Verið var að gera við ráðhústurninn. Hið fagra sægræna eirþak hans og fleiri bygginga var að gegntær- ast af óhollum lofttegundum stórborgarinnar. A myndunum, sem hér fylgja, tákna stúlkurnar tvær töfra sumarsins, önnur léttklædd og sólbrún, hin i litrikum þjóðbún- ingi. A Strikinu ægir mörgu saman, Nikolajkirkja I baksýn, þar var nú listsýning i forkirkj- unni og hliðarstúkum. Yfir „Kjötmangaragötunni" fornu gnæfir sívali turn, áfastur Trini- tatiskirkjunni og hefur sett svip á umhverfið i meir en 300 ár. Frá Garði hinum megin götunn- ar er skammt i turn eða i kirkju að fara. Nýhöfnina kannast sjó menn margra landa við og klæpulifið alræmda. Þarna bjó ævintýraskáldið Andersen lengi, rétt hjá skurðinum. Ferjur flytjainenn um skurðina til skemmtunár, fram hjá mörgum höllum og undir marg- ar lágar brúarhvelfingar. Það er gott að koma úr hita- svækjunni og finna svalann af sjónum. t Nýhöfn lllliiiiifiiiillini Oryggi og samvinna Þegar lokasamþykkt öryggis ráðstefnunnar i Helsinki var undirrituð af æðstu mönnum 33 Evrópulanda auk Banda- rikjanna og Kanada, þótti merkum áfanga náð, ekki aö- eins I öryggismálum, heldur og I heimssögunni. Austur-Þýzka Alþýðulýðveldið minntist þessa með frimerkjaútgáfu hinn 30. júli. Var þetta merki með mynd af landabréfi af Evrópu og er Finnland i miðju kortsins og stafar út frá þvi geislum, sem dreifast út yfir myndflötinn. Merkið er gert af Jochen Bertholdt, i Rostock og prentað i verðbréfapgentsmiðju rikisins I Leipzig. Merkið verður þó að- eins til sölu til 14. ágúst 1975. Merkið er marglitt og takkað 13 i 6 milljóna upplagi. NORDJAMB Um mánaðamótin júli-ágúst var heimsókn skáta haldið I Lillehammer, sem kunnugt er. Var þar fagurt um að litast og eru allir sammála um að tekizt hafi með ágætum, hvort sem um var að ræða reiðhjólakappa frá Indlandi, eða eftirlegukindur frá íslandi. Mótið var haldið á sama stað og Landsmótið 1968 og sést mótssvæðið á meðfylgjandi mynd, ásamt merki mótsins, en hver sperra á að tákna eitt Norðurlandanna. Sérstimpill var á mótinu, sem einnig er birt mynd af og enn- fremur gáfu Norðmenn og fleiri Norðurlandaþjóðir út sérstök frimerki af þessu tilefni. Myndin er af norska merkinu á krónur 1,25, sem sýnir merki stúlkna og drengjaskáta, ásamt tjaldbúð I fjalla- og skógar- landslagi. Ef við Htum betur á myndina af mótssvæðinu kemur i ljós, að nóg er af sllku landslagi á mótsstað. Sigurður H. Þorsteinsson. lá /M$^mcW^kW^E\^K l»l* • •A4hftdh^AJÉÉAÍAfcUbA^áaMá wmmm 14th WORLD JAMBOREE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.