Tíminn - 26.08.1975, Page 17

Tíminn - 26.08.1975, Page 17
Þriðjudagur 2fi. ágúst 1975 TtMINN 17 * JS. V OöSBHBÍK* .. FRIÐFINNUR FINNBOGASON EINAR GUNNARSSON Rciuð spjöld á lofti í Keflavík — þegar Keflvíkingar og Vestmannaeyingar gerðu jafntefli 0:0 — ÞETTA voru gróf brot, svo að ég só mér ekki annað fært en að láta þá yfirgefa völlinn, sagði hinn ákveðni dómari Grétar Norðfjörð, sem vfsaði tveimur ieikmönnum af velli i Keflavik á lokaminútu leiks Keflvfkinga og Vestmannaeyinga, sem lauk með jafntefli 0:0. Það voru þeir Friðfinnur Finnbogason frá Eyjum og Keflvikingurinn Ein- ar Gunnarsson, sem fengu að sjá rauða spjaldið hjá Grétari. Aðdragandinn að þessu atviki var, að Keflvikingar sóttu stift að marki Eyjamanna og lauk þeirri sókn með þvi að Ársæll Sveinsson, markvörður Eyja- manna, kastaði sér niður og gómaði knöttinn — á sama and- artaki kom Einar Gunnarsson, fyrirliði Keflvikinga, aðvifandi og spyrnti i knöttinn. Friðfinnur Finnbogason var ekki alls kost- ar ánægður með það — og hann lét hnefana dynja á Einari, sem féll á völlinn. Grétar var ekki lengi að átta sig á hlutunum — hann sýndi Friðfinni rauða spjaldið og visaði honum af vellL En þegar hann var nýbú- inn að sýna Friðfinni spjaldið, þá reis Einar upp af vellinum — hljöp á eftir Einari Friðþjófs- syni, bakverði Eyjamanna og spyrnti i hælinn á honum, þar sem hann var á hlaupum burtu frá Einari Gunnarssyni.— Það var ekki nóg með að hann sparkaði i mig, heldur steig hann ofan á höndina á mér, þar sem ég lá á vellinum, sagði Ein- ar Gunnarsson, eftir að Grétar var búinn að sýna honum rauða spjaldið, fyrir að sparka á eftir Einari Friðþjófssyni. Þetta atvik á lokaminút- unni, var hápunktur leiksins, sem var mjög jafn. Eyjamenn voru þó nokkuð liflegri, en klaufaskapur þeirra upp við mark Keflvikinga, kom i veg fyrir, að þeim tækist að sigra. Þeir Tómas Pálsson og örn óskarsson fóru illa með gullin marktækifæri i fyrri hálfleik, þegar þeir komust einir inn fyrir Keflavikurvörnina. Þá áttu Keflvikingar ágæt tækifæri upp við mark Eyjamanna, sem þeir Kári Gunníaugsson, Stein- ar Jóhannsson og Jón Ólafur Jónssonnýttu ekki. Ef á allt er litiö, þá var jafntefli sanngjörn úrslit f leiknum. Grétar Norðfjörð fékk góða aðstoð frá linuvörðunum Bjarna Pálmasyni og Brynjari Braga- syni.og slapp vel frá leiknum. Fyrir utan, að sýna þeimFrið- finni og Einari rauða spjaldið, þá áminnti hann hinn skapmikla bakvörð Eyjamanna, Einar Friðþjófsson, i fyrri hálfleik. ASGEIR GUÐGEIR Ásgeir. Guðgeir Jóhannes JÓHANNES. — í sviðsijósinu um helgina tsienzku atvinnumennirnir í knattspyrnu, þeir Asgeir Sigur- vinsson, Guðgeir Leifsson og Jóhannes Eðvaldsson, voru i sviðsljósinu um helgina. Celtic vann stórsigur (8:0) i leik gegn Dumbarton i skozku deildarbikar keppninni. Þrátt fyrir þetta mikla markaregn tókst Jóhannesi ekki að skora. Ásgeir Sigurvinsson og félagar hans i Standard Liege sigruðu Lierse (1:0) á heimavelli, og Guðgeir og félagar hans i Charleroi gerðu jafntefli (0:0) á heima- velli gegn La Louviere. Þrjár umferðir eru nú búnar I 1. deildar keppninni f Belgiu — og töpuðu lið Asgeirs og Guðgeirs fyrstu tveimur leikjunum. Viðgerð á Lauaar- dalsvellinum hefst 17. september n.k. Hvorki gervigras né hitalögn Endurbætur á Laugardals- vellinum hefjast 17. september, eða strax daginn eftir Evrópuleik Vals gegn skozka liðinu Celtic. Þetta var ákveðið á fundi hjá Iþróttaráði Reykjavikur I gær- morgun. Var ákveðiö að endur- byggja völlinn, án þess að setja hitalögn eða gervigras á hann. Þetta kemur nokkuð á övart, I þar sem rætt var um þetta mál á fundi borgarstjórnar Reykja- vikur