Tíminn - 26.08.1975, Qupperneq 13

Tíminn - 26.08.1975, Qupperneq 13
Þriðjudagur 26. águst 1975 TÍMINN 13 ( Endurræktun túnanna Það var I Landfara, sem ég las um þann mikla skaða sem kalskemmdirnar á undanföm- um árum hafa valdið bændun- um og valda enn. Það eru liðnir tveir áratugir og riimlega það siðan ég skrif- aði um reynslu mina af lifræn- um áburði. Og alveg sér i lagi vegna kalskemmda. Það var fyrir og eftir 1950 að kól afar mikið hjá okkur i sveitinni heima. M.a. kól allmikið hjá mér. Það var kolsvört rótin á nýræktartúnunum, sem áður höfðu gefið af sér hvað beztan heyfeng. Nú vom góð ráð dýr. Ég hikaði ekki við að bera sild- armjöl á allt, sem kalið var og mest á það, sem verst var fariö af kali. Uppskeran i fyrri slætti var fimmtán hestar af hektara, en i seinni slætti var ábreiðslugras. Það, sem ég tók sérstaklega eftir var þegar það sem verst var farið af kalinu fór að ná sér. Þá var nýgræðingurinn sem sáð hafði verið i túnið á ný svo þétt- ur. Þegar lifrænn áburður er borinn á tún, engi eða i garða myndast gerjun sem mýkir rót- ina, mjölið úldnar og lýsið sem eftir er i mjölinu hefur m jög góð áhrif. Einu sinni skemmdist hjá mér afgangur af sildarmjöli og ég dreifði þvi á ofurlitinn blett á túninu. Þessi blettur var með kafgrasiá undan öðrum hlutum túnsins. Eins er það með beina- mjöl. Það er bara seinvirkara en afbragðs áburður. Mér er það minnisstætt, þegar Islendingar fluttu út til HoUands sem mest af loðnumjölinu og greiddu það ósköpin öll niður. Hollendingar kunnu að meta þennan úrvals áburð, sem þeim barstupp i hendurnar fyrir svo sem ekki neitt. Þeir notuðu loðnumjölið eingöngu i akrana slna. Og meðal annars lituðu þeir blómin sln með þvl til að fá grænni og fallegri lit á þau. Ég hygg að þeim mjöltunnum hefði verið betur varið hér heima til að greiða upp kal- skemmdirnar og bæta hinn fá- tæka Islenzka jarðveg. Þessi og állka áburður skilar arði ár eftir ár, áratug eftir áratug. Samkvæmt skrifum dagblað- anna gengur ekki of vel að selja það sem eftir er af loðnumjöl- inu. Ég held að bændur geti ekki gert meiri búhnykk nú en áð tryggja sér hluta af þvi, ekki slzt ef það fengist með hagstæð- um kjörum. Nú þarf ekki að nota mjölið eingöngu nema fyrstu vikurnar. Þegar nýgræð- ingurinn er orðinn þéttur og tuggutækur má flýta vexti hans með fljótvirkari áburði, en hafa hann þó aldrei meira en hálfa áburðargjöf fyrir fyrri slátt. Mér er ekki kunnugt um að farið hafi fram rannsóknir á áhrifum eða afrakstri mjöls yfirleitt til áburðar. En fróðlegt væri um það að frétta ef svo er. Einkum fýsir bændur sem virð- ast vera að flosna upp af jörðum slnum víðs vegar um landið vegna kalskemmda I túnum sln- um, sem þeir eru áður búnir að koma I allgóða rækt með ærnum kostnaði og mikilli vinnu, að fá fréttir af sllku. Virðingarfyllst Þorsteinn Jónsson Barmahlið 17. Reykjavík Sjómannafélag Reykjavíkur: Mótmælir samningum fyrr en viðskiptaþvingunum er aflétt Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavikur, haldinn þann 24. ágúst 1975 I Lindarbæ, fagnar % BÍLALEIGAN BRAUTARHOLTI 4, SÍMAR: 28340-37199 Ford Bronco Land/Rover Range/Rover Blazer VW-sendibilar VW-fólksbllar Datsun-fólks- bílar þeirri ályktun Alþingis að ákveða 200 mílna efnahagslögsögu varð- andi fiskveiðar við íslandv Fundurinn bendir á nauðsyn þess að jafnframt verði gengið frá skiptingu veiðisvæða fyrir is- lenzk veiðiskip. Til grundvallar við útfærsluna verði sett sem meginskilyrði að Islendingar sjálfir ráði og ákveði skiptingu aflamagns á svæðinu umhverfis Island,- með það einn- ig I huga að stórlega verði dregið úr ásókn veiðiskipa á uppeldis- stöðvar smáfisks. Aðalfundurinn telur eðlilegt að orðið verði við óskum viðskipta- þjóða um viðræður vegna útfærsl- unnar.en mótmælir harðlega öll- um samningaviðræðum fyrr en löndunarbanni og öllum við- skiptaþvingunum er aflétt. Þá verði sú stefna tekin að eng- ar veiðiheimildir verði veittar innan 50 sjómilna fyrir erlend fiskiskip. Ef til samningaviðræðna kem- ur skorar aðalfundurinn á væntanlega samninganefnd rikis- stjórnar og Alþingi að gæta sér- staklega hagsmuna þeirra fiski- manna sem að mestu eiga af- komu sina undir veiðum við Suð- ur- og Suðvesturland. Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavikur mótmælir harðlega ákvörðun verðlagsnefndar um verð á sild. Telur fundurinn að þessi ákvörðun sé óbein milli- færsla frá einni veiðigrein til ann- arrar, og nóg sé að gert á þvi sviði þegar. Kaupfélag sunnanlands ieitar eftir einstaklingi eða hjónum sem gætuhaft á hendi umsjón og stjórn á litlu gistihúsi ásamt matsölu og hefðu reynslu i slikum rekstri, sérstaklega matreiðslu. Upplýsingar hjá starfsmannastjóra i sima 28200. Starfsmannahald ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Tún Óskum eftir að kaupa tún til ofan af ristu. Getum einnig tekið að okkur endurræktun. Simi 4-18-96. Fóstrur Fóstru vantar að leikskólanum við Bjarg- hólastig. Upplýsingar i sima 4-01-20. Forstöðukona. Starfsmann vantar að vöruafgreiðslu vorri i haust sem flokkstjóra. Nánari upplýsingar i skrif- stofunni. Umsóknir sendist fyrir 6. sept. VINNINGUR DAGSINS I GESTAHAPP- DRÆTTINU ER: Vetrarferö við Skjálfanda. Helgardvöl á Hótel Húsavík fyrir tvo. VINNINGSNÚMER ÚTDREGIN I GESTAHAPPDRÆTTINU: Föstudagur 5387 Laugardagur 7942 Sunnudagur 15921 QALÞJÓÐLEG VORUSÝNING REYKJAVÍK 1975 Á leið í Laugardal á lágu fargjaldi Nú leggjast allir á eitt svo enginn þurfi að missa af því að sjá sýninguna. Til þess að létta undir með landsbyggðinni býður Flugfélag íslands stórlækkuð fargjöld á Alþjóðlegu vörusýninguna og við bjóðum stærri skipulögðum hópum utan af landi 25% afslátt af verði aðgöngumiða.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.