Tíminn - 26.08.1975, Qupperneq 14

Tíminn - 26.08.1975, Qupperneq 14
14 TÍMINN Þriðjudagur 26. ágúst 1975 Höfundur: David Morrell; Blóðugur hildarleikur dag. Rauður bjarmi loganna varð skærari og dansaði trylltan dans. Við rætur brattans nam hann staðar. Hug- ur hans flaut nú ekki lengur, en flögraði gagntekinn af hinni glæstu sýn, er blasti við sjónum hans. Endalokin voru að koma. Tími hans var á þrotum. Það var eins og viljastyrkur hans heyrði til einhverjum allt öðrum, en hann sá hönd sína lyftast framan við sig og byssu sinni miðað í átt að hæðinni. TUTTUGASTI OG ANNAR KAFLÍ. Dof inn í líkama Rambos var nú kominn upp undir axlir. Hann reyndi að miða byssunni, en fannst það ganga heldur afkáralega. Hann sá Teasle gliðna í þrjá hluta fyrir augum sér. Sjónin var að gefa sig. Augu Teasles voru skýr og hvöss Hann miðaði byssunni. Rambo vissi um leið að ekki var um aðra undankomuleið að velja. Hann gæti ekki dáið átakalaust né heldur kveikt á tundurþræðinum og tortímt sjálfum sér. En þessi leið var vel við hæf i. í lok átakanna skyldi hann gera sitt bezt til að drepa Teasle. Augu hans og hendur voru að svíkja hann. Rambo bjóst ekki við að geta skotið Teasle. En hann varð að reyna. Ef hann missti marks myndi Teasle óðar sjá blossann f rá byssunni og skjóta í átt þangað. Ég dey þó við að reyna þetta, hugsaði hann. Rambo barðist við að þrýsta fingrinum á gikkinn og miðaði á Teasle miðjan. Byssuhlaupið skalf. Það var Ijóst að hann myndi aldrei hitta. En Rambo vissi, að hann varð að reyna af öllum mætti. Hann skipaði hönd sinni fyrir og reyndi hvað hann gat til að þrýsta á gikkinn. En hönd hans hlýddi ekki. Rambo einbeitti sér af siðustu kröftum, fingur hans krepptust um gikkinn og skotið hljóp óvart úr byssunni aðeins of fljótt. Kæruleysi og slóðaskapur. Hann bölvaði sjálfum sér. Þetta var ekki sá bardagi sem hann vonaðist eftir. Nú hlaut kúlan úr byssu Teasles að koma, þó hann ætti það ekki skilið. Hann beið. Hún átti , að vera komin. Rambo reyndi að sjá skýrar og þrýsti ' fingrunum að augum sér um stund. Þá leit hann niður eftir hæðinni og sá Teasle liggja kylliflatan í runna- þykkninu. Guð á himnum.. Hann hæfði hann þá eftir allt saman. Þess hafði hann aldrei óskað. Dof inn var nú svo mikill og dreifður í líkama hans, að héðan af gæti hann alls ekki kveikt á tundurþræðinum áður en dofinn yfir- bugaði hann gersamlega. Ljótur og vesæll dauði þetta, hugsaði hann með sér. Alls ekki það sem ég vildi. En skyndilega hreif dauðinn hann á burt. En það var alls ekki hinn doðalegi svefn í ómælanlegu myrkradjúpi. Þetta var öllu heldur í líkingu við það sem hann átti von á með því að nota dýnamítið. En tilf inningin kom f rá höfði hans en ekki maganum. Rambo skildi þetta ekki og f yllt- istótta þetta örstutta andartak. Hann gaf sig tilfinning- unni á vald og hvarf með henni út úr hauskúpunni aftan á hnakkanum. Hann þaut upp eftir himninum gegnum ógrynni litbrigðá. Áfram og upp. Blindandi bjarmi og glæstir litir að eilíf u. Hann hugsaði með sér, að ef þessu héldi lengi áfram — þá hefði hann kannski rangt fyrir sér og myndi sjá guð þrátt fyrir allt. TUTTUGASTI OG ÞRIÐJI KAFLI. En þau ósköp, hugsaði Teasle með sér. Hann lá á bak- inu í runnunum og dásamaði stjörnurnar. En um leið endurtók hann í sífellu með sjálfum sér, að hann vissi alls ekki hverju hann varð fyrir eða hvað hafði gerzt. Það var raunar satt. Hann sá blossa f rá byssu og hneig um leið niður. En fall hans var rólegt og mjúkt. Hann vissi ekki hvað hafði komið fyrir, fann það ekki og I líkami hans veitti enga svörun. Teasle hugsaði um önnu, en lét samstundis af þeim þönkum. Ekki sökum þess að minningin væri sársauka blandin, heldur vegna þess, að í I jósi þeirra atburða, sem á undan voru gengnir — þá virt- ist hún ekki lengur skipta máli. Teasle heyrði þrusk og fótatak einhvers, sem nálgaðist utan úr runnaþykkninu. Rambo er að koma, hugsaði hann. En hann fer sér hægt. Mjög hægt. Auðvitað... Hann er illa særður. En það var aðeins Trautman sem stóð við hlið hans. Höfuð hans bar við himininn. Það Ijómaði á einkennis- búning hans í bjarma eldsins, en augun voru tilf inninga- lausogdauð.