ekki alls fyrir löngu — þar sem lögð var fram tillaga um að gerð yrði kostnaðaráætlun um uppbyggingu vallarins með gervigrasi . og hitalagningu. Margir vonuðu að Reykjavikur- borg sýndi stórhug og léti endur- bæta völlinn með þeim hætti, svo að treysta mætti meira á hann i I framtiðinni. Nú hefur iþróttaráð hins vegar I ákveðið, að endurbætur á vellin- LAUGARDALSVÖLLURINN... Valur og Celtic leika sfðasta leikinn á honum fyrir endurbyggingu um, verði með þeim hætti, að einungis drenlagnir verði endur- nýjaðar og völlurinn tyrfður. Þess má geta, að borgarráð mun taka endanlega ákvörðun I málinu. SKAGAMENN OG KEFLVÍKINGAR Ileika ÞVÍ EKKI Á VELLINUM — gegn mótherjum sínum í Evrópukeppninni ] Akvörðunin um að hefjast eigi jhanda við endurbætur á Laugar- j dalsvellinum 17. september, Ihefur það i för með sér, að Akur- lnesingar og Keflvikingar geta Jekki leikið Evrópuleiki sina á Ihonum. Þeim stendur aftur á móti til boða að leika Evrópu- leikina á nýja grasvellinum i Laugardalnum, sem á næstunni verður tilbúinn til kappleikja- halds — en hann tekur 5-6 þús. áhorfendur. Skagamenn áttu að leika gegn Nicosia frá Kýpur á Laugardals- vellinum 5. október og Kefl- vikingar gegn Dundee 23. september. Það getur farið svo, að Skagamenn og Keflvikingar leiki sina leiki á heimavöllum. Marteinn og Árni hetjur Framara .. sem sigruðu Víkinga (1:0) ★ Marteinn skoraði sitt 20. 1. deildarmark LANDSLIÐSMENNIRNIR Mar- teinn Geirsson og Arni Stefánsson voru hetjur Fram-liðsins, sem sigraði Vikinga (1:0) á Laugar- daisvellinum. Arni Stefánsson átti snilldarleik i markinu og hélt þvi hreinu, og Marteinn Geirsson, hinn marksækni miðvörður, tryggði Fram sigurinn með þvi að senda knöttinn i netamöskva Vik- ingsmarksins — og skora sitt 7. deildarmark i ár. Þetta mark Marteins var hans 20. 1. deildar mark, en hann skoraði sitt fyrsta mark 1971, gegn Akureyringum á Laugardalsvellinum. Hann skor- aði þá úr vitaspyrnu i leik, sem Framarar unnu 5:2. En nóg um það, snúum okkur að leiknum á sunnudaginn: Vikingar fengu gullið tækifæri til að skora, strax i byrjun, þegar Stefán Halldórsson komst einn inn fyrir Fram-vörnina. En áður en Stefán náði að skjóta, kastaði Arni Stefánssonsér niður og góm- aði knöttinn af tánum af honum. Eftir þetta náðu Framarar meiri tökum á leiknum — og á 33. minútu hafnaði knötturinn I Vik- ingsmarkinu. Simon Kristjánsson átti þá sendingu fram völlinn, og MARTEINN GEIRSSON.... hefur skorað 7 deildarmörk I sumar. knötturinn sveif inn i vitateig Vik- ings. Diðrik ólafsson hljóp út úr markinu til þess að hafa hendur á knettinum —enhonum tókst ekki að góma knöttinn, sem lenti á brjóstkassanum á honum, og hrökk þaðan til Kristins Jörundssonar, sem skallaði að onnu marki Vikinga. Ragnar Gislason, bakvörður Vikingsliðs- ins, og Marteinn Geirsson háðu þá mikið kapphlaup um knöttinn — Marteinn varsterkari á sprett- inum og spyrnti knettinum yfir marklinu Vikings, án þess að Ragnar kæmi vörnum við. — Mér tókst að halda Ragnari fyrir aftan mig, sagi Marteinn eftir leikinn. Marteinn fékk svo gott tækifæri til að bæta öðru marki við. Það var rétt fyrir leikslok, þegar hann stóð fyrir opnu marki — en þá brásthonum bogalistin. Vikingar fengu siðan góð marktækifæri i siðari hálfleik, en Arni Stefánsson kom I veg fyrir, að þeim tækist að skora, og sigur Fram var i höfn. Arni Stefánsson var bezti maöur Fram-liðsins, en ungu leikmennirnir hjá liðinu, þeir Trausti Haraldsson og Pétur Ormslev, áttu góða spretti. Hjá Vikingi áttu þeir óskar Tómasson og Jóhannes Bárðarson beztan leik.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.