— Hvernig lýsir þetta sér, sagði Trautman. Er þetta slæmt? — Nei, svaraði Teasle. Þetta er raunar þægileg tilf inn- ing, svo lengi sem ég hugsa ekki um hvað hún hefur í för með sér. Hvaða sprenging var þetta sem ég heyrði? Það var eins og enn önnur bensínstöðin væri að springa. — Ætli það hafi ekki verið ég? Líklega var það ég. Ég notaði þessa skammbyssu þegar ég skaut hann í höf uðið. — Hvernig var sú tilfinning fyrir þig? — Mér leið betur en þegar ég vissi af honum þjást. — Já. Trautman tæmdi ónýtt skothylkið úr byssunni. Teasle sá það fljúga í loftinu svolitla stund. Aftur varð honum hugsaðtil önnu, konu sinnar. En hún vakti ekki lengur áhuga hans. Hann hugsaði um húsið sem hann hafði gert við, uppi í hæðunum. Svo minntist hann kattanna, en ekkert af þessu vakti heldur áhuga hans. Hann hugsaði um Rambo — og fann ást og virðingu fyrir honum streyma um sig allan. Sekúndubroti áður en tómt skot- hylkið lauk bogf lugi sínuog féll til jarðar kom ró og værð yfir Teasle. Hann slakaði á og tók hlutskipti sínu með jafnaðargeði. Ofurveikur titringur fór um magnvana líkamann. Hann var látinn. SÖGULOK Geiri kemur aftur til sins tima, á sama'staðog þetta allt byrjaði.1 7 “rs Við verðum að fara, blessaður!/ 'Þegar'ég fór var sHvaðer Dalla hér með glæpa' langt. mönnum McFrys.ý siðan? Hvar er A meðan., Ertu búin að finna' týndu sjóvélina? Já, það var. Hvell Geiri sem fékk hana lánaða fyrir viku siðan "'S, 45 minútur eftir, hafið^ bilana Rlbúna eöa við i-j ‘skjótum gislana alla.1 s Við erum ekki aðgri b^ljast. „Þessi maður”erDreki,_ sem/er.aö reyna að venjast borgarlifinu í maður, hann ”, við vitum^ hann'er, Len það erímöguleikiy Biddu Djöfull, þá byrjum við afturað 1 eltastvið 'glæpamenn, —C _ j "/25~ Þetta er uppástungá\ Hadda. Ég nota sykur-' kökur, en hann súkku laði. Þegar við1 stökkvum yfir, borðum, •við eina./ 6017 m: Þriðjudagur 26. ágúst 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 i léttum dúr Jón B. Gunnlaugsson sér um þátt með blönduðu efni. 14.30 Miðdegissagan: „1 Rauðárdalnum” eftir Jó- hann Magnús Bjarnason örn Eiðsson les (20). 15.00 Miðdegistónleikar: Is- lenzk tónlista. „Ölafur lilju- rós”, balletttónlist eftir Jórunni Viðar. Sinfóniu- hljómsveit Islands leikur, Páll P. Pálsson stjórnar. b. Jón Sigurbjörnsson syngur lög eftir Sveinbjörn Svein- björnsson og Þórarin Jóns- son, Ölafur Vignir Alberts- son leikur á pianó. c. Þor- valdur Steingrimsson og Ólafur Vignir Albertsson leika tvær rómönsur fyrir fiðlu og planó eftir Árna Björnsson. d. Liljukórinn syngur lög eftir Siguringa E. Hjörleifsson, Baldur Andrésson og Eyþór Stefánsson, Þorkell Sigur- björnsson stjórnar. Ólafur Vignir Albertsson leikur á pianó. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn 17.10 Tónleikar 17.30 Sagan: „Ævintýri Pick- wicks” éftir Charles Dickens Bogi Ólafsson þýddi. Kjartan Ragnarsson leikari les (4). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Asatrú Jón Hnefill Aðal- steinsson fil.lic. flytur fyrsta erindi sitt. 20.00 Lög unga fóIksinsSverrir Sverrisson kynnir. 21.00 Úr erlendum blöðum Ólafur Sigurðsson frétta- maður tekur saman þáttinn. 21.25 Leifur Þórarinsson og dj assmúsikk Jón Múli Arnason rabbar við tón- skáldið. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsag- an: „Rúbrúk” eftir Poul Vad Úlfur Hjörvar les þýð- ingu sina (6). 22.35 „Bör Börson” Söngleikur i tveim þáttum eftir Harald Tusberg og Egil Monn-Iver- sen byggður á sögu Johans Falkbergets. Listamenn norska leikhússins flytja undir stjórn Egils Monn- Iversens. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Þriðjudagur 26. ágúst 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Lifandi myndir Þýskur fræðslumyndaflokkur. 4. þáttur. Þýðandi Auður Gestsdóttir. Þulur Ólafur Guðmundsson. 20.50 Svona er ástinBandarisk gamanmyndasyrpa. Þýðandi Jón O. Edwald. 21.40 Crab Nebuia Langt úti i geimnum er stjarna, eða stjörnuþoka, sem visinda- menn nefna „Crab Nebula”. 1 þessari fræðslumynd, sem BBC hefur látið gera, er fjallað um þessa sérkenni- legu stjörnu og furöulega eiginleika hennar. Kin- verskir stjörnufræðingar urðu hennar fyrst varir fyrir rúmum 900 árum, en á 20 . öld hafa vísindamenn á Vesturlöndum beint athygli sinni að henni og gera stöð- ugt nýjar uppgötvanir. Þýð- andi Ingi Karl Jóhannesson. Þulur Gylfi Pálsson. 22.35 